Vísir - 07.07.1953, Page 1

Vísir - 07.07.1953, Page 1
43. árg. Þriðjudagúm 7. júlí 1953 150. tbl. Schjeiderup heimtar úr- skurð um helvíti! Eu kirkjumálaráðunejtið vill láta úrskurðinn bíða, unz kwlnar í veðri. Frá fréttaritara Vísis — Osló 30. júní. Hallesby prófessor og helvít- iskenningar hans hafa valdið feikna umræðum í Noregi í vetur. Útvarpsræðu hans hefur áður verið getið, en þótt hún þætti allrosaleg, keyrði samt fvrst um þverbák, þegar hann prédikaði í lítilli sveitakirkju, sem var troðfull af fólki. Prófessorinn benti þá ógn- andi út á kirkjugarðinn og sagði: „Eg fullvissa ykkur um, að fjöldi þeirra, sem hér eru grafnir, hafa hlotið dvalarstað í helvíti". Þar eð ættingjar, vin- ir og afkomendur þeirra, sem jarðaðir höfðu verið í kirkju- garðinum, hlýddu messu, þóttu þeim þetta nokkuð harðir kost- ir. Schjelderup Hamarsbiskup hefur opinberlega andmælt helvítiskenningu Hallesby, en Hallesby situr við sinn keip. Nú hefur Schjelderup ritað kirkjumálaráðuneytinu bréf og farið þess á leit að- það skeri úr því, hvort helvítiskenningin eigi að vera grundvallur norsku Eldsumbrot á hafsbotni. Fólk flutt frá eyjum norðan l\i.-Guineu. Pt. Moresby (AP). — Mikil eldsumbrot hafa orðið á hafs- ibotni fyrir norðan Nýju Guineu. Hafa umbrotin orðið innan um Admiralty-eyjarnar, en þar sem þær eru allar með eld- fjöllum hefur verið gripið til þess ráðs að flytja á brott íbúa næstu eyja — nærri 3000 manns — ef eldfjöllin á þeim skyldu byrja að gjósa líka. Sjórinn er á stóru svæði alþakinn vikri, sem komið hefur upp af sjáv- arbotni, og dauðir fiskar fljóta í þúsundatali innan um vikur- inn. Er hans vegna illfært á þessum slóðum öðrum skipum en þeim, sem eru vélknúin, auk þess sem siglingar eru stór- hættulegar vegna umbrotanna, sem staðið hafa all-lengi. kirkjunnar. ítáðuneytinu þyk- ir óþægilegt að þurfa að skera úr slíku og hefur fyrst um sinn afsakað sig með því, að um þetta verði ekki hægt að taka ákvörðun í sumarhitanum — það verði að bíða þangað til sumafleyfum ljúki. Þing fylkismanna hefur ein- róma tjáð Schjelderup biskupi þakkir fyrir afstöðu hans í helvítismálinu og allur al- menningur fylgir honum að málum. Hinsvegar berjast Hallesbymenn fyrir varðveizlu helvítis af miklu kappi og telja menninguna og móralinn í bráðri hættu, ef helvítistrú verði afnumin. Hammerlund, hinn þekkti skopteiknari, hef- ur teiknað mynd af hliði hel- vítis í Dagbladet og stendur undir myndinni. „Lokað vegna sumarlevfa." Mynd þessi er af meðlimum úr Gamo hreyfingunni í Indó-Kína, en sú hreyfing berst gegn kommúnistiskum áhrifum. Hafa menn úr Gam o verið sendir til svæða, sem Vietnam hefur leyst undan oki Vietmin, til þess að vinna gegn kommúnistum. Þýzkir klífa Nanga Parbat Bonn (AP). — Heuss forseti Vestur-Þýzkalands, heíur sent heillaóskaskeyti til þýzkra og austurrískra fjallgöngumanna, sem kiifið hafa Nanga Parbat, sem er í Himalaya og eitt af hæstu fjöllum jarðar. Fregnir um þessa fjall<fngu bárust í gær frá Karáohi í Pakistan, en Pakistanar tóku þátt í leiðangrinum. Fjallið er 8120 metrar á hæð. Láta ekki aur og svað á sig fá. Tokyo (AP). — Kínverjar hófu óvænt harðar árásir í nóít á miðvígstöðvunum og tefldu fram 2000 manna liði. Úrhellisrigning var og feikna aur og leðja á vígstöðvunum, en árásarmenn létu það ekki aftra sér frá að gera áias. — Báðir aðilar sendu varaiið á vettvang. Enn var barist er síðast fréttist. Flugvélum vei'ður ekki beitt eins og sakir standa veó'- urs vegna. Vesturveldin krefjast afnáms allra hafta, er sett voru 17. júní og síðar. Laxveiði lítil, þótt að- stæður sé að ýmsu góðar. Laxveiði hefur verið heldur treg í sumar, að sögn Alberts Erlingssonar í Veiðimanninum, sem er nýkominn að norðan, og fór allt norðnr að Laxá í Suð- ur-Þingeyjarsýslu. Kvað hann aðeins hafa verið reytingsveiði það, sem af er laxveiðitímanum, miklu minni en undanfarin ár. í fyrra — og hitt eð fyrra sumár var góð laxveiði og sumsstaðar ágæt, þrátt fyrir þurrka og lítið vatnsmagn í ánum. Nú væri all- mikið vatnsmagn í öllum lax- veiðiám, en þrátt fyrir það og að aðrar aðstæður til laxveiða væru ágætar, væri lítil veiði. Er allsstaðar sömu sögu um þetta að segja. í ám, þar sem stangaveiði hófst 1. júní lýkur henni 31. ágúst, en þar sem hún byrjar 15. júní lýkur henni 15. sept. — Laxveiði