Vísir - 30.06.1953, Blaðsíða 6

Vísir - 30.06.1953, Blaðsíða 6
VlSIR Þriðjudaginn 30. júní 1953. Sinfóníutónleikarnir. Sinfóníuhljómsveitin hélt Ivenna tónleika undir stjórn Hermanns Hildebrandts á veg- «m Tónlistarfélagsins mánu- dag og þriðjudag 22. og 23. júní í Þjóðleikhúsinu. Á efms- .skránni voru tvær samtíma tón- smíðar, forleikur að „Mattiasi málara“ eftir Hindemith og Hári János-svíta úr samnefndxi ■ óperu eftir Kodály, sinfónska Ijóðið „Moldá“ úr „Föðurland- inu“ ef tir Smetana og loks ser- enata í b-dúr fyrir 12 blásara og kontrabassa eftir Mozart. Forleikur Hindemiths, sem jafnframt er fyrsti kaflinn úr sinfóníunni, er hann samdi upp úr óperunni, tókst mjög vel í flutningi, þótt vandleikinn sé. Er þetta eitt af áheyrilegustu verkum þessa merka brautryðj- anda, enda samið á þeim tíma er hann hvarf að nokkru frá hinum róttæku starfsaðferðum .sínum. Svíta Kodálys er fjör- leg og á köflum bráðfalleg en ekki ýkja-frumlegt nýsmíði á vorum tímum. ,,Moldá“ eftir , Smetana er þekktasti kaflinn úr „Föðurlandinu“, og munu flest- ir hafa heyrt það margoft í út- varpinu. B-dúr serenata Moz- arts er sjaldan leikin, enda ekki tiltakanlega merkilegt verk, enda þótt eftir snilling sé. Til þess er hún of langdregin og .sundurlaus. Er vandséð hvað valdið hefur þessu vali, nema hugmyndin hafi verið að gefa hinum ágætu blásurum tæki- færi til að sýna list sína, enda tókst þeim sannarlega vel jg þá ekki síður Einari Waage, sem hefur óvenjulega mjúklega ,£troktækni á kontrabassanum. Að öllu samanlögðu voru KAUPHOLLBIM er miðstöð verðbréfaskipt- anna. — Sími 1710. £DWIN ARNASON 1INDAIÍ60TU 2& SÍMI 3743 þetta mjög skemmtilegir tón- leikar, þótt efn.isskráin væri all-sundurleitt. Hér hefur ef til vill einnig verið haft í huga að gefa Hildebrandt tækifæri til að „sýna“ margar hliðar a stjórnandahæfileikum sinum. Orkar þó jafnan tvímælis að fórna heild og rökyísi hljóm- leika fyrir þvílíkan hégpma. B. G. íslandsmótið í 1. fl. hefst í kvöld kl. 7 á íþróttavellinum. Þá leika ( A-riðli Akurnesingar og K.R. — Strax á eftir ísfirð- ingar og Valur. — Móta- nefndin. ROÐRARDEILD ÁRMANNS. Æfing í kvöld kl. 8. eftir. VALSMENN. 2. fl. Munið æfing- una í kvöld kl. 9. — Áríðandi fundur á ■ Þjálfarinn. ÞROTTUR! Knattspyrnumenn! Æfing í dag kl. 7— 8 fyrir meistara, 1. og 2. flokk. — 3. flokkur æf- ing á morgun kl. 6,30—7,30. Mjög áríðandi að allir mæti. FRAMARAR! Knattspymumenn! Æfingar í kvöld verða fynr 4. fl. kl. 6.30— 7.30 2. fl. 7.30—8.30 og meistarar, 1. og 2. fl. kl. 8.30— 10. — Nefndin. DRENGJAHJÓL (með handbremsu) hvarf á föstu- daginn frá Sundhöllinni. — Vinsamlegast skilist á Tún- götu 16 eða hringið í síma 2484. (776 GULLHRINGUR, ein- baugur, týndist s. 1. sunnu- dag á leiðinni úr Austur- bæ'ium um Njálsgötu vestur í bæ. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 2328. (775 HANZKI, svartur, tapað- ist á Laugaveg s. 1. laugar- dag. Skilist í Toledo. (786 KVENSTALUR, með grárri leðuról, tapaðist á föstudaginn frá Hverfisgötu niður á Lækjartorg. Vinsam- legast hringið í síma 4920 frá kl. 9—6. (782 HERBERGI óskast, sem næst miðbænum. Uppl. frá kl. 6 í síma. .4267. (772 LITIÐ herbergi, helzt á neðri hæð eða í kjallara ósk- ast. Tilboð, merkt: „191“ sendist blaðinu. (767 2 HERBERGI og eldhús, helzt á hitaveitusvæði, fyrir eldri hjón óskast til leigu. Símaafnot koma til greina. Uppl. í síma 81059. (773 IIERBERGI til leigu. — Uppl. í síma 80007. (779 MJÖG GÓÐ 3ja herbergja íbúð á hitaveitusvæðinu til leigu til 15. sept. Tilboðum, merktum: „15. sept.