Vísir - 15.07.1953, Blaðsíða 6

Vísir - 15.07.1953, Blaðsíða 6
8 VÍSIR Miðvikudaginn 15. júlí 19 niðurstöður hans í stuttu máli þessar: „Mál frummannsins er því upprunalega samsett og myndað af þrennskonar efni- viði 1) hljóðum, er táknar lát- œðishreyfingar, 2) geðshrær- ingahljóðum og 3) hljóðum, sem eru eftirhermur á náttúru- hljóðunri* — (Um frumtungu Indógermana o. s. frv., bls. 152). Þessa kenningu sína hefur prófessor Alexander stutt með mörgum rökum og miklum lær- dómi og ritað um hana bækur og ritgerðir bæði á íslenzku og erlendum málum. Helztu rit hans um þessi efni eru þessí: Um frumtungu Indógermana og frumheimkynni 1943, fimm ritgerðir í tímaritinu ,,Nature“ á árunum 1944—50, Origin of language (Uppruni tungumála) 1944 og Gestural origin of language — (Látæðisuppruní tungúmála) 1952. Með ritum þessum hefur prófessor Alex- ander gerzt einn af sterkustu forvígismönnum látæðiskenn- ingarinnar, enda er hann við- urkenndur sem einn hinna lærðustu samanburðarmálfræð- inga, sem nú eru uppi. Mesta verk hans er þó orðabók sú, er vér áður gátum, um uppruna íslenzkrar tungu, er hann vann að um tveggja áratuga skeið. Hún er nú að koma út, prent- uð suður í Svisslandi, mikið rit. Fyrir vísindastörf sín hefur prófessor Alexander hlotnazt margs konar heiður. Hann er félagi í mörgum vísindafélög- um og hefur hlotið heiðurs- merki fleiri en vér kunnum að nefna. Honum hefur verið boðið í heimsóknir til erlendfa há- skóla til fyrirlestrahalds, og eitt missiri (1935) kenndi hann t.d. við háskólann í Utrecht í skipt- um við v. Hamel prófessor. En um leið og prófessor Alexander hefur þannig afláð sér verð- skuldaðs frama, hefur hann jafnframt gert heimagarðinn frægan, hinn unga íslenzka há- skóla, sem hann hefur helgað starfskrafta sína. Svo mætti virðast sem störf þau, er nú var stuttlega lýst, væri ærið nóg verkefni, og margur þættist góðúr af sh'ku verki, þótt eigi kæmi annað til. En prófessor Alexander er eigi einnar handar maður um af- köst. Hann er hinn mesti á- hugamaður um verklegar fram- kvæmdir og ýmis menningar- mál, svo sem alþjóð er kunnugt. Enn má það muna, er hann gerðist forgöngumaður að stofnun Flugfélags íslands h.f. árið 1928 og var framkvæmda- stjóri þess í þau þrjú ár, sem það starfaði. Sú merkilega til- íaun fór að vísu út um þúfui vegna féleysís og annarra erfið- leika, en þar var íslendingum það sýnt, hvað koma skyldi. — IJm þá starfsemi og flugmál almennt ritaði prófessor Alex- ander skemmtilega bók í lofti árið 1933. Mest og nytsömust Verklegra framkvæmda hans mun þó mega telja störf hans að byggingarmálum Háskólans. Hann kom í framkvæmd bygg- ángu gamla Stúdentagarðsins árið 1934. Það sama ár hafði tiann forgöngu um stofnun Happdrættis Háskóla íslands og var formaður þess 1934 - , 40, en síðan í stjórn þess, — Einnig var hann formaður foyggingarnefndar Háslcólans, sem tókst að koma upp nauð- synlegustu húsum handa stofn- uninni með miklum myndar- brag Atvinnudeiídinni 1937, Háskólabyggingunni sjáliri 1940 og nýja Stúdentagarðinum nokkru síðar. Þótti mörgum þessar framkvæmdir ganga kraftaverki næst á þeim tím- um og var að verðugu mjög þakkað prófessor Alexander, bjartsýni hans, dugnaði og ráð- vísi. Samstarfsmenn hans í Háskólanum hafa líka kunnað að meta þessa góðu foringja- hæfileika hans með því að fela honum hvað eftir annað æðstu [ stjórn innan stofnunarinnar. 