Vísir


Vísir - 23.07.1953, Qupperneq 7

Vísir - 23.07.1953, Qupperneq 7
▼ ISÍS 1 Fimmtudagirm 23. júlí 1953. (ju&fauff &enecliltiJ.óttir: Á stofo „Nú, nú, hvað er.nú að,“ sagði Gróa er hún kom í dyrnar. „Viltu gera svo vel að taka af henni gleraugun,“ sagði Elín. „Sjáðu, hún er sofnuð.“ „Nei, nú dámar mér ekki. Heldurðu kannske að sú gamla hafi einhvern til að taka af sér gleraugun, þegar hún hefur sofnað með þau. Hún yrði nú sennilega hrifin af því eða hitt þó heldur, ef við færum að skipta okkur af því, hvernig hún prílar með þessi gleraugu sín.“ „Bara þessi fremri, Gróa mín. Eg sé íeigð á þeim, hvað lítið sem hún hreyfir sig'.“ „Láttu nú sem þér komi þetta ekki við, Elín, og vertu ánægð að þú ert búin að fá stofusystur. Eg spái að hitt rúmið standi ekki heldur lengi autt úr þessu.“ „Ekki er nú að tala um liðlegheitin í henni Gróu,“ tautaði Elín, þegar Gróa var farin. „Engir hugsa um þessa vesalinga. Hver myndi leggja henni til gleraugu, aumingjanum, ef þessi brotnuðu?“ — Og Elín, sem var óvenju hress þessa stundina, tók annan inniskóinn úr náttborðinu sínu, setti hann upp og sté varléga á gólfið. Hún lét hinn fótinn vera uppí, seildist yfir bilið milli rúmanna og i gleraugu gömlu konunnar. Um leið og hún snerti þau, hrökk sú gamla við og opnaði aug'- un. Tillitið var hreint ekki frýnilegt, er hún leit á Elínu. „Ætlar þú að stela þeim af mér?“ sagði hún hvasst, þreif af sér gleraugun, stakk þeim undir koddann og snéri sér á hliðina. Þetta var nú verr íarið en heima setið, hugsaði Elín. Viss var hún um, að gleraugun myndi gamla konan aldrei framar setja upp, sér til gagns og ánægju. — En hún varð að vera sjálf- ráð, kerlingin, og bezt var að láta hana eiga sig. Elín gekk frá inniskónum og lagaði teppin sín. Hún óskaði þess af heilum huga, að hún gæti losnað við þessar hitakomm- ur, svo hún fengi leyfi til að fara á fætur og í bæinn. Hún var svo óviss í því, hvernig það myndi ganga til hjá Sveini, ef hún væri hvergi nærri marga daga í röð. Hann hafði ekki heimsótt hana svo lengi. Honum gat mæta vel dottið einhver önnur í hug. — Ó, þeir voru svo veikir fyrir, þessir karlmenn. Læknirinn hélt henni í rúminu bara fyrir þessar fáu komm- ur, en hún þekkti fólk, sem stundum var á fótum með miklu hærri hita. Sumir mældu sig aldrei þó þeir væru lasnir, það hefði hún líka átt að g'era, þá hefði þetta ekki verið tekiði svona alvarlega. Tilfinningar Elínar sveifluðust til og frá eins og lauf fyrir vindi. Nú greip hana þessi blessuð þrá, sem gaf henni von um fyrra líf og meiri gleði en hún hafði getað notið til þessa. Hugsa sér gömlu konuna, sem lá hérna við hliðina á henni, hvað hún var orðin öldruð. — Þannig vildi hún verða. Betur að Guð gæfi henni það. — Nú var Margrét farin að lifa aftur í sínum gömlu, góðu endurminningum, og hún þurfti ekki annars með, þær Veittu henni frið og unað og fullnægðu ástríðum hennar. — Sú gamla var jafn sæl nú og á liðnu, góðu dögunum, þegar sólin skein í heiði. — Alveg þannig mundi Elín óska sér þess í ell- inni. — Bléssuð