Vísir - 20.07.1953, Blaðsíða 8

Vísir - 20.07.1953, Blaðsíða 8
Mr len gernt kaupcadur VÍSÍS eftír 4 . ......... ■. . . ..- . II. hvert mánaðar fá blaðið ókeypis til mánaðamóta. — Sími Mánudaginn 2ð. júlí 1953. VÍSIB er ódýrasta blaðið og þó það fjöl- breyttasta. — %iogið I súna 1880 «g gertst ’ • áskrifendur. Skálholtskirkja rúmaði hvergi nærri mannfjöldann. Hátíðin í gær var hin fjölmennasta til þessa. Mikið fjölmenni var saman komið að Skálholti í Biskups- tungum í gær, en þar var Skál- holtshátíð lialdin — hin fimmta og f jölmennasta tii þessa. Veðurskilyrði voru ágæt og hátíðin öllum, er hana sóttu, til mikillar ánægju. Stillilogn var og hiti og grisj- aði í sól annað veifið — Skál- holtsstaður eins faguy og hann getur fegurstur verið og um- hverfi allt. Hátíðahöldin hófust iaust fyrir kí. 1 með því að lúðra- sveitin lék í kirkjugarðinum og skömmu síðar geng i prestar fylktu liði í kirkju og fór síð- astur vígslubiskupinn Bjarni Jónsson, skrýddur biskupskápu. Kirkjukór Eyrarbakkakirkju söng af prýði og fór messu.gjörð in fram á venjulegan hátt. Sira Friðrik Friðriksson flutti áhrifa mikla prédikun og varð ekki í nokkru fundið, að það væri hálfníræður maður, sem pre- dikaði. Kirkjan er lítil og rúmaði ekki nema brot af mannfjöid- anum og var kirkjugarðurinn þakinn fólki, en gjallarhornum hafði verið komið fyrir, svo að þeir, sem úti voru, gátu einnig hlýtt messu. Staðnum færð gjöf. Síðari hluti hátíðahaldanna fór fram í túnbrekku fram af hlaðinu. Fyrst lék lúðrasveitin, en þar næst flutti dr. Björn Sigfússon ræðu og greip niður í sögu stóls og staðar á víð og dreif. Auk hans fluttu ræður þrír innanhéraðsmenn, Björn Sigurbjarnarson, sparisjóðs- gjaldkeri á Selfossi, og bænd- urnir Guðjón Rögnvaldsson og hórður Kárason. Hinn síðar- 12 morð framin i Nairobi á viku. London (AP). — Þúsundir manna hafa verið teknir hönd- um til yfirheyrslu undangengin dægur í Nairobi. Þar hafa 12 morð verið fram- in á vikutíma. Á annað hundrað manns hef- ur verið sett í fangelsi, áð'yfir- heyrslu lokinni og leit, en hin- um sleppt. Rússar mótmæfa áróðursflupiióum Einkaskeyti frá AP. Berlín í morgun. Rússar hafa borið fram mót- mæli í tilefni af því, að varpað hefur verið flugmiðum niður á flugvelli, sem flogið hefði verið en áróðurinn á flugmiðunum beindist gegn Rauða hernum. „Slikt verður eigi þolað“, sögðu Rússar í orðsendingu sinni. — Þeir nafngreindu tvo flugvelli, sem flogið hafi veríð yfir í framangreindum tilgangi daglega í hálfan mánuð. Her- námsstjórn Bandaríkjanna heitar ásökununum. nefndi lýsti yfir því, að 50 ára fermingarbörn Skálholtsstaðar hefðu gefið staðnum mikla og vandaða fánastöng til minning- ar um fermingardag þeirra. Þar nsgst las Bryndís Jóns- dóttir inngangskvæði ljóða- flokksins „Vor að Skálholts- stað“, sem hún orti og gaf út undir höfundarnaíninu Bára Bjargs. Ágóðann af sölu bókar- innar hefur hún ákveðið að gefa til viðreisnar staðnum og þegar afhent formanni félags- ins 5000 kr. af söluhagnaðin- um. Ævar Kvaran leikari flutti leikþátt, eftir síra Árelíus Ní- elsson, en Grímur Grímsson stud. theol flutti inngangsorð til kynningar. Að því lokriu var almennur söngur með undii- leik lúðrasveitarinnar, og þar næst sagði formaður SkáJboits- félagsins hátíðinni slitið með nokkrum orðum, en að öllu þessu loknu var þjóðsöngurinn leikinn og sung'nn. Var þetta um kl. 5 síðdegis. 