1 Hann var rektor Háskólans 1932—35, 1939—42 og 1948 og síðan (endurkjörinn 1951). Hefur hann verið miklu lengur rektor en hver ánnarra eða í samtals 11 ár. Mörg fleiri merk mál hefur prófessor Alexander látið til sín taka og lagt þeim liðsinni, þótt hér verði eigi tal- in. Er það almanna rómur, að hverju því máli sé vel borgið, sem hann vill beita sér fyrir og tekur að sér. En svo ágæt sem frægð er og afrek stór, trúum vér, að mannkostir séu þeim meiri. Er þeim mönnum vel farið, sem hvorttveggja prýðir. Prófessor Alexander er í hópi þeirra gæfusömu manna, mannkosta- maður, drengskaparmaður. — Hann reyndi eg svo í öllum hlutum. Prófessor Alexander Jo- hannesson er fæddur á Gili í Borgarsveit í Skagafirði 15. júlí 1888. Foreldrar hans voru Jóbannes sýslumaður Ólafsson og kona hans Margrét Guð- mundsdóttir prests í Arnarbæli Einarssonar Johnsen. Kona hans er Heba Geirsdóttir vígslubiskups á Akureyri, Sæ- mundssonar. Guðni Jónsson. Kaupl goll og sSlfiir Permanentstoían Ingólfsstræti 6. Sími 4109. LANDSMOT I. flokks. — í kvöld kl. 7 leika K. R. og Valur og strax á eftir Fram og Víkingur. — Mótan. FRAM! III. fl. æfing í kvöld kl. 7. Fjölmennið stundvíslega. — Meistara-, I. og II. fl. æfing annað kvöld kl. 7,45 á Gras- velli K.R. Áríðandi að mæta stundvíslega.--- Þj. ROÐRARDEILD ÁRMANNS. Æfing í kvöld kl. 8 í Nauthólsvík. Stjóimin. KONA, sem getur hjálpað til að gera við föt, getur fengið atvinnu frá kl. 1—6. O. Rydelsborg, klæðskeri, Skólavörðustíg 19. (329 KÚNSTSTOPP. — Kúnst- stoppum dömu-, herra- og drengjafatnað. Austurstræti 14. uppi. NÝJA FATAVIÐGERÐIN á Vesturgötu 48. — Tökum kúnststopp og alls konar fataviðgerðir. Sími 4923. — (534 RAFLAGNIR OG VIÐGERÐIR á raflögnum. Gerum við straujárn og REGLUSAMUR Banda- ríkjamaður óskar strax eftir herbergi með húsgögnum. Tilboðum, merktum: „Strax — 204,“lsé skilað til afgr. blaðsíns fyrir laugardag. (326 RÚMGOTT herbergi í húsi við Tjörnina til leigu yfir sumarmánuðina. Aðeins reglusamur leigjandi kemur til greina. Sími 3227. (313 SJÓMAÐUR í millilanda- siglingum óskar eftir rúm- góðu herbergi sem næst miðbænum. Vinsamlegast leggið nafn og heimilisfang inn á afg'r. blaðsins, merkt: „A — 11 — 205,“ fyrir kl. 7 í dag. (330 önnur heimilistæki. Raftækjaverzlmiin Ljós og Hiti h.f. Lauaavegi 79. — Sím> 5184 SAUMAVÉLA-viðgerðir. Fljót afgreiðsla. — Sylgja, Laufásvegi 19. — Sími 2656. Heimasími 82035. Lokað frá 11. júlí til 4. ágúst. GRÆN barnaúlpa var skil- in eftir á túni í austurbæn- um. — Vinsamlega skilist á Rauðarárstíg 9. (344 HERBERGI til leigu til 1. okt. Uppl. á Sólvallagötu 68. Sími 25.12. (342 VANTAR húsnæði, 3—4 herbergi og eldhús 1. okt. n. lc. Tilboð sendist afgreiðslu blaðsins, merkt: „Húsnæði 1. okt. — 