Vísir - 09.07.1953, Blaðsíða 4

Vísir - 09.07.1953, Blaðsíða 4
J1 VÍSIH Fimmtudaginn 9. júlí 1953 wassn. DAGBLAÐ Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson. Skrifstofur Ingólfsstræiá 3. Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Símar 1660 (fimm Línux). Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan hJ!. ísland viði vaxið. Okógræktarfélag íslands hefur haldið aðalfund nýlega, svo sem skýrt hefur verið frá í blöðum og útvarpi, og kom J>ar fx-am mikill áhugi fyrir hugðarefnum félagsins, og það einnig, að menn eru bjartsýnir á framtíð skógræktar í landinu. Virðist heldur ekki ástæða til annars, þegar tekið er tillit til þess, hversu miklum þroska trjágróður hefur náð hér á landi, þar sem aðstæður hafa veriö hagstæðar. Það er draumur þeirra manna, sem fremst standa í fylkingu skógræktarmanna og unnenda, að hér verði með tímanum hægt. að rækta skóga, sem geti ekki aðeins verið til þess að prýða * landið og skýla öðrum gróðri, heldur geti og fullnægt að vent-' Jegu eða öllu leyti þörf landsmanna fyrir trjávörur, er fram Jíða stundir. Þeir, sem yfirleitt trúa á landið, og frjómagn rnoldarinnar, geta ekki verið í neinum vafa um þetta, en byrjunin verður vafalaust erfið enn um hríð, eins og hún hefúr ■verið fram að þessu. Það, sem mestu máli skiptir í þessu efni, er að fundnar sé xéttar trjátegundir ' >5 rækta hér, hentugar fyrir stutt sumur, sem eru ekki mjög li-it, og einnig nægilega harðgerar til þess að þola umhleypinga og rosa vetrarmánuðina. Þegar leitað er til annarra landa, þar sem veðurfar er svipað og hér, eins og gert hefur verið síðustu árinyfer varla hjá því, að hægt sé aðj finna slíkar trjátegundir, og menn eru raunar sannfærðir um* það, að þær sé þegar fundnar, og ætti þá verkefnið að verða auðunnara, því að hálfnað er verk þá haíið er. Það gefur að skílja, að þótt fundnar sé ákjósanlegar trjá- tegundir, er björninn ekki unninn nema að nokkru leyti. Skógar eru seinir að vaxa, og það mun taka nokkurn tíma þar til menn sjá verulegan ávöxt strits síns, en hér er heldur ekki verið að vinna fyi'st og fremst fyrir líðandi stund. Skógræktar- starfið er fyrir framtíðina, og ekki aðeins næstu kynslóð, heldur •allar komandi kynslóðir, ef náttúruhamfarir eða skammsýni «ftirkomendanna valda því ekki, að aftur fer sem áður fyrr, ■að Jandið verði bert og skógarlaust eftir að hafa verið viði A>axið milli fjalls og fjöru, svo sem segir í fornum heimildum. Það er þetta, sem liafa verður í huga, þegar ákveðið er 'hverju sinni, hve miklu opinberu fé eigi að verja til skógræktar- málanna hér á landi. Það á ekki að spyrja, eins og oft er gert, þegar um einhverjar framkvæmdir er að ræða, hversu fljótt framlagið fari að bera arð eða komi aftur. Slíkt sjónarmið á ekki að ráða, því að þá er alltaf hætt við, að framlög sé skorin við nögl, þegar það kemur í Ijós, að arðurinn getur látið á .sér standa um árabil. Það fé, sem lagt er í skógræktina, kemur •aftur, þótt þeir lifi það kannske ekki allir, sem nú eru uppi, •en þeir eru ekki hinir síðustu, sem þetta land munu byggja, svo að því er síður en svo á glæ kastað. Eitt þeirra verkefna, sem landsmenn eru allir á einu máli um, þótt þá greini á um flest annað, er að efla skógræktina. Það á að koma fram í þvi, sem einstaklingar og félög leggja af mörkum til þessarra mála, og ekki sízt í þeim fjárframlögum, sem til þeirra er vafið, af sameiginlegum sjóðum landsmanna. Þar er blóðið á suðumarki. Hættan við að fljúga nijöij laátf. Bretar tilkynntu nýlega, að þrýstiflugvél af Canberragerð liefði sett hæðarmet fyrir slíkar vélar. Flugmaðurinn, sem