Vísir - 28.07.1953, Blaðsíða 8

Vísir - 28.07.1953, Blaðsíða 8
Þeir sem gerast kaupendur VÍSIS efifor 10. hvers mánaðar íá blaðið ókeypis tii mánaðamóta. — Sími 1660. & VISIR Þriðjudaginn 28. Júlí 1953. VÍSIB er ódýrasta blaðiS og þó það f j-iil- breytíasta.—'- Hringið í síma 1666 og geríst áskrifendur. KommúiHsfar skirtu fram á síkstis stundu. Eftirlitsneíndin kom saman á ftcnd í moj'fun. Einkaskeyti írá AP. Tokyo í morgun. Vopnahléseftirlitsnefndin í Kóreu kom saman á fund í morgun og stóð hann í tvær stundir. 1 Nefndin, sem er skipuð full- trúum beggja herja og á að liafa eftirlit með framkvæmd ; vopnahlésins, mun koma saman •'eins oft og þurfa þykir. Allt 'var kyrrt á vígstöðvunum í gær kveldi og nótt, og engin merki þess, að nein tilraun hafi veiið l gerð til þess að rjúfa gerða samninga. Hermennirnir efndu til f agn- aðar eftir því sem tök voru á, jafnvel í framstöðvum og jafnt í stöðvum Sameinuðu þjóðanna sem kommúnista. ; Nokkra undrun vakti, hve stórskotalið kommúnista var at hafnasamt þar til vopnahléð gekk í gildi, en það mun hafa . skotið 44.000 skotum seinasta sólarhringinn. Að sjálfsögðu var því svarað í sömu mynt. Eisenhower hefur formíega lagt til, að þingið veiti 200 millj. dollara fram sem vísi að endurreisnarsjóði handa Suður- Kóreu. Malenkov forsætisráðherra Eáðstjórnárríkjanna hefur sent Kim II Sung forsætisráðherra JNT.-Kóreu vináttuboðskap og . heitir honum aðstoð Ráðstjórn- arríkjanna til viðreisnar, en Molotov hefur sent utamikis- ráðherra N.-Kóreu skeyti sama efnis. Seinustu fregnir frá Kóreu herma, að hermennirnir séu byrjaðir að hörfa til hinna nýju markalina. Hlutlausa svæðið verður að mestu skammt norðan 38. breiddarbaugs. Fangaskipti hefjast mið- vikudag næstkomandi og skila kommúnistar 400 föngum á dag, en Sameinuðu , þjóðirnar 2400. . Blaðið Þravda birtir rit- stjórnargrein, þar sem segir, að vopnahléssamkomulagið sýni, að eina leiðin til þess að leysa aiþjóðleg vandamál sé að fara samkomulagsleiðir. Nehru er ánægður eftir Karachifund. N. Delhi <AP). — ViSræðu- fundum Nehru og Mohammad Ali er lokið í Karachi. Nehru virðist vel ánægður með árangurinn af samkomu- lagsumleitununum. Kvað hann víðtækt sam- komulag hafa náðst og sýnt væri, að þar sem málamiðlun hefði ekki tekist fyrir atbeina Sameinuðu þjóðanna, væri heillavænlegast, að þjóðirnar leystu deilumálin sín í milli. Nehru fór fögrum orðum um hversu vel sér hefði verið tekið í Pakistan. raftmðdll hve? i Hvers-gerði. í Hveragerði er kraftmikill hver, sem almenningi er ef til vill ekki kunnugt um. Þessi hver, sem er örskammt frá gistihúsinu Hveragerði, gaus hressilega fyrir fulltrúa á norrænu íþróttaráðstefnunni í vikunni semleið. Fulltrúarnir voru þá í Þing- vallaför, en höfðu viðkomu í Hveragerði. Það. var upplýst, að látið hafði verið svo sem vatnsglas af karbíð í hverinn, og þá gaus hann myndarlega og vákti hrifningu þingfulltrúa. Kunnugir telja, að hverinn hafi gosið sem svarar 20—30 metr- um. Ástæða yæri til að vekja at- hygli á þessum hver, því að hann er nærtækur þegar sýna skal náttúruundur þessa lands, en langt að fara að Geysi, og biðin oft löng þar. A. með 32 st. eftir fyrra dag meistaramótsins. En KR »g ÍR fyigfa fast eftir. Eeykjavxkurmeistaramótið í frjálsum íþróttum hófst á í- þróttavellinum í gærkveldi. Að loknum fyrsta hluta móts- ins eru úrslit þau, að ¦'Ármann er stigahæst, með 32 stig. Næst er K.R. með 29 stig og þá Í.R. með 25 stig. UMFR hlaút 2 stíg. Úrslit í einstökum greinum urðu sem hér segir: 200 m: 1. Guðmundur Lár- usson, Á, 22.6. 