gamla konan. Það var góð sending að fá hana hérna við hliðina á sér. Þetta gat verið táknrænt fyrir Elínu, að einmitt svbna yrði það fyrir henni. — Ó þessir duttlungar lífsins, en hvað þeir komu til manns í margvíslegum myndum. Unaðsleg ró greip Elínu, sem hún hafði ekki öðlazt í marga sólarhringa. — Allt var svo þreytandi fyrir hana á meðan þessi breyting var að fara fram í stofunni. Hún var ekki eins og þeir, sem ekki viknuðu einu sinni hvað sem á gekk, eins og hún Steinhildur hérna við dyrnar. Hún sá það ekki einu sinni, þó þær væru bornar út, stífar og stirðai', hún Stína og hún Fríða. Fyrr mátti nú vera kuldinn. Elín gat þakkað fyrir, að henni hafði verið gefin meiri hjarta- hlýja en sú stúlka sýndi, og hún sofnaði sæl og örugg og þreytt eftir þennan erfiða tírha, sém loksins var liðinn hjá. Nú sá hún ekki, þegar mánaskinið gægðist inn um gluggann hennar og gerði auðu rúmin undarlega ógnandi. — í svefninum var Elín ung og hamingjusöm og naut lífsins, — ekki þó með Sveini, heldur bara einhverjum, sem vildi eiga góða stund eins og hún. Það var svo lángt liðið á hvíldartímann að nótt og dagur höfðu mætt tilliti hvors annars og himin og jörð tóku á sig annan lit- blæ af nálægð þessará unnenda, sem sáust í svip tvisvar éi sólarhring. Það var þeim fullkomin fullnæging og gerðu þau ásátt með sitt hlutskipti. Á þessum tíma sólarhringsins, þegar þetta þögla tillit dags og nætur hafði átt sér stað, rann hvíttur bíll upp að sjúkra- húsinu. Út úr honum hlupu tveir dökkklæddir menn með gyllta borða á ermunum og svortu derhúfunum. Annar þeirra fór að dyrunum og hringdi. Næturvaktin kom fram í gluggann og leit út. Já, já, það var þá sjúkrabíliinn. Hann hefði nú mátt koma 1 hlut þeirra á dag- vaktinni, það hefði hann mátt gera. — Hún var sein til að opna húrðina, því að lásinn vát stirður, én loks tókst það.n ' •- „Þið þyrftuð að fá nýja læsingu héma á hurðia,“ sagði sjúkra- vörðurinn. — „Góðan daginn, ætlaði eg að segja, ungfrú Dóra.“ „Já, góðan daginn,“ sagði hún rám í röddinni. „Er það kona, sem þið eruð með?“ „Já, súkrahúslæknirinn séndi okkur með hana á stofu fimm.“ „Jú, stendur heima, þar er autt rúm.“ Það mátti nærri geta, að ekki yrðu lengi auð rúmin þar, hugsaði Dóra og flýtti sér upp á ganginn. Hún þreif rauðan hitapoka úr skápnum í baðinu, lét á hann heitt vatn, fór méð hann inn og setti hann í auða rúmið við hliðina á Steinhildi. „Þið verðið nú fyrir ónæði,“ sagði hún lágt, eins og við sjálfa sig. „Það er að koma sjúklingur.11 Steinhildur heyrði hvað hún sagði en anzaði engu. Mennirnir komu inn með konuna á milli sín á sjúkrabörunum. Allt gekk fljótt og hljóðalaust hjá þeim, hvert handtak þeirra var visst og fyrirfram æft, svo engu þurfti þar við að bæta. Sjúklingurinn virtist sofa. Hann bærði ekki á sér, frekar en enginn flutningur hefði átt sér stað. — Vonandi verður hún í þessu móki fram á dagvaktina, hugs- aði Dóra vökukona. Eflaust hefir læknirinn gefið henni sprautu. Nokkru seinna vaknaði Elín, hún hafði ekki einu sinni rumsk- að, þegar sjúkilngurinn var borinn inn. En hvað hún var fegin, að rúmin stóðu ekki lengur auð. — Og blessuð gamla konan var að vakna. Hún leit upp og horfði dökkum augum í kringum sig. „Þú hefir sofið vel,“ sagði Elín hlýlega við hana. „Sofið. Nú hvað átti eg annað að gera en að soía?