Vísir - 15.07.1953, Page 1

Vísir - 15.07.1953, Page 1
43. árg. MiSvikudaginn 15. júlí 1953. 158. lbl. á fund um Þýzkaland í haust. Þá á einnig að ræða um Austúrríki. Einkaskeyti £rá AP. — London í morgun. Washitigtonfundinum er lok- ið og náðist þar óvænt meiri árangur en búist var við. Samkomulag var um, að bjóða utanríkisráðherra Ráð- stjórnarríkjanna á fund á hausti komanda um Þýzkaland og friðarsamninga við Austurríki. í yfirlýsingu um þetta er ekki tiltekinn neinn dagur, en talið er, að fundurinn verði haldinn í lok september, svo fremi að Rússar fallist á þátttöku. Utanríkisráðherrarnir rök- styðja tillöguna með því, að mikilvægt sé, að ná samkomu- lagi um Þýzkaland hið fyrsta, — atburðirnir í Austur-Þýzka- landi að undanförnu sýni, að óánægja sé ríkjandi, og réttlæt- iskrafa, að frjálsar kosningar fari fram í öllu landinu og stjórn skipuð í samræmi við úr- slit þeirra. Segjast utanríkis- ráðherrarnir hafa ráðgast við kanslara Vestur-Þýzkalands um þessi mál. Utanríkisráð- herrarnir segjast hafa rætt samvinnu Vestur-Evrópu og varnarsamtökin og sé stefna þeirra óbreytt. Varist, e£ nýtt of- beldi er framið í Kóreu. Utanríkisráðherrarnir segj- ast vera sammála um, að ef nýtt ofbeldi verði framið í Kór- eu, eftir að vopnahlé hafi verið gert, muni Þríveldin gegna skyldum sínum sem meðlimir S. Þj. og taka þátt í vörn gegn ofbeldinu. Fagna sjálfstæði Indókína -þ jóða. Breyttri afstöðu frönsku stjórnarinnar nýju, sem miðar að því að verða við sjáifstæðis- kröfum þjóðanna í Indókína, er fagnað. Fréttaritarar segja, að al mennt hafi verið litið svo á, að hér yrði um formlegan viðræðu fund að ræða til undirbúnings fundi Churchills og Eisenhow ers, enda allmjög að því vikið í fréttatilkynningum, og hafi því árangurinn þótt vonum fremri og komið óvænt. Sjö Parísarbú- ar drepnir. París (AP). — Á Bastillu- deginnm í gær kom til alvar- legra upp'þota. 7 menn voru drepnir. Kommúnistar æstu Norður- Afríkumenn til óeirða, að sögn lögreglunnai*. Byrjuðu þeir á~ rásir á lögregluna, sem kveðst árangurslaust hafa skotið yfir höfuð manna. Þarna voru þús- undir manna, mörg hundruð Noi'ður-Afríkumenn, auk kom- múnista og stuðningsmanna þeirra. Kveðst lögreglan hafa neyðst til þess að beita skot- vopnum, er annað bar ekki árangur, og eftir að skotið hafði verið á bifreiðar hennar. Á annað hundrað manns særö ust, þeirra meðal yfir 80 lög- reglumenn. Þingmenn í íran segja af sér. Þingmenn í persneska þing- inu segja nú af sér þing- mennsku í hópum og er þingið ekki Iengur ályktunarfært. Meðal þessara þingmanna eru menn, sem stutt hafa dr. Mossadegh. — Mótspyrna gegn honum hefur vei'ið vaxandi í seinni tíð. Hafa straumar tekið breytingum á Halanum? Stieí — &&€Æ sáitiéMfieysi ? „Verður síld í sumar?“ — Sú spuming er á allra vörum. Góðu fréttirnar að undanförnu vöktu vonir — ec kvíði kviknaði í margra hugum, er fréttist að síldin væri að færa sig austur á bóginn. í dag lyftist brúnin vafalaust aftur á mörgum vegna dágóðra frétta. Vísindamennirnir hafa ekki enn séð sér fært að spá síldarsumri, hvað sem síðar verður. En hvað segja sjómennirnir? Þeir spá vafalaust varíega líka, en þess má geta, að á undangengnum vikiun hefúr verið allmjög um það rætt, að íslenzkir togaraskipstjórar hafi þótzt verða þess varir, að straumar á Halanum hefðu aftur færst í sama horf og þeir voru FYRIR síldar- ieysis tímabilið langa, sem við höfum haft af að segja við Norðurland (undangengin 7 ár). Þetta er sem sagt altalað og hefur Vísir áreiðanlegar heimildir fyrir því, að bessi er skoðun sumra íogaramanna, Cþ. e. um breytinguna á straumum á Halammi), og geta rnenn haft þetta bak við eyrað, meðan beðið er svars við spurnmgunnk Síld — eða síldarleysi? Fréttabann, er rauðir sækja á. Tokyo (AP). — Herstjórn 8. hersins í Kóreu hefur lagt bann við öllum fréttaflutningi frá miðvígstöðvunum, eins og sakie standa, en þar hófu kommún- istar mikla sókn fyrir 2 dögum. Áður var kunnugt, að kom- múnistar tefldu fram miklu liði, að hersveitir Sameinuðu þjóðanna höfðu valdið þeim miklu tjóni, en orðið að láta