Vísir - 18.07.1953, Blaðsíða 5

Vísir - 18.07.1953, Blaðsíða 5
Laugardaginn 18, júlí 1953. VÍSIR 0L3nugayi£)a:gss-aga - '£ftie. J4oíye>- fáoeUui. Happatalan eða rithöf* undur kynnist lífinu. Það var eltki hægt annað að segja, en að Kurt Sidoni væri ósköp blátt áfram. Það mátti einnig finna á skáldsögum hans, því að þótt þeim væri jafnan vel tekið, tókst honum aldrei að vinna verulegan sig- ur. Gagnrýnendur reyndu að benda á, í hverju gallarnir væru fólgnir, en tókst þó aldrei að koma réttum orðum að því. Það hefði kannske mátt kalla það punktinn yfir i-ið, eða eitt- hvað því líkt. En loks var það ein af frænkum Kurts, íþrótta-' stúlka, sem hafði ekkert vit á bókmenntum, sem orðaði þetta á réttan hátt. j • 4 í ,,Eg veit, hvað er að bókun- um þínum,“ sagði hún einn góðan veðurdag. Kurt leit spyrjandi á hana og bað hana að gera grein fyr- ir þessu, því að hann var alls ekki í hópi þeirra rembingslegu rithöfunda, sem taka allri gagn- rýni illa. Hann var raunar ævinlega glaður, þegar hann heyrði skynsamlegan, heiðar- legan dóm um einhverja bók sína. ,,Það, áem að er, er einfald- lega það, að þú hefir aldrei komizt í kynni við kvenkynið. Bækurnar þínar eru eins og vel klæddar, vel upp aldar ungar stúlkur, sem koma alltaf fram eins og vera ber. Þú lifir of kyrrlátu lífi, Kurt, felur þig í skel þinni, og þú ert umfram allt svo dæmalaust kreddufast- ur. Þú átt að gera einhverja vitleysu. Þú átt að ferðast til einhvers baðstaðar, því að þar gefst alltaf tækifæri til þess að komast í ævintýri, Þar er allt- af hægt að fá nóg ástaefni til að byggja sögur á.“ ,,Heldur þú það?“ sagði hann og efinn skein úr svip hans, en þegar hann var orðinn einn og hugleiddi þetta nánar, sá hann, að hún hafði á réttu að standa. í rauninni var hann einn þeirra manna, sem taka út þjáningar af að ferðast, en nú tók hann ákvörðun um að leggja land undir fót, og þá var það ráðið. Hann var eins og maður, sem stingur sér í, þegar hann fer í sundlaug. Hann hringdi til ferðaskrifstofu og pantaði far- miða til frægs fransks baðstað- ar, sem var í senn kunn fyrir spilavíti og fagrar konur. Þegar Kurt kom inn í her- bergið, sem honum var ætlað í Hotel Florian, var hann þegar farinn að finna fyrir heimþrá. Svo dró hann djúpt andann, gekk út á svalirnar, sem gnæfðu yfir baðstöðinni og virti fyrir sér æskufólkið, sem þar var að leik. Baðtjöld voru þar á víð og dreif, en í þeim hafði fólk tata- skipti, er það ætlaði að fá sér bað í sjónum. Þegar á næsta degi leigði hann sér tjalda, til þess að venjast umhverfi sínu, til þess að geta slegið því fÖstu í eitt skipti fyrir öll, hvort hann gæti gengið í endurnýjungu lífdaganna, sem fx-ænka hans taldi nauðsynlegt. Skammt frá honum var fallegt, dökkblátt tjald, sem hann virti hugsi fyr- ir sér, því að hann fýsti að vita, hvað leyndist innan veggja þess. Dálítil vindhviða kom honum til hjálpar. Hún lyfti tjaldskör- inni og opinberaði honum sýn, sem hefði getað tryllt flesta menn. í tjaldinu stóð svart- hærð, ung kona, sem var ein- mitt að renna hlýraböndunum