Vísir - 04.08.1953, Blaðsíða 2
VlSIB
Þriðjudaginn 4. ágúst 1953;
¦ »<t<»«»»«o«t>»» •^??^??f
Minnishiað
afanennings*
Þriðjudagur,
4. ágúst, — 216. dagur ársins.
Flóð
• verður næst í Reykjavík kl.
14.10.
K.F.U.M.
Biblíulestur: Fil.
Metnaður hans.
l.-ll.
Næturvörður
er í Laugavegs Apóteki. —
Sími 1618.
¦'-¦.
Næturlæknir
er í Læknavarðstofunni. —t
Sími 5030.
Rafmagnsskömmtun
verður á morgun, miðviku-
dag, sem hér segir: 'Kl. 9.30—
11 II. hverfi. Kl. 10.45—12.15
III. hverfi. Kl. 11—12.30 IV:
hverfi. Kl. 12.30—14.30 V.
hverfi. Kl. 14.30—16.30 I,
hverfi.
Útvarpið í kvöld.
Kl. 20.20 Fréttir. — 20.30
Erindi: Landnám íslendinga í
Norður-Dakota, fyrra erindi.
(Richard Beck prófessor). —
20.55 Tónleikar: Jeanita Melin
syngur létt lög. (Carl Billich
aðstoðar). — 21.15 Á víðavangi.
(Guðmundur Eiarsson frá Mið-
dal). — 21.30 Tónleikar (plöt-
tir). —¦ 21.45 íþróttaþáttur.
<Sigurður Sigurðsson), — 22.00
Fréttir og veðurfregnir. — 22.10
Kammertónleikar (plötur) til
kl. 22.35.
Gengisskráning.
(Söluverð) Kr.
1 bandarískur dollar .. 16.32
1 kanadískur dollar----- 16.46
100 r.mark V.-Þýzkal. 388.60
leösktpund.......... 45.70
100 danskar kr. ...... 236.30
100 norskar kr.......228.50
100 sænskar kr. ...... 315.50
100 íinnsk mörk ...... 7.0Ö
100 belg. frankar .... 3267
1000 íarnskir f rankar .. 46Æ3
100 rrissn. frankar___373.70
100 gyllini........... 429.90
1000 Iírur............ 26.12
Gullgildi krónunnar:
lOOgullkr. = 738,95 pappírs-
'- krónur.
HimiHIMIIHIHMIIIIIIMflMIIMmiMI
!»»»»»»»»»»»»<
iiiiiiiiii
i » » • » ».» »»»»».»»'»»»»»» ii »»»o»»»»»»»»»»o»»
i"» imii '.** ¦ 7F% iW jk V%
iiiiiii
»»««»».«
<¦»»»»»i
"ÍH»<Hftf»» «
r
miur
BMntmniMMeiM mi
.«?-?¦¦»•»."»¦•¦?¦¦»¦» ».? i
¦ »¦»•?"»¦?¦¦?¦<
!¦»?'?"»'¦»? ¦?"»'¦ »¦»¦?¦?-»
4(r*A4fátam /975
Lárétt: 1 Fiskinn, 7 hávaði,
8 óvit, 10 miska, 11 lægðar, 1-4
stefnur, 17 kaupstaður (sk.st.),
18 málms, 20 miklu.
Lóðrétt: 1 Brotið, 2 eftir frost,
3 lézt, 4 Evrópumanna, 5 lær-
dóms, 6 skel, 9 trjátegund, 12
ílát, 13 tímarit, 15 stórborg, Í6
kvennafns, 19 í röð.
Lausn á krossgátu nr. 1974:
' Lárétt: Lbirting, 7 61, 8 órar,
10 AUÓ, 11 vals, 14 Aldan, 17
BS, 18 góna, 20 hanar.
Lóðrétt: 2 Böðvar, 2 il, 3 tó,
4 IRA, 5 naum, 6 gró, 9 öld, 12
als, 13 saga, 15 nón, 16 mar, 19
Na. :,„, iW.MA.ltiMMM
.Sjki
Félög Fríkirkjusafnaðarins
í Reykjavík efna til hinnar
árlegu skemmtif erðar f yrir
safnaðarfólk á sunnudag, 9.
ágúst næstkomandi. Verður
farið að þessu sinni í Þjórsárdal,
að Sogsfossum og virkjunin
skoðuð, og síðan heim um Þing-
VÖll.
