Vísir - 03.07.1953, Blaðsíða 8

Vísir - 03.07.1953, Blaðsíða 8
Þeir iem gerast kaupendur VÍSIS eftb 19. hvers mánaðar fá blaðið ókeypii til mánaðamóta. — Sími 1669. WlSl'R VÍSBS er ódýrasta blaðið og þó það fjöl- breyttasta. — Hringið í síma 1660 og gerbt áskrifendur. i'+ : »•! Föstudaginn 3. júlí 1953. Haldið áfram merkingum á heiðagæsinni hérlendis. Peter Scott kominn í 2. sinn — við 5. mann. Hingað til lands er nýkominn liópur enskra náttúrufræðinga, undir forystu Peters Scott, sem var hér árið 1951 og vann þá við merkingar á grágæsum inni •á óbyggðum. Þeir félagar eru 5 talsins og hyggjast nú halda áfram, þar sem frá var horfið. Leiðangurinn leggur upp héðan næstkomandi miðviku- dag, og heldur þá upp að Hofs- jökli í öræfabifreiðum Guð- mundar Jónssonar. Leiðsögu- menn munu síðan koma með 12 hesta til tjaldbúðanna. ■ Þegar Scott var staddur hér fyrir tveim árum, voru merkt- ar hátt á 12. hundrað gæsir, og 182 hafa síðan komið í leit- irnar í ’Skotlandi, þar sem þær halda sig að vetrarlagi. Svo sem kunnugt er, er aðalvarp- 'land grágæsanna inni á öræfun- um, og svo hagar til, að þegar ungarnir eru tveggja vikna gamlir, fara foreldarnir úr f jöðrum og geta þá ekki flogið næsta mánuðinn. Sá tími stendur nú yfir og því miklu auðveldara að ná gæsunum en ella. — Hafa leiðangursmenn meðferðis sérstök net til þess. Eftir því sem Mr. Scott sagði í viðtali, þá standa allar vonir til að takast megi að merkja mun fleiri gæsir nú en síðast, og markmiðið er að reyna að merkja allar gæsir sem til næst. .Rannsakaðir öndunars júkdómar. Með í leiðangrinum er kunn- nr læknir og sjúkdómafræðing- ur, dr. William Sladen, og munu lesendur blaðsins kann- ast við hann vegna greinar, sem nýlega birtist um rann- sóknir hans á lífi mörgæsanna. Er hann nýkominn úr þeim leiðangri frá Suðurskautsland- inu. Hér hyggst dr. Sladen rannsaka fuglasjúkdóma, en einkum hefur hann í hyggju að grennslast eftir því hvort villigæsirnar og aðrir fuglar muni ganga með öndunarsjúk- dóm sem vart hefur orðið meðal ýmissa alifugla. Telur hann að hér muni vera einhver beztu skilyrði til slíkra athugana’ þar sem varplandið er svo víðáttu- mikið. í upphafi var gert ráð fyrir að Þorsteinn Einarsson færi ineð sem fuglafræðingur.'en ekki varð af því. Einnig stóð til, að Alanbrook lávarður kæmi hingað til lands með Mr. Scott, en hann var svo störfum hlaðinn vegna krýningarinnar, að ekki gat orðið af ferðinni. Loks má geta þess, að leið- angurinn vantar tilfinnanlega túlk, og geta þeir sem áhuga hafa fyrir slíku snúið sér til brezka sendiráðsins, þar sem Mr. Scott mun að finna. Fjárhagur bæj- traustur. Uppg]afakonguir slasast. Kairo (AP). — Talal, fyrr- verandi konungur í Jordaniu, lenti í bifreiðarslysi í Egypta- landi í gær, og meiddist svo, að hann var fluttur í sjúkrahús. Liðsforingi, sem með honum var, beið bana, og aðrir, er í bifreiðinni voru, hlutu