Vísir - 20.07.1953, Blaðsíða 7

Vísir - 20.07.1953, Blaðsíða 7
Mánudaginn 20. júlí 1953. YlSIB eg er svo ung skyldum mínum. Eg fer út um þessar dvr, til þess að kaupa vindlinga, skulum við segja. Eg kem aftur eftir hálftíma. Ef þú verður þá kyrr í hótelinu, verð eg að taka þig fasta, og af- henda þig næstu herstöð. „Taka mig fasta? Elskan, er þetta gaman?“ Hugur lians var sundiukraminn. „Það er ekki gámanbragð. Eg vildi að svo væri. Neyddu mig ekki til að tala öllu ljósara. Ef til vill skilur þú það, þegar eg segi þér að eg sé í sambándi við „Deuxieme Bureau“! Skilur þú nú?“ „En — hvað h’efi eg gjört?“ „Þú hefur verið mjög góð við mig — og eg kann að meta það. En nú verð eg að kveðja — vertu viss — þetta er kveðja. Eg hefi þegar brugðist skyldum mínum. Eg held eg hafi ekki efni á að gera það tvisvar.“ Án þess að líta við,“ sagði Henry, „fór eg út um dyrnar. Eg skelti hurð að stöfum og fór niður að ánni. Eg gekk fram og aftur í tunglsljósinu, reykti í ákafa, og reyndi að berjast við sál mína. Marie var þýzkur njósnari, um það var ekki neinum blöðum að fletta. Ofurlítil ónákvæmni í tali áður hafði staðfest það, að viðbættri ástarj átningunni á þýzku. Samt sem áður hafði hún hrifið mig á alveg eðiilegan hátt með fegurð og háttvísi. Hún kynntist mér í venjulegum ldæðum og gat ekki haft hugmynd um störf mín, né samband mitt við hermál. Marie var farin. Ekkert í tali okkar gaf til kynna, að hún leitaði eftir upplýs- ingum eða að hún reyndi að leiða talið á ákveðnar brautir. Ef til vill var hún bara í sumarleyfi eins og eg, og hafði gleymt skyldum sínum. En allt bar að sama brunni. Hún var njósnari. Ef eg hefði verið heiðarlegur öryggis-starfsmaður þá hefði eg strax tekið hana fasta. En eg var líka'maður, og allt hefur sín takmörk — líka föðurlandsástin gegn ástríðunum. Eg gekk um og reyndi að færa rök að því, að mér hefði yfir- sézt. Eg vonaði því að Marie væri kyrr á hótelinu, kannske lítið eitt undrandi, kannske reið við mig', en saklaus sem engill! En svo var nú ekki. Þegar eg kom þangað var herbergi mitt mannlaust. Einnig herbergi Marie. Hún hafði flúið og þar með staðfest gruninn um þýzka leyniþjónustu.“ Henry þagnaði, og hristi öskuna af vindlinum, svo sem til að sækja í sig veðrið áður en endirinn kæmi. Eg notaði tækifærið og skaut inn í: „Svo það var þá svona. Þetta er sannarlega sorgleg saga.“ „Nei,“ sagði Henry. „Þetta er ekki endirinn. Hlífðu mér! Tveim dögurn eftir að eg sneri heim úr leyfinu — heyrði eg hávaða úti fyrir bragga-dyrunum. Hermaður kom þjótandi inn til mín og heilsaði lafmóður, og sagði: „Tveir starfsmenn vorir hafa náð í njósnara úti í sveit.