í net í jökulám byrj- aði 20. maí og lýkur 20. ágúst. Hefur netjaveiði einnig verið lítil það aí er. Það voru kúgun og mistök, sem orsök- uðu uppreistina. Bjarlsýni um Wasliington- fundinn. Einkaskeyti frá AP. — London í morgun. Hérnámsstjórar Vesturveld- anna í Berlín hafa sent her- námsstjóra Rússa skorinorða orðsendingu. Þar segir m. a. svo: Það var örvæntingin, sem gripið hafði fólkið vegna kúgunar og mis- taka stjórnarvalda Austur- Þýzkalands, sem varð þess vald andi, að fólkið reis upp hinn 17. júní s.l., og fyrir þessu eru nægar sannanir í tilkynningum stjórnarvaldanna sjálfra, i til- slökunartilkynningum og á- vörpum, þótt reynt sé að skella skuldinni á áróðursmenn og er- indreka Vesturveldanna. Þetta er eitt af því, sem hald- ið er fram í þriðju orðsending- unni, sem hernámsstjórarnir hafa sent hernámsstjórn Rússa til þess að krefjast þess, að af- létt verði þegar öllum hömlum, sem settar voru á umferð milli Austur- og Vestur-Berlínar vegna óeirðanna 17. júní og dagana þar á eftir. Hernámsstjórarnir endurtaka, að þeir vilji af alefli stuðla að því, að velvild skapist og góð samvinna, er verði grundvöllur að því, að hægt verði að sam eina landið og skapa einingu þjóðarinnar. Bjartsýni um Washingtonfundinn. Meðal Vesturveldanna ríkir nú bjartsýni um árangur af Washingtonráðstefnunni, sem hefst næstkomandi föstudag. — Hún er haldin í stað Bermuda- ráðstefnunnar, sem fresta varð vegna lasleika Churchills. Þar verður eitt höfuðviðfangsefnið að skapa einingu Vesturveld- anna um Þýzkalandsmálin. — Sir Roger Makin, sendiherra Hreindýr Lappa deyja af hita. Frá fréttaritara Vísis — Osló 30. júní. Síðast liðinn hálfan mánuð hafa verið. miklir hitar á öllum N or ðurlöndum. Ber öllum saman um að annað eins sumar hafi ekki komið síðan hitasumarið mikla 1947. í Noregi hefur hitinn ver- ið 24—31 gráða. í Danmörku var 29 stiga hiti sl. sunnudag. Grasspretta er ágæt í Noregi og eru bændur nú sem óðast að hirða hvanngræna töðu af túnum. í Lapplandi valda hit- arnir tjóni, því að hreindýrin þola þá ekki og deyja unn- vörpum úr hita. 12 st. hiti hér kl. 9. Horfur eru nú vænlegri um þurrk, þar sem norðaustlæg átt er um land allt, að kalla þurrt veður víðast, og ekki líklegt að breytist næstu dægur a. m. k. Yfirleitt er kalt norðanlands og allhvasst, enda geta síld- veiðiskipin ekki stundað veið- arnar eins og er. Hiti er 7—12 stig. í Reykja- vík var 12 stiga hiti kl. 9 í morgun, en á Akureýri 9.5. — Á Raufarhöfn var hiti 7.5 stig — Skýjað er um land allt, víð- ast úrkomulaust, nema sum- staðar dálítill úði. „Fossi" hleypt af stokkum 13. ágúst n.k. Langt er nú komið smíði ánn- ars skipsins, sem Eimskipafélag íslands hefur í smíðum hjá skipasmíðastöð Burmeister & ðVain í Kaupmannahöfn og verður því hleypt af stokkun- um 13. ágúst n. k. Skip þetta verður 1700 þunga lestir að stærð og á afhending þess að fara fram 8. október n. k. Hitt skipið er allmiklu stærra, eða 2500 þungalestir að stærð, og á afhending þess að fara fram í febrúarmánuði n. k. Bæði skipin eru afturbyggð og með áþekku byggingafyrir- komulagi og Tröllafoss og Sel- foss. Þau eru ætluð til hvers konar almennra vöruflutninga bæði innanlands og eins milli landa og eru einkar héntug í því skyni. Eru þau útbúin öll- um fullkomnustu lestunartækj - um og með stórum lestaropum. Enn fremur er það kostur við þau, að þau eru grunnsigld. Breta í Washington, sagði ræðu í gær, að hann væri þess fullviss, að árangurinn af Was- hingtonráðstefnunni yrði ný eining og samhugur allra hinna frjálsu þjóða, um lausn vanda- málanna. Fulltrúar Frakka og Breta, sem að heiman fara til þátt- töku í fundinum, leggja af stað á morgun. Umferðaslys Skólavörðustíg. Um sjöleytið síðdegis í gær var hringt á lögreglustöðina frá Landspítaianum og tilkynnt, að komið hafi verið þangað nokkru áður með slasaðan dreng, sem lent hafi í bílslysi. Drengur þessi, Örn Bjarnason Skólavörðustíg 40, þrettán ára að aldri, hafði lent fyrir bíl á Skólavörðustígnum og bíllinn haldið áfram án þess að sinna hinum slasaða, enda víst að bif- reiðarstjórinn hafi oröið' slyss- ins var. Sjónarvottur flutti Örn á Landspítalann, en hann hafði skorizt töluvert og. voru sáv hans saumuð saman á sjúkra- húsinu.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.