Vísir - 20.07.1953, Blaðsíða 5

Vísir - 20.07.1953, Blaðsíða 5
Mánudaginn 20. júlí 1953. yisi* TH. SMfTH: Vefjlmattnaiurím Sölufaúðin er einn þeirra þátta, sem menning nútímamannsins er slungin. í frumstæðum þjóðfélögum var það fyrirbæri ekki til. Annaðhvort útveguðu menn sér það, sem til lífsins þurfti með rétti hins sterka, eða þá, síðar meir, með því, að menn skiptust á gæðum þeim, er þeir höfðu yfir að ráða, „vöruskipta- verzlun“, ef svo mætti segja. Nú er það tiltölulega óalgengur verzlunarmáti að maður kaupi nokkur kíló af haframjöli gegn tilíeknu magni af ýsu, eða sjálfskeiðing gegn þakhellu. AIIs staðar á byggðu bóli siðmenntaðra þjóða eru til ákveðnir staðir, þar sem menn geta keypt gegn gjaldmiðli vörur, sem þeir þarfnast. En sölubúð nútímans á harla Iítið skylt það, sem gerðist fyrir 30—Í0 árum, að maður tali ekki um fyrir einni öld eða svo. Þróunin hefur á þessu sviði beinzt æ meir í sértækni-átt. Óvíða eða hvergi á íslandi er unnt að kaupa í einni og sömu verzlun hákarl og ilmvötn, eða skyr og sement. Og óravegur er á milli matvöruverzlana aldamótanna og hinna snyrtilegu sölubúða vorra daga, þar sem vörurnar blasa við viðskiptavininum í stórum, vel-upplýstum sýningargluggum eða á aðgengilegum stöðum, strax og inn er komið. En þó er það svo, að fyrir vit þess, sem kemur inn í ný- lízku matvöruverzlun, leggur ilm framandi stranda, þægilega kaffilykt, eða angan suðrænna aldina, á svipaðan hátt og áður einkenndist andrúmsloft matvörubúðarinnar af steinolíustækju og lykt af olíubornum sjóhöttum. Þeir, sem standa fyrir afgreiðslu í sölubúðum nútímans, ekki sízt matvöruverzlunum, eru ekki „búðarlokur“, valdar af handa- hófi, heldur velmenntað fólk í sinni grein, lipurt, snyrtilegt, vakandi. Einn þeirra, sein tvímælalaust verður að teljast góður og gegn fulltrúi af greiðslumanna í matvörubúðum á íslandi í dag, er Einar Ingimundarson, sem kvikur og brosandi sinnir viðskiptavinunum hjá Silla & Valda í Aðalstræti, dag eftir dag, ár eftir ár. ins á barnaskólaaldri, en hann man þó póstinn, sem stóð hjá Völundi sem jortíðartákn. Einar Ingimundarson þótti lélegur knattspvrnumaður, fékk sjaldan að vera með í þeim leik, sakir skorts á sem sér- stæðu vísindum, sem tilheyra þeirri íþróttagrein, en þótti hins vegar snemma liðtækur í þeirri viðleitni að afla sér brauðs. Einar Ingimundarson er bor- inn og barnfœddur Reykvíking- ur, eins og það er kallað. Þó ekki svo mikill Reykvíkingur, að hann sé fœddur fyrir vestan „hina miklu móðu Reykjavikur“, Lœkinn. Ónei. Hann tilheyr- ir ekki „háaðli“ bœjar- ins að því leyti. Hann er sem sé fœddur við Grett- isgötu, nánar tiltekið núm- er 48, og er því óyggjandi barn sinnar borgar, hvað svo sem Vesturgata og Grjótaþorpiö kunna að segja við þvi. Híns vegar hefur Einar að nokkru gerzt Vesturbœingur hin síðari ár, og þar með bcett fyrir þau glöp aö vera fœddur í Austur- bœnum, því að hann hefur í 23 ár og ríflega það verið innan- búðar í elzta húsi bœjarins, þar sem áðurnefndir Silli & Valdi verzla í Aðalstrœti. Einar fœdd- ist hinn 22. júní árið 1906, sonur hjónanna Ingimundar Einars- sonar verkamanns og Jóhönnu Egilsdóttur, sem um áratugi hejur staðið framarlega í verka- lýðsmálum höfuöstaðarins, m. a. verið formaður Verkakvenna- félagsins Framsóknar lengur en nokkur önnur kona. Hann lék sér í Skuggahverf- inu, enda þá búsettur á Linda- 1 götunni með öðrum röskum strák [ um, sem þar œrsluðust, og aldrei uröu varir við, að neinn skugga bœri á þann bœjarhluta, þótt, þessi nafngift hafi fest við hann.! Hann er hœfilega gamall til þess að muna eftir vatnspóstum í bœnum, þó ekki svo