heit- ir Walter F. Gibbs, flaug vél- inni upp í G3.668 feta hæð. Rakettuflugvélar hafa flogið hærra. Bandarísk flugvél af þeirri gerð kornst upp í tæp- lega 80 þús. feta hæð árið 1951. út í haf. í ráði er að taka tækið í notkun til annars, sem sé að leita að rekísjökum á þeim hluta hafanna þar sem þokur eru tíðastar. Fram að þessu eru það flugvélar úr strandgæzlu Bandaríkjanna, útbúnar radar- tækjum, sem mest hafa feng- izt við þessar athuganir, en En þar* sem þær þurfa ekki þólt radartæki sé góð, þá geta súi’efni, til þess að geta gengið, eru þær hafðar í sérstökum fioklci. Rakettuflugvélar geta aðeins flogið með fullri ferð í tvær til þrjár mínútur og þegar þær reyna við hæðarmet, þá verður fyrst að hengja þær neðan í venjulega flugvél og sleppa þeim þaðan, þegar kom- ið.er í mikla hæð. Flugvélin sem Gibbs var i, hóf sig til flugs á venjulegan hátt og var á loíti í eina kiukkustund. Þegar hún komst hæst, var loftið orðið 13 sinn- um þynnra en niðri við sjávar- mál, en þegar þrýstingurinn er orðinn svo lítill „sýður'* blóðið i æðunum. Ef eitthvað hefði þau samt ekki greint í gegn um þokuna hvort urn fiskibáta eða ísjaka er að ræða. Ur þessu á nú að bæta með því að fljúga með nýja mælinn yfir þessi þokusömu svæði og um leið og radartækin greina annað hvort ís eða bát, þá mælir tæið samstundis hitann og sker úr hvort um er að ræða. Gerfigúmmí með nýjum aðferðum. Nýlega tilkynnti Goodrich- fyr irtækið B. F. Banda- bilað í flugmannsklefanum hjá ríkjunum um nýja aðferð á Gibbs, og hann hefði orðið að sviði gerfigúmmiframleiðslu, búa við þrýstinginn úli fyrir, sem ef til vill á eftir að valda þá hefðu æðar hans belgst úí byltingu. af vatnsgufu og mænuvökvinn| Þessi nýja aöferð flýtir svo hefði farið að sjóða, og fáeinum fyrir framleiðslunni, að hún sekúndum síðar hefði hann tekur 40 sinnum styttri tíma en dáið. Sjávarhiti mæld- ur úr lofti. Fundinn hefur verið upp hitamælir, sem getur mælt hita sjávarins úr lofti. Galdurinn er í því fólginn, að tækið mælir langbylgjutíðni sjávarins og sýnir þá, hve sjórinn er heit- ur eða kaldur. Reynsla er þegar fengin fyrir mælinum og var hann meðal annars notaður til þess að marka greinilega útlínur golfstraumsins frá Florida og nú tíðkast. Grundvöllurinn var lagður fyrir 12 árum, en síðan hefur — á laun — verið unnið að end- urbótum, sem eru aðallega fólgnar í efnaskiftum, er ganga svo fljótt fyrir sig að þau ger- ast, nú á 20 mín. í stað 10 eða 12 tíma áður. Margvíslegur annar hagnaður hlýzt af þessu og búizt er við, að framleiðslu- kostnaður lækki um minnsta lcosti helming ef ekki meira. Einn talsmaður fyrirtækisins gekk jafnvel svo langt að segja, að þessi aðferð muni kollvarpa öðrum verksmiðjum vegna þess að þær verði algerlega úreltar. „Þröstur liefur sent eftirfar- andi pistil“: í Bergmáli Vísis var fyrir nokkru, á lieldur leiðinlegan hátt, fundið að framkvæmdum við okk ar mjög svo ástfólgna stað, Hljóm skálagarðinn. Eg hef viða farið um landið, og alveg nýlega komið til Akur- eyrar, og verð ég að segja, að mér finnst okkar Hljómskála- I garður bera mjög af í fegurð og yndisleika. Akureyrarskrúðgarð- | arnir eru lireint ekki sambæri- legir við okkar garða, sem bær- inn lætur dugmikla starfsmenn sina sjá um. Þið ættuð bara að i labba niður í Hljómskálagarð og sjá, hvc trén eru orðin liá og I fallega limuð, velflest eru þau ! orðin nokkrar mannhæðir, tein- [ rétt og bústin. Engin óþrif sjást i trjánum og allir kalkvistir cru kliptir af þeim, auðsjáanlega af mjög mikilli nákvæmni og kunn- kunnáttu. Norðaustur-hornið fcr af!! Allur er