Vísir - 06.08.1953, Blaðsíða 1

Vísir - 06.08.1953, Blaðsíða 1
VI 43. irg. Fimmtudaginn 6. ágúst 1953. 175. tl*l. yrði til þeirra eru sérstaklega góð þar. Ekki er blaðinu kunnugt hvort skilyrði til slíkra veiða eru víðar fyrir hendi hér á landi. Bafley fer í rugby. London (AP). — MacDonald Bailey, hlaupagarpurinn frægi, er hættur þátttöku í hlaupum. Hann hefur þó ekki sagt skilið við íþróttirnar, því að hann ætlar í staðinn að stunda rugby-knattleik og ætlar að hafa framfæri sitt af því. 3 bátar við humarveiðar sunnan Reykjaness í sumar. Þes§i útgerð ei* smáin saman að komast á öruggari grundvöll. Humarveiðarnar, sem stund- aðar hafa verið súnnan Reykja- ness undangengin tvö sumur, í tilraunaskyni, eru smátt og smátt að komast í öruggára horf. Þrír bátar stunda veið- arnar, og það er um þessa út- gerð, eins og rækjuveiðarnar, að hún skapar mikla vinnu í iandi. Vísir hefur leitað upplýs- inga um humarveiðarnar hjá Sveinbirni Finnssyni, er stofn- aði til þessarar útgerðar fyrir rúmum tveimur árum, og í til- raunaskyni eins og fyrr var sagt, og hefur gert út bátinn Aðalbjörgu til þessara veiða sumarrhánuðina. S. F. kvað veiðarnar hafa gengið allvel í júlí í sumar, allt af verið reytingur þegar gæftir hafa verið góðar, en það voru þær tíðast í mánuðinum. Hins- vegar voru gæftir slæmar í júní og aflinn rýr. Veiðarnar stunda nú 3 bátar, allir af svipaðri stærð (um 22 lestir), og eru það nú auk Aðal- bjargar, íslendingur úr Reykja- vík og Gulltoppur úr Njarðvík- um, sem veiðarnar stunda. Miðað hefur verið að því, að koma þessari útgerð á fastari grundvöll og er stefnt áfram að því marki. Aflinn er landaður í Höfnum og er hann verkaður í frystihúsinu þar og pakkaður, hvorttveggja samkvæmt þeim kröfum, sem gerðar eru til þessarar markaðsvöru í Banda- ríkjunum, en hún er flutt út þangað, og hefur líkað vel. Verður seiglast áfram í von um öruggan markað þar. Góð sumar- atvinna. Humarútgerðin skapar ágæta sumaratvinnu fyrir allmargt fólk, og um hana má segja hið sama og rækjuútgerðina, að lít- ið magn skapar mikla vinnu. Aðallega eru það konur og unglingar, sem vinna að því að verka humarinn. Þegar flest er vinna við hum- arútgerðina 60—70 manns, en að sjálfsögðu er starfslið sem að verkuninni vinnur því færra sem minna aflast. Humarveiðar eru.ekki stund- aðar annarSstaðar hér á landi en sunnan Reykjaness, en skil- Laxá í Þingeyj- srsýslu bezt Laxveiðiárnar eru mjög vatns litlar orðnar og með allra dauf- asta móti yfir stangaveiðinni. Afli í net er einnig rýr. Stangaveiðin mun einna skárst í Laxá í Suður-Þingeyj arsýslu, enda jafnan vatnsmikil, og mun vatnsmagn i henni í sum- ar jafnan hafa verið meira en í meðallagi, en lítið vatnsmagn orðið í öðrum laxveiðiám og1 hefur verið um tíma. Laxveiði- menn gera sér enga von um,' að veiðin glæðist, nema bregði til úrkomu. I Ölvusá hefur verið réyt- ingsafli í net, en lítill í' Hvítá, í Borgarfirði,. en þær eru aðal- 1 árnar, þar sem netaveiði er stunduð. i Reknetaveiðar á flóanum munu brátt glæðast. IHIíti Aikranesbátar á vefóum. Frá fréttaritara Vísis. — Akranesi í gær. Eins og stendur er dauft yf- ir reknetaveiðinni, en sjómenn vongóðir um, að veiðin glæðist aftur. \" ' ! Gæftir hafa verið misjafnar að undanförnu, stundum strekk! ingur. Sjómenn kenna smokk og háf mest um hve dauft er yfir reknetaveiðunum, og þeg- ' ar svo strekkingur er, er erfið- ara að