“ Eg tók húfuna mína, og þaut á dyr. Skyndilega fannst mér hjarta mitt hætta að slá eða að kúla hefði hæft mig í brjóstið. Beint á móti mér — milli tveggja hermanna, — sem héldu hvor um grannan úlnlið — stóð Marie. Annar hermannanna heilsaði og sló saman hælunum — og tilkynnti: „Við Dupuis vorum .að starfi fyrir utan varðsvæði okkar — Le Lapin Rouge. Fanginn var í einkaherbergi með yfirforingja í lífverðinum. Foringinn grunaði hana og lézt vera drukkinn. Hún byrjaði að spyrja hann hvar hersveit hans væri niður- komin og um deildarnúmer hans. Hann sendi á laun eftir okkur, en dvaldi hjá hehni á meðan. Við tókum hana fasta og rann- sökuðum það sem hún hdfði meðferðis. Hér er það. Við fuhdurh þessa vasabók,“ Hann rétti mér leðurbuhdna vasabók. Eg leit í hana. Eg fölnaði. Þar voru nöfn nokkurra yfirforingja og á öðru blaði var riss af landsvæði. Þar var merki fyrir höfuðstöðvar herdeildar, riss með blýanti. Teikningin af svæðinu var gerð á þýzka vísu. Og annað verra, á lausu, kripluðu blaði voru tvö heimilisföng í Berlín. Eg herti upp hugann, og leit beint í augu Marie. „Hafið þér nokkuð að segja, við ásökunum þessum?“ Eg spurði hana eins ókunnuglega og eg gat. Þegar hér var komið, brast kjarkur hennar. Hún reif sig lausa frá varðmönnunum og fleygði sér á óhreint gólfið og faðmaði stígvélin mín og kyssti þau. Hpn lá endilöng á gólfinu og grét og báð mig að sýna sér miskun. „f Guðs bænum, hlífðu mér — hlífðu mér,“ sagði hún grát- andi. „Lofaðu íriér .að fara, í Guðs bænum eg má ekki deyja strax!“. Hún talaði nú þýzku við mig, svo verðirnir skildu ekki hvers hún beiddi mig. Eg gat varla talað, en eg vissi, að eg hafði ekki leyfi til að bregðast skyldum mínum í annað sinn. „Takíð fangann í vörslu,“ sagði eg við verðina. „Hún verður yfirheyrð í fyrramálið." Örlögin voru ekki alveg búin að skilja við mig,“ sagði Henry. „Eg var einn yfirmanna viðlátinn um morguninn, sat hjá dóm- arasætinu og heyrði dóminn uppkveðinn, sem var bæði stuttur og ótvíræður. Hún skyldi skotinn sem njósnari — næsta dag. Eg spurði hana, hvort hún hefði ekki einhverja bæn fram að færa, áður en dómnum yrði fullnægt? Nú hafði hún jafnað sig og var nú eðlileg og' tignarleg. Hún horfði á mig um stund og brosti ofurlítið. „Eg myndi verða þakklát,“ sagði hún, „ef eg gæti fengið vindlihga-pakka,“ og nefndi nú tegund þá, sem hún vissi að eg reykti einkum. „Sem minningu um hamingjuríka daga í sum- arleyfi, og um vin, sem gaf mér eitt tækifæri, en gat ekki gefið mér tvö.“ Hún dó sem hetja. Hún var skotin í dögun næsta dag. Hún dó sem hetja, sögðu þeir mér, með höfuð hátt. Allt til þessa dags vakna eg upp um nætur, við hlið sofandi konu minnar, og minningin um bláeygu stúlkuna í bláu blúss- unni ásækir mig af slíku afli, að hjarta mitt þyngist og mér verður erfitt um öndun, og svefninn flýr út í eilífðina. En hvað gat eg gert, annað en skylduna við föðurlandið?“ Lokað vegna Margt er skrítið..., Framh. af 4. síðu. þá verða margir. ævintýralegir atburðir að veruleika. Fjöll færast úr stað, ár renna upp í móti, trén bera hundruð mis- munandi ávaxta og jörðin verð- ur auðug og frjósöm og öllum gott heimili, eins og nú er í Rússlandi.“ f. írá 20.