Vísir - 02.07.1953, Blaðsíða 7

Vísir - 02.07.1953, Blaðsíða 7
Simmtudaginn 2. júií 1953. VlSIB Hann virti hana fyrir sér, blátt áfram og með aðdáun, og sagði: „Mér geðjast að smekk þíum, — það sem er einfalt er oft fegurst.“ „Þú apar sannarlega ekki skjallyrðin eftir fjöldanum,“ sagði hún. „Það mætti segja mér að þú gerðir lukku hjá stúlkunum þar syðra.“ „Eg er bara að reyna að koma fram sem góður félagi og vin-. ur,“ sagði hann. „Mér geðjaðist að þér undir eins og eg sá þig.“ Og hann átti við það, er hann sá hana hjá Meriwether. „Ekki hélt eg, að sonur Ottos mundi slíkur skorpumaður —“ „Enginn hefur kallað mig því nafni fyrr,“ sagði hann hlæj- anai, „nema við þxeskingu." Fyrirlitningarbros kom á varir hennar. „Jæja, en gerðu þér ljóst, að eg er ekki spinatbeð.“ Frú Pulotski kom rétt í þessu, leit grunsemdaraugum á Rud- olf og sagði: ,,Ekki þó járnbrautarmaður, vænti eg?“ „Nei, frú, bara sveitamaður,“ sagði Rudolf. „Jæja, maður veit þó alltaf hvar maður hefur þá. — Við höf- um steikta kjúklinga, ef þið viljið eitthvað að borða. Bezt að fá þetta meðan það er heitt.“ Og hún kinkaði kolli til Rudolfs. ekki haga orðum síunm eða koma fram þannig, að hann stefndi að þessu vanalega marki. „Segðu mér af hverju ferðu þessa leið —“ „Eg þekki ekki nema eina leið — hún liggur að ákveðnu marki. Eg ætla mér að verða. bóndi.“ Jæja, ef hann endilega vildi misskilja hana! — Og þó fannst henni, að hún gæti lesið úr hinum dökku augum hans, að honum hefði vel skilist hvað hann var að fara. En hann kaus að breyta um viðræðuefni, eins og henni til verndar. Gott og vel, — bezt að lofa honum að ráða: „Af hverju viltu vera bóndi?“ „Hyggilegast að stunda það, sem menn hafa áhuga fyrir og hafa búið sig undir.“ „Minntistu ekki eitthvað á knattspyrnu —“ „Jú, eg hefi fengið mér atvinnu sem þjálfari — meðan eg er að búa mig undir að geta rekið bú með hagnaði.“ Hann hló við. „Hefurðu nokkurn tíma hugsað um hvernig þér mundi falla að eiga heima í sveit, Anna?“ Hún varð þess vör allt í einu, að maturinn var kominn á borðið. „Sveitaloftið á ekki við mig,“ sagði hún og yppti öxlum. Hann hnyklaði brúnir sem snöggvast, eins og hann væri dá- lítið hissa, en skemmti í aðra röndina. „Eg hefi aldrei kynnst neinni stúlku, sem er þér lík. Þú virð- ist segja annað en þér býr í brjósti?“ „Það er víst af því, að eg tala við skakkt fólk.“ „Hvað er að mér?“ spurði hann þegar. „Ekkert.“ Nei, ekkert, alls ekkert. En það var allt öðru máli að gegna með hana. Hún yrði að byggja allt upp frá grunni — og hugur- inn fló allt til þeirrar stundar, er hún var rekin að heima. „Það er bara það, að við eigum ekki — samleið.“ — Sandtakan. Framh. af bls. 1 hefur samt verið gert að því að dæla sandi utan hins afmarkaða svæðis, og hafa þær dælingar staðfest áður gerðar rannsókn- ir. Næst hraunjaðrinum svo- kallaða, (en þar er þó ekki um neina venjulega hraunmyndun að ræða, heldur mjög úfna móbergsklöpp), er sandurinn grófur og mjög hreinn en fyll- ing og losun skipsins tekur lengri tíma þegar um grófan sand er að ræða. Sandurinn er hreinni en þarf. Sandurinn hefur, bæði hvað snertir samsetningu og þykkt sandlagsins, reynzt í öllu eins og við hafði verið búizt. Þó hefur komið í ljós að sandlagið er á stöku stað þykkará en upphaflega var talið. Af þcim sökum hefur skipið stundum elcki þurft að færa sig nema 15. kapituð. Það var engan veginn auðvelt fyrir hana að komast hjá því að neyta miðdegisverðar með honum. Hún minntist þess hve mamma hennar hafði lagt sig fram við að framreiða sem lysti- legasta rétti handa syni Ottos, hins gamla vinar foreldra hennar, og sjálf hafði hún fægt silfrið og verið vel á veg komin að ganga