Vísir - 02.07.1953, Blaðsíða 4

Vísir - 02.07.1953, Blaðsíða 4
%, VfSIR ■1 1..! DAGBLAÐ j.~. . I Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson. Skrifstofur Ingólfsstræti 3. Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Aígreiðsla: Ingólfsstræti 3. Símar 1660 (fimm linur). Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. Viðhorfin í heimsmálununi. Friðarsókn Rússa er nú orðin nokkurra mánaða gömul, og hefur ekki enn borið meiri árangur en þær, sem á undan hafa gengið — það er að segja, enginn hefur tekið sérstakt mark á því, sem þeir hafa haft að segja eða hafa gert, til þess að koma langþreyttum heimi til þess að trúa því, að þeir séu linir einu sönnu friðarpostular. í rauninni virðist svo sem nokkurt hlé hafi orðið á sókn þeirra, og má ef til vill álykta sem svo, að þeir geri það, meðan beðið er eftir úrslitum í þeím málum, sem nú eru efst á baugi í Kóreu. Þar hefur ekki enn verið gert neitt samkomulag, sem hefur í för með sér vopnahlé, þótt eining hafi orðið um ýmis atriði, er hafa reynzt þröskuldur um langt skeið áður. I Eitt atriði hlýtur þó að vekja nokkra athygli. Sendiherrar Rússa hjá helztu lýðræðisríkjunum — Bandarikjunum, Bret- landi og Frakklandi — hafa skyndilega verið kallaðir heim,' allir samtímis. Getur varla verið, að þetta sé gert vegna fundar þess, sem ætlað er að hefjist í Washington eftir rúma viku, þar sem utanríkisráðherrar ofangreindra þriggja ríkja koma saman, til þess að ræða ýmb þeirra mála, sem efst eru á baugi um þessai' mundir. Rúo. a, taka ekki viðbragð vegna þessa fundar, j því að engin ástæða getur verið til þess, úr því að ekki þótti' rétt að gera það á sínum tíma, þegar það var gert heyrin kunn- j ugt, að forvígismenn Bandaríkjanna, Breta og Frakka mundu koma saman á Bermudaeyjum, sem nú hefur að vísu verið frestað. Um það þarf engum blöðum að fletta, að það er ekki alveg að ástæðulausu, sem Rússar kalla nú heim fulltrúa sína meðal þeirra þjóða, sem þeim hafa verið þyngstar 1 skauti vegna. Erfiðara getur verið að koma auga á tilefnið, en auðvelt að sjá, að tilgangurinn getur ekki verið annar en að leggja á ráðin um það, hvað gera beri í hinu kalda stríði, til þess að ekki verði lát á sókninni á því sviði. Því að menn taki eftir því, að enda þótt Rússar sjálfir láti líklega að ýmsu leyti, er það ekki nema önnur hlið málanna. Hin kemur fram í athöfnum þeirra flokka, sem þeir hafa víða um lönd og eru fimmtu herdeildir þeirra, hver á sínum stað. Þótt við íslendingar séum sagðir úti á hjara veraldar, og erum það að sumu leyti, á það ekki við, að því er snertir það, sem að okkur snýr hjá Rússum. Hér her&a þeir sitt kalda stríð, þegar þeir draga úr því — að nokkru leyti — arinars staðar. Hér ausa þeir fé í fylgismenn sína, svo að þeir geti aukið áróður sinn um helming gegn Bandaríkjunum og þeim, sem þeir kalla leiguþý þeirra, meðan þeir þykjast vilja vera vinir þeirra og annarra á aðalvettvangi heimsmálanna. Enginn þarf að ætla, að einhver höfuðbreyting hafi orðið á utanríkisstefnu eða markmiðum Rússa, þótt annar maður sitji nú þar í valdastóli en síðasta aldafjórðunginn. Munurinn er aðeins sá, að eins og nokkur munur hlýtur alltaf að vera á tveim mönnum, þótt þeir hafi sömu skoðanir, eins hlýtur allt af að vera nokkur munur á því, hvaða leiðir þeir telji heppi- legastar til að ná settu marki. _ ; _ g, Jgg Öfi kurl komin til grafar? J ■jVTánari fregnir hafa borizt af atburðum þeim, sem gerðust í ’ -Áustur-Þýzkalandi fyrir rúmlega hálfum mánuði, þegar alþýða manna þar gerði tilraun til þess að varpa af sér ánauðar- 1 oki Rússa og kommúnista, sem stjórna landinu með stuðnihgi þeirra. Bera þessar fregnir með sér, að atburðirnir hafa verið margfalt ægilegri, en nokkurn gat grunað, því að svo hart ’ hafa Rússar tekið á öllum, sem þeír hafa grunað um einhverja ' þátttöku í þeim. - • I En tala hinna föllnu og handteknu géfur: éinriig annað til kynna. Hún sýnir eins ljóslega og á verður kos'ið, áð það er ékki aðeins lítið brot þeirra, sem búsettir eru í Austur-Þýzkalandi, sem búnir eru að. fá alveg nóg af ógnarstjórninni rauðu. Þeir skipta tugum þúsunda, sem eru fúsir til að leggja eitthvað í sölurnar, jafnvel fjör og frelsi, ef það mætti verða til þess, að létt yrði þeirra svartnættiskúgun, sem þar ríkir. Tugir þúsunda í fjölmörgum borgum sitja nú í fangabúðum Rússa og kommún- ista, af því að þeir undu ekki okinu. Vitanlega eru enn fleiri þúsundir, sem hafa haft samúð með uppreistarmönnunum, en ekki tekið þátt í athöfnum þeirra, svo að sáðkorn frelsisins hefur ekki verið upprætt með handtökum og aftökum. Það er allsenidis óvíst, að öll.kurl sé komin til graíar í máli þessu, og áreiHárilegt er, að'kómmúnistar eru ekki búnir að bíta úr nálinni í þessu eíni. j Ólafur koniongsefui Norð- manna 50 ára í dag. Ólafur konungsefni Norð- manna, á fimmtugsafmæli í dag, og norska þjóðin tekur vafa- laust innilegan þátt á hátíða- höldunum sem verða af þessu tilefni, en hann nýtur almennra vinsælda meðal þjóðar sinnar. Ólafur konungsefni var hálfs þriðja árs, er hann kom til Noregs í fyrsta sinn með for- eldrum sínum, Karli Danaprins, sem .þá hafði verið kjörinn I konungur Noregs árið 1906, og Maud prinsessu, dóttur Ját- varðar 7. Bretakonungs. Ólafur konungsefni hefur hlotið uppeldi og menntun sem aðrir norskir drengir, gekk á venjulegan menntaskóla með jafnöldrum sínum, lauk stúd- entsprófi 1921, liðsforingjaprófi 1924, og hefur alla tíð verið í nánum tenglsum við þjóð sína, | meira en títt er um konung- borna menn. Árið 1929 kvænt- ist hann Mörthu prinsessu, dóttur Karls Svíaprins, og eiga þau þrjú börn, Harald erfða- prins, Ragnhild, sem nýlega giftist Lorentzen útgerðarmanni og Ástríði. Ólafur konungsefni hvarf úr landi sumarið' 1940, ásamt kon- ungi og ríkisstjórn, er sýnt þótti, að ekki myndi unnt að j verjast ofurefli Þjóðverja í I Noregi. Héldu þeir til Englands, en síðan var Ólafur, ásamt Hákoni konungi, einingartákn þjóðar sinnar í frelsisbarátt- unni, og staðfestist enn betur vinátta þjóðarinnar og holl- usta við konungsfjölskylduna norsku á þessum þungbæru árum. í júlí 1944 gerðist Ólafur konungsefni yfirmaður alls herafla Noregs og þótti sýna frábæra hæfileika í starfi sínu. Alla tíð hefur hann verið al- hliða íþróttamaður, meðal annars keppt í skíðastökki í Holmenkollen við góðan orð- stír, unnið sigur í kappsigling- um á Ólympíuleikum, og hlut- gengur þykir hann í fleiri íþróttagreinum. Ólafur konungsefni hefur miklax mætur á íslendingum, og hingað kom hann sem for- maður norsku sendinefndarinn- ar á Snorrahátíðinni í Reyk- hoHi árið 1943. íslendingar senda Ólafi kon- •ngsefni hugheilar kveðjur á þessum merku tímamótum í ævi hans. Morð i Tunis. París (AP). — Asadin Bey, soldánsefni Túnismanna, Iézt í gær a£ völdum skotsára, er hann fékk í gærmorgun. Tilræðismaður hans var hand- tekinn og hefur hann verið á- kærður fyrir morð. — Asadin Bey va mikill Frakkavinur. \Matyt er sktítiáj Eiginmannaverkfallinu í Birmingham er lokið. IVIennimir gerðu „kjarasamning44 við konurnar Óvenjulegasta verkfall, sem um getur, er fyrir skemmstu leitt íil lykta í Birmingham í Englandi. Verkfall þetta höfðu fjöl- margir eiginmenn gert gagn- vart sínum „betra helming", og hófst það með því, að 53ja ára gamall eimreiðarstjóri, Jim Caldwell að nafni, komst að þeirri niðurstöðu, að kona hans neyddi hann til þess að þvo alltof mikið af matarílátum,. bg. yfirleitt lóti hún hann vi.nna alltof mikinn hluta. húsverk- anna. Hanri ræddi málið við ýmsa eiginmenn í borgjnni, er eins var ástatt fyrir, og endirinn varð sá, að þeir samþykktu að hætta öllum heimilisstörfum og neita að auki að afhenda eiginkonum sínum laun sín. Þessu tóku konurnar vitan- komst á annan endann í borg- inni. Var loks sett sáttanefnd í málið, og skömmu eftir miðj- an síðasta mánuð var gert sam- komulag, þar sem m. a. voru þessi atriði: 1) Karlmennirnir þyrfa ekki að slá grasblettinn, þeg- ar mjög heitt er í veðri. 