2. Þórir Þorsteins son, Á, 23,2. 3. Ásmundur Bjarnason, KR, 24,2. 800 m: 1. GuðmundUr Lárus- son, Á, 1.59,8. 2. Sig. Guðnason, ÍR, 1,59,9. 3. Svavar Markússon KR, 2,01,4. 5000 m: 1. Kristján Jóhanns- son, ÍR, 15,24,4. 2. Eiríkur Har- aldsson, Á, og 3. Stefán Gunn- arsson, Á Ekki er kunnugt um Beita sumarið í 32 ár'. DínmnBatíð í I»iiig- ey|arsýsjln,isa. Við Reykvíkingar fögnum góðum degi, dag eftir dag, en við erum, sem betur fer, ekki oinir um það, Þingeyingar virð- ast njóta veðurblíðu, að því er Júlíus Havsteen, sýslumaður, tjáði Vísi í morgun. Sýslumaður tjáði fréttamanni Vísis, að þau 32 ár, sem hann hefði verið í embætti sínu, hefði hann ekki lifað slíkt sum- ar. Sumarið hefur verið óvenju lega hagstætt bændum, sem flestir eru búnir að koma hey- feng sínum í hús. Er hér um að ræða hey af fyrra slætti. Sólfar er mikið og gott dag hvern, en borið hefur við, að rignt haf i að nóttu. Stafalogn var á Húsavík í morgun, en þoka svo miidi, að vart sást upp í miðjar fjalls- Míðar, og eru það sömu fregn- ir og borizt hafa annars staðar rað frá Norðurlandi i morgun, -eins og sjá má á annarr: fregn frá Siglufirði í blaðinu í dag. Vélskipið Edda, sem einnig er sagt frá á öðrum stað í blað- inii, var væntanleg til Húsavík vr, með vim 1000 tunnur síldar. Daufar laxveiðar hvarvetna Enn er mjög dauft yfir lax- veiðum, að sögn Alberts Er- lingssonar í Veiðimanninum. Ár eru nú víða orðnar vatns- litlar, en þrátt fyrir nægilegt vatnsmagn fyrst eftir að veið- arnar hófust og fram til þessa, hefur hvarvetna verið miklu daufara yfir laxveiðunum en í fyrra. Blaðið spurði A. E. um veið- ina í Laxá í S.Þ-ingeyjarsýslu, I þar sem 160 laxar veiddust í sl. viku og sá stærsti 32ja punda, , og sagði hann, að hún væri skárri þar en annars staðar. J Þess væri þó að gæta, að við Laxá væru 14 stengur eða um helmingi fleiri en í nokkurri annarri á, og næmi þessi viku- veiði því 2 löxum á mann á dag til jafnaðar. árangur þeirra. 400 m grindahlaup: 1. Ingi Þorsteinsson, KR, 57,1. 2. Hreið ar Jónsson, Á, 58,3. 3. Hjörleif- ur Bergsteinsson, Á, 63*2. Langstökk: 1. Valdimar Örn- ólfsson; ÍR;\6,58~ 2^ Daníel HaU- . dórsson, ÍR, 6,40. 3. Ásmundur Bjarnason, KR, 5,91. Hástökk: 1. Friðrik Guð- mundsson, KR, 1,75. 2. Birgir Helgason, KR, i,70. 3. Eiríkur Haraldsson, Á, 1.65. Spjótkast: 1. Jóel Sigurðsson, IÍR, 61,83. 2. Halldór:Sigurgeirs- |sön, Á, 54,34, 3. Magnús Guð- jónsson, Á, 46,47. ! Kúluvarp: 1. Guðmundur ] Hermannsson, KR, 13,76.2. FrJ5 rik Guðmundsson,, KR, .13,67. 3. Ármann Lárusson, UMFR, 13,58. Mótið heldur áfram í kvöld kl. 8,30 og verður þá keppt í þessum greinum: 100 m, 400 m, 1500 m, 110 m. grindahlaupi, stangarstökki, þrístÖkki, kringlukasti og sleggjukasti. Konungur handieggs- brotnaði á sundi. London (AP). — Faisal, kon- ungur Iraks, hefur nú náð sér að fullu eftir handleggsbrot. Hafði konungux- brotnað rétt eftir að hann hafði verið krýnd- lur, og við heldur óvenjulegar kringumstæður. Hann var að j synda í einkalaug sinni, er s'ys-- I ið kom fyrir. Þegar ÉG fékk þann stDRA.. Það er nú upplýst, hver fékk „þann stóra" í Laxá í Þingeyj- arsýslu í fyrradag. Frá því var sagt í blaðinu í gær, að daginn áður hefði veiðzt 32 pundari þar fyrir norðan. — Síðdegis í gær var hringt til blaðsins og I skýrt frá því, að hinn fengsæli hefði verið Snorri Ólafsson, að- j stoðarlæknir á Kristneshæli. (Óskar blaðinu honum til ham- i ingju með veiðina, og vonar að þetta verði upphafið að iang- [lífri laxasögu. !.. 