á sundbol sínum upp á fagrar, brúnar axlir sínar, en vindur- inn feykti hári hennar í allar áttir. Hún leit við, og augu þeirra mættust. Töfrandi bros færðist á rauðar varir hennar, og dökk augun létu ekki í ljós minnstu gremju yfir því, að Kurt hafði dirfzt að virða fyr- ir sér vöxt hennar. En svo fór vindhviðan leiðar sinnar, tjald- ið lokaðist á ný, og blóðið sauð og ólgaði í æðum Kurts. | Næsta dag varð þessi fagra gyðja oft á vegi Kurts. Hún bjó í sama gistihúsi og hann, og hann varð þess áskynja, að hún borðaði ævinlega ein. Honum virtist einnig, að hún tæki hon- um það ekki illa upp, þótt hann settist jafnan nærri henni. Hann fór að hugleiða, hvort hann ætti ekki að hætta á að reyna að kynnast henni. En hvernig átti hann að fara að því? Hann skorti alla tækni jí þeim efnum, og hann óttaðist ekkert frekár, en að hún stökkti honum á brott með kuldalegu svari. Þriðja kvöldið í Hótel Florian sofnaði hann út frá hugleið- ingum um það, hvort hann ætti að hætta á að ávarpa ungfrúna, eða hvort hann ætti heldur að helga sig fjárhættuspili í spila- vítinu. En þá um nóttina gerðist einmitt dálítið, sem kom honum til að taka ákvörðun sína. í svefni heyrði. hann rödd eina, sem hvíslaði að honum hvað eftir annað: Nr. 47, nr. 47 .... Þegar hann vaknaði um morguninn suðaði þessi tala sí- fellt í huga hans. Og þá tók Kurt ákvörðun sma, Einu sinni ætlaði hann að láta hjátrúna ráða gerðum sínum, enda voru þess dæmi, að draumar höfðu verið til hjálp- ar, þegar menn freistuðu gæf- unnar við spilaborð eða í happ- drætti. Og þótt dísin dökk- hærða yrði á vegi hans þá um daginn, sá hann hana ekki, því að fyrir. augum hans sveif ein- ungis talan — 47. Um kvöldið fór hann þess vegna rakleiðis inn í spilavítið. Þegar hann var seztur við rúlettu-borðið, veitti hann því athygli, að stúlkan fagra sat andspænis honum og brosti til hans. En hann leit varla á hana, því að hann ætlaði alls ekki að láta hana glepja fyrir sér. Þess er rétt að geta, að þótt’ Kurt ætti nóg fyrir sig að leggja, var hann ekki auðkýfingur. Þeggr hann hafði tapað drykk- langa stund, athugaði hann fjárhag sinn og kom þá í ljós, að hann mátti ekki hætta nema 500 frönkum til viðbótar. Ef hann tapaði þeim, ætti hann aðeins nóg eftir til að greiða gistinguna. Honum varð litið yfir borðið til hinnar dökkhærðu vinkonu sinnar, og hún kinkaði kolli til hans, eins og til þess að stappa í hann stálinu. Þá lagði hann alla 500 frankana á nr. 47.... Búið! Heppnin var ekki heldur með honum að þessu sinni. Hann kveikti sér í vindlingi og gekk út úr salnum hægum skrefum. Allt í einu fann hann, að ein- hver lagði höndina á öxl hans. „Pardon, monsieur, en . ... “ Hann leit við. Stúlkan stóð hjá honum. Hann brosti. Tap hans við spilaborðið hafði kom- ið honum í slíkt skap, að hann fann ekki fyrir feimni lengur. Hann kynnti sig fyrir stúlkunni og frétti, að hún hét Madeleine. Eins og kurteis maður spurði hann, hvort hann gæti gert eitt- hvað fyrir hana. Hún hristi höfuðið. „Nei, eg þakka kærlega, en mér flaug' í hug, að eg gæti ef til vill verið yður hjálpleg. Þér hafið tapað stórfé í kvöld .... langar yður ekki til að spila með mér? Heppnin er með mér í dag — ótrúleg heppni.