Vísir - 28.07.1953, Side 7

Vísir - 28.07.1953, Side 7
Þriðjudaginn 28. júlí 1953. YfSIS (Ju&lau^ i^enedillódóttii’: Á siofu fimm „Þér viljið ekki svara mér. Það er kannske heldur ekki von, en mér líður mjög illa og fáir eru vinirnir, sem við mig vilja kannast.“ „Eg var rétt að hugsa mig um, hvað hún kallar þennan maim, sem hún er alltaf að hugsa um og tala um.“ „Reyndu að muna það,“ sagði hann og stóð á öndinni, nasir hans þöndust út og augun stækkuðu. „Loks man eg það,“ sagði Steinhildur. „Já, manst það,“ sagði hann og greip andann á lofti. „Hann heitir Georg.“ „Guð blessi hann. Gerir hún það. Það er mitt nafn, hafi eg gleymt að segja, að eg er maðurinn hennar. Svo hún hefir þá minnzt hlýlega á mig, þó hún láti ekki alltaf líklega?“ „Já, og litla drenginn ykkar, sem þið misstuð.“ „Litla drenginn okkar. Segir hún það líka? Hún sagði þó stundum, að eg væri ekki faðir hans. En þá var eg fuliur og ónýtur til bjargar. Hún hefir aldrei haft það nógu gott hjá mér, það finn eg vel.“ Þrútnir hvarmar hans urðu votir af tárum. „Eg vildi óska, að þér vilduð nú vera góð stúlka og segja mér um alla, sem hún minnist á.“ „Já, það get eg. Hún minnist á bróður sinn, móður sína og litlu drengina ykkar, sem eru hjá góðu fólki.“ „En engan annan?“ „Nei, engan.“ „Hún á þó son, sem ekki er mitt barn.“ „Já, það skeði allt áður en þið þekktust, annai's hefði það aldrei komið fyrir.“ „Segir hún það?“ „Auðvitað, maður.'“ „Svona er eg slæmur maður. Eg hefi alltaf haldið, að hún tæki alla fram yfir mig, jafnvel Odd gamla.“ „Hún er bara stríðin,“ sagði Steinhildur seinlega. „Æ, það verður svona af bágindunum. Allt er þetta mér að kenna. En segið mér eins og er. — Er vínlykt af mér núna? — Eg sver, að eg er ekki mikið fullur. Eg þakka þér innilega fyrir unga, góða stúlka, og þó við sjáumst aldrei framar verð- um við vinir, þess vegna segi eg þú. — En hvar er nú kerlingin mín aftur?“ „Á stofu fimm.“ Georg gekk eftir ganginum og hvarf inn í stofuha. Stein- hildur sat eftir og brosti. Hugur hennar hvarflaði yfir hrafl, af því, sem Oddfríður hafði látið sér um muhn fara. Minnst af því mundi hún og þó var það ennþá færra, sem hafandi var eftir. Hún hafði sagt allt það bezta, sem hún gat rifjað upp úr umtali hennar um Georg — og kannske vel það. — Hitt lét hún liggja milli hluta, sem miður var sagt. Steinhildur tók kápuna sína og gekk út. Þegar hún kom aftur inn í stofuna, var þar engin heimsókn. Oddfríður sat framan á rúminu sínu og var öll eitt bros. „Þú hefðir átt að vera inni, kjáninn þinn“, sagði hún við Steinhidli. „Maðurinn minn kom í heimsókn. Hann hefir ekki drukkið neitt að ráði núna, bara unnið, — og ætlar að halda því áfram, ef eg lofa því að hætta við að skilja við hann.“ Steinhildur anzaði engu en fór að hátta. „Þú ert mikið viðundur, geyið mitt,“ sagði Oddfríður. „Senni- lega hefðir þú lifnað við, ef þú hefðir séð hann Georg. Haim bíður með spenningi eftir að fá mig heim. Svona er það sætt hjá okkur núna. Annars getur vel verið, að eg taki hann á löpp, kærastan hennar Elínar, ef hún kemst aldrei á fætur.