“ Hún rétti kreppta höndina upp í hnakkann og klóraði sér. Síðan geisp- aði hún svo að andlit hennar lengdist um þriðjung. — Henni var eitthvað óglatt í skrokknum, það var fiðringur um hana alla. * 1 „Allt gerir þessi besítis sápa,“ sagði hún nöldrandi. „Stelpu- fiðrildið hefir brennt á mér húðina, það hefir hún gert. Eg hefi alltaf haft svo fína og fallega húð. Ekki er von þær skyn- beri það, þessar dömur, sem ekkert gera nema smyrja sig. Nei, það er ekki von. Hvernig ætti það að vera? — Já, já, eg fann svo sem að mig vantaði eitthvað. Hvar skyldi nú tóbaksglasið mitt vera í öllum þessum hringsnúningi?“ — Hún tók yfirlakið sitt, kuðlaði því saman og henti þvi á gólfið. „Þetta er lakið þitt, blessuð manneskja,“ sagði EHn. „Ekki máttu henda því á gólfið. Það á að vera næst þér undir tepp- unum.“ . „Eg þarf engan að láta segja mér fyrir verkum,“ sagði gamla konan. „Nei, engiim hefir leyft sér það. Eg kunni mín verk, þegar eg var ráðskona hjá honum Þórði mínum sáluga.“' Margrét brölti á fjó'ra fætur. „Sennilega kæmi mér betur að finna tóbakið. Það er nú orðið nógu skorpið og þurrt þetta nef á mér, eftir allan þennan ,svefn.“ Á kvöldvöknnni Þeir hittust við barinn dag- inn eftir veizluna, og voru þá ekki alveg búnir að ná sér. „Heyrðu," sagði annar, „eg held að eg verði að fara yfir á antabus......“ „Hví þá það?“ „Jú, sjáðu til. Þegar. eg var loksins að sofna í gærkvöldi sá eg eina af þessum sýnum, þú veizt: Skyndilega dönsuðu hundruð dverga alls staðar á mér. Þeir voru agnarlitlir, í grænum fötum og með gylltar bjöllur á stígvélunum.“ „Já, bætti hinn við. „Stíg- vélin voru rauð og hattamir á 1 ská á höfðinu.“ * * „Hvemig í óskÖpunum veiztu j þettá?“ „Jú, það eru énn nokkrir á hægrí öxlinni á þér.“ • í Oakland í Kaliforníu var Enoch nokkur Bershofski tek- inn fastur fyrir að ganga með hlaupsagaða haglabyssu innan fata. Hann reyndi að sannfæra lögregluna um, að hann gengi með skotvopnið eingöngu til að verjast ræningjurn. Síðar kom í ljós, að hann gekk aðeins með 7 dollara á sér. : • . Koptar eru nú notaðir :í. ná- grenrii New York tii'ýöriíflufe- inga milli flugvallaima í Néw- ark og Idlewild, en fhigið tek- ur 18 mínútur. Sparar það fjög- urra khikkustunda aksíur í bif- reiði’ Tilraunastöðvaraat á White Sands í USA ná yfir 1600 ha., en 'þar eru prófaðar fjarstýrð loftskeyti og langfleygar rak- ettur. úhu Jíhhí Eftirfarandi gat að líta í bæjarfréttum Vísis. Kartöfhiræktin. Af kartöfluökrum stjórnar- innar á Garðskaga eru sagðar góðar fregnir. Þar er allt kom- ið upp og lítur vel út. Af Braut- arholtsökrunum eru fregnirnar lakari, einkum þó bæjarstjórn- arinnar, og er sagt að þar sé allt í kalda koli. Það kunna þó að vera ýkjur. Betri horfur eru sagðar um uppskeruna