garðurinn eggslétlur, en þó finnst inér sá hluti hans, sem er í norð-austurhorninu bera ai. í þeim hlula hans voru búnir að standa moldarhaugar i 4—5 ár Og getur það ekki talizt langur tími, og sýnir bezt dugnað og framtakssefni þeirra, sem liar hafa unnið, að ekki þarf lengra tíma til þess að jafna úr hlöss- unum. Mér finnst aðeins eitt I vanta til þess að gera þennan | sælureit okkar Reykvikinga enn- þá meira aðlaðandi en liann er, I að engin „höll“ skuli vera þar fyrirhuguð. Til þess að bæta úr j þessu vildi ég leyfa mér að koma 1 með þá uppástungu, að nokkrum af þeim heldri mönnum bæjarins, j sem nú bæla grasið á Arnarlióli i dag hvern, verði leyft að byggja I sér þar hótel. Efnið í þá bygg- ingu þyrfti ekki að kosta svo ýkja Hvað líður ttýrrf stjórn ? Tjessi spurníng heyrist nú jafnt og þétt oftar manna á mtöal, -*■ þegar talið berst að úrslitunum í kosningunum, sem fram fóru í lok síðasta mánaðar. Líta menn svo á, að ekki geti hjá því farið, að senn gerist eitthvað á þessu sviði, og þá fyrst og fremst, að núverandi stjórn segi af sér, svo sem venja er, þegar kosningar eru um garð gengnar, og forseti íslands óski þess síðan, að ný stjórn verði mynduð. Þótt mikið hafi áunnizt á síðasta kjörtímabili í þá átt að koma efnahagslífi þjóðariniar á réttan kjöl, eru þó mörg verk- •efni, sem úrlausnar bíða, bæði á því sviði og öðrum. Þarf þess vegna að marka stefnuna á þeim árum, sem framundan eru og hinu nýkjörna þingi er ætlað að sitja, og því fyrr sem það er gert, því fyrr verður vitanlega snúizt við þeim málum, sem leysa þarf. Sjálfstæðisflokkurinn fékk traustsyfirlýsingu hjá þjóðinni í kosningunum, og þess vegna hlýtur hann að eiga drjúgan þátt í þeim stjórnarstörfum, sem unnin munu verða á komandi tímum. Á honum mun heldur ekki standa, að gera það, sem gera :þarf, og allra hluta vegna þyrfti ný stjórn að geta tekið við völdum sem fyrst. Það má næstum álíta, að bílar séu alltaf að verða líkari „fljúgandi diskum“, seftir að menn hafa litið á þessa mynd. Þetta er franskt „inódel“ — eins konar millibil milli mótor- hjóls og smnbíls. ,Frá þandarísjtum og ítölskum .yerksiniðjuin berast þær fregnir, að framtíðarlagið verði „kringlótt og flatt'í mikið. T. d. géétu þeir fengið tóma kassa hjá Nýborg til klæðningar og eflaust mætti finna nóg af braggajárni, sem fokið hefur liingað og þangað á þakið. Málningu mætti svo fá með því að sækja nokkrar hálffullar tjöru- tunnúr, seni geymdar hafa verið vestan undir Öskjuhlíðinni og, sem engin þykist eiga. Okkar vinsæla fjárliagsráð þarf hér ekki nærri að koma. Hvílík dásemd! Hugsið þið ykkur, kæru bæjar- búar, að þið væruð stödd á kyrr- látu kvöldi niðri í Hljómskála- garði, þar seni Iiiminhá tré breiða út laufkrónur sínar, kriur og andir Syngja sína fegurstu söngva í trjátoppimum, heldri menn b'æj- arins stæðn glaðir og reifir á hóteltröppúnum og byðu öllum inn að ganga, Iialdið þið ekki, að einhvcr mýndi þá syngja „Hvað er svo glátt?“ Nei, það þýðir ekkert fyrir Visi eða önn- ur blöð að vera með aðfinnslur cða skæting um okkar ágætu starfsmenn, sein vinna af dugnaði og árvekni að l'eginn bæjarins, þeim væri iiær að benda Fegriin- arfélaginu á það að veita slikúin möniium verðskuidaða viðurkenn ingu. Væri t. d„. velviðunandi, að standmyndir væru settar upp í IUjómskálugarðinn á áberandi stað af þeim mönnum, sem fram úr hafa skarað að fegra bæ vorn í nútíð og framtíð, — Þröstur". Þröstur minn góður, þú ert bard fyndinn — eða finnst þér' það ekki? • Spakmæli dagsins: Sér framsýnn vegj: þótt sitji í myrkri.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.