Vísir - 05.08.1953, Blaðsíða 8

Vísir - 05.08.1953, Blaðsíða 8
« Þeir "sem gerast kaupentfar- VÍSIS eítir 10. hvérs mána&ar fá blaSið ókeýpis til mánaðamóta. — Sími 1660. & WEMM,WL VtSIB er ódýrasta bláðiS og þó það fjcl- breyttasta. ¦— HringiS I síma 1&60 og gerist áskrtfendur. , Miðvikudaginn 5. ágúst 1953. Rænulaus dögum saman eftír byltu á hestbaki. Slysíð varS í Hvassafellsdaí nyrðra. í Akureyrarblaðinu íslend- ingi birtist eftirfarandi slysa- fregn sl. miðvikudag: „Síðastliðið laugardagskvöld fóru nokkrir menn ríðandi fram í Djúpadal að vitja um hesta. RiðU þeir allt fram á Hvassa- fellsdal. Er þeir voru að snúa við heimleiðis og vóru komnir að húsatóftum við Hvassafells- sel, sem notaðar eru í viðlögurft sem griparétt, hljóp hestu'r Magna Kjartanssonar frá Mikla garði á girðingafslitur nálægt réttinni og steyptist yfir þau, Fékk Magni svo vonda byltu, áð hann missti meðvitund og gat sig lítið hreyft, er hann raknaði yið sem snöggvast. Þoka yar á og nokkuð rökkvað af nóttu, svo að girðingin sást ekki fyrr en að henni var kom- ið. Menn yoru þegar sendir til bæjar eftir áðstoð til áð bera sjúklingirih og til að útvega lækni, en enginn akvegur ligg- ur fram í dalinn. Komu menn- irnir eftir nokkurn tíma með fleka, og var nú búið um hinn ölasaða mann á honum og hann borinn áleiðis til byggða. En skömmu utan við eyðibýlið Kambfell mættu þeir bifreið Ferðafélags Akureyrar, er Þor- steinri Þórsteinsson ók, og flutti hann Guðmund Karl Pétursson yfirlækni, er náðst hafði til um nóttina. Er læknirinn hafði at hugað sjúklinginn, sem ekki sáust áverkar á, var búið um hann í sjúkrakörfu og snúið við áleiðis ' til Akureyrar. Gekk efrðin hægt fyrsta áfangann, því um vegleysur var að fara. Var komið hingað í sjúkrahúsið kl. 10 á sunnudagsmorgun. Hinn slasaði maður hefur mikið legið í móki og löngum verið rænulítill, þar til í gær, að hann virtist ranka nokkuð við sér.""•¦' Stálu ræhumíl N. York AP). — Nýlega kærði Boggs, fylkisstjóri í Mary land, að brotizt hefði verið inri í bíl hans í Washmgton. Stálu þjófarnir m. a. tveim skyrtum, en þó var verra, að þeir stálu handriti af ræðu, sem Boggs ætlaði að halda um daginn. Hann varð því að tala blaðalaust. Heyfengur seimilega lh meiri en í f yrra eia meiri. Mýrækt seíniii ára náðí sér npp i vorlilviiicltiiiiini ná, skilar mikln 'lseyi Knowland ölduhgadeildar- þingmaður verður leiðtogi repu blikána í öldungadeildinni í Washington, í stað Roberts Tafts. Sulíforöi steriings- svæðis vex. London (AP). — GuII- og dollárajöfnuður sterlingssvæð- isins var hagstæður í júlí um 89 millj. dollara. Er það 49 millj. meira en í júní og eru þá reiknaðar með 36 millj. dollara framlag til landvarnaaðstoðar og 2 millj. frá greiðslubandalagi Evrópu. Júlí var sjöundi mánuðurinn í röð, sem jöfnuðurinn var hag- stæður. 40-50 bátar i Raufarhöfn í fyrrakvöld. Engin síld, að heita má, hef-1 ur borizt til Raufarhafnar und- anfarna daga, utan nokkrir J smáslattar, sem farið hafa í bræðslu. í fyrrakvöld lágu 40—50 bát ar inni á Raufarhöfn, og því óvenju margir aðkomumenn. Var efnt til dansleiks á staðn- um, en norski harmoníkusnili- ingurinn Toralf Tollefsen lék fyrir fullu húsi og við hinar beztu undirtektir. Nýkominn er læknir á stað- inn, Ólafur Ólafsson, sem áð- ur mun hafa verið við Hafnar- fjarðarspítala og í Stykkis- hólmi.Var læknislaust lengi vel, eins og kunnugt er, en sem bet- ur fór, urðu engin alvarleg meiðsl á þeim tíma, né heldur neinn maður alvarlega sjúkur, nema maður, sem fékk heiftar- lega botnlarigabólgu og var fluttur til Akureyrar til upp- J skurðar. Þykja mönnum góð tíðindi, að