Vísir - 29.07.1953, Blaðsíða 4

Vísir - 29.07.1953, Blaðsíða 4
VfSIR Miðvikúdagirin 29. julí;11953. WÍSIR CAGBLAÐ ■t í Ritstjóri: Hersteiun Pálsson. Auglýsingastjóri: ICristján Jónsscn. (f;. ; Skrifstofur Ingólfsstræti 3. Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Símar 1660 (fimm línur). Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan hJ. Hugleiðingar Alþýðufalaðsins. 'iT'ins og gefur að skilja ræða menn nú fátt meira þessa dagana •®--i en horfur á því, að stjórnin segi af sér og ný verði mynduð. í því sambandi hugleiða menn, hvernig hin nýja stjórn muni verða skipuð, hvaða flokkar muni standa saman að henni, ef ekki verður um minni hluta stjórn að ræða, og þar fram eftir götunum. Og blöðin bollaleggja einnig á sinn hátt um þetta, svo sem Alþýðublaðið í gær. Þegar athuguð er afstaða Alþýðublaðsins til þessarra mála, verður að hafa það í huga, að Alþýðuflokkurinn hafði gert sér miklar vonir um það, að upp úr kosningunum fyrir mánuði mundi spretta fyrirbærið „vinstri stjórn“, þar sem sterkur og stórum vaxandi Alþýðufolkkur mundi verða annar aðilinn, og af þessu mundi drjúpa smjör af hverju strái fyrir þann flokk. Úrslitin urðu nú hinsvegar á þann veg, að Alþýðuflokkurinn hefur nú enn meiri ástæðu til þess að vilja vera úr leik á kjörtímabilinu en áður, því að svo heilldrjúg, eða hitt þó heldur, hefur hin nýja forusta hans reynzt — og í samræmi við það verður nú að skoða Al' .ýðuflokkinn. Þó er AlþýðublaoíJ ekki gersamlega vonlaust um það, að vinstri stjórn geti orðið ofan á, því að blaðið segir, að Fram- sókn standi nú á krossgötum, og „getur átt örlagaríkt val um veginn til hægri eða vinstri.“ Skal það alveg ósagt látið, hvorn veginn Framsókn velur, enda mun það koma fljótlega á daginn, en hitt er jafn-víst, að fáir munu fagna því á þessu landi, að Alþýðuflokkurinn kæmist í stjórn, ef það yrði til þess, að eins- konar „ný-sósíalismi“ yrði aðalatriði stjórnarstefnunnar eða markmið Alþýðuflokksins, sem er afturhvarf til haftafargans og ófrelsis, sem var meðal þess, er flokkurinn barðist fyrir. Hér verður heldur engu um það spáð, hvort Sjálfstæðisflokk- urinn og Framsóknarflokkurinn geta koipið sér saman um stjórnarmyndun, því að ekki er ástæða til þess að telja það tákn fullkominnar einingar innan þessarra flokka, þótt stjórnin hafi ekki sagt af sér ennþá. Eru reyndar margvíslegir mögu- leikar fyrir hendi á stjórnarmyndun, þótt ekki sé allir kostirnir jafngóðii’, eins og gefur að skilja. Aðalatriðið hlýtur vitanlega að vera, að mynduð sé stjórn, ] er hefur vilja og getu til þess að halda áfram á þeirri braut, sem mörkuð var á síðasta kjörtímabili, og Sjálfstæðisflokkurinn hafði bent á að yrði að fara, ef ekki ætti að bera upp á sker. Enginn getur mótmælt því, að mikið hafi áunnizt á síðustu árum, nema ef vera kynni kommúnistar — eins og við er að búast — og þær fáu hræður, er hafa tekið sér þá til fyrirmynd- ar, en vilja þó ekki kannast við skyldleikann. Þess vegna verður að athugá það, hvort menn vilja, að haldið verði áfram á sömu braut eða snúið inn á aðra — kannske til vinstri — er yrði þá vafalaust happsnauð fyrir allan almenning í landinu. Sjálfstæðisflokkurinn biðlar ekki til neins, eins og Al- þýðublaðið vill vera láta, en hann er ábyrgur flokkur, og þess vegna getur hann ekki látið það lönd og leið, hvernig landinu verður stjórnað. Áhrifa hans hefur gætt til góðs að undan- förnu, og hann hefur þá skyldu við kjósendur sína að reyna að hafa sem mest áhrif á þjóðmálin með hagsmuni þeirra óg allrar þjóðarinnar fyrir augum. Því meiri áhrif sem hann hefur, því betur má vænta að landinu verði stjórnað. Það er aðalat- riðið í máli eins og þessu, sem vert er að hafa í huga . Þarfir landbúnaðarins. ‘Il/í'enn fullyrða, að þetta vor og sumar hafi vérið hin beztu, sem gengið hafi yfir landið um langt árabil og nefna menn jafnvel heila mannsaldra til þess að gera samanburðinn sem áhrifaríkastan. Er og fullkomlega rétt, að veðurfar hefur verið einmuna gott, og verður þetta sennilega eitt bezta héyja- sumar, sem um getur, á miklum hluta landsins. Veður var líka lengi hagstætt til síldveiða fyrr í mánuðinum, þótt nokkuð hafi það spillzt um tíma og dregið úr veiði. En þótt veðurfar hafi verið svo gott upp á síðkastið, má það ekki mönnum úr minni líða, að ísland liggur norður undir heimsskautsbaug, og þar er jafnan allra verðra von. Þess vegna, þarf að hyggja sem bezt að því að gera atvinnuvegina sem mest óháða veðurfarinu, og stendur landbúnaðurinn verst að vígi í því efni. Bændur þurfa að geta verkað hey sín, hvort sém tæki 15 • n il bænda. Hvorttvéggja skapár’ þeim öryggi, sem fæst-ekki-meðé mörgum öðrum eftirsóttum tækjum. Belgíumenn þykja hafa staðið sig vel í knattspyrnu undan- farið. . Þeir hafa á þessu ári sigrað Finna (4:2) í Helsing- foi-s og Svíþjóð (3:2) í Stokk- hólmi. Hins vegar urðu þeir að lúta í lægra haldi fyrir Júgó- slövurn í Brússel, en þá skor- uðu Júgóslavar 3 mörk, en Belgíumenn ekkert. ★ Henri Oreiller heitir einn slyngasti skíðamaður Frakka, en hann er einkum kunnur fyr- ir frábæra frammistöðu sína í bruni og svigi (Olympíumeist- ari 1948). Nýlega tók hann 'þátt í bílakappakstri í heimalandi sínu. Svo slysalega vildi til, að eldur kom upp í bíl hans með- an á keppninni stóð, en hann slapp samt ómeiddur að mestu. ★ E1 Mabrouk, hinn frægi franski hlaupari, hefur hlaupið 800 metrana á 1:51.4 mínútum. Þá hefur hann nýlega unnið það afrek að sigra Barthel, Luxemborgarann, sem vann 1500 metrana á síðustu Ólym- píuleikum. E1 Mabrouk hljóp á 3:48 mínútum, sem þykir mjög góður tími. ★ Bezti spretthlaupari Þjóð- Verja í dag heitir Peter Kraus. Njiega hljóp hann 100 m. á 10.6 sek. og 200 metra á 21.5 sek. Þá hefur annar þýzkur hlaupari, Karl-Friedrich Haas, vakið á sér mikla athygli ný- verið. Haas hefur hlaupið 400 metra á 46.8 sekúndum, en íþróttafréttaritarar hafa nefnt hann „Harbig nr. 2, en Rudolf Harbig íþykir bezti hlaupari, sem Þjóðverjar hafa nokkru sinni átt, og er því ekki leiðum að líkjast. Um tíma töldu menn Harbig dáinn, en nú hafa bor- izt fregnir urn, að hann sé enn í haldi hjá Rússum eftir styrj- öldina. ★ Rússneski hlauparinn Anu- friev hefur hlaupið 10.000 metra á 29 mín. 58.8 sekúndum, og er það nýtt rússnekt met á þessari vegarlengd. Beztu tímar, sem náðzt hafa á 5000 m. í ár, eru þessir: Mimoun (Frakkl,) 14:18.6 mín., Tulin 14:19.6, Rinteenpáá 14:22 ,þeir eru báðir finnskir) og Zatopek 14:33 mínútur. Hinn tékkneski hlaupameistari þykir ekki hafa staðið sig eins vel í ár og ástæða var til að ætla. ★ Bandaríkjamenn hafa löngum ’ þótt allra manna röskastir í grindahlaupi. Nýlega hljóp Davis þessa vegarlengd á 14 Framh. á 7. síðu Margt er shritié Kínverjar telja villikattasúpu og snákavín góð gegn gigt. En þó eru það aðelns þeir eldri9 sem 8itcL sve á. Mikið hefir verið rætt um ný gigtarmeðul, svo sem undralyfið cortisone, sem margir eru þó ekki um of hrifnir af. Meðal þeirra sem ekki að- hyllast hin nýju gigtarmeðul eru aldraðir Kínverjar í Banda- ríkjunum — og sennilega ann- ars staðar líka. Þeir nota aðrar aðferðir til þess að vinna bug á afleiðing- um rakans í híbýlum sínum, sem oft og tíðum eru bakher- bergi í þvottahúsum. Þeirra trú er sú, að eina örugga leiðin til þess að lækna gigt sé að fara eftir gömlum kokkabókum og borða villikattasúpu, sem sí^- an er rennt niður með snáka- víni. Apasúpa kvað einnig koma að góðum notum. En það er sömu sögu að segja af þess- um lyfjum og svo mörgum öðr- um, að þau er erfitt að fá — sérstaklega í stórborgum. Árið 1935 tók kínverskur matsölumaður í New York að sér að bæta úr þessari brýnu þörf og aflaði sér sambanda við höggormasala í Texas, og síðan hafa nægar birgðir af þeim verið á boðstólum. Og þótt kínverski braskarinn leggi meira á, en gerist um nýrxú lyf, er snákavín ódýrara, kostar 1—1.50 dollar. Því miður lítur samt út fvrir, að salan detti niður eftir nokkra áratugi, því að hin yngri kyn- slóð Kínverja virðist ekki mjög áfjáð í þessi lyf. Það eru aðeins hinir éldi’i, sem enn hafa trú á gömlum aðferðum ög læknis- aðefrðum forfeðranna. Rétt ér það, að sennilega líður ekki á löngu, áður en við leggjum nið- ur grasagraut og annað þess- háttar góðgæti. En það væri illa farið. Óska eftir að kaupa einbýlishús, fullgei’t eða í smíðum, uppsteyptur kjallari og grunnur koma einnig til greina. Tilboð merkt: „EINBÝLISHÚS — 242“ óskast sent blað- ’"iníí fyrií' ^ágúst!1 >ín■ -n',"iii(í: ; ■- i ■ ii 'A hxo'I . : ...... Það er ferðaliugur í fólki um þessar mundir, en um næstu lielgi, verzlunarmannahelgina, má gera ráð fyrir að fleiri Reyk- vikingar verði utanbæjar cn um nokkurn annan tíma ársins. Um þessa helgi munu sumarfríin vera tíðust og svo baétast við ferðalög i allar áttir, en þá eiga menn líka almcnnt frí i hálfan þriðja dag, svo ýmislegt er liægt að fara. En auk þess eru í Reykjavik almenn hátiðahöld, sem félag verzlunar- manna gengst fyrir árlega, og fara þau að þessu sinni fram í Tivoli. Nógu úr að velja. Það er því nógu úr að velja um þessa helgi, annaðhvort að fara úr bænum á vegum einhverr- ar ferðaskrifstofunnar eða Ferða félagsins, eða þá, ef tök eru ekki á þvi að fara í langferð, að taka þátt i fjölbreyttum hátiðahöldum í bænum. Með liverju árinu sem liður verður auðveldara að kom- ast úr bænum um helgar í bæði stutt og löng ferðalög, sem jafn- vel þurfa ekki að kosta mikla peninga. Þeir, sem slíkar ferðir annast, hafa á boðstólum auk sætagjalds til nálægra staða, ó- dý.rari ferðir, ef samið er um fei’ðamannahópa, og má i þvi sambandi visa til Þingvallaferða, er auglýstar liafa verið við mjög vægu gjaldi, ef margir taka sig saman. Ferðalög alntenn hér. Það þykist ég nokkurn veginn viss um að óvíða munu ferðalög uin lielgar að sumarlagi vera al- mennari en hér. Og samt eru bil- arnir einu farartækin liér, en annars staðar lestirnar, sem gcfa flutt margfalt fleira fólk og eru að tiltölu ódýrai’i. Þó held ég að fáir vildu skipta á ferðalögunum með bílununx og lestunum. Bíl- arnir eru áreiðanlega langþægi- legustu farartækin á landi, og þeim óvíða lxaldið jafnvel við og hér á landi. Mikill er bilakostui’- inn í þessum bæ, að manni finnst að íxiinnsta kosli. Samt mun það svo, að um helgi eins og verzl- unai’mannalielgina mega þeir tæplega færri vera. Eg átti tal við einn mann, senx skipuleggur ferðir, í gæx-, og tjáði hann mér að flestallir stærri bilar myndu ráðnir i ferðir, og aðeins værn eftir stöðvabílarnir, sem aðallega eru notaðir í innanbæjarakstri. Stuttar ferðir. Vísir og Bifreiðastöð Steindórs efndu til einnar stuttrar helgar- ferðar um s.l. helgi, sem aðallega var ætluð fólki, sem getur ekki vegna lieimilanna eða af öðrum sökum, verið nema stutta stund burtu úr bænum. Var farið i 4 bílum og þótti ferðin talcast með afbrigðunx vel. Hafa margir hx-ingt til blaðsins og spurst fyr- ir unx næstu ferð, en hún muix að öllu forfallalausu verða farin um rxæstu helgi og auglýst áður. Hafa ýmsir liaft orð á þvi, að slíkar ferðir liafi einmitt skort, því þær séu t. d. sérstaklega hent- ugar fyrir liúsmæður, sem geta aðeins verið hluta úr degi úr bænum, vegna húsverka og Gáta dagsins. Nr. 475. Hver er sá, sem bar sál og líkama. gerði eftir guðs vilja, en varð 'þó gkki sáluhólpinn? Svar við gátu nr. 474r‘ Hnappeldá. :fc j -c.fr

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.