“ „Æ, eg er búin að biðja þig að láta ekki svona Oddfríður,“ sagði Elín og grátkippir voru í kringum munninn. „Finnst þér það ekki nógu einmanalegt hjá mér fyrir það?“ „Þú ert svo kjarklaus, Elín, að þú sálast fyrir tímann úr ein- tómu volæði. Hafðu það eins og eg, farðu á fætur hvað sem læknirinn segir. Sjálf getur þú ráðið hitanum, bara sagt þeim, það sem þér sýnist. Ekki fer hún Gróa að skipta sér af hitanum og ef hjúkrunarneminn kemur, tala eg um strákana við hana meðan á mælingunni stendur. Nú jæja, það er ekki nerna ef hún tekur hitann sjálf, blessuð hjúkrunarkonan, að hún vilji lesa af mælunum. Þó gæti verið að áhuginh fyrir pólitíkinni truflaði hana stundum.“ ,,Æ, ég veit ekki,“ anzaði Elín mæftulega. „Mér.. fell ur ekki að vera alltaf með þessa pretti eiiis og þú.“ „Jæja, eigðu þig og drepstu fyrir mér. En eg fer út á morg- un eða hinn daginn og hitti Svein kunningja þinn.“ „Kannske eg reyni að stíga fram úr á morgun,“ sagðt'Elín. „Eg er nú sem hitalaus, en honum lízt ekki á mig lækmnum." „Nei:, honum leizt nú ekki heldur á mig, Elín mín, með’ blpð í hráka og þegjandi hása. En það er kjarkurinn og dugnaður- inn ,sem skapa mín örlög." Næsta dag fór Elín fram úr. Hálfgerðar áhyggjur hafði hún af þeirri breytni sinni, en hún undraðist hvað máttur hennar var lítill. Henni fannst hún hafa svikið sjálfa sig á því, hvað lérigi'hiih 'vár búih áð' liggja í rúminu. —Ög SVéiriri, hvað muridi hann hugsa henni? — Og hún hugsaði um sína góðu daga, meðan allt lék í lyiidi, og þó var eitthvert hik á henni. — Ekki var að vita, að hún hefði orðið veik, hefði hún gætt sín bétur, og hvefjir voru þá hennar góðu dagar, ef hún hafði mis- boðið heilsu sinni? Myndi það ekki sækja í sama farið, ef hún kæmist á fætur aftur? — Ó, allur þessi efi, hugsaði Elín. Hversu oft hafði hann ekki þrýst sér inn í sál hennar, — kvalið og pínt hana. — Því var lífið svona lokað mönnum? Þvi máttu þeir ekki njóta þess án takmarkana, án ótta við sjúkdóma, böl og fátækt. — Já, — því — því? — Já, því mátti það ekki vera manninum ein óslitin nautn á meðan það entist? Elín lokaði augunum. Líkami hennar var spenntur í fjötra. Girndin logaði upp í henni. í augnablikinu þráði hún að svala henni, þó það kostaði hana lífið. — Þó hugsaði Elín þetta ekki alveg í alvöru, en menn tóku oft svo stórt á, án þess að trúa því, hvað alvaran var nærri. Mitt í þessum spenningi sínum fannst Elínu birta yfir augum sér. Hún opnaði augun og greindi örlítið kerti með samsvarandi Ijósi, en birta þess var sterkari og meiri en von var til. — Hvers hönd hafði tendrað þetta ljós, sem nú var að verða að skari? hugsaði hún. — Og hver gaf því þetta jafnvægi, að vera svo nærri henni í lausu lofti? — Elín vissi, að þegar það lognað- ist útaf myndi það falla á enni hennar, en sársauka af völdum þess óttaðist hún ekki.