læknir sé kominn á staðinn, eins og vonlegt er. { í morgun var hæg gola á' Raufarhöfn, dimmt yfir, en milt í veðri. Þekkta Ijóöskáld Bancla- ríkjanna, rithöfunclur og ævi- sagnaliöfundur, Carl Sandburg, varð nýlega 75 ára. Hann er af sænskum ættum, og * tilefni af afmælinu sæmdu Svíar hann heiðursmerki Norðstjörnunnar. Meíflutningar ntei FÍ til Eyja. AHar líkur benda til, að flutningar Flugfélags íslands á þjóðhátíðina í . Eyjum, verði meiri en nokkru sinni. Nú þegar hafa verið pantaðar 30 flugferðir til Eyja, en það svarar til á 9. hundrað manns. Ferðirnar hefjast á morgun, en þá er fullskipað í 4 flugvélar þjóðhátíðargesta. Á fimmtudag er upppantað í 7 ferðir, en. á föstudag í 13 ferðir. Þá verður reytingur af fólki, sem fer á laugardag. Notaðar verða Douglas-vél- arnar Gunnfaxi, Gljáfaxi og Glófaxi, og fá þær nóg að gera til þess að anna flutningunum. Geta má þess, að flutningar F. í. til Eyja í fyrra við svipað tækifæri námu um 600 manns. Annars hafði F.í. nóg að gera sl. laugardag, en þá voru fluttir 362 menn í innanlandsflugi, flestir norður, en annars til Egilsstaða og-vestur á Firði. Heyskapur gengur enn ágæt- lega um land allt og ætla menn að heyfengur verði með almesta móti í sumar, verði áframhald á góðu tíðinni. - Er það margra trú, sem styðj ast við gamla reynslu, að ekki muni bregða fyrr en með Höf- uðdegi, 29. ágúst, hvað sam verður. Menn eru nú almennt búnir. með tún, nema útskækla sums staðaf. Bændur, sem Vísir hefur átt Vísir hefur einnig átt tal við búnaðarmálastjóra og kvað hann suma bændur ætla, að heyfengur yrði helmingi meivi í ár en í fyrra. Sjálfur kvaðst búnaðarmálastjóri ætla, að nær hinu rétta myndi að hann reynci ist þriðjungi meiri, ef heyskap- artíð helzt góð. Búnaðarmáia- stjóri kvað-mjög mikið muna í ár um heyfenginn af nýrækt- inni, sem hefði brugðist í fyxra, og í hitt eð fyrra og þar áður Ital við, telja til mikilla ' bóta ( hefði kal valdið á henni miklu vegna seinni túnasláttar og'tjóni, en nú í vorhlýindunum garðuppskeru, að dálítil væta hefði nýræktin náð sér upp, ers hefur komið í bili, og telja ekk- hún nam 2600 hekturum í fyrra. ert verr horfa hennar végna.' og næstum jafnmiklu í hitt eð; Heyfengur er hvarvetna ririkill fyrra. og góður. | Fangaskiptin eru haf in. Amei'ískum föngum hegiit fram á síðustu sstiindii. Éinkaskeyti frá AP. Tokyo í. morgun. Fangaskipti hófust í morgun í Panmunjom. Þau hófust nákvæmlega á til- tekinni stundu. Fyrir sjúkra- bílalest kommúnista fóru 3 jeppar, en kommúnistar skil- uðu aðeins sjúkum og særðum föngum í morgun. Meðal fang- anna var bandarískur liðsfor- ingi, sem hefur veríð í haldi í 2% ár, og kvað hann kommún- ista hafa hegnt bandarískum liðsforingjum næstum fram á Seinustu stund fyrir að „vinna gegn friði". Taylor hershöfðingi var við-" jstaddur fangaskiptin.. Rússar kaupa mikfa sííd í HoHandi. Haag (AP). — Nýlega hefur verið samið við Rússa um að þeir kaupi 150,000 tunnur síld- ar af HoIIendingum. Hafa Rússar aldrei samið um eins mikil saltsíldarkaup við Holland, og verða sendar 25.000 tunnur mánaðarlega frá 15. ágúst. Kartöflukaup aftur leyfð í Hollandi o. fl. löndum. Xokknð af nýjum iiollenxk- um kartöflum á markaðinn bkkuð magn af hollenzkum könglum, grænmeti og hvers Nokkuð magn af hollenzkum kartöflum kom hingað til iands með Goðafossi og mátti í gær sjá á götunum vörubifreiðar fullhlaðnar kartöflum á leið í hinar ýmsu matvöruverzlanir bæjarins. Hollenzkar kartöflur hafa oft áður verið fluttar hingað til lands og líkað ágætlega, en svo tók fyrir þann innflutning vegna gin- og klaufaveikihætt- unnar, og voru fluttar inn írsk- ar kartöflur, en ekki líkuðu þær éins vel. Þó hafa kartöflur þær erlendar, sem verið hafa á markaðnum að undanförnu, þótt góðar. Þær voru banda- rískar af þessa árs uppskeru. Nú hefur innflutningurinn .