Vísir - 22.07.1953, Blaðsíða 7

Vísir - 22.07.1953, Blaðsíða 7
Miðvikudaginm 22. júlí 1953. TÍSÍ B 1 „Nú tekur gangastúlkan mín við þér, Margrét mín,“ sagði hjúkrunarkonan, „og annast þig. Nú verð eg öðru að sinna.“ „Eg þarf einskis með,“ muldraði Margrét. „Ónei, mér hefir ekki verið þjónað um dagana.“ — Hún var íbyggin á svipinn, fór í pilsvasa sinn og fann þar, eítir mikla leit, glaspínu með skrúfuðum tappa. Hún fór æfðum höndum um glasið, bar það upp að birtunni og gretti sig. „Ertu að verða tóm, ögnin þín. Réttara væri nú eg færi út og keypti mér nokkur korn í þig en eg léti dúða mig hér niður í rúm.“ Að svo mæltu skrúfaði hún tappann úr glasinu, sló því snöggt við nöglina á vinstri handar þumalfingri, setti langa tóbaks- rönd á handarbakið, hallaði undir flatt, gretti sig örlítið og saug fyrst upp í hægri nösina og síðan í þá vinstri. Það rumdi hátt í gömlu konunni. Hún horfði nærsýn á hand- arbakið, lagði svo hægri nösina að því aítur og saug fast að sér. Því næst setti hún tappann í glasið og lét það í pilsvasann. Steinhildur horfði undrunaraugum á þessa konu. Hún var eitthvað nýtt og broslegt fýrir hennar sjónum, — sjaldséð manntegund i þessu þögla húsi. Margrét var eitt af því, sem var búið að vera og var orðið einskis nýtt. Hér átti húri að bíða, án þess þó að hafa nokkuð við tímann að gera. Loks kom gangastúlkan. „Þú átt að koma með méf, gamla mín,“ sagði hún hlýlega. „Það er bezt við heimsækjum baðkerið, áður en þú leggst fyrir.“ „Baðkerið segirðu. Nei, eg þarf ekki baðker. Eg er nú komin fram á þennan dag og hefi aldrei lagt mig svoleiðis í bleyti.“ „Það er líka auðséð á þér, gamla mín.“ „Já finnst þér það ekki? Eg held mér bara vel. Eg hefi nú sex yfir áttrætt." „Hér fara allir í bað,“ sagði Gróa, „og við skulum nú koma.“ „Já skárri er það nú fordildin,“ sagði sú gamla um leið og hún hvarf inn í baðherbergið með Gróu gangastúlku. — Undarlegt er lífið, hugsaði Steinhildur. Bæði eg og aðrir óttast dauðann, en ef menn fá að lifa langa ævi, þá tekur við ellin og hrörnunin, svo menn verða ekki sjálfum sér nógir. Steinhildur var á báðum áttum hvers hún myndi óska sér ef hún mætti velja um, — deyja á meðan hún gat eitthvað eða vera til sem útbrunnið skar. Frá þessum sjónarhól séð var til- veran undarleg og ekki verulega eftirsóknarverð. Allt minnti á þennan flughraða, þar sem enginn stanz er til. — Steinhildur þráði að vita eitthvað meira um Guðs vilja, —- hvernig hann væri fólginn í þessari miklu samsetningu. Um þetta var ekki hægt að ræða við neinn, það var vafamál að nokkur væri nær því að vita það en hún sjálf. Enginn gat að minnsta kosti fullyrt neitt um það, þó að einum fyndist þetta og öðrum hitt og allir álitu sig vita rétt. Steinhildur var enn að hugsa þetta mál, þegar hún kom inn í stofu númer fimm. Hún settist á rúmið sitt og fór að hátta. Elín var dauf til augnanna. Hún kvartaði um að sér hefði leiðzt. Enginn var ennþá kominn í þessi auðu rúm, sem væri svo drepandi að horfa á allan daginn og á nóttunni, þegar hún vekti. í sannleika sagt gerðu þau hana hálf myrkfælna. Hún óttaðist að einhver myndi allt í einu sitja þar og stara á hana. Þetta gat komið fyrir, að önnur hvor þeirra Stínu eða Fríðu vitjaði þessa staðar. Þetta var allt saman til, sagði fólk. „Þá kemur þú inn á þína stofu tandurhrein frá toppi til táar,“ sagði Gróa gangastúlka og opnaði stofu fimm fyrir Margréti gömlu. „Æi já. Eg er hvíldinni fegin eftir þetta vask,“ sagði sú gamla og geispaði. Aldrei á minni lífsfæddri ævi hefi eg orðið fyrir öðru eins. — Eins og þessi mikla sápa er þá líka óholl fyrir hör- undið. — Svo hefi eg suðu í öðru eyranu, sennilega hefir vatn runnið inn í það,“ „Heldurðu það, gamla mín? Það er kannske eitthvað eftir í eyranu af þessari tjörubrá sem af þér kom. Það niætti frekar segja mér það.