“ Hann hneigði sig kurteis- lega. „Því miður get eg ekki þegið vinsamlegt boð yðar. Satt að segja á eg ekki eyri eftir .... eg get ekki einu sinni boðið yður cocktail.“ Hún hló við. „Það gerir ekk- ert til, því að eg get lánað yður fyrir því.“ „Eg þakka, en það get eg ekki þegið.“ Hún yppti öxlum. ,,Já, svona eru karlmennirnir,“ sagði hún. „Á eg að segja yður eitt, monsieur. Þér furðið yður kannske á því, en mér finnst, að eg sé eitthvað svo einmana og yfirgefin í dag. Vilduð þér ekki drekka tesopa í herbergi mínu?“ Hann hikaði andartak, en svo þóttist hann sjá andlit frænku sinnar fyrir sér, svo að hann þá boðið. „Með mestu ánægju, vitari- lega. Eg þakka yður kærlega fyrir!“ Kurt kom til herbergis Made- leine á tilteknum tíma. Hún var töfrandi og yndisleg, og Kurt fannst alls ekki erfitt að kynnast henni nánar. Þau létu sér nægja lýsinguna, sem tungl- ið lagði til, og tunglsljósið fór Madeleine vel. Nóttin var svo hlý, að hún kaus að fara í léttari klæðnað en kvöldkjólinn sinn, og Kurt sneri sér undan, með- an hún hafði fataskipti. Hún sýndi honum bláan marblett, sem hún hafði fengið á annan upphandlegginn, þegar hún rak sig á um morguninn, og honum fannst, að hann yrði að blása á blettinn. Þá upp- götvaði hann, hversu fagur hnakkinn á henni var. Hann kyssti hana á hálsinn. Hún sneri sér að honum með ljómandi brosi, og nú lifnaði sama ástriðan og hann hafði Ifundið til, þegar hann hafði setið við spilaborðið, en ástriða I hans beindist nú í aðra átt.. Hann fór ekki frá henni fyrr en með morgunsárinu. Hún hafði sofnað við hlið hans, og hann laut yfir hana, til þess að kyssa varir hennar enn einu sinni. Þá læddist hann gætilega til herbergis síns, lét niður í ferða- töskur sínar, hringdi eftir burð- arkarli og pantaði bifreið til j árnbrautar stöð varinnar. Hann staðnæmdist sem snöggvast fyrir framan hurð- ina hjá henni. Og þá leit hann í fyrsta sinn vitandi vits á núm- erið á herbei’gi hennar: Nr. 47 ... . [ Þegar hann var kominn heim, gekk frænka hans fljótlega úr skugga um það, að mikil breyt- ing var orðin á honum. Og á furðanlega skömmum tíma skiúfaði hann nýja skáldsögu, sem var barmafull af spilafíkn, ástum og hjátrú. Skömmu eftir að Atlants- hafsflugvélin var lent, fylltist flugvallarveitingastofan af far- þegum. Nokkrir af þeim, sem fyrir voru, litu upp forvitnum augum, eins og þeir byggjust við einhverju óvenjulegu af þessu fólki, sem bjó. handan hafsins. Fyrir utan sérstakan blæ glæsi- mennsku og velmegunar, sem jafnvel birtust í litlum léður- toskum, var ekkert óvanalegt við komumenn. Meðal hinna síðustu, sem gengu inn í salinn, var herra- maður nokkur, er virtist dálítið útlendsingslegur, þrátt fynr amerískan klæðnað. Hann leit rannsakandi augum yfir borð- in, og hökutoppurinn stalck einkennilega í stúf við sléttrak- aða vanga hans. Dökk, kulda- leg augu hans staðnæmdist við mann