2 menn farast í of- viðri á Engiandi. Loudon (AP). —Þrunmveð- ur gekk yfir Suður-England fyrir helgina. Var úrfelli svo geipilegt, að allt fór á flot í mörgum bæjum og vegir urðu ófærir. Eldingum laust niður í 19 hús og 2 menn biðu bana. Utanrikismá! rædd hjá Bretum. Einkaslceyti frá AP. London í morgun. Salisbury lávarður, settur utanríkisráðherra Bretlands, kemur heim í dag, af þrívelda- ráðstefnunni. Þegar eftir komu hans yerð- ur haldinn ráðherrafundur, og verður Butler fjármálaráðherra i forsæti. Umræða um utanríkismálin fer svo fram í neðri málstof- unni í þessari viku, og verða ræðumenn af hálfu stjórnar- innar Butler, Selwyn Lloyd og N utting' aðstoðarutanríkisráð- herrar, en af hálfu stjórnarand- stæðinlga Clement Attlee, Her- bert Morrison og Kenneth Younger. —.. * Fallhlífaliðið komið aftur. París (AP). Fallhlífaliðið franska, sem gerði skyndiárás- ina á Langson í Indókína, er komið aftur til aðalstöðv.i Frakka í Hanoi. Margir íbúanna í Langson komu með liðinu. Það eyðilágði 5000 lestir hergagna og skot- færa og kom með talsvert af hergögnuin með sér til Hanoi. Óttast er, að um 5000 manns hafi farizt í flóðum í Japan. Flugvélin á myndinni er af nýjustu gerð Constellation-vélanna eða Super-Constellation. Sennilega er það flugvél af þessari gerð, sem Loftleiðir fá að ári. Hreyflarnir eru af nýrri gerð, og styttir þessi flugvél flugtímann niilli Bandaríkjanna og Bret- lands um tvær klst. MikSðf’ flotæfinpr á Miðjardarhafi. London (AP). — 34 herskip NA-ríkjanna eru riú að æfing- um á Miðjarðarhafi undir yfir- stjórn Mountbattens flotafor- ingja. Við þessar æfingar verða slædd tundurdufl af öllum gerðum. Æfingarnar standa í 10 daga. Simdlaugarmálið þokast áfram. Nú hefur verið kosið í und- irbúuingsnefnd vegna bygg- ingar sundlaugar í Vesturbæn- um. Hefur bæjarráð nýlega til- nefnt menn í nefndina, og verða þessir í henni: Birgir Kjaran hagfræðingur, Erlendur Ó. Pét- udsson forstjóri, Jón Axel Pét- ursson forstjóri, Tómas Jónsson borgarritari og Þór Sandholt arkitekt. - ■■ - — * Afbragðsmynd I Gamla Bió. Garnla Bíó sýnir þessa dag- ana mynd, sem er hvorttveggjá í senn, heiliandi og spennandi. Jafnframt er hún óvenju-mann leg, en efnið með þeim hætti, að maður staldrar við og hug- ieiðir það eftir á. Hún heitir „Múgmorði af- stýrt“ (Intruder in the dust), og er gerð eftir samnefndri skáld- sögu bandaríska Nobelsverð- launahöfundarins Williams Faulkners. Hún fjállar um hleypidóma og ósanngirni hins hvíta manns í garð hins þel- dökka bróður síris. Aðalleik- endur eru David Brian, Claude Jarman, Juano Hernandez, og er meðferð þeirra á hlutverk- unurn með ágæturn. ThS. í Persíu hafa enn 15 þing- menn iagt niður þingmennsku- umboð — eða alls 45 af 136. Valw 09 B-1903 keppa í kvöld. í kvöld kl. 8.30 keppir Valur við B-1903, og má buast við fjölmenni á vellinum. Valur á mörgum ágætum leikmönnum á að skipa, sem hafa getið sér góðan orðstír í kappleikjum undanfarið. Með- al þeirra eru þeir Sveinn Helgason og Gunnar Gunnars- son, sem báðir stóðu sig með prýði í fyrsta leiknum við hina dönsku gesti s. 1. föstudags- kvöld. Menn minnast þess, að Gunnar