“ „Ætli það nú,“ sagði Margrét og geispaði á ný. „Mér datt sá skratti aldrei í hug, að doktorinn léti setja mig í bað, þó eg gerði það fyrir hann að fara hér inn, en þann héfi eg.hekkt síð- an hann var strákur hérna á götunni; Eg ætl^. að arfleiða 'nana dóttur hans að því sem eg á. Ekki svo að skilja, að eg'eigi mikla peninga, ónei, ekki er það nú, en .dálítið innanhúss á maður, það safnast saman, þegar búið verður að tína allt draslið til. Það er nú svo. — Já, en heyrðu,. hvar er tóbaksglasið mitt, stúlka?“ „Hvað veit eg' um það?“ „En pilsið mitt?“ „Það er frammi í baði.“ „Þú ræður hvort þú setur pilsið í bað. Eg vil hafa það hingað inn og það strax. Hvað heldurðu að doktorinn segði, ef hann vissi að eg væri rúin svona inn að beru skinninu? Eg vil hafa mín föt, þau eru úr vænu og hlýju efni, það verð eg að segja.“ „Þetta er þitt rúm, Margrét, og leggstu nú fyrir. Eg skal sækja glásið.“ „Pilsið, ætlaðirðu víst að segja.“ „Aldrei á ævi minni hef eg vitað annað eins,“ tautaði gamla konán.og studdi hendinni á rúmið. Ætla þær mér að liggja á þessu glerhörðu, Nei,: ekki þýðir að bjóða Margréti minni það.“ „Maður venst því vel,“ ságði Elín, sem hafði í svipinn gleymt allri sinni rauri ýfir auðu rúmunum. Margrét leit út undan sér í áttina þarigað sem röddin kom. „Skiptu þér ekki af því kona. Eg hefi lifað fleiri ár en þú.“ „Eg sagði nú rétt sí svona,“ anzaði Elín, „af því eg er svo kunnug hérna.“ „Já, af því þú ert svo kunnug hérna. En hvor skyldi þekkja meira til í heiminum eg eða þú? Hvað heldur þú, að eg hafi verið mörg ár hjá honum Þórði sáluga og alið upp menntaða menn. — Nei, Margrét, ráðskonan hans Þórðar sáluga, lætur ekki bjóða sér allt, þó hún sé sett í bað og nærri því leitað lúsa. — Já, það má nú segja, mér er ennþá dauðsárt höfuSið." „Hérna er pontan þín, Margrét mín,“ sagði Gróa og henti glasinu á rúmið. „Jæja, þú hafðir upp á því, heillin. Það er víst orðið lítið í því. Eg þyrfti að finna pitlana mína í Vaðnesi, þeir láta í það fyrir nokkra aura, það gera þeir. — En stúlka, — manneskja, — hvar léstu gleraugun?“ „Þú ert með gleraugun, kona,“ sagði Elín. „Var eg nokkuð að tala við þið?“ sagði Margrét og' leit Elínu óhýru auga. „Ekki átt þú að þjóðna mér hérna, það ættir þú að vita.“ „Gleraugun hafa gleymzt frammi,“ sagði Gróa og fór hlæj- andi út. „Já, það er von þú hlægir að trassaskapnum í sjálfri þér. Það er von. Það verður þér dýrt spaug ef þú brýtur augun mín.“ Gróa kom fljótlega inn með gleraugun og Margrét þreif þau af henni. „Sjaldan brýtur gæfumaður gler, svo má segja um þig,“ sagði Margrét og setti gleraugun fremst á nefið, þar sem það var hæst. f svipinn hafði Elín gleymt öllu, sem hún hafði sett fyrir sig undanfarna daga. Hún hló léttum þvingunarlausum hlátri. „Skárri er það nú gjallandinn,“ sagði Margrét gamlá og hall- aði sér út af. „En ólíkt er betta bólinu mínu, það get eg borið um.“ En eftir örlitla stund lá Margrét gamla samt steinsofandi í rúminu og púaði upp í loftið. Elín horfði á hana með velþóknun. Þetta mikla tómahljóð var horfið úr stofunni, þó ekki væri ennþá komið nema í annað rúmið. Þarna l‘á hún, svona hrein og glansandi, þessi garnla kona. — En hamingjan hjálpi mér, hugsaði Elín. — Hún hefur þá sofnað með gleraugun á nefinu og það með þau tvenn, eins og henni var þó annt um þau, vesalingnum. Ef hún bylti sér á | hliðina gátu gleraugun brotnað. — Nei, hún varð að hringja j og láta Góru taka þau. Samvizku sinnar vegna varð hún að gera t það. Þó þessi gamla kona væri ekki beinlíns þakklát, varð hún ' að líta eftir henni. Al Hann hafði fengið innkaupa- leyfi og var nú á leiðinni til að kaupa bíl. „Er þetta góður bíll?