-------Það datt----------og það var ís- kalt,---------ískalt eins og dauðinn. Elín hrökk upp. Hana hafði víst dreymt. Hún hafði titring fyrir hjartanu, hún var sVo hrædd. Hún andvarpaði og stundi. Oddríður leit til hennar og það sást alvara í gráum, hörkuleg- um augunum. „Ósköp er heimskulegt hvernig þú lætur, Elín,“ sagði hún. „Æ, láttu ekki svona Oddríður. Mér brá, mig dreymdi svo illa.“ „Dreymdi. Eg held þú hafir nú varla náð til að sofna. Þú ert að verða ímyndunarveik af þessari rúmlegu. Eg sá að þú gláptir upp í loftið, svo fórstu að hljóða. Sennilega hefur þé fundizt hann Sveinn þinn vera að taka framhjá þér.“ í þetta sinn var Elínu sama hvað í kerlu söng. Jafnvel það að hún missti af Sveini, gat nú ekki gefið henni nýtt viðhorf til lífsins. — Ef hún hefði nokkru isnni beðið Guð myndi hún hafa i*eynt það nú. — En jafnvel Guð myndi ekki sinna kalli hennar nú, fyrst hún hafði aldrei komið meðan allt lék í lyndi. „Hver var að hringja?“ sagði Gróa og' kom í dyrnar. „Æ, það var eg,“ sagði Elín. „Mér líður svo illa.“ „Jæja, kerlingin, líður þér illa. Þú fórst þó á fætur í dag án leyfis.“ „Viltu gefa mér eitthvað Gróa, eg hefi svo mikinn titring fyrir hjartanu." Hraðinn á mörgiun hraðlest- lim í Bretlandi hefir vérið auk- inn upp í 145 km. á klst., og ferðalögin þannig stytt frá 10 mín. upp í hálftíma. • í Springfield í Ohio var John Rigby, lögregluþjónn, þrisvar búinn að fá viðurkenningu fyirr að koma upp um þjófn- aði. Hann fekk síðar 30 mánaða fangelsi fyrir innbrot. ð Suðurskautslandið nær yfir 15 milljón ferkm. svæði, en tveir þriðju hluíar þess eru með öllu ókannaðir. • Eftirfarandi skilti hangir yfir afgreiðsluborðinu á „bar“ ein- um í Róm: „Lán eru aðeins veitt við- skiptavinum, sem komnir eru yfir sjötugt og koma í fylgd með foreldrum sínum.“ ® Te var fyrst noíað sem lyf í Kína. Þess er getið í kínverskri fræðibók, sem er um 4 þús. ára gömul. í Fairfield í Kaliforníu var Ralph Fong bóndi tekinn hönd- um fyrir að reyna að leigja tvo menn til þess að skjóta konu sína. Hann ætláði að ikrækja sét; i. i 0 þús. dollara vátrygg- ingarfé. Hann gaf þá skýringu, að ham' elsk.aði konu sína »f mikið til þess áð skjóta hana sjáífur! ® Karl Marx, ,,faðir“ rússneská kommúnismans, var Þjóðverji, en dvaldi mikinn hluta ævinn- ar í Englandi og kom aldrei til Rússlands. Chui Mmi Fjölmargt var í bæjarfrétt- um Vísis 28. júlí 1918 og skulu hér birtar nokkrar. Skip. Seglskip, rússneskt, er ný- komið hingað með saltfarm til landsverzlunarinnar. Tvö segl- skip eru nýkomin til Hafnar- fjarðar frá útlöndum, annað með timburfarm til h.f. Dvergs. Tvö norsk selveiðiskip komu hingað norðan úr íshafi í fyrra- dag á heimleið, og er nú veiði- tímanum lokið þetta árið. Smjörlíki verður framvegis selt gegn seðlum hér í bænum, en skammturinn hefir ekki verið ákveðinn enn, og ekki farið að útbýta seðlum. Sagt er, að eitt- hvað hafi komið af svínafeiti með Lagarfossi frá Ameríku, en ekki hefir verið ákveðin nein úthlutun á henni. Eggert Kolbeinssori heitir elzti máður bók- menntafélagsins núlifandi. Hann á heima á