nokkuð undan síga. Úrhellis- rigning var og miklar bleytur á vígstöðvunum. Kommúnistar hófu sókn sína á rúmlega 30 kílómetra kafla á vígstöðvun- um. Maðurinn á myndinn, Georgescu að nafni, er búsettur í Banda- ríkjunum, en synir hans tveir á myndinni, sem hann heldur á, eru í höndum kommúnista í Rúmeníu. Reyndu kommúnistar fyrir skemmstu að fá mann þenna til að njósna fyrir sig, gegn því að drengimir mættu fara úr landi. Georgescu neitaði þessu og kærði fyrir lögreglu Bandaríkjanna. Síldar vart á vestursvæðinu aftur í gærkveldi. Morg skip fengu l(Kí—500 tunna sfldarafia í nótt. Síld var uppi í nótt á Þistil- firði og fengu margir bátar þar dágóðan afla, og einnig fengu bátar síld út af Siglufirði og Vopnafirði. Út af Siglufirði fengu 7—8 bátar 200—350 tunnur. Baldur fékk 300, Ingvar Guðjónsson 350, Millie 300, Sævaldur 300 og Einar Þveræingur 250, en ísleifur 50 og Sjöfn nokkurn afla. Hinir 2 síðastnefndu eru Vestmannaeyjabátar. Síðari fregnir hermah, að Arinbjörn hafi fengið þarna 150, Hvítá 70 og Dagný 250. I Meiri síld barst til Raufar- hafnar og Þórshafnar til sölt- unar en hægt var að anna, og fóru sumir bátanna til Siglu- fjarðar með aflann. Á Þistil- firði fengu þessir bátar afla, að því er kunnugt er: Helga 500, Björgvin Keflavík 150, Vöggur 60, Hilmir Keflavík 180, Heim- ir 250, Víðir Su. 100, Mímir 200, Keilir 450, Guðm. Þórðar- son 250, Björn Jónsson 150 og Súlan 400. Út af Vopnafirði fengu síld: Snæfell 400, Pálmar 100, Vörð- ur 100, Stígandi 200 og Snæ- fugl 100. Á vRaufarhöfn vár saltað í gær á fimm söltunarstöðvum, samtals rúmlega 2750 tunnur uppmældar. Um 2000 mál fóru bræðslu. í nótt komu all- skip þangað með allt upp í 500 tunna afla, en þar eð ekki Framh. á 7. siðu Malenkov bo&ar til fundar. Einkaskeyti frá AP. —- London í morgun. Útvarpið í Moskvu tilkynnti í gærkveldi, að Æðsta ráð Ráð- st jórnar rík janna hefði verið kvatt saman til fundar eftir hálfan mánuð (28. þ. m.). Ekkért er vitað um tilgang- inn með að kveðja ráðið saman til fundar, því að ekki er vikið að neinu slíku í rússneskum til- kynningum. Hafa komið fram tilgátur ura það í brezkum blöðum, að Mal- enkov geri grein fyrir Beria- málinu, og fari fram á að ráðið fallist á gerðir stjórnarinnar. Seinast kom ráðið saman til fundar eftir andlát Stalins og lagði þá blessun sína á Malen- kov sem eftirmann hans og aðrar ráðstafanir, sem gerðar höfðu verið til breytinga á stjórninni. Frá Enghndi trl S.- Ámertku á 15—16 kfst. London (AP). — Brezkri sprengjuflugvél af Canberragerð i hefur verið flogið til Venezuela í Suður-Ameríku frá Englandi. Flugtíminn var 1514 klst. og meðalhraði á klst. 784 km. — Komið var við á Ganderílug- velli, Nýfundnalandi, og í Balti more í Bandaríkjunum. Datzðasök að sofna á verði. Tokyo (AP). — Framvegis verður mjög stranglega tekið á bví, ef amerískir hermenn sofna á verðinum í Kóreu. Hefur æðsti herréttur Banda- ríkjanna, sem hefur aðsetur í Washington, ákveðið, að fyrir slíkt brot skuli hermenn dæmd- ir til lífláts, þar sem hér sé um brot að ræða, er geti kostað líf margra manna. Ágætur afli er nú á smá- báta frá Akranesi. Síltf mikii í flóanum, en ekki nógu feit. Frá fréttaritara Vísis. — Akranesi í morgun. Ágætur afli er nú skammt undan Akranesi og eru það „trillubátar“, sem veiðarnar i stunda, 12—15 talsins. I Hafa þeir fengið 1—2 smá- lestir á dag af vænum þorski. Virðist vera gnægð af þorski á Sviðinu. | Þá virðist nóg síld í Flóanum, en nokkur tími er enn, þar til síldin verður nógu feit til sölt- unar. í fyrra hófst söltun 20. i ágúst. Síldveiði í Flóanum er stunduð nokkuð og bátar kom- ið með góðan afla til Reykja- víkur og Hafnarfjarðar og farið í beit og eitthvað í bræðslu. — Bátar frá Ólafsvík, Stykkis- hólmi og Grundarfirði hafa og fengið eitthvað af síld. 9 Akranesbátar eru ýmist komnir eða á leið norður. —- Heimaskagi, Ásmundur og Sveinn Guðmundsson fóru í gærkvöldi. — Fimm bátanna eru frá Har. Böðvarssyni og Co. Allmargar stúlkur hafa ráðist héðan til síldarsöltunar nyrðra. VI

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.