meiðsl. — Talal er geðveiklaður og varð hann að afsala sér konungdómi vegna veikinda sinna, og situr nú á konungsstóli í Jordaniu Hussein sonur hans. Skriðuhlaup valda spjöllum í Sviss. Bern (AP). — Miklar rign- ingar hafa valdið spjöllum austan til í Sviss. Mest hefur tjónið orðið til fjalla, þar sem skriður hafa fallið á vegi, en fjallatindar hafa hvítnað, og gránað hefur J niður fyrir miðjar hlíðar, en það er óvenjulegt á þessum i tíma árs. Kosningageirauit Vísis: Eysteinn ÞorvaMsson, Tunp við Laugaveg, vann 1. verðlaun. Hann fór mjög nærri um fylgi smáflokkanna, svo og Sjálfstæðis- og Framsóknarflokka. í gær var lokiði við að vinna úr seðlum þeim, sem Vísi bár- ust í kosningagetraun blaðsins. Þetta var mjög mikið verk og erfitt. Vitaskuld hafði engitin þátttakenda rétta lausn, en nokkrir komust allnærri hinni réttu. Eftir vandlega íhugun hefur ritstjórn Vísis talið rétt að veita Eysteini Þorvaldssyni, Tungu við Laugaveg, 1. verðlaun, rit- safn Jóns Trausta. Hann fór mjög nærri um atkvæðatölur nýju flokkanna. Munaði elcki nema 6 atkv. á ágizkun hans um fylgi Þjóðvarnarmanna um land allt, og aðeins fáum tugum á fylgi beggja smáflokkanna í Reykjavík. Þá fór hann mjög mærri um fylgi Sjálfstæðis- flokksins, bæði í Reykjavík og úti á landi, svo og Framsókn- arflokksins. Önnur verðlaun, ritsafn Ein- ars Kvarans, hlýtur Margrét H. Pétursdóttir, Barmahlíð 45. Þriðju verðlaun, kventösku, Þorsteinn Sigurðsson, Braga- götu 33 A. Fjórðu verðlaun, vöfflujárn, fær Róbert P. Halldórsson, Barmahlíð 45. Bersýnilega hafa íbúar þessa húss spreytt sig mjög á getrauninni. Fimmtu verðlaun, rafmagns- vindlakveikjai-a, fær Aðalsteinn Halldórsson, Bergþórusgötu 17. Sjöttu verðlaun, ársáskrift að Vísi, fær Höskuldur Baldvins- son, Bergstaðastræti 72. Verðlaunanna má vitja í skrifstofu Vísis, Ingólfsstiæti 3. — Vísir þaklcar svo að end- ingu öllumí sem sendu ráðn- ingar, en biður sigurvegarana vel að njóta vinninganna. arrns Gunnar Thoroddsen borgar- stjóri - lagði fram reikninga bæjarins á bæjarstjórnarfundi í gær, og sýna þeir glögglega, að fjárliagur bæjarins stendur traustum fótum. Eignaaukningin á einu ári nam 35.5 millj. króna, rekstr- ai'afgángur. reyndist 15.8 millj. Rekstrártekjur voru áætlaðar 94.1 millj., en reyndust 101 millj.. Útgjöldin urðu tæp 83.1 millj., eða 2.6% hærri en áætlað var. Haía því áætlanir þær, sem gerðái' voru um útgjöldin stað- izt vel. . Skuldlaus eign bæjarsjóðs var um síðustu áramót tæpl. 204 millj. króna, en greiðslu- jöfnuður bæjarsjóðs var hag- stæður um 1.3 millj. króna, en árið 1951 842 þúsund. Ríkissjóður skuldaði bæjar- sjóði í árslok 1952 9.7 millj. kr. vegna byggingar- og rekstrar- kostnaðar skóla o. fl. Óhemju mikill fiskur á miðunum við Grænland En haiui var svo djúpí. að flotvarpaai koni ekki að ga$$ni. hafa sömu sögu að segja, því að skilyrðin voru ekki fyrir hendi. Notuðum við