Mikill straumur
manna var úr bænum um
helgina eins og vænta mátti, þar
sem sumir áttu frí í þrjá daga
samfleytt, en aðrir hálfan þriðja
dag. Mestur mun straumurinn
hafa verið austur að Laugar-
vatni, og varð að fá miklu fleiri
bíla til að flytja farþega þangað
en venjulega. Óregla mun hafa
verið með ódæmum víða úti
um sveitir, og er nánar frá því
sagt annars staðar í blaðinu.
Happdrætti S.Í.B.S.
Menn eru minntir á það, að
dregið verður í áttunda flokki
vöruhappdrættis S.Í.B.S. á
morgun — 5. dag mánaðarins,
eins og venjulega. Verða menn
að endurnýja strax í dag, því
að ella kunna þeir að verða af
miklu happi.
Symfóníuhtjómsveitin.
Útvarpsstjóri og borgarstjóri
Reykjavíkur hafa nýlega skipzt
á bréfum um skipun stöðu
hljómsveitarinnar framvegis.
Mun verða skýrt nánar frá
bréfaskiptum þessum bráðlega.
Gatnagerð.
Bæjarráði hefir nýverið falið
bæjarverkfræðingi áð hefja á
ný gatnagerð á Lokastíg. Var
byrjað á verki þessu fyrir
nokkrum árum, og búið að
grafa mikið götuna vegna
fyrirhugaðrar undirstöðu, er
verkið stöðvaðist vegna tregðu
einhvers húseiganda við götuna.
Hún mun nú úr sögunni, þar
sem hafizt verður handa á nýj-
an leik.
Nafnanefnd
bæjarins hefir nýlega ritað
bæjarráði um nafn opna svæð-
isins: Miklúbrautar, Flókagötu,
Lönguhlíðar og Rauðarárstígs.
Var samþykkt að svæði þetta
skuli heita Miklatún framvegis.
Rafmaghsbílanir.
Bæjarráð hefir nýlega falið
rafmagnsstjóra að semja um
bætur végna rafmagnsbilana í
Garðahreppi 13. janúar 1952.
Bæjarútgerð Reykjavíkur
1. ágúst 1953.
Bv. Ingólfur Arnarson kom
frá Grænlandi í morgun. Bv.
Skúli Magnússon, Hallveig
fróðadóttir og Þorsteinn Ing-
ólfsson eru í Rvk. Bv. Jón Þor-
láksson er á síldveiðum. Bv.
Pétur Halldórsson fór til Græn-
lands 25. júlí. Bv. Jón Baldvins-
son fór til Grænlands 18. júlí.
Bv. Þorkell máni fór til Grsen-
lands 9. júlí. —Sl. viku unnu
200 manns við fiskverkun,
pökkun og önnur framleiðslu-
störf í Fiskverkunarstöðinni.
Hvar eru skipin?
Eimskip: Brúarfoss er í Ham-
borg. Dettifoss og Goðafoss eru
í Rvk. Gullfoss fór frá Ryk. á
hádegi á laugardag til Leith og
K.hafnar. Lagarfoss fór frá
New York á föstud. til Rvk.
Reykjafoss fer frá Rvk kl. 14
á laugardag til Rotterdam,
Antwerpen og Flækkefjord.
Sélfoss fer frá Flækkefjord á
láugardag til íslands. Tröllafoss
fór frá Rvk. 27. júlí til New
York. '
Héraðsmót Sjálfstæðismanna
í Reykjanesi við ísafjarðar-
djúp verður haldið næstkom-
andi sunnudag, 9. ágúst. Verður
efnt til hópferðar héðan á sam-
komuna, lagt upp á föstudags-
kvöld og farið í svefnvagni
Nörðurleiðar og komið 'daim á
ný á mánudagsmorgunn Margt
verðUr til skemmtunar. Nánari
upplýsingar eru gefnar um
ferðina í síma 82327.
VÍi'^WW^^-WWWWSWSrtWWiWWVWWWVWS^^
Tl"
a Vestarg. 10
F Sími 6434
v^rwV^ftrt^ftftrtWJ%r^^^V^jV^Wfaff^%^^%^^%rtJ^i^VWV^^^-^Vtf1*
' ' ' «
JLtBMtiifÍtttfaMiM*
laurgat'• —
Framhald af 1. síðu.
að og vinna af góðum hug og
kappi, gengur verk fljótt og.vel.