frá matborði snyrtilega. Henni fannst, að hún mundi ekki geta komið niður munnbita, vegna þess, sem á undan var gengið, en sannarlega höfðu móttökurnar ekki orðið þær, að hún gæti annað en reynt að bæta úr því með því að þóknast honum í þessu. Svo að, ef hann endilega vildi bjóða henni upp á bita af kjúkl- ingasteik — .... < ... Þau sátu í smástúku, lengst frá skenkiborðinu. Rudolf gegnt hemri. Meðan þau biðu eftir matnum virti hann fyrir sér hörku- legan svip hennar. Sjálfur var hann hvorki hörkulegur eða ógn- andi, — hann bar vitni hlýhug, festu og miklum drengskap. „Þú átt til að taka manni ýmislegt óstinnt upp,“ sagði hann. „Það er eins og þú sért stöðugt viðbúin — eins og þú búist við, að þér verði gert eitthvað.“ „Eg er kannske dálítið hvumpin, þegar um sumt er rætt,“ sagði hún með játunarhreim í röddinni. „Hvað er að?“ spurði hann, vinsamlega. „Hefui'ðu orðið fyrir vonbrigðum í ástamálum?“ Hún rak upp snöggan, harðan hlátur. „Þú gengur fram af mér, Rudolf. Lít eg út fyrir að ala áhyggj- ur — um ást?“ „Þú kemur mér þannig fyrir sjónir, að þú ættir skilið að njóta ástar og umhyggju." Hann sagði þetta svo blátt áfram, að þrátt fyrir allt sem gerst hafði fannst henni í svip, að hann mælti í einlægni, en hún sannfærðist jafnharðan um, að svo gæti ekki verið. Háðsyrði — vitanlega! Og þó, — Rudolf virtist ekki í flokki þeirra, sem gætu átt slíkt til — jafnvel ekki við stúlku úr Sandgötunni. „Við hvað áttu eiginlega?“ „Þú heldur þó ekki, að eg fari að slá þér gullhamra aftur —\ eins og þú tókst því fyrst, er eg reyndi.“ „Já, já,“ sagði hún og hallaði sér dálítið í áttina til hans. „Eg óttast að minnsta kosti ekki neitt af þinni hálfu.“ „Þú ert afbragð og mér finnst mjög til um þig.“ „Segðu þá það, sem þú ætlaðir að segja áðan.“ „Er það ekki nóg, að eg segi, að eg sé hrifinn af þér?“ Hvílík endileysa þetta var allt saman. Hún gat ekki gert sér í hugarlund, að Danny Johnson gæti tekið þannig til orða. Ekki svona blátt áfram og trúlega að minnsta kosti hún og Rudolf. Þegar hann talaði var eins og hann færi alltaf skemmstu leið að inarki. Hún horfði á hann og munnur hennar opnaðist lítið eitt. Talsverðrar undrunar gætti í svip hénnar. „Kannske“,“ svaraði hún. „Þá getum við verið vinir,“ sagði Rudolf og rétti henni hönd sína. „Það ætti ekki að vera neinum erfiðleikum bundið fyrir okk- ur,“ sagði hún og rétti honum hönd sína í móti. Hann tók í hönd hennar hlýju, traustu taki, og henni fannst sem straumur vel- v liðunar og öryggis færi um sig alla. Hún dró ekki strax til sín Hönd sína. Og Rudolf aðhafðist ekki neitt, sem viðskiptavinir Nóa í Örkinni mundu hafa gert, ef hún hefði rétt þeim hönd sína. „Hve hönd þín er sterk — og þó mjúk,“ sagði hann. Auðvitað hlaut hið sama að vaka fyrir honum og öllum hin- um. Lífsreynslan hafði kehnt henni, að það' væri ekki til sá karl- maður, sem ekki væri eins og allir hinir. En hann virtist þó sáralítið meðan á dælingu stendur, allt niður í 60 metra vegarlengd. Um 85% af sandinum, sem dælt er upp, er skel, og er það hreinna en nauðsynlegt er talið til sementsframleiðslu. Að því er dr. Jón Vestdal Það er eins og þú berir ekkert traust til annara,“ sagði hann írekWTfra^kvimdir^Semen^ af viðkvæmni og hlýju. „Einhver hlýtur að hafa sært þig.“ verksmiðjunnar, þar eð lánsíé „Fleiri en einn, bróðir.“ Á þessu andartaki var það hin gamla Anna, sem sat gegnt honum. Það var komin stálharka í svipinn —■ og fyrirlitning á öllum karlmönnum, sem hún hafði augum litið í Sandgötunni, var í skipnum. „Sjáðu til, Anna,“ sagði hann allt í einu og greip í þetta skipti um báðar hendur hennar. „Gleymdu því liðna og byrjum upp á nýtt.“ Kannske sagði hann þetta af heilum hug — því að ekki gat hún efast um hve góður hann var í sér. „Kannske,“ sagði hún og dró til sín hendurnar, „ef við viss- um hvert ferðinni væri heitið.“ „Þess þurfum við ekki, ef við verðum samferða.“ Það var þá svona. Það, sem hún næstum hafði talið sér trú um að hyllti undir, mundi aldrei koma. „Eg ferðast ein míns liðs,“ sagði hún stuttlega. „Þú dansar kannske ein líka,“ svaraði hann, stóð upp og rétti fram hendurnar. Það var leikið á hljóðfæri og það var autt svæði á gólfinu, sem frú Puloski auðsjáanlega ætlaði, að væri notað. Hún gat í rauninni ekki neitað að dansa við hann. Hvílíkur piltur! Hann gat alltaf lagt á aðra braut, þegar í óefni var komið og ekki hægt að halda áfram á þeirri braut, sem komið var út á — aldrei gat hún talað alveg út — hann sló hana hefur ekki fengizt til hennar ennþá. Hinsvegar hefur ráð- herra sá, sem um málið fjallar, Ólafur Thors atvinnumálarað- herra, mikinn áhuga á því að koma verksmiðjunni upp. — Munu og flestir, sem bezt vita, gera ráð fyrir því að ekki líði á löngu unz hafizt verður handa um byggingu Sements- verksmiðjunnar á Akranesi fyrir alvöru. Mun það vissulega hafa góð áhrif á framgang málsins hversu giftusamlega hefur til tekizt um sanddæl- inguna. Nýr nazistafSokkur í Þýzkalandi. A kvöldvökuimi Okkur er neitað um langt líf; þess vegna skulum við gera eitthvað, svo að það sjáist að við höfum lifað. — Cicero. • Sölumaður nokkur var að leigja sér hótelherbergi í smá- bæ einum, og stóð fyrir framan afgreiðsluborðið. Allt í einu sá hann kakkarlakka skríða eftir gestabókinni. „Jæja,“ sagði sölumaðurinn. „Eg hefi nú veið bitinn af alls konar kvikindum um ævina í gistihúsum, en þetta er í fyrsta skipti, sem eg hef séð þau koma skríðandi, til þess að sjá í hvaða herbergi eg bý.“ • Til allrar óhamingju, eru þeir af fáir,sem koma auga á, að for- stjórinn ætlast til miklu mcira af þeim, en þei sjálfir. • „Nú vildi eg sýna með teikn- ingu, hvað eg hef í huga,“ sagði prófessorinn, og þurrkaði af töflunni. 9 Verkstjórinn: „Hvernig stendur á því, að þér berið að eins eina fjöl, en allir hinir verkamennirnir bera tvær?“ Verkamaður: „Þeir eru of latir til þess að fara tvær ferðir eins og eg.“ Cmu Mhhí ðap* Meðal annars mátti lesa þetta í Vísi hinn 1. júlí 1918: Vaðstígvélin á Vegamótastíg 9 eru óseld enn. Ágæt fyrir stúlku í síld- arvinnu. Steinbær óskast til kaups. Þarf að vera laus til íbúðar 14. maí. 3000 króna útborgun í peningum við kaupin, ef óskað er. Gullfoss er væntanlegur hingað í nótt. Loftskeytasamband náð- ist við hann héðan í gær, og var hann þá í 150 kvartmíína fjar- lægð. V.b. Valborg kom hingað í fyrrad., hliðin íslenzkum kolum úr Dufans- dalsnámunni, í aiuxað sinn. London (AP). — Fjórum smáflokkum í V.-Þýzkalandi hefur verið slegið saman í einn flokk. Allir voru flokkar þ.essir nazistiskir, þótt hljótt hafi far- ið, og hinn nýi flokkur nefnist Andspymuflokkurinn — gegn þátttöku í Evrópuher. Ætlar hann að taka þátt í kosningum þeim, sem fram undan eru í V.-Þýzkalandi. FABFUGLAR! Ferðir um helgina: 1. Farið að Hága- vatni, gengið á Langjökul og Jarlhettur. 2. Hjólferð að Trölla- fossi, gengið á Esju. Sumarleyfisfer.ðir: 11.—26. júlí: 1. Bílferð um Norður- og Austurland. 2. 18,—26. júlí. Vikudvöl í Þórsmörk. 3. í júlí: Hálfsmánaðar hjólferð um Austurland. — Farið verður með skipi til Hornafjarðar og hjólað upp á Fljótsdalshérað. Þær leiðir, . sem völ er á um Héraðið og Austfirði. Flogið verð'ur heim frá Egilsstöðum, én hjólin send heim með skiþi. Uppl. á skrifstofunni, Að- alstræti 12, uppi, kl. 8.30— 10. Sími 82240 á framaii- greindum tíma.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.