því venjulega 230 sinnwn dýrara. París (AP). — Þeir eru ekki margir, sem muna verðlagið 1914, en nú hafa þeir verið minntir á bað. Hagstofa ríkisins hefur gefið yfirlit um verðlag á ýmsum nauðynjum þá og nú, og sést af því, að rifjasteik er nú 230 sinnum dýrari en 1914 og kartöflur 90 sinnum dýrari. Vísir hefur átt stutt viðtal við Hallgrím Guðmundsson skipstjóra á Þorkatli mána, er kom frá Grænlandi í fyrra- kvöld, og spurði hann fregna af veiðiferðinni. Sagðist honum frá á þessa leið: „Það var óhemju mikill fisk- ur á miðunum og góður fiskur, miðað við Grænlandsfisk, þar til upp á sí&kastið, er fiskurinn var genginn. Mun hann hafa gengið allt inn í firði og voga, en smærri fiskur eftir á mið- unum, þar sem togarar gátu verið.“ Komu þið með fullfermi? „Eg veit ekki með vissu hve aflinn reynist mikill, en við komum ekki alveg með full- fermi, því að okkur vantaði salt. Við fórum með allmikið salt og fengum salt tvisvar í Grænlandi, og ætluðum að fá dálitla viðbót, en fengum ekki. Stafaði það einungis áf því, að staðið hafði á saltskipi.“ Reyndu þið flotvörpuna? „Já, við reyndum flotvörpu, en fiskurinn lá of djúpt. Bar það ekki árangur og munu aðrir togarar, sem reyndu flotvörpu Aðgöngumiðasala Þjóðleikshússins rúml. 3,3 millj. á leikárinu. Leikhúsgestir voru um 112 þús. Eins og Vísir skýrði frá álandi) en þær munu verða um sínum tíma, yarð metaðsókn og tekjur hjá Þjóðleikhúsinu á þessu leikári, sem nú er Iokið. Þjóðleikhússtjóri skýrði fréttamönnum frá starfsemi leikhússins í gær á liðnu leik- ári. Alls urðu tekjur leikhússinb (aðgöngumiðasala) kr. 3.369.- 519,00 á þessu leikári, en það er um 320.000 krónum meira en í fyrra. Þess skal þó getið, að kostnaður hefur jafnframt auk- izt nokkuð síðan í fyrra. Alls urðu leikhúsgestir á sýningum Þjóðleikhússins um 112,000, þar af í Reykjavík 98,225. Geta má þess, að meðal- aðsókn að Þjóðleikhúsinu reyndist 472, en það þýðir, að til jafnaðar hafi % hlutar sæt- ana selzt á hverri sýningu, en það hlutfall er miklu hagstæð- ara hér en annars staðar á Norðurlöndum, þar sem um ríkisleikhús er að ræða. Fjölsóttasta leikritið var Skugga-Sveinn, með 578 gest- um á hverri sýningu, en flestar hafa sýningar orðið á Topaz (þar með taldir gestir úti a íhaldsmenn sigruðu. London (AP). — Aukakosn- ing til Iþings fór fram í gær í Birmingham og hélt íhaids- flokkurinn þingsætinu. Fékk hann 10.500 atkvæða meirihluta umfram frambjóð- anda jafnaðarmanna, en í al- mennu þingkosningunum 1951 sigruðu íhaldsmenn með 13.000 atkvæða meirihluta. Var kjör- sókn þá meiri en nú. eða yfir 60 um það er lýkur. Meðal viðfangsefna á næsta leikári, sem hefst 1. sept. í haust, má nefna leikritið Valtýr á grænni treyju, eftir sam- nefndri skáldsögu Jóns Björns- sonar, sem út kom í fyrra. Lárus Pálsson verður leikstjóri. Þá eru tvö leikrit, sem heita mega fullæfð eða langt komið æfingum: Einkalíf, eftir