2) Mennirnir mega fara á veiðar, þegar þá langar til. Konurnar mega fara með, ef þær hafa hljótt um sig. 3) Konurnar fá laun bændá sinna afhent eiris og áður, en eru á móti skuld- bundnar til að gefa mönnun- um morgunverð, svo og nátt- verð, þegar þeir koma seint heim. 4) Konurnar eiga að hjálpa körlunum við þvott á mat- arílátum! Þeir hérlendra eigimnanna, er lega hvorki þegjandi né með telja sig órétti beitta á sviði þakklæti, og. svöruðu með því heimilisstarfa, ættu að taka að neita að ;geía körlum sínurn. upp samninga á grundyelh. ,-pfr morgunvexð. Breiddist „verk- ángreinds' samkóhníúlógsó:’ fallið“ óðfluga út, svo að alltj FimmWdagirjxi 2. júií 1953. „Mýramaður“ skrifar eftirCar- aridi: „Ivosningarnar eru nú úm garð gengnar, dottið á logn, og því gott næði til ýmislegra hug- leiðinga fyrir alla þá, sem hafa meira en stundaráhuga fyrir þjóð málum, fyllast áhugá fyrir kosn- ingar og svo ekki söguna meir, fyrr en liður að næsta bardaga. Hinn rétti vettvangur. Það er margt, sém manni finnst þess verl að vekja athygli á, er maður Hefur reynt að gera sér grein fyrir eins og öðru, að lokn- um kösningum. Efst á baugi verð ur það, að enn sannar reýnslan að það er skökk leið, sem óá- nægðir flokksmenn fara, er þeir rjúka til og stofna nýjan tlokk. Hin rétta leið er, að bera !Vam sína gagnrýni innan flokks og berjast fyrir sínum málstað. og sætta sig við sigur eða ósig'ir á þeim vettvangi.Hafi hinn óánægði eða hinir óánæg'ðu rétt mál að flytja og þarft, munu þeir sígur vinna innan l'Iokks, þótt það kosti baráttu — en jafnvel þótt kiofn- ingsmerin einhvers flokks komi að 1—2 mönnum, verður að þvi skammgóður vermir, þvi að smá- flokkarnir hafa ekki bolmagn til þess að koma neinu fram, er á þing er koniið — nema með hrossakaupum. Flokkamergð til bölvunar. Það eru einmitt hrossakaupin, sem ber að varast, og ef menn : liefðu enn betur svarað kalli for- ystumanna Sjálfstæðisflokksins um að veita honum meirihlutaað- stöðu á þingi, hefði ailt siíkt ver- ið úr sögunni. Sannleikurinn er sá, að flokkamergð er hvarvctria til bölvunar, að affarasælast, að flokkarnir séu fáir og sterkir, Hitt er svo annað mál, að hjá hvaða þjóð sem er, getur stofniin nýs flokks verið réttmæt, en hún verður að vera knúin fram ;u ein- hverri þjóðarnauðsyn. Sliku er ekki til að dreifa hér. Reykur — bóla_____ Þó liefur slysast svo til, að hér hefrir nýr flokkur komið að ein- um kjördæmakjörnum manrii, og fær einn uppbótarþingmann. íæið togar þess flokks munu lita á hann sem eins konar „frelsisher‘% en líkléga mun sannast um frels- isroða jjessa flokks, sem kveðið var: „Mikli frelsis roðinn rauði — reykur — bóla — vindaský". Náið er nef augum og scgir Þjóðviljinn, að þessi flokkur hafi náð tveimur þingsætum af komm- únistum. En sanngirni heimtar, að játað sé, að lítill hópur auð- trúa sálna úr öðrum flokkum hafi glepjast látið og veitt þess- um flokki lið á kjördegi. Öryggi fyrir framtíðina. Ekki er ástæða til að sýta yfir missi slíks fólks, en hitt er al- varlegra mál, er fjölmennur hóp- ur manna rýfur fylkingu að naiið- synjalausu. En ánægjulegt er til þess að vita og öryggi fyrir fram- tiðina, að Sjálfstæðisflokkurinn vinnur glæ.sileguslu sigra sina, þegar reynt e.r að jafna virki hans við jörðu, bæði með árásum að innan og utari*. Gáta dagsins. Nr. 457: Á sumardegi sézt eg oft, seggja vafinn mundum, eg er hafinn hátt á loft, en hleyp í jörðu stundum. t Svar við gátu nr.,456: JIIeHhytla, ■ <

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.