gamall, að hann hafi sótt vatn í þá, því að vatnsveitan var komin, þeg- ar hann tók að athuga uviheim- ■ inn. á þanii heimspekilegg hátt,l\ sem einkennir œskulýð bœjar- Þú hefur farið snenima að vinna? Jú, blessaður vertu, — löngu innan við fermingu. Eg fékkst mikið við blaðaútburð, en eink- um blaðasölu. Eg bar út Al- þýðublaðið, en seldi öll blöð, og þótti harður blaðasölumað- ur, enda þótt ég væri víst aldrei nefndur blaðakóngur. Það er víst seinna tilkomið. Síðar vann ég ýmis störf hjá Kveldúlfi, „taldi frá“ hjá stúlkunum, sem voru að þvo saltfisk, umstaflaði fisk. og fleira þessa háttar, — var í þessu á annað ár. Fimmtán ára gamall byrjaði ég hjá Kaup- félagi Reykjavíkur á Lauga- vegi 23, þar sem nú er skóbúð. Þar var ég sendisveinn og var auk þess við afgreiðslustörf. Eg fékk þá strax mikinn áhuga fyrir afgreiðslustörfum, þó að mig grunaði ef til vill ekki, að þau yrðu ævístarf mitt. En þessi áhugi kom mér að góðu haldi. Ekki gafst mér tóm til frekari skólanáms, er barna- skólanum sleppti, utan það, að ég sótti nokkuð tímakennslu og reyndi þannig að mennta mig, m.. a. man ég, að .ég:sótti> tima hjá Einari lækni Ástráðssyni, sem þá var við nám hér. Eitthvað fékkstu við sjómennsku? Rétt er það. Frá Kaupfélag- inu fór ég um tíma í eyrar- vinnu en síðan tók ég að stunda róðra á trillubátum, og farnað- ist vel, þó að ég segi frá því sjálfur. Ekki svo, að ég hafi verið' sérstaklega harður sjó- sóknari, heldur. var ég heppinn, og aldrei kom neitt slys fyrír. Meðal þeirra, sem ég reri með, má nefna þá Inga í Ánanaust- um og Albert í Gróttu. Aflann seldum við í Sænska frysti- húsið. Þá var annað verðlag á þeim gula, eða allt niður í 4 aura fyrir kílóið. Það hefði víst þótt lítið í dag, og hræddur er ég um, að sanngjarnt þyrfti að fá verðuppbætur á fiskinn, ef svo yrði greitt í dag. En vita- skuld voru tímarnir aðrir og verðlag með öðrum hætti þá. Hvenær byrjaði þú svo á núverandi starfi? Það var um Alþingishátíðina 1930. Eg réðst til Silla & Valda í Aðalstræti, en þá höfðu þeir fyrir fáum árum opnað búð sína þar. Annars byrjuðu þeir á Vesturgötu, þar sem Valdi- mar afgreiddi, og á Baldursgötu, þar sem Sigurliði var innan- búðar. Eg hef því verið í ný- lenduvörubúð í rúm 23 ár. Mér hefur líkað starfið rnjög vel. Eg held, að ég hafi verið séxdega náttúi'aður fyrir svona starf, ég' var t.d. góður í hugarreikningi, — þar komu blaðasöluár mín að góðu haldi, — en slíkt er mjög nauðsynlegt við af- gx-eiðslustörf, eins og geta má nærri. Hvaða eiginleikar koma afgreiðslumanninum að beztu haldi? Það er kannske ei’fitt að svara þessu, þegar maður á sjálfur í hlut. En ég vona að enginn vii-ði mér það til neins oflátungsháttar, þó að ég segi, að afgi’eiðslumaður þurfi að hafa til að bera lipurð, flýti, án þess að vera hvöstugur eða óþolinmóður, og svo minni á tölur, hugarreikning. Annars er það þetta með lipurðina, — með aldrinum hættir mönnum til að vei'ða taugaóstyi’kir, ef til vill önugir, en þá vei'ða menn að gæta sin. En viðskiptavinir geta stuðlað mjög að því að láta allt ganga greiðara með því að vera fljótir að átta sig og ákveða. Um leið flýta þeir fyrir öðrum. En fátt finnst mér jafn- leiðinlegt og að sjá viðskipta- vinina, ,,kúnnana‘‘,- bíða eftir afgreiðslu.’ .Eg: reyni alltaf að setja mígöávsppr. þeirfcáp sem bíða í yfdi’fullri: búð,iOg iþað, er ekki skemmtilegt, eins og allir vita. Hvernig eru • viðskiptavinirnir? Þeir eru auðvitað misjaíxur, flestir „góðir“, ef s\‘o mætti segja. Karlmenn eru fljótari aé . átta sig, og þess vegna auð-1 veldra að afgreiða þá. En það held ég, að stafi af því, að konui'nar hafa meira vit á því, sem þær ætla að kaupa, eru þess vegna vandlátari. Konan' vill gjarna vita, hvort fleiri tegundir séu af tiltekinni vöru, og síðan metur hún og vegur, hvað henni þyki hagkvæmast. j Hinsvegar kaupa karlmenn oft það, sem þeir sjá fyrst, og það er auðvitað fljótlegast. Annai's er það nusskilningur, að erfitt sé að afgreiða börn. Það er venjulega langauðveldast. Yfir- leitt hafa þau uppskrifað á miða frá mömmu sinni, það sem þau eiga að fá, eða að þeim hefur verið sagt greinilega, hvað þau eigi að kaupa, og þá fer venju- lega ekkert milli mála. Er úrval og vörugæði meira nú? Já, það held ég maður verði að segja. Og vafalaust fást betri vörur í dag en tíðkaðist þegar ég byi'jaði að afgreiða. Þó er þetta ekki með öllu undan- tekningalaust. En það er nokk- urn veginn algild regla, að fólk í dag kaupir góðar og viður- kendar vörur, þó að þær séu dýrai'i en aði'ar. Við tökum t. d. niðursoðna ávexti. Fólk vill ekki lakari tegundina, þó að hún sé langtum ódýrari en sú betri. Litur ekki við henni. Svona er það um flestar al- gengar matvörur, svo sem hrís- 1 grjón og þar fi’am eftir götun- um. Er auðveldai-a að afgreiða fólk nú? 1 Já, — það vei'ður að segja. I fyrsta lagi pantar fólk, senx vill láta senda vöruna heini, miklu fyrr en áður tíðkaðist. Áður var það svo að segja 1 „viss passi“ að panta vöruna j rétt fyrir lokun, og af þessu ' stöfuðu stói'kostlegai' tafir, að rnaður tali ekki um þá lengingu vinnutímans hjá sendisveinun- um og okkur afgreiðslumönn- unurn, sem af þessu leiddi. Það kernui' kannske ekki þessu málx við, en hér fyrr á árum, var það ákaflega algengt, að fóik lét skrifa allt hjá sér. Þetta varð mjög oft til þess, að nót- urnar hlóðust upp, og margir kornust i vanskil, enda harðara í ári, eins og allir muna. Nú er samþykkt matvöi-ukaup- rnanna fyrir því, að afgreiða ekki vörur nema gegn stað- gi-eiðslu: Fólk virðist una þessu fullt eins vel, og fyrir alla aðila er það þægilegra. Þó er einn hlutur, sem mig langar til að minnast á í þessu sambandi. Margt fólk vill endilega koma i búðina um leið og lokað er, eða jafnvel þegar búið er að loka. Þetta tefur mann. Vinnu- tíminn er á enda, og þá á störfum að vera lokið. Síðan er svo eftir að ganga frá ýmsu í búðinni, eins og gerist og geng- ur, undii’búa ýmislegt til næsta dags. En margt fólk gerir sér óafvitandi ekki ljóst, að af- greiðslufólk í sölubúðum hefur sinn ákveðna vinnutíma, eins og annað fólk. Þetta lilýtui' að vera lýjandi starf? Ójú. Maður veiður þreyttur í fótunum, og vitanlega á taug- um, þegar rnaður fer að reskj- ast. En þeir, sem fara sér í'ólega, og kæra sig kollótta um, þótt ' viðskiptamaðurinn bíði, þreyt- ast siður, held ég. En þeir, sem alltaf ei'u á þönum, „reyna að standa sig“, lýjast vitanlega meira. En það er kveljandi að sjá fólk bíða, og þess vegna reynir maður að flýta sér eins og unnt er. En það er gamaix að vinna, það hefur mér alltaf fundist. Og í matvöruverzlun, þar sem margir koma, gleym- ist þi-eytan í svipinn. Þangað koma margir og ólíkir menn, — það er aldrei með' öllu til- breytingai'laust, og það er vit- anlega nokkurs virði. Að lokum þessi spurning: Myndir bú kjósa hér annað ' ævistax-f, ef þú gætir? Það held ég ekki. Eg er á- nægður, mér þykir gaman að starfinu, þó að það sé þi'eytandi, eins og ég sagði. Dagurinn er furðu fljótur að líða, þegar xxxikið er að gei’a. Nei, — ég held, að ég yi’ði afgreiðslu- maður aftur, ef ég ætti nú eftir rvp— " ... r Afgreiðslumaðurinn þarf að kunna góð skil á vörunum, 'sem hamx selur, röskur, en lipur og kurteis.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.