Lónsmýri í Jökulfjörðum, er 88 ára að áldri og hefir verið meðlimur félagsins í sámfleytt 61 ár. Stjórn .félagjsns hefir í viður- kpnningarskyni getr hann gjald frían félaga ' og sent honum 100 króna heiðursgjöf. Elzti meðlimur félagsins hafði áður orðið Bjarni Thorsteinsson amtmaður og var hann með- limur þess í 60 ár. — Jóhannes Jósefsson Framh. af 2. síðu. 4. Erfiðleikum lífsins hefux' Jóhannes mætt vel og drengi- lega. Og þau markmið, sem hann ungur setti sér, hefur, hann leyst fagurlega af hendi. Jóhannes hefur sagt:: „að érig- inn stekkur hærra en hann hugsar“. Fyrir ÍSLANDS hönd hefur hann jafnan verið stór- huga og sett markmið hátt. Eklrert þótti honum of gott, er ísland átti í hlut. Kvæði hans um land og þjóð sýna það bezt. En hann er skáld gott, þótt fáir viti; enda hefur hann ekki enn birt kvæðasafn. sitt. Hann talar og ritar fegurra mál, en margir langskólagengnir inenn. Jóhánnes er sjálfmenntaður. Eru lærdómsmenn að vonum undrandi á því hve mikillar þekkingar hann hefur áflað sér á mörgum sviðum. Hárih er gagnmenntaður, og gætu skólamenn vorir mikið af hon- um lært, ekki sízt í þjóðlegum fræðum. — 5. Eg læt hér staðar numið, þótt vitanlega sé margt enn eft- ir ósagt. En þettá áttu ekki að vera nein eftirmæli. Jóhannes er enn rnitt á meðal vor, full- ur starfsáhuga, þótt lasinn hafí verið í vetur. — Það kann að vera að einhver hafi skemmtun af ritsmíð þess- ari, en þó veit ég að „afmælis- barnið“ mun láta sér fátt um finnast. Hann er lítt gefinn fyrir lofið eða umtal um sig. Hann veit manna bezt, að laun- in liggja ávallt í starfinu sjálfu. Mun ég því ekki hrella hann meira, með þessum afmælis- skrifum. Jóhannes dvelur um þessar mundir við laxveiðar í Borgarfirði, og getur þvi vaila stöðvað þessa blaðagrein, né aðrar, sem um hann eru ritaðar á þessum tíihamótum ævi hans; eins og hann gerði á sextugs- afmælinu. JÓHANNES er svo sjaldgæf- ur afreksmaður og íslending- ur að jafnokar hans fæðast varla með þjóð vorri, nema einu sinni á öld. Um leið og ég óska Jóhannési „BORGAR-stjóra“ til ham- ingju, með sjötugsafmælið, þakka ég honum fyrir afreks- verkin, vináttuna og þjóðþrifa- störfin, um leið og ég vænti að hann fyrirgefi mér þetta „frumhlaup“, að minnast hans opinberlega, á þessum tíma- mótum.---------- . BENNÓ. Á þessum merkisdegi í lífi Jóhannesar Jósefssonar langar mig til þess að verða í hópi þeirra, sem senda honum hrig- heilar kveðjur. Eg þakka Jóhannesi, þessum ágæta íþróttavíkingi, farsælt starf í þágu íþróttamenningar þessa lands, ekki sízt fyrir þann þátt, er hann átti í þágu ung- mennafélaga landsins. Ilans starf þar verður seint full- metið. Þá vildi ég leyfa mér að þakka honum persónulegá v35- kynningu og drengskap. Gjarna vildi ég hafa verið í Reykjavík í dag til þess að þakka honum sjálfur, en því miður er það ekki svo, og verð ég að láta þetta nægja. — Heill þér sjötugum, Jþhannes. Rauíarhöfn 28. júlí. Lórus Salómonsson. ,

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.