“ skal skilað á afgr. Vísis fyrir há- degi á fimmtudag. (781 HERBERGI óskast gegn stigaræsting eða einhvers konar húshjálp. — Tilboð, merkt: „Sumar — 265“ send- ist blaðinu. (784 MÆÐGUR óska eftir að fá leigða 2ja herbergja íbúð á hitaveitusvæðinu nú þegar eða 1. október. Geta borgað 10—12 þús. kr. fyrirfram ef óskað er. — Tilboð sendist blaðinu, merkt: „Tvær mæðgur — 256“. (701 STÚLKA óskar eftir her- bergi sem næst miðbænum. Uppl. í síma 81694 milli kl. 5—7 í dag. (789 FORSTOFUHERBERGI til leigu í Drápuhlíð 13, efri hæð. (788 TELPA óskast íil að gæta ársgamals drengs. Uppl. i Sigtúni 41 og síma 80878 eft- ir kl. 4 í dag. Björg Bernd- sen. STÚLKA vön matreiðslu óskast á barnaheimili í ná- grenni Reykjavíkur. Uppl. í síma 80415 frá kl. 7—10 í kvöld. (765 mmi HREINGERNINGAR. — Sírni 2173. Ávallt vanir og liðlegir menn. — Fljót af- greiðsla. (783 LDíGAN, reglusaman mann vantar góða vinnu, margskonar vinna kemur til greina. Sendið tilboð til afgr. Vísis' fyrir fimmtudag, — merkt: „Álfhólsvegur — 264“. (770 HULLSAUMUR, zig-zag og hnappar yfirdekktir. — Gjafabúðin, Skólavörðustíg 11.(323 FATAVIÐGERÐIN, Laugavegi 72. Allskonar við- gerðir. Saumum, 'oreytum, kúnststoppum. Sími 5187. OTSVARS- OG SKATTAKÆRUR Málaflutningsskrifstofur. Guðlaugur Einarsson, Einar S. Einarsson, Aðalstræti 18. I. hæð. — Sími 82740. (724 RAFLAGNIR OG VIÐGERÐIR á raflögnum. Gerum við straujám og önnur heimilistæki Raftækjaverzlunin Ljós og Hiti h.f. Lauaavegi 79- — Símí 5184. PLÖTUR á grafreiti. Út- vegum áletraðar plötur ó grafreiti með stuttum fyrir- vara. Uppl. á Rauðarárstíg 26 (kjallára). — Sími 6126 OLIUKYNTUR miðstöðv- arketill, 2 fm. til sölu. Uppl. í síma 3119 eftir kl. 5. Tæki- færisverð. (790 NÍ, amerísk, svört dragt, „mjög stórt númer, til sölu. — Sanngjarnt verð. Garðastræti 40, efri hæð, til kl. 7 í dag og næstu daga. (787 TRILLUBÁTUR, 3ja tonna, með 14—16 ha. Albinvél, til sölu. Til sýnis við vestari Verbúðarbryggjuna eftir kl. 6. (785 LAXVEIÐIMENN. Stórir nýtíndir ánamaðkar til sölu. Sörlaskjól 56, uppi. BARNAKERRA til sölu. Bárugötu 13 (kjallara). (780 SVEFNSOFI til sölu (ó- dýrt). Uppl. í síma 2457. — VIL KAUPA jeppa- kerru. Uppl. í síma 4559. — (778 GÓÐUR barnavagn til sölu. Uppl. í síma 82117. (774 BARNAKERRA og út- varpstæki til sölu. — Sími 5736. BARNAVAGN tii sölu á Hringbraut 182, II. hæð til vinstri. (764 DÖNSK svefnherbergis- húsgögn og fiðla til sölú á Víðimel 43. (768 VIL KAUPA iítinn sumar- bústað eða skúr, helzt inn- réttaðan, byggðan úr timbri, sem gott væri að flytja. — Verð heima kl. 8—9 næstu kvöld, Jón Magnússon, Stýrimannastíg 9. (769 GÓLFTEPPI, 2X3 til sölu, ódýrt, á Hringbraut 115, III. hæð, til hægri. (771 DIVANAR, allar stærðir, fyrirliggjandi. Húsgagna- verksmiðjan, Bergþórugötu 11. Sími 81830. (394 SAMÚÐARKORT Slysa- varnafélags íslands kaupá flestir. Fást hjá slysavarna- sveitum um land allt. — í Reykjavík afgreidd í síma 4897. (364 CHEMIA-Desinfector er vellyktandi, sótthreinsandi vökvi, nauðsynlegur á hverju heimili til sótthreins- unar á munum, rúmfötum, húsgögnum, símaáhöldum, andrúmslofti o. fl. Heíir unnið sér miklar vinsældir hjá öRum sem hafa notað hann. (446 ELITE-snyrtivörur hafa á fáum árum unnið sér lýð- hvlli um land allt. (385 SAUMASTOFA Ingólfs Kárasonar, Hafnarstræti 4, sími 6937. Fyrirliggjandi karlmannaföt, stakar buxur og loðkragaefni. (697 & SuncuahA. — TARZAN— im „Það er frá litlu að segja,“ sagði Tprzan. „Mafrur nokkur kom inn í herbergi okkar í gærkvöldi til þess .©ð drepa mig, en í þess stað dó hann.“ „Er þetta maðurinn, sem sýndi þér bánatilræðið,“ .. spurði Nemone úm leið og hún benti á líkið sem lá á gólfinu. “Já,“ svaraði Tarzan. c.»pf IISO.BJ*'.-HK'lrc Dlrtti. tiy Unltc-j F'eatur: Skyndilega sneri Nemone sér að Erot. „Þekkir þú þennan mann?“ sagði hún og hvessti á hann augum. „Hann er mér ókunnugur,“ muldraði Erot. „Þú lýgur,“ hrópaði Nemone. „Eg mun hafa uppi á öllum, sem hafa tekið þátt í glæpnum og þeirra bíður ekkert nema dauðinn í ljónagryfj- unni.“

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.