206“. Uppl. ennfrem- ur í síma 3510. (345 TIL LEIGU gott lofther- bergi með klæðaskáp og að- gangi að baði. Uppl. í síma 2094. (346 Kristniboðshúsið Betania, Laufásveg 13. Kristniboðssamkoma í kvöld kl. 8.30. Gunnar Sig- urjónsson talar. — Allir vel- komnir. BARNAVAGN á háum hjólum, fel með farinn, til sölu. Uppl. í síma 5994. (339 HJÁLPAR-mótorhjóI til sölu. Til sýnís i kvöld og annað kvöld. Ingvard Jen- sen, Nýlendugötu 22, III. hæð. (331 BARNAKERRA og poki, selst ódýrt. Sími 7899. (334 NÝ, stigiri saumavél, með zig-zag, til sölu, ódýrt, einnig ferðagrammófónn með piclc- up. Úppl. í síma 5982. (338 HALLICRAFTER útvarps- tæki (S 77 A) til sölu. Radio- verkstæðið, Sólvallagötu 27. FERÐAUTVARPSTÆKI í ágætu standi til sölu, kr. 600. Skiltagerðin, Skóla- vörðustíg 8. (340 TVÖ reiðhjól, telpu og drengja, í góðu lagi, til sölu. Uppl. á reiðhjólaverkstæðimi Gylfi, Grjótagötu 14. (341 LAXVEIÐIMENN. Stórir og góðir ánamaðkar til sölu. Sörlaskjól 56, uppi. (343 VEIÐIMENN. Nýtíndur ánamaðkur til sölu. Sími 1274. Laugavegi 40. (333 KARLMANNSHJÓL til sölu á Ásvallagötu 22. (332 VIL SELJA farmiða á 2. farrými með Heklu næst.u ferð til Glasgow. — Uppl. í síma 80822 frá kl. 2—5 í dag. TIL SÖLU 4 innanhúss- hurðir með körmum og járn- um. Verð 125 kr. styklpð. Freyjugötu 4. (328 ANAMAÐKUR til sölu. — Freyjugötu 3 A. (327 BARNAVAGN, notaður, til sölu. Nýlendugötu 15 A. (347 DÍVANAR, allar stærðir, fyrirliggjandi. Húsgagna- verksmiðjan, Bergþórugötu 11. Sími 81830. (394 KÓPUR. Nýr kópur (sel- ur) kemur frá Akranesi í dag ög á morgun. Verður til þessa viku. Von. Sími 4448. SAMUÐARKORT Slysa- varnafélags íslands kaupa flestir. Fást hjá slysavarria- sveitum um land allt. — í Reykjavík afgreidd í síma 4897. (364 TÆKIFÆRISG J AFIR: Málverk, ljósmyndir. myndaramnxar. Innrömirium myndir, málverk og saumað- ar myndir. — Setjum upp veggteppi. Ásbrú, Grettis- götu 54.. KAUPUM vel með farin karlmannaföt, útvarpstæki, saumavélar, húsgögn o. fl. Fornsalan, Grettisgötu 31. — _Sími 3562._____________(179 PLÖTUR á grafreiti. Út- ▼egum áletraðar plötur á grafreiti með stuttum fyrir- ▼ara. Uppl. á Rauðarárstíg 26 (kjallara). — Sími 6126 m - TVÍBIJRAJÖRÐIfVI eftir Lebeck og Williams. NO/ BEÍAUöESHE'S 5U0H A FOUNTAIN OF ENUfiHTENMENT ThEY N.EEPITMORE THAN WE PO. WE’RE CONRJSEt? ENOUSH Garry hefur nú sýnt yfir- manni lögreglunnar skýrslu- gerð sína, og hanri er gáttáður. Svo segir Garry: Hverriig lízt’ yður á þann hlutann, sem f jall- ar um kvenþjóðfélagið á Tví- burajörðinni? Yfirmaðurinn: Stulkan er örvitá, Garry. Þetta er allt of fjarri öllu lagi. Garry: Hafið þér gleýint myridurium; sem viö tókum af fljúgaridi diskum þeirra og geimstöðvum? Yfirmaðuririn: Helzt dytti mér í hug að koíria herini fyrir í einhverrusprengiflugvél okk- ar, láta fljúga með hana til Rússlands og láta hana detta þar niður í fallhlíf. Garry: Hvers vegna? Vegna þess, að hún er slík uppspretta upplýsinga. Þeir þurfa frekar á henni að halda. Við erum nóg i ruglaðir í ríminu, eins og er

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.