skoraði bæði mörk Reykjavíkurúrvalsins, sem sigraði í þeim leik með 2 mörk- um gegn einu. Lið B-1903 verður þannig skipað í kvöld, talið frá mark- manni til vinstri útherja: Kurt Nielsen. Bent Lundahl, Henn- ing Mortensen, Egon Nielsén, Poril Andersen, H. Pedersen, Carl Erik Hansen, Bent Engel, Carl Holm, Vagn Birkeland og Kurt Hansen. Lið Vals í kvöld verður þannig': Helgi Daníelsson, Magnús Snæbjörnsson, Jón Þórarinsson, Gunnar Sigur- jónsson, Sveinn Helgason, Einar Halldórsson, Gunnar Gunnarsson, Halldór Halldórs- son, Hörður Felixson, Hafsteinn Guðmundsson og Sigurður Sig- urðsson. Kínverskir kommúttistar í Burma. London (AP). — Stjórn Burma hefur mótmælt því við stjórnina í Peking, að kínversk- ar kommúnistahersveitir hafa f’arið yfir landamærin. Er um það bil hálfur mán- uður síðan það fréttist til Burma, að kommúnistaher- sveitirnar hefðu farið inn í landið ekki langt frá Lashio. Þótt hersveitir þjóðernissinna verði fluttar á forott, er engin þörf annarra kínverskra her- sveita, segir Burmastjórn. Fundin erulík 600 manna. Flestir hinna týndu og drukknuðu frá sama fiskimannabænum. Einkaskeyti frá AP. fi Tokyo í morgun. Stórflóð hafa í annað sinim skollið á í Japan á þessu sumri, að þessu sinni á evnrii Honshu. Því fer fjarri, að búið sé að bæta tjón það, sem varð á Ky- ushu-eyjú á dögunum, þegar flóðin gerði þar, og gerir það björgunarstörfin á Honshu að mörgu leyti erfiðari en ella. t flóðunum á Kyushu-eyju misstu um milljón manna heim ili sín, en fjölmargir fórust. Orsök flóðanna á Honshu voru steypirigningar til fjalla, sem fylltu samstundis alla far- vegi, og flóðu þrjár ár einkum yfir bakka sína, ruddu búsum úr vegi, þar sem þau stóðu í nokkrum halla, en færöu önnur í kaf á sléttlendi. Er gizkað á, að alls hafi um 5000 manna farizt í flóð- * unum, en þó er hætt við því, að ekki sé öil kurl komin til grafar. Flóðin urðu í grennd við stór- borgina Osaka, og er það held- ur til bóta, því að fyrir bragð- ið er unnt að stjóma björgun- arstarfinu þaðan, og þar er næg ur mannafli, fjöldi bifreiða o. s. frv. Síðustu fregnir herma, að fundin sé lík 600 manna, en saknað er margfalt fleiri eða 4500, og er óttazt, að flest af því fólki hafi drukknað. Flest- ir eru úr fiskimannabæmun. Gogo, sem heita má alveg í kafi, en fleiri bæir hafa einnig orðið fyrir miklu tjóni. Þyrilvængjur reynast vel. Flugvélar af öllu tagi eru notaðar við björgunar- og hjálp arstörf, og hafa Bandaríkja- menn m. a. lánað margar þyr- ilvængjur, sem koma sér vel, ekki sízt þar sem skyggni var slæmt í gær, og því erfitt að beita öðrum flugvélum. Söfn- un matvæla, lyfja, fatnaðar og þar fram eftir götunum. er haf- in á öllum Japanseyjum, og raunar er þar aðeins um áfram hald á hjálparstarfinu vegna Kyushu-flóðanna að ræða. 1|6 Reykvíkinga býr við 7 götnr. Við sjö götur liér í bænurn eru svo margir íbúar, að þeir mynda sjötta hiuta alls mann- fjölda bæjarins. Götur þessar eru Laugavegur með 1781 íbúa, Hringbraut með 1631, Langholtsvegur 1486, Hverfisgata 1260, Njálsgata 1182, Suðurlandsbraut 1163, og Grettisgata með 1146 íbúa. — Þetta eru einnig einu göturnar, er hafa yfir 1000 íbúa, en alls eru 700 eða fleiri ífoúar við 20 götur í bænum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.