Vísir - 16.07.1953, Side 1

Vísir - 16.07.1953, Side 1
43. árg. Fimmtudaginn 16. júlí 1953. 157. tlil. n ? Guðmundur Jónasson er nú í sífelldum öræfaferðum. Flutti lelðangur Scotts að Blautukvísl, en vatnsmællngamenn að Köldukvísl. Segja má, að Guðmundur fjallabílstjóri Jónasson hafi lagt nótt við dag undanfarið við flutninga á leiðangurs- mönnum inn í óbyggðir. Nýverið fór hann með leið- angur Peter Scotts fuglafræð- irigs inn að Blautukvísl, sem fellur í Þjórsá skammt sunnan Hofsjökuls. Var farið á tveim sterkbyggðum herbílum með vinduútbúnaði, sem notaður er til þess að losa bílana, er þeir festast. Scott mun hafa verið við þriðja mann, þar af einn íslendingur, skólapiltur, Kjart- an að nafni, sem Scott bauð með Gagnsokn $þ. hafin í Kóreu 45. 000 manns ieflt íram. vai- slegið upp tjöldum, og mun Scott hafa þar bækistöð, er hann tekur til við heiðargæsa- merkingarnar. Hesta mun hann fá úr Gnúpverjahreppi. Mikill snjór í Kerlingarfjöllum. Með í förinni voru nokkrir Ármenningar, sem fóru sér til gamaris, en jafnframt til aðstoS ar, ef á þyrfti að halda. Var far- ið um Kerlingarfjöll í tölu- verðri hæð, og var þar mikill snjór. Ferðin gekk ágætlega, sagði Guðmundur, en Hnífá, er fellur í Þjórsá, var illfær sök- um vatnsþunga og sandbleytu. Guðmundur mun sækja Scott og leiðangur hans þann 8. næsta mánaðar, en þeir hafa með í förinni talstöð. Þó hélt Guð- mundur, að í bili væru lítil eða engin not af henni vegna lé- legra skilyrða. Baunsóknír á Köldukvísl. Að þessari för lokinni „skrapp" Guðmundur að Köldu kvísl, sem einnig fellur í Þjórsá — að austan — en þangað fiutti hann leiðangur frá raf- orkumálastjórninni, 4 menn, er ætla að mæla vatnsmagn í Köldukvísl og öðrum ám, sem í Þjórsá falla þar efra. Stjórn- andi þeirrar farar er Stein- grímur Pálsson verkfræðing- ur. í sömu ferð flutti Guðmund- ur Guðmund Kjartansson jarð- fræðing, en hann var skilinn eftir við Þórisvatn, þar sem hann ætlar að stunda jarðfræði rannsóknir. Vatnsmælingaleið- angurinn mun að líkindum dvelja í óbyggðum út ágúst- mánuð. fram 45.000 manna liði. Var það þessarar var skynd fréttaflutningi frá miðvígstöðv unum. Skriðdrekasveitir taka þátt í sókninni og ákafri stór skotahríð er haldið uppi á stöðv ar kommúnista. Flúgvélar veita aðstoð með sprengjuárásum á stöðvar fjandmannanna. Þegar er kunnugt, að nokk urt landsvæði hefur unnizt aft- ur í gagnsókninni. Þessi gagn- sókn er ein hin mesta sem her- sveitir Sameinuðu þjóðanna hafa gert í Kóreu um skeið. Fundur var haldinn i Pan- munjom í morgun. Næsti fund- ur verður haldinn á laugardag. 38 „dauðir“ höfða mál. Madrid (AP). — Næsta ó- venjulegt mál er hér á döf- inni nú. Starfsmaður trygg- ingarstofnunar er sakaður um að hafa ,,drepið‘“ 38 manns, þ. e. a. s. Iagt fram dánarvottorð þeirra, og feng- ið dánarbætur greiddar þeirra vegna. Eru það hinir 38, er hann „tók af lífi“ er hafa nú höfðað mál gegn manninum. Lítil síldveiði í nótt. I nótt var síldveiðin yfirieitt léleg á miðunlun og alls engin á vestur svæðinu, en þangað fór nær állur síldveiði flotinn í gær. Nokkur skip urðu samt eftir á Þistilfirðinum og vitað var um sum þeirra fengu algoð köst, m. a. hafði Pétur Jónsson fengið 400 tunnur, Vörður 350, Björgvin EA 400, Reykjaröstin 150, Helga 300 og Dagur 500 tunnur. Einhver fleiri munu hafa fengið síld þar austur frá. í morgun var kominn vestan- bræla á vesturmiðunum, en gott veður og sólskin inni á Sigiu- firði. Mörg' síldveiðiskip voru inni á Siglufirði í morgun að losa smáslatta sem þau voru með í verksmiðjurnar. Ekki var vitað hvort þau ætluðu að halda sig á vestursvæðinu eða fara austur um aftur. Fhigmálin afla okkur meiri gjaideyris, en flestar aðrar greinar þjóðarbúsins. Flugflutningar á og um ísland eins- .Einkaskeyti frá AP. Tokyo í morgun. Hersveitir Sameinuðu þjóð- anna hafa byrjað gagnsókn á x leiðangurínn. Við Blautukvísl miðvígstöðvunum. Teflt er Stúlkan á myndinni vinnur í frímerkjaverzlun í Berlín, og hún klæðist í samræmi við atvinnu sína. Blússan er öll með mynd- um af frímerkjum, og tveir viðskiptavinanna skoða þau vand- lega. 3 - veldin viija 4 - veldafund. London (AP). — Þríveldin hafa þegar sent ráðstjórinni orðsendingu varðandi fjór- veldafund í septemberlok um Þýzkaland og AusturríkL Lagt er til, að utanríkisráð- herrarnir sitji fundinn og verði friðarsamningarnir við Austur- ríki fyrsta mál á dagskrá. Itáð- stefnan standi takmarkaðan tíma. GjaWefrisforði Svía vex. St.hólm. — Forði Svía af gulli og erlendum gjaldeyri nam 2250 millj. s. kr. í lok júní. Hafði gullforðinn minnkað aðeins en gjaldeyrisforðinn aukizt til muna, en alls hafði hækkunin numið 60 millj. s. kr. Seðlaveltan var 4327 millj. s. kr. (SIP). Dómsfólar NA.-ríkjanna dæmi í máium hermanna, ffvrir brot fframin uiait kérstöðva. Öldungadeild Bandaríkjanna hefur staðfest með 72 atkvæð um gegn 15 samninginn um stöðu hersveita Bandaríkjanna í Norður-Atlantshafsríkjunum, í samningi þessum eru á- kvæði um það, að bandaríska hermenn megi leiða fyrir dóm- stóla þessara landa, fyrir brot á lögum þeirra, framin utan hersvæða og er hermennirnir voru ekki að skyldustörfum. Samningurinn gengur nú til Eisenhowers forseta til undir- ritunar. Farið að slá í 2. sttin. Heyskapur gengur yfirleitt vei um land allt og eru pess allmörg dæmi, að bændur eru búnir að alhirða tún og fjölda margir búnir að slá túnin. Frá því um fyrri helgi hefur viðrað allvel til heyskapar, þúrrkur verið daufur víða, en þó komið góðir dagar inn a milli. Þar sem súgþurrkun er hefur gengið bezt undan. Sláttur byrjaði víða snemmá, þótt margir héldu að 'sér hend- inni eftir að sláttur byrjaði, þar sem til vætu brá í bili. Á bæ nokkrum í Eyjafirði byrjuðu bræður tveif slátt 13. júní og í fyrradag eða rúmum mánuði síðar voru þeir að aka inn sein- ustu töðunni og að byrja ssinni slátt á nýræktarspildum. í A3- aldal í Þingeyjarsýslu eru tún víða alslegin og langt komið að hirða. Norðan og norð-austan- lands eru menn yfirleitt — eins og oftast — lengra komnir með heyskapinn en annarsstaðar. Þess er vsenzt í Bandaríkjun- um, að samningur þessi leiði til bættrar sambúðar við herlið Bandaríkjanná í N.A.-ríkjun- um. dæmi í heiminum, Miðað við fólksfjölda eru ís- lendingar mesta flugþjóð heims- ins. Síðastliðin 5—6 ár hafa milli 25—40% þjóðarinnar flogið ár- lega. Mest var flogið hér 1949 eða rúmlega 52 þúsund farþegar innanlands og milli landa, en það svarar til þess að rösklega þriðji hver íslendingur hafi þá verið „á lofti“. Um þetta mál ritar Gunnar Sigurðsson skrifstofustjóri fróð lega yfirlitsgrein í nýútkomið hefti Flugs. Sem dæmi um hina miklu þróun flugsins hér á landi má geta þess að á árabilinu frá 1939—49 hefur flugfarþegum fjölgað úr 797 í 52841, póstflutu ingar aukizt úr 1902 kg. í 15® smálestir, flogin vegarlengij aukizt úr 104 þúsund km. f 2718000 km. og flugtímafjöld^ irin úr 629 klst. í 9543 klukku* : stundir. i Árið 1949 áttu bseði flugfé* lögin, Loftleiðir og Flugfélag íslands samtals 20 flugvélar með 361 sæti. Þá störfuðu 180 manns á vegum þessara tveggja félaga, þar af 40 flugmenn, $ flugleiðsögumenn, 7 flugloft-e skeytamenn, 13 flugfreyjur, 40 flugvélavirkjar og 75 aðric starfsmenn. Samtals hefur tala flugliða aukizt um meir en helming á undanförnum fjórum árum, og tala einkaflugmanna hefur vax ið um í-úmlega 100% á sama tíma. Flugmálastjórnin starfrækti 35 flugvelli og lendingarstaði fyrir flugvélar á s.l. ári, þar af voru 13 sjólendingarstaðir. Á vegum íslenzku flugmálastofn- unarinnar starfa um 75 manns við flugvellina í Keflavík og R§ýkjavík. Ef lagður er saman farþega- fjöldinn, sem ferðast um alla flugvelli landsins, að Keflavík- urflugvelli meðtöldum, lætur nærri að hann hafi á árinu 1951 numið samanlagt sem næst 135 —140 þúsund farþegum, er svarar til allrar íbúatölu á landinu, og eru þá þessir flug- flutningar algert einsdæmi í veröldinni. Flugvellirnir í Reykjavík og Keflavík með tilheyrandi mann virkjum eru lágt metnir á háxfa billjón króna og þá hafa ís- lendingar eignazt fyrir ekki neitt. Sennilegt er að tekjur þær í erlendum gjaldeyri, er. við fáum af rekstri flugvall- anna, flugbenzínsölu, alþ.ióða- flugþjónustu o. s. frv. séu á milli 75 og og 100 millj. kr. ár- lega, sé rekstur Keflavíkurflug- vallar tekinn með, og sézt því bezt hversu þýðingarmikil mát þessi eru oi’ðin í þjóðarbúskap íslendinga. Er nú svo komið áð flugmálin afla meiri gjaldeyris heldur en flestar greinar at- I vinnulífsins, að sjávarútvegin- í um undanskildum. VI V ún

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.