Skóflur voru fáar og önnur
verkfæri, en menn notuðu f jal-
ir og jafnvel fæturna til þess
að hjálpa til, og tókst að gera
þarna nothæfa flugbraut. Um
lágnættið á sunnudag var þessu
lokið.
Varð að hætta við
'þrisvar vegna þoku.
Veður var hið fegursta þar
efra. Ágætlega tókst, að fyrr-
nefndum undirbúningi loknum,
að hefja sig til flugs. Áform
mitt var að fljúga með stúlk-
una til Reykjavíkur. Yfir Lyng
dalsheiði ( milli Laugarvatns
og Þingvalla) varð eg að snúa
við vegna þoku. Reyndi þá áð
fljúga aðra leið — yfir Mos-
fellsheiði, en það fór á sömu
leið. Ákvað ég þá að reyna
lendingu í Kaldaðarnesi og
flaug yfir ánni, én þótt ég væri
ekki nema 200 metra f rá flug-
vellinum gat ég ekki séð hann.
Fjórða tilraun héppnast.
Lent á Hellu.
Að því búnu sá eg þann kost
vænztan að reyna lendihgu á
Hellu á Rangárvöllum. Gekk
lending þar að óskum. Þar var
fyrir Ingólfur Jónsson kaupfé-
lagsstjóri í bifreið, til þess a'ð
greiða fyrir okkur, en skömmu
síðar kom sjúkrabíll frá Sel-
fossi, en hann hafði eiiinig far-
ið áleiðis að Kaldaðarnesi, er ég
ætlaði að lenda þar. Eg lenti á
Hellu kl. hálftvö um nótt<r,a.
Læknir var í sjúkrabílnum fi-á
Selfossi og var svo stúlkan ílutt
í Landsspítalann í Reykjavík.
Mikilvæg aðstoð.
Eg vil að síðustu, sagði Björn
Pásson, leyfa mér að mirinast
þakksamlega allrar þeirrar mik
ilvægu aðstoðar, sem flugþjon-
ustan í Reykjavík og landssíma
þjónustan veitti á þessu flugi,
eins og ávallt áður. Starfsfólk
þessara stofnana fylgdist ná-
kvæmlega með íluginu, stöðvar
voru hafðar opnar o. s. frv., og
vegna þessarar árvekni var
jafnan hægt að veita alla þá að-
stoð, sem þörf yar fyrir. Verðúr
slik aðstoð , aldrei , metin og
þökkuð sem vert er.
Mikið öryggi.
Við þessa hógværu frásögn
vill Vísir því við bæta, að hér
hefur enn sannast áþreifanlega
hvert óryggi er að þeirri þjón-
ustu, sem veitt er með rekstri
sjúkraflugvélar Björns Pálsson
ar og Slysavarnafélagsins. Þetta
sjúkraflug sánnar svo ljóst sem
verða má, að slíkrar þjónústu
getur vérið þörf jafnt í bliðu
sumarsins sem hðrkum vetrar-
ins, og einnig, að uffi hásumar-
ið getur verið við mikla erfið-
leika að etja,'en allt fór giftu-
samlega sem jafnan áður.
3Mimm£mfgaim&w& *•
'Frh. áf 4. síðu.
bæði hagsýnn um rekstur og
vildi aldrei unna sér hvíldar við
störf.
Eftir að þau hjónin fluttust
til Reykjavíkur, starfaði Einar
um skeið hjá Viðtækjaverzlun
ríkisins, en síðar hjá tollstjóra-
skrifstofunni eða þar til hann,
vegna héilsubrests, varð að
leggja niður störf.
Einar Friðriksson var 'fjöl-
gáfaður maður, skáld gótt,
hnyttinn og skemmtilegur.
Hann var víðlesinn og fróður,
og svo létt var honum um að
yrkja, að hann svaraði eigi ó-
sjaldan kunningjum sínum í
ljóðum svo snöggt, að mönnum
kom á óvart þetta vald hans á
tungunni. Hann undirbjó síð-
ustu mánuðina útgáfu ljóða
sinna og lausavísna og er von-
andi, að fráfall hans tefji ekki
fyrir þeirri útgáfu.
Einar var fríður maður sýn-
um, þéttur á velii, góðmann-
jlegur og drengskaparmaður,
greiðvikinn svo af bar, gestris-
inn eins og bezt verður á kosið,
kurteis og hlýr í fasi, enda átti
hann fjölda vina, sem kunnu að
meta mannkosti hans, og þótti
vænt um hann.