hitta á síldina, en sjó-' menn ætla að nóg síld sé í fló- anum, og eru vongóðir um, að afli muni glæðast. j Búið er að frysta í sumar' (júní og júlí) í 5090 tn. hjá H. Böðvarssyni og Co., en fremur lítið annars. staðar. Veiðin var góð framan af. Annars byrjuðu reknetaveiðarnar aðallega upp úr miðjum júlí, og er Reynir hæstur frá 17. júlí með 700 tn. Einn bátur fór út í nótt og fékk 20 tn. Níu bátar stunda nú rek- netaveiðar. ; Fyrsti báturinn kominn að norðan. Fyrsti báturinn er kominn af snurpinótaveiðum fyrir norð an. Er það Svanur. Hann fékk 1200 tn. í salt. Hann fór 15./7. og kom 5./8. Hásetahlutur varð 4600 kr. og er það gott. Svanur byrjar á reknetaveið- um nú þegar. Dettifoss er hér og lestar fryst hval- kjöt og skreið. ísrael fær bætur. Bonn (AP). — V.-þýzka sambandslýðveldið hefur byrj- að skaðabótagreiðslur til Isra- els. Var samið um þær í vor og vakti mikla gremju Arabaríkja. Nú er fyrsti farmurinn kom- inn langleiðina til Israels, nærri 5000 letsir steypustyrktarjárns. Sólfar í júlí undir meðallagi! Seinustu 10 dagar júlí- mánaðar voru sólríkir mjög og allur mánuðurinn fremur hlýr, en þó var ekki um ó- vanaleg hlýindi að ræða. Hinir sólríku dagar frá 21. til 31. júlí nægðu ekki til þess að sólfar í mánuðinum öllum næði meðallagi. Leitaði miða við SA-Grænland. í dag verður lokið við að landa úr Ingólfi Arnarsyni fiski af Grænlandsmiðum. Skipið var 42 daga í seinustu veiðiferð þangað, og var þetta góð ferð og tók ekki langan tíma, þegar miðað er við það, að togarinn tafðist 3 daga við þreifa fyrir sér úti fyrir austurströndinni — undan Angmagsalik — en ekki ber sú fiskileit árangur nú. —• Þarna munu íslenzkir tog- ar ekki hafa reynt fyrir sér fyrr. Hélt þá togarinn áfram vest- ur fyrir á venjuleg mið þar, en þar hefur verið góður aflx að undanförnu. Patreksfjarðai’tog- ararnir komu þaðan nýlega af veiðum með ágætan afla, og þar eru að veiðum tveir togar- ar frá Bæjarútgerð Rvíkur, ísa- fjarðartogararnir báðir og Eg- ill rauði. — Fiskurinn er heldur vænni en í fyrra. Fyrir nokkru er lokið sjóprófum í sambandi við það, er ferjan Princess Victoría fórst við Norður-írland í vetur. Komst dómur- inn að þeirri niðiurstöðu, að skipið hefði verið ósjófært, og eigi drukknun 133 manna rót sína að rekja til sleifarlags eig- enda og framkvæmdarstjóra skipafélagsins. Myndin hér að ofan var tekin í vetur, þegar unnið var að björgun manna af skipmu. Frystihiís SR komið áleiðis. Uppsetniug véla er þegar Siyrjuð' Frá fréttaritara Vísis. -> Siglufirði í gær. Hingað komu fyrir skemmstu fyrstu frystivélarnar í hrað- frystihúsið, sem Síldarverk- smiðjur ríkisins eru að koma upp. Frystivélarnar eru erlendar. Sumt af þeim er komið og upp- setning þeirra byrjuð, aðrar komnar til Rvíkúr, en það sem eftir er, er væntanlegt bráð- lega. Hér er aðeins um frysti- vélarnar sjálfar að ræða. Öll önnur tæki eru smíðuð hér. Það er gamalt mjölhús, sem hefur verið inni’éttað sem frystihús, og verður það vænt- anlega tilbúið eigi síðar en í október. Saltað í 50000 tunnur í gær. Hér og við Eyjafjörð mun hafa vei’ið saltað í 4—5000 tn. í gær. Mlkfó eimríki h|á FBngf. ísl. Flugfflag Islands á geysi- annríkt þessa dagana, ekki sízf í sambandi við þjóðhátíð Vest- mannaeyinga, sem hefst á morgun. í gær voru farnar 8 fei’ðir til Eyja með þjóðhátíðargesti, og voru allar fullskipaðar. í dag verða farnar 10 ferðir, en á morