Vísir - 31.07.1953, Blaðsíða 8

Vísir - 31.07.1953, Blaðsíða 8
Þeir sem gerast kaupendur VÍSIS eftir 10. hvers mánaðar fá blaðið ókeypis til mánaSamóta. -r- Sími 1660. VfSlR VÍSER er ódýrasta bía&ið eg bó það fjel- brcyttasta; — Hringið í síma 1660 og gerist áskrif endur. Föstudaginn 31. júlí 1953. Brezkir þingmenn áhyggju- fullir vegna Kóreumála. Attiee er umhugað eð Kína komist í Sþ. Einkaskeyti frá A.P. — London í gær. Butler lýsti yfir því, fyrir hönd brezku stjórnarinnar á ■ þingfundi í gær, að hún myndi gera Bandaríkjastjórn fyllilega Ijósa afstöðu sína til Kóreu- málanna og annara vandamála. Sendiherra Breta í Washing- ton ræddi við Dulles utanrík- isráðherra Bandaríkjanna í gær í 50 mínútur. Þingmenn í báðum deildum brezka þingsins létu í gær í ljós 'áhyggjur út af ummælum Dull- es við blaðamenn, varðandi Kóreu og hina fyrirhuguðu stjórnmálaráðstefnu, og vænt- anlegan viðræðufund hans og Syngmans Rhee, sem haldinn verður til þess að samræma stefnu Bandaríkjanna og S.- Kóreu á stjórnmálaráðstefn- unni. Attlee fyrrverandi forsætis- ráðherra sagði m. a., að sér hefði virzt undirtónninn í um- mælum Dulles vera sá, að ef ekki gengi að óskum, myndi Bandaríkjastjórn fara sínar götur í málinu. Hann,— Attlee — sagði, að stjórnmálaráðstefn- una ætti að halda undir merki Sameinuðu þjóðanna. Hann ræddi og um Kína og S.Þ., og vildi ekki að neitunarvaldi yrði beitt í Öryggisráðinu varðandi Snorraháfið á suntiudðg. Snorrahátíð Borgfirðingafé- lagsins verður haldin í Reyk- holti n. k. sunnudag, 2. ágúst, «g hefst kl. 4 e. h. Til skemmtunar mun verða: Samkoman sett af formanni félagsins, Eyjólfi Jóhannssyni. Tvísöngur: Björg Bjarnadóttir og Bjarni Bjarnason. Upplestur: Jón Helgason prófessor. Kór- söngur: Borgfirðingakórinn syngur undir stjórn Esra Pét- urssonar. Ræða: Síra Einar Guðnason. Tvísöngur með guitarundirleik: Ólafur Bein- teinsson og Sigurveig Hjalte- sted. Upplestur: Klemenz Jóns- son leikari les borgfirzkt Ijóð. Gamanvísnasöngur: Soffía Karlsdóttir leikkona syngur. Tvöfaldur kvartett úr Borg- firðingakórnum syngur. Leik- þáttur: Klemenz Jónsson leik- ari. Hljómsveit Aage Lorenz leikur á síaðnum. umsókn Pekingstjórnarinnar um, að hún fengi sess Kína á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Hlutlausa sv'æðið komið til sögunnar. Liðinn er 72ja klst. frestur- inn, sem herirnir höfðu til þess að hörfa 2 km. frá víglínu sinni, eins og hún var er vopnavið- skipti hættu. Hefur fram- kvæmdanefndin tekið hið hlut- lausa belti í sína umsjá. — Hún hélt fjórða fund sinn í movgun og sagði einn af fulltrúum S Þ. í nefndinni, að störf hennar gengju að óskum. Flýði í heima- gerðum bryn- vagni. Fyrir nokkru lét tékknesk- ur vélsmiður það bragð, að hann smiðaði sér brynvar- inn vagn og komst á lionum yfir landamærin til Þýzka- lands. Segir svo í fregnum um þetta, að hann hafi við- að að sér járni og stáli til að klæða bifreið sína með í samfleytt tvö ár, og hafi hann unnið að smíðirmi með mikilli leynd heima hjá sér, en maðurinn var búsettur í Pilsen. Klukkan fimm að morgni s. 1. laugardag ók hann framhjá Iandamæra- vörðum Tékka við Wald- Múnchen, en verðirnir munu hafa haldið, að þar væri cinn af Iþeirra eigin brynvögnum á ferð, svo að þeir hindruðu ekki flóttann á neinn hátt. í vagninum var fjölskylda vélsmiðsins — kona og tvö börn — tveir hermenn og tveir óbreyttir borgarar. Fengu þau öll hæli í S.- Þýzkalandi. T rjákvoðmsalcEi Svía vex. Stokkhólmi. — Sala Svía á trjákvoðu varð miklu meiri á fyrsta þriðjungi þessa árs en í fyrra. Nam útflutningurinn alls 88 þús. smál, en var í fyrra aðeins 35 þús._ smál. og 57 þús. smál. 1951. í júní jukust pantanir einnig tíl muna (S.I.P.). Næsta för Vísis og Steindórs umhverfis Hafravatn og víðar. Nú hefir verið ákveðið, hvert iuæstu för á vegum Bs. Stein- dórs og Vísis verður stefnt. j Verður ekið umhverfis Hafra- ' vatn, komið við í Reykjalundi og haldið þaðan til áburðar- ..verksmiðjunnar, og loks ekið að Eiði, þar sem haldið verður kyrru fyrir, unz lialdið verður Keim. Eins c>g á sunnudaginn1 verður lagt af stað klukkan tvö frá Miðbæjar-barnaskólanum — á Fríkirkjuvegi — og kornið aftur í bæinn klukkan sjö. Miðar verða seldir í skrifstofu Vísis á sunnudagsmorgunn, kl. 10—12, og er rétt að minna á það í þessu sambandi, að ekki er hægt að taka ótakinarkaðan fjölda með, enda urðu margir frá að hverfa síðast. Okyrrð er alltaf við og við á Suez-svæðinu, og sýnir myndin brezka hermenn á götum Is- máiliu, borgar við skurðinn. Rússar vilja ræða Austurríki. Ráðstjórnin hefur sent þrí- veldunum nýja orðsendingu varðandi friðarsamninga við Austurríki, og lagt til, að fjór- veldin taki það má! fyrir af nýju. í orðsendingunni er þríveld- unum og Austurríki kennt um, að ekki er búið að ganga frá friðarsamningum við Austur- ríki, Ráðstjórnin kveðst sjálf munu greiða kostnaðinn af her- námi sínu í Austurríki frá næstu mánaðamótum að telja. Banda- ríkjamenn hafa frá ’47 greitt kostnaðinn af hernámi sínu þar, en Austurríkismenn hafa orðið að greiða Bretum og Frökum hernámskostnað. —- Þríveldin hafa iðulega haldið því fram, að Rússum sé einum um að kenha, að ekki hefur náðst sámkomu- lag um friðarsamninga við Austurríki. KR hefir enn fíest stig - en Á. fylgir fast eftir. Met sett i torfæruhlaupi. Síldveí^at: Minni veiði í nótt en SíldveiSi var minni í nótt en imdanfarna daga, að því er fréttáritari Vísis á Siglufirði tjáði blaðinu í morgun. Á þetta við bæði veiðisvæðin, en afbragðs veður er bæði fyrir vestan og austan. Á miðunum út af Siglufirði var hvítalogn í morgun, en dumbungur. Frétzt hefúr að nokkur skip-hafi feng- ið smáköst í nótt, en fá skip' með mikl'a veiði. Tveir bátar komu inn til Siglufjarðar í morgun,, báðir með afla, sem fengizt hafði á austursvæðinu. Þetta, yoru vb. Steinunn gamla, sem var giiéð 700 tunnur, og Ingvar Guð- jónsson með 1500 tunhúr. Þetta er afli frá í gær, en bátarnir komu inn kl. 4 í morgun. Eitt- hvað af aflanum verður saliað, en hitt fer í brasðsju. Síldarleitarflugvéj sveimaði yfir miðunum í morgun, en varð ekki vör, nema að liflu leyti. - Meistaramót Reykjavíkur hélt áfram í gærkvöld. K.R. er nú stigahæst með 81 sig, Ár- mann hefur 79 stig, Í.R. 58 og U.M.F.R. 2. Urslit í einstökum greinum urðu þannig: 4X100 m. boðhlaup 1. A. sveit K.R. á 45.0 sek. 2. Sveit Ármanns 45.5 sek. 3. Sveit f.R. 46.3 sek. 4. B sveit K.R. á 48 sek. sléttum.. 4X400 m. boðhlaup. 1. A sveit Ármanns á 3 mín 35.4 sek. 2. Sveit K.R> 3 min. 38.5 sek. 3. B. sveit Ármanns. á 3 mín 45.9 sek. 4. Sveit Í.R. 3 mín. 54.4 sek. 3000 m. torfæruhlaup. 1. Kristján Jóhannsson Í.R. á 9 mín 53.6 sek. sem er nýtt ís- landsmet. Gamla metið var 10 mín. 6.2 sek. og átti Kristján það sjálfur. 2. Eiríkur Haralds- son Á. á 11 mín. 03.6 sek og 3. Hreiðar Jónsson Á. á 11 mín. 15.6 sek. 4. Marteinn Guðjóns- son Í.R. á 13 mín. 03.0 sek. í fimmtarþraut sigraði Guð- mundur Lárusson Á. með 2535 stig. 2. varð Valdimar Örnólfs- son Í.R. með 2146 stig. 3. varð Friðrik Gu'ðmundsson K.R. a 2104 stig. 4. varð Daníel Hall- dórsson Í.R. með 2078 stig. , í gærkvöldi fór einnig fram meistaramót kvenna í Reykja- 1 vík. í 100 m. hlaupi sigraði Margrét Hallgrímsdóttir U.M. F.R. 13.8 sek. í langstökki sigr- aði Margrét einnig, stökk 4.40. f 4X100 m. boðhlaupi sigraði U.M.F.R. á 59.3 sek. í Reykjavíkur meistaramót- inu á eftir að lceppa í tugþraut og 10 km. hlaupi og fara þær keppnir fram 19. ágúst. Þrengsli í Höfn. K.höfn, þ. 22. júlí. í Kaupmannahöfn er nú svo að segja algerlega ómögulegt að útvega herbergi í gistihús- um. í borginni eru alls 3600 gisti- húsarúm, og jafnmörg er að l.. öllum jafnaði hægt að útvega herbergi hjá fólki víðsvegar um borgina. Síðustu næturhar hefir allt verið fullt, og lög- reglan hefir orðið að sjá þeim verst viðstöddu farborða. — Ferðamannastraumurinn til Danmerkur hefir aukizt um 7 prósent í júnímánuði miðað við júní í fyrra. Saltal í 32 þús. tuitnur á Raufar- feöfn frá vertílarbyrjun. Pá hafa brædd þar 47090 rttál. AIIs Iiafa verið brædd 47.000 mál á Raufarhöfn og saltað í ; 32.000 tunmir, frá því er síldar- , vertíðin íiófst. i ígær var lítil veiði á austur- svæðinu, eins og segir á öðrum I stað í blaðinu í dag. Saltað var J í samtals 2253 tunnur á Raufar- : höfn í gær, en brædd voru 4570 , mál frá kl. 6 í gærkvöldi til ki. : tíu í morgun. * Um aflabrögð einstakra báta er þetta að segja: Fagriklettur var með 700 mál í gær, Bjarni Jóhannesson 670, Marz 600, Vonin frá Grenvík 600, Jón Stefánsson úr Vestmannaeyjum 600, Hagbarður 450, Kópur 450 og Víðir, GK, 370. Stafalogn var á miðunum í morgun, en síldin treg, torfur smáar, að því er fréttaritari Vís is á Raufarhöfn tjáði blaðinu í morgun, laust eftir kl. 10.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.