hjá h.f. „Akri“. Á Reykjum í Mos- fellsveit hafa bændurnir þar sett mikið niður af kartöflum og hafa þær komið vel upp og vaxið betur en annars staðar, jafnvel farið að taka þær eitt- hvað upp til átu. En yfirleitt munu uppskeruhorfur á land- inu slæmar, sem von er. 300 hesta á Botnía að llytja til Dan- merkur í þessari ferð.; Alls verða fiutiir þangað 1000 hest- ar í sumar og á Botnia að flytja- þá allá í þfern‘ férðúm’. Skemmtifetð geta menn farið með vélskip- inu Úlfi á morgun til Flateyj- ar á Breiðafirði. Skipið kemur við á Stapa á SnæfeHsneai. B-J903 - Akranes, 10:0. Ðanska liðið lék þriðja lexK sinn hér í gærkveldi og sigraði með geysilegum yfirburðum,, tíu mörkum gegn engu. j Fyrir leikinn var almenni búist við skefnmtilegum og jöfnum leik, og var það ekkí óeðlilegt, ef miðað var við úr- slit þeirra leikja, sem áðurí voru leiknir. Þetta fór þó át annan veg, og er leitt til þess að vita, að jafn sterk vörn ogj Akurnesingar hafa á að skipa, skuli fá tíu mörk á móti ekkí sterkara liði. Fyrr-i hálfleikurinn endaðí með tveim mörkum gegn engu, en þau úrslit voru engan vegin, sanngjörn, þar sem Akurnes- ingar áttu mun meira af hon- um. Er 13 mín. voru af leik komst Guðm. Jónsson (hægri útþerji)] inn fyrir vítateig með boltanhs og skaut föstu skoti í mark- súlu, nokkrum sek. síðar en dæmt vítaspyrna á Danina, sem Sveinn, Teitsson tekur, ens markmaður ver. Sveinn næn bó boltanum aftur en skýtur, í marksúlu. Á 37. mín. myndasl' þvaga framan við mark Akur- nesinga og skorar Holgen Petersen með skalla. í Aðeins nokkrar sek. eni- éft- ir af fýrri hálfleik, en þá féí Vagn Birkeland méð boitann upp vinstri kant og gefur síð- an fyrir markið mjög góðan bolta, og Carl Holm skoraff. auðveldlega. í síðari hálfleik er vörn Ak- urnesinga alveg í molum og skora Danir átta mörk, þaS fyrsta á 10. mín., en það síðasta á 34. mín. og skal ekki farið fleiri orðum úm þau. Ekki þarf að efa, að menh spyrji hver annan, hvað valdi slikum úrslitum. Flestir munií svara því til, að í lið Akurnes- inga vantaði Ríkharð Jónsson, Þórð Þórðarson og Þórð Jóns- son. Það svar getur engan veginn talizt fullkomið, þar sem þessir þrír menn leika allir í framlínu liðsins og verður því' vörnin ekki afsökuð méð þvi. Að vísu lék Sveinn Teitsson, nú í framlínu, en í stað hans í vörninni lék nýliði, Jón Leös- son, en leikur hans var mjÖg góður, og verður þeirri breyt- ingu ekki kennt um. Það er einkennilegt að Ak- urnesingar skuli ekki fá lánaða nokkra menn til styrktar, sér- staklega þar sem í lið .þeirra vantar þrjá góða leikmenn. Það er staðreynd, sém ékki verður neitað, að erlend lið, sem hingað koma, standa sig yfirleitt betur í síðustu leikj- um sínum, en þeim fyrstu, .og þarf að taka tillit til þess, þeg- ar lið erú send til keppni við þau. - Dómari var Haukur Óskars- són og dæmdi hamrvel. Þ.T. Vesturhöfnin Sparið yðm- tima *g ómak — biðjiS Sjóbúðina r iS GrtandeMyarð fyrir smáouglýsingar yðar f Vísi. Þær borga síg alltaf

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.