“ spurði hann sölumanninn. „Hann er stórkostlegur.“ „Kemst hann hratt?“ „Hratt? Ef þér leggið af stað snemma að rtiorgni til Ákur- eyrai-, eru þér kominn þangað um hádegi.“ „Eg ætla að hugsá lun það.“ Daginn eftir kom hann aftur til bílasalans. „Mig langar ekki í þennan bíL“ „Og hvers vegna ekki?“ spurði sölumaðurinn. „Eg held eg liggi nú ekki fleiri nætur andvaka yfir því, hvað eg á að gera norður á Ak- ureyri.“ ® Amsterdam, „Feneyjar norð- ursins“, er byggð á 90 hólmum, sem ei'u tengdir saman með 300 brúm. © Ilinn kunni brczki rithöfund- ur, Graham Greene, var nýlega í kokkteilboði í London. „Oh,' Mr. Greene,“ sagði ung stálka við hann. „Þér verðið að segja mér hverskonar konur þér metið mest, þær málgefnu eða hinar?“ „Hvaða hinar?“ nsuldraði Gresne og þjáningarsvipurinn skein út úr honum. heiminum var síofnaður í Ba- inbridge í Ohio árið 1S28. Qm Mmi Eftirfarandi var í bæjai'frétt- um Vísis 22. júlí 1918: Kuldatíð má heita að sé enn eins og hefur verið um allt land. í morgun var talinn 7 stiga hiti í Vestmannaeyjum, 10 í Rvík, 6.5 á ísafirði, 5,5 á Akureyri, 2.5 á Grímsstöðum og 7 á Seyð- isfirði og líkt hefur það verið í allt sumar. Sláttur mun hvergi vera byrjaður á tunum utan Reykjavíkur, en á stöku stað á flæðiengjum og öðru votlendi. Influenzan. Farþegar á Botníu höfðu margir veikzt áf influenzu á leiðinni milli landa, en; þó vorú allir rólfærir er hingað kom; Ekki þurfa bæjarmenn þó að óttast svo mjög smitun af þeim, því að veikin er þegar orðin svo úíbreidd í bænum, að hún verður ekki stöðvuð. Stríðsváíryggingin á ófriðarsvæðinu hefur lækkað mjög mikið. T. d. er sagt að Borg hafi fengizt vá- tryggð þessa ferð, sem hún er nú að leggja í, fyrir 2% prós. í siglingum utan ófi'iðársvæðis- ‘ins, t. d. til Dahinerkur hefur Fyrsti íaiMilæknaskóIian í, vátryggingin verið 3 prós. Frá MJtsöIusuni í dag verða téknar fram ljósleitar kápur litlar stærð- ir, hentugar í vinnu á að- eins kr. 75,00. H. Toft Skólavörðustíg 8. Sími 1035. ' Nýtt Jfatva* snótow*hjól til sölu. Upplýsingar á Leifsgötu 4, eftlr kl. 5 í dag. EDWIN ARNASON UNDARGÖTU 25 6ÍM1 3745 Þúsundir vita að gæfan Tylgtfi hrtngunum frá SIGXIRÞÖR, Hafnarstræti 4« Margar gerðir fyrirlíggjandi. GUSTAF A. SVEINSSON EGGERT CLAESSEN hæstaréttarlðgmenn Teniplarasundi 5, j (Þórshamar) Allskonar lögfræðistörf. Fasteignasala. —* Sex Bretism Framh. af 1. siðu. V Ferðaskrifstofunnar, Gunnar Bjarnason, og ef til vill Örn Johnson, forstjóri, Steinþór Gestsson, Hæli, Þorkell Bjarna son, Laugarvatni o. fl. íslenzkir liestar á sýningum erlendis, Þarna verður farið til fag- urra, kunnra staða, og víða gamlar reiðgötur — slóðir, þar sem altítt var fyrrum, að glað- ir og fjölmennir hópar skemmti ferðafólks færi um á sumrin.. Er það von hestamanna og fleiri að þeir tímar eigi aftur eftir aS renna upp, að íslenzki reið- hesturinn verði mönnum al- men.nt til jafnmikils yndis og fyrir bifréiðaöldina. Þess má' að lokum geta, að lagt’hafðí vevið: til, að íslenzk- ir hestar yrðu sýndir á smá- hestasýningu í Skotlandi 6. á- gúst, en ekki var hægt að koma því í kring í þetta skipti, Verði sá árangur af heimsókn Bret- anna, sem vonir standa til, má vænta þess, að það lyfti undir að íslenzkir hestar verði sýnd- ir á slíkum sýningum. — Þá' mun það hafa mikið gildi, ef. vel tekst til um töku frétta- kvikmyndanna, þ.ví að stofnun- in, sem þær lætur tal- a, sýnir; fréttamyndir sínar út um alíani heim. í

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.