. Samhúð þeirra hjóna var til
fyrirmyndar og bar aldrei
skugga á, svo samhérit voru
þau í því að gera hvort öðru og
þelm, sem þau umgengust,
lífið eins fagurt og unnt var.
Þau voru gæfumanneskjur.
Enda þótt Einar sæktist ekki
éftir metörðum, komst hann
ekki hjá því að gegna oddvita-
störfum fyrir Fáskrúðsfjarðar-
hrepp og taka að sér sýslu-
néfndarmannsstarfið fyrir sama
hrepp, störf sem voru tímafrek,
en nálega ólaunuð og töfðu því
aðeins fyrir frahítakssemi hans
í eigin þarfir. Eg get ekki hjá
því komizt að nefna hér lítið
atvik, sem mér skildist, að Ein-
ari hafi þótt vænt um. Hér í
bæ er fámennur hópur góðs
fólks, sem nefnir sig Eskfirð-
inga- og Reyðfirðingafélag og
hefir meðal annars það hlut-
vérk, að viðhalda tengslum við
áttahgana. Á árshátíð þessa fé-
lags, sem haldin var 11. febrúar
1953, var prentað ljóð eftir
Einar á hverju borði, sem hann
hafði ort í tilefni dagsins. Þeg-
ar allir viðtsaddir höfðu sung-
ið hið fagra ljóð, voru þau hjón-
in, Guðrún og Einar, gerð að
fyrstu heiðursfélögum Eskfirð-
inga- og Reyðfirðingafélagsins.
Og mér kæmi ekki á óvart, þótt
síðar yrði minningu þessara
hjóna haldið uppi með styttu
af þeim í nokkurra hektara
gróðurreit félagisns að Heið-
mörk.
Kjartan bróðir Einars, 72 ára
áð aldri, sem búsettur hefir
verið í Noregi í 53 ár, en ekki
vitjað ættlands síns í 22 ár,
kom til Reykjavíkur þann 17.
júlí. Fögnuður bræðranna yfir
endurfundum entist þeim ekki
nema 11 daga. En það voru
langir og góðir dagar báðum.
Börn þeirra Guðrúnar óg
Einars, á lífi, eru: Anna, gift
Eiríki Björnssyni, lækni í Hafn-
arf.; Jóhanna, gift Sigmund
Lövdal, bakarameistara; Frið-
rik læknir, kvæntur Ingeborg;
Egill, bifreiðarstjóri, kvæntur
Ingu Ingvarsdóttur; Skúli,
verzlunarmaður, giftur Bryriju
Þórðardóttur; Hálfdán, verzl-
unarmaður, giftur Ingibjörgu
Erlendsdóttur; Lára, gift Oli-
ver Guðmuudssyni prentara og
fósturbörn: Þóra Sigurðardótt-
ir, gift Júlíusi • Ke,mp, stýri-
manni og Oddný Jóhannesdótt-
i, ógift., ,-.•¦•:...-¦ '•
Þau frú Ingibjörg og Hálfdán
hafa frá því þau giftust, búið
í sama húsi og gömlu hjónin.
Nutu þau alúðar, árvekni og
úrnhyggju tengdadóttur og
sonar svo sem framast mátti,
enda létu þau ekkert tækifæri
ónotað, sem verða mátti til að
létta þeim elliárin. En öll hafa
börn þeirra og fósturbörn látið
sér umhugað um velférð gömlu
hjónanna.
Þótt sár sé nú söknuður ást-
ríkrar eiginkónu og bama, fost-
urbarna, systur hans Lukku á
Eskifirði, Kjartans og annarra
náinna frænda, þá ér einnig
söknuður í brjóstum f jölmargra
vina Einars Friðrikssonar við
fráfall hans. En endurminning-
ar um þennan göfuga sæmd-
armann græða þau sár.
Austurland hefir misst einn
sinn bezta son við fráfall hans.
Eiríkur Bjarnason.
Móðir okkar, tengdamóðir og amma
Guðríðmr £iii'a|*síd«ttír,
Haðarstíg 8,
andaSist í Landsspítalanum 3. ágúst.
Fyrir hönd aðstandenda
Einar Gunnarsson.
Hjartkær eiginkona mín, móðir og dóttir
Cruðfiniiðt Ciuð|ónsdóttir,
lézt að heimiii sínu Grettisgötu 42, þ. 3. þ. m.
i Fritz Berndsen, u i
' [ Jðdína Jónsdóíftir o| í»orni1
aas