15 þáttakendur í svif- flugsnámskelði. Nýlokið er fyrra námskeiði Svifflugfélags íslands á þessu sumri, og tóku þátt í því 15 stúlkur og piltar. Árangur var góður og áhugi svo mikill, að ákveðið hefur verið að efna til annars nám- skeiðs, og hefst það 1. ágúst n. k. Kennari í svifflugi verður eins og fyrr Helgi Filipusson, en auk þess verða kennd ýms bókleg fræði, svo sem ágrip af flugeðlisfræði sem Björn Jóns- son flugumferðastjóri kennir, veðurfræði sem Jónas Jakobs- son veðui'fræðingur kennir og öryggismál kennir Sigfús H. Guðmundsson, en auk þess mun Magnús Guðmundsson flug- stjóri o. fl. flytja fyrirlegstra. Nemendur geta skráð sig til vikudvalar og ennfremur geta þeir, sem atvinnu vegna geta ekki dvalið á Sandskeiði, feng- ið að koma að staðaldri til æf- inga á kvöldin. Með þessu vill Svifflugfélagið gefa sem allra flestum konum og köiium kost á að taka þátt í námskeiðinu. Hefur félagið aidrei ráðið yfir jafn miklum flugtækjum og nú því ð notaðar verða 7'syifflugur, renniflugur og vélfluga auk dráttarspils. Þátttökugjaldi verður mjög stillt í hóf, og' geta þeir sem vilja taka þátt í nám- skeiðinu gefið sig fram. við Ferðaskrifstofuna Orlof, sem veitir. nán'ari upplýsingar. Ætgeré einsdœnti t lnnlendar kartöflyr á boðsfólum í jiilílok. Þær fyrstu úr görðum austan f jalls seldar á morgun. Frá fréttaritara Vísis. Selfossi í morgun. Kaupfélagið sendir í dag suð ur til Reykjavíkur fyrstu sölu- kartöflurnar í ár og munu þær verða á boðstólum í verzlunum á morgun og meðan endast. Kartöflurnar eru stórar og fallegar og eru frá Eyrarbakka. Horf ur með kartöf luuppskeru eru yfirleitt ágætar. Það mun næstum einsdæmi, að nýjar íslenzkar kartöflur séu fluttar í allstórum stíl á markað í júlí og það dávænar kartöflur. Hitt mun allalgengt, að nýjar kar- töflur, oftast fremur ' smáar, komi á markaðin'n þegar líður að miðjum ágúst. Uppskeruhorfur í Þykkva- bænum eru ágætar. Þar er mesta samfellda kartöflurækt- arsVæði á landinu — um 70 gott hægt að segja um sprettú, og tíðarfar. Gera má ráð fyrir, að túnaslætti (fyrra slætti) verði almennt lokið um mán- töður þá yfirleitt komnar í hús aðamótin hér í autsursýslum og eða fullþurrkaðar í sæti. Hér munu vera yfir 10 íveru- hús í smíðum (ný), en auk þess er enn unnið að því að fuilgera allmörg af þeim 30—40 íveru- húsum sem voru í saiíðum á Selfossi í fyrrasumar. Nýtt bankahús. í sumar verður flutt í nýja bankahúsið, sem unnið hefur verið að hér undangengin 2—3 ár. Er það stórhýsi, kjallari, 2 hæðir og ris. Landsbankinn reisir hús þetta fyrir útbú sitt hér. hektarar að flatarmáli. Stærstu framleiðendur þar fá í góðum uppskeruárum 500—600 en hin ir smærri framleiðendur 125— 150 tunnur. Yfirleitt mun hveri maður hafa sett þar niður a. m. k. um 100 poka í vor. Má búast, við griðarmikilíi uppskeru þar í ár. Fyrri slætti seim iokið. Heyskapur gengur með af^ brigðum vel, enda ekkert nema — Utan úr heimi Framh. af 4. síðu. frétt, að hún var á leið til Kaliforníu, og tók þar þátt í alþjóða fegurðarsamkeppni, en þar sigraði „ungfrú Frakkland". Vafalaust hefvir keppnin í Aþenu farið í taugarnar á Fedoru, því að hún kvaðst ekki ætla þangað aftur, heldur leita sér atvinnu vestra.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.