á kartöflum verið rýmkaður, og er nú bannaður innflutningur „á lifandi jurtum, trjám (jóla- trjám), trjágreinum og trjá- könglum, grænmeti og hvers konar garðávöxtum frá Ev- rópulöndum, að undantekn- um Danmörku, Færeyum, Noregi, Svíþjóð, r Hollandi, Stóra-Bretlandi og írlandi", en frá öllum þessum löndum var kartöfluinnflutningur bannaður um hríð, nema frá írlandi. ; Magnþað, sem riúer flutt inn af hollenzkum kartöflum er lít— ið, endá ekki vani að flytja inn mikið magn þegar komið er fram á sumar, en þessar, karr^ töflur koma annars nokkru seinna en ráð var fyrir gert. Kemur það sér vel fyrir allan almenning, að geta fengið góðar; erlendar kartöflur, þar til ís- lenzkar kartöflur fást með skaplegu verði, en þær hafa að undanförnu verið seldar á kr.. 4.50 kg. Fyrsti indverski fangagæzlu- flokkurinn er á leið frá Dehli til Tokyo. Viðræðufundurihn. Dulles utanríkisráðherra sagði eftir fund með Syngman Rhee í morgun, að þeir hefðu rætt efnahagsmál og öryggissátt- mála. Dulles færðí Syngman Rhee bréf frá Eisenhower for- seta. Eftir komuna til Seoul í gær sagði Dulles við fréttamemt, að hann vonaði að árangurinn af i viðræðunum yrði til þess að tryggja það, að vopnahléið leiddi til varanlegs friðar í allri Kóreu. ¦ Mexíkó bannar víský- innflutn'mg. London (AP). — Stjórn Mexi kó hefur bannað innflutning á whiský frá Bretíandi, Banda- ríkjum og Kanada. Er ætlun Mexikóstjórnar að f á hin löndin til að taka í skipt- um varning sem erfitt er að selja annars staðar. Bretar ein- ir selja Mexikó whiský fyrir milljón punda árlega. 7352 gæsir merktar samtals á fösfudag. Og þá var enn af miklu að taka. Stal 4 fl. af áfengí. I gærkveldi var brotizt inn í éinkahíbýli manns hér í bæ. Hafði þjófurínn lagt leið súia inn í geymsluherbergi í kjall- ara, og haft á brott með sér'4 flöskur af víni. Mál þetta' er í rannsókn. Á föstudaginn voru Peter Scott og félagar hans búnir að merkja 7352 gæsir uppi við Hofsjökul. Þó voru þeir raunverulega þúnir að handsama fleiri gæsir, en slepptu 250 án þess að merkja þær, þar sem þær voru með merki frá þvi í hitt-eð- fyrra, þegar Scott var hér í sömu erindagerðum. Á föstudaginn flaug Brynj- ólfur Þorvaidsson upp eftir aft- ur, og var Brian Holt með hon- um sem fyrr, svo og Smith flug- liðsforingi, er hefur umsjá með umferð brezkra þrýstiloftsvéla, sem fara um Keflavíkurflug- flugvöll um þessar mundir á leið frá Kanada, þar sem þær eru smiðaðar. Fljúga Kanada- menn vélum þessum hingað, en hér taka menn úr brezka flug- hernum við og fljúga vélunum til Bretlands. Eins og gefur að skilja eru Scott. og förunautar hans mjög ánægðir með ferðina, því að þeir hafa getað merkt miklu fleiri gæsir en þeir gerðu ráð fyrir. Hefir Scott tekið svo til orða, að hann hafi aldrei á ævi sinni séð annan eins fugla- fjölda samankominn og þarna, og vistin þar sé á- nægjulegasti tími, sem hamn hafi lifað. BrynjóKur Þorvaldsson fór í flug inn á milli jökla með Seott sem farþega og gat hanri þá gert sér grein fyrir því, hve ó- hemju gæsafjöldi er þar enn, sem þeir hafa ekki komizt í færi við, þar sem það er svo langa leið írá athafnasvæði þeirra. ! Leiðsögu- og aðstoðarmenn Scotts eru bændurnir Valen- tínus Jónsson og Árni Magnús- son, auk Kjartans Kjartansson- ar héðan úr bænum. Líður þeim öllum hið bezta og biðja fyrir kveðjur til ættingja. og vina.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.