—29. H.F. SÍLD & FISKUR. júlí. Á kvöIdvökanHÍ Maður nokkur lánaði vini sínum afar dýrmæta bók, og þegar hann fekk hana aftur, var næstum hver síða útötuð í fitubleftum. Maðuriim var á- kaflega leiður, og vildi lóta vin sinn komast að því, hve gram- ur hann væri honum fyrir með- ferðina. Hann keypti heljar- mikla pylsu, pakkaði henni inn og sendi til vinarins með þess- um orðum: „Þakka þér fyrir skilvísina á bókinni, en þú hef- ir gleymt bókamerkinu þínu í henni og endursendi eg þér það hérmeð.“ • Meðalhraði fugla á flugi er milli 35 og 40 kílómetrar á klst. • Tveir menn sátu inni á veit- ingahúsi og rifust um stjórn- mál. Brátt gerðust þeir svo há- værir að yfiriþjónninn kom: ,jÞið ættuð heldur að beita athyglinni að þessum góða mat og víni.“ „Vitleysa," sagði annar gest- anna, „ef við gæíum hugsað okkur að eta og drekka, hvað er það þá sem aðskilur okkur frá dýrunum?“ „Eeikningurimi, vinurinn, reikningurinn,“ sagði þjónninn; 0 Sólarljósið er um það bil áttá mínútur á leiðinni til jarðar- innnar. • Það var reikningur í síðasta tímá, og hinn yongóði sonur milljónamæfingsins var dálítið óheppinn, svo að kennarinn tók hánn upp. „Þú ferð að dragast aftur úr, Henry. Þú leystir þetta verzl- unarverkefni vitlaust.“ „Hve miklu munar?“ „Fimm dollurum, Henry.“ Síðari tók Henry 5-dollara- seðil upp úr vasanum og sagði: „Eg get víst ekki bjargað því með því að borga mismuninn?“ 0 Læknirinn fórnaði höndum til himins að rannsókninni lok- inni og hrópaði: „En góði maður — hve lengi hafið þér verið svona?“ „í hálfan mánuð.“ „Með brotinn ökla? Hví í ósköpunum hafið þér ekki kom- ið fyrr?“ „Jú, sjáið þér til, læknir, í hvert skipti sem eitthvað geng- ur að mér, þá segir konan mín bara, að eg reyki of mikið.“ ÚMí JíHHÍ Eftirfarandi var meðal ann- ars í bæjarfréttum Vísis 20. júlí 1918. Þingmenn eru nú margir farnir úr bæn- um. Með „Skildi“ fóru norðan- þingmenn flestir upp í Borgar- nes í gærmorgun. Hákon Kristófersson fór með Varang- er í gær og Karl Einarsson með Fálkanum. Austanþingmenn munu fara með Borg eftir helg- ina. Jóhanncs Á. Jóhannesson læknir, sem verið hefir lækn- ir í Síberíu frá því snemma í ófriðnum er nýkominn til Kaupmannahafnar. Hafði ekk- ert frétzt af honum um lang- an tíma, og ekkert svar borizt við fyrirspurnum, sem gerðar höfðu verið um hann héðan, þangað til að símskeyti barst frá honum núna í vikunni frá K.höfn til Matthiasar læknis Einarssonar, mágs hans. Ér hans von heim hingað bráðlegá. yfghggatfM IDWIN ARNASON LINDARSÖTU 25 6ÍMI 3745 Permanentstofan f: Ingólfsstræti 6. Sími 4109. nýja sendingu af flauel og gabardine í gráum, brúnum, bláum, grœnum, hvítum og svörtum litum. Einnig sœng- urveradamask mjög fallegar gerðir, sœngurveraléreft verð kr. 53 í verið, þurrkudregla úr hör kr. 10 pr. metr, sloppa- sirs kr. 7,95 pr. metr, skyrtu efni kr. 7,75 pr. metr, nátt- fataflauel kr. 11,75 metr, lakaléreft, molskinn, bama buxur og barnakot o. m. fl. Verzlunin SNÓT Vesturgötu 17. Flatir penslar: i“, iy2“, 2“ 2%“, 3“, 3%", 4“, 4y2‘ fleiri þykktir. Hringpenslar: Nr. 4, 6, 8, 10. Málningarkústar: 8X16. Ofnapenslar: i“, iy2“. Strikpenslar: Nr. 14, 16, 20; Tjörukústar. — S. ÁRNASGN & CO. Sími 5206.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.