nokkui'n, sem sat einn við borð. Komumaður var beinn í baki, o£ (sýnd| greinilega að hann var gamail hermaðúr, sennilega milli fimmtugs og Klnkkn§tnndamðdvöl. sextug's. Andlitið og augun báru með sér hörku, sem var þó horfin. Hann var orðinn hæru- skotinn. Það var eins og komumaður tæki skyndilega ákvörðun, og hann gekk hratt að borðinu;, hneigði sig og' bað um að fá að setjast. „Gorodin 'er riafn mitt.H .sagði hann um leið og hann dró að sÓf stólinn. Sessunautur hans muldraði eitthvað óskiljanlegt. „Afsakið," sagði Gorodin, ,,en eg heyrði ekki.nafn yðar?“ „Smith, bara Smith,“ var svarið. Einkennilegt bros færð- ist yfir andlit hans. „Þér voruð ekki með ílugvél- inni?“ spurði Gorodin, „eða var það?“ „Nei, eg flýg austur um haf ei'tir þlukkiustund.1: , „Þér verðið að afsaka á- gengni mína,“ sagði Gorodin Eftir Walter Dræsen | brosandi. „Þér eruð laisvert líkur einum vini niínum, og þess vegna valdi eg þetta borð.“ „Tilvilj.un,“ sagði Smith og kinkaði kolli. „Já, vissulega er það tilvilj- un,“ sagði Gorodin. „Trúið þer á tilViljánir?“ ‘ ' , ■ „Eg hef ekki veitt því neina umhugsun,“ sagði Smith, „en leggið þér trúnað á þær?“ „Já og nei — en þegar maður hugsar um það, verður manni ósjálfrátt að spurn, hvort ekki beri að líta sömu augum á for- lögin og tilviljanir.“ „Ágæt skoðun,“ sagði Smith. „Getið þér nefnt nokkur dæmi henni til stuðnings?“ Gorodin sat hugsi stundar- . kprnn,eins uog ' hiann ■ ,vi§?i pkki, hvernig hann ætti að svara. „Þá verð eg að segja yður sögu, ef yður leiðist ekki að hlusta?“ „AIls ekki,“ svaraði Smith, „eg gleðst yfir því að þér skul- uð stytta biðtíma niinn þ'ann- ig.“ — „Fyrir 35 árum flýði eg fra Rússlandi,“ sagði Gorodin etiir stutta þögn. „Þér munið — byltingin. Faðjr minn var háft- settur liðsforingi í her zarsins, og. við óttuðumst ofsókmr bolsévikanna. Eg var nýkvænt- ur og við hjónin lögðum á flótta til Finnlands ásamt for- eldrum mínum. Við komumst til Revals eftir mikla hrakn- inga og erfiðleika. Næstum ómögulegt reyndist að fá skips- íar og í tvær vikur ráfuðum við árangurslaust um höfnina. Þá var það, sem Vladimir Gruzenko kóm til okkar. Konan ihin ‘ ''þékkti harin f rár gamalli tíð, því að þau voru bæði frá 4 Kænugörðum..— Einn daginn heppnaðist mér að fá loforð fyrir skipsrúmi hjá þýzkum skipstjóra, en þegar eg kom með gleðifregnina inn á litla hótelið okkar, þá var Tatjana hlaupin á brott með Gruzenko.“ „Hvað snertir þetta forlaga- trú manna?“ spurði Smith og virtist áhugasamur. „Nú kem eg einmitt að því,“ .sv.araði Gorodin ró.lega. „Frá þyí augnabliki . var eg - sann- færður um, að eg myndi ein- hvern tíma hitta Tatjönu eða Gruzenko.“ „Og' . . .‘ sagði Smith. „Já, þegar eg gekk hérna inn í veitingasalinn og sá yður,“ mælti Gorodin, „þá hefði eg getað svarið, að þér væruð Gruzenko." „Og ef það hefði verið eg,“- sagð'i Smith brosandi, „hvað munduð þér þá hafa gert? Mér líst ekki þannig á yður,‘ að þér munduð draga upþ skkmm- byssu og skjóta mig.“ Framfa. á 6. síðm

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.