Noel Coward, og Sumri hallar, eftir Tennessee Williams. í hinu fyrrnefnda leika þau Inga Þórðardóttir, Einkr Pálsson, Róbert Arnfinnsson og Bryndís Pétursdóttjr. Leikstjóri verður Gunnar R. Hansen, en þýðandi er Sig. Grímsson. f hinu síðar- nefnda leikur Katrín Thors eitt aðalhlutverkið á móti Baldvin Halldórssyni. Jónas Kristjáns- son þýddi leikinn, en leikstjóii er Indriði Waage. vörpu. Norskir, færeyskir og þýzkir togarar voru þarna á miðunum.“ 40 daga veiðiferð — alltaf nóg að starfa. „Við vorum 40 daga i veiði- ferðdnni. Afkoman í svona veiðiferðum byggist á því, að allir hjálpist að' og vinni af kappi að því að koma verkinu frá, og enginn lætur sinn hlut eftir liggja. Og allir leggja ein- hverja vinnu fram beint til þesj að gera að fiskinum. Alls voru á skipinu 46 menn í þessari ferð.“ Velta SI8 424 ftiillj. kr* Aðalfundur SÍS stendur yfir að Bifröst í Borgarfirði, en hann sækja 98 fulltrúar frá 54 kaup- félögum. Sigurður Kristinsson, for- maður SÍS, flutti skýrslu stjórnarinnar. Þá flutti Vilhj. Þór skýrslu rmi starfsemi SÍS á liðnu ári. Heildarveltan nam 424 millj. króna, en velta út- flutningsdeildar 141 millj., inrifl. deildar, 168, véladeildar 32 og iðnfyrirtækja 24 millj. króna. Þá greindi hann frá því, að SÍS hefði keypt 48% hluta- fjár í sænsku útgerðarfélagi, sem á skipið Bláfell. í sumar verður lagður kjölur að 3.200 smál. skipi í Óskarshöfn í Sví- þjóð. Akurnesingar ©g Austur- ríkismenn í kvöld. Búast má við góðum leik á íþróttavellinum í kvöld, en þá keppa Akurnesingar við aust- urrísku snillingana. Athygli skal vakin á því, að leikurinn í kvöld hefst kl. 9, en ekki kl. 8.30 eins og hinir fyrri, en það mun stafa af breyttum lokunartíma sölubúða (kl. 7 á sumrin). Vafalaust munu knattspyrnu- unnendur fjölmenna suður eftir í kvöld til þess að horfa á okkar röskustu menn þreyta keppni við hina ágætu knattspyrnu gesti okkar. Krýnmgarförinni um N.-írland aö Ijuka. London (AP). — Elisabet II. Bretadrottning heimsækir í dag flotastöðina í Londonderry, Norður-írlandi. Lýkur þar með þriggja daga krýningarheimsókn hennar þar. í gær var unnið skemmdar- verk á járnbraut, sem flytja átti eftir herlið, í sambandi við komu drottningar, teinarnir rifnir upp á kafla, en eimreið- arstjórinn varð þess var í tæka tíð og gat stöðvað lestina. Everest garpamir koma til Lontbn. London (AP). — Mt. Everest- leiðangursmennirnir, Hunt, Hillary og Tensing, komu til London á hádegi í dag. Flugvél þeirra hafði m. a. viðkomu í Kairo og Sviss. f Kairo var leiðangursmönnum tekið með kostum og kynjum. í Sviss var þeim einnig ágæt- lega tekið. Ræddu þeir þar við svissneska ieiðangursmenn. Kairo (AP). — Um 25 manns biðu bana í eldsvoða í landinu norðanverðu nýlega. Brunnu þúsund kofar í níu þorpum, 400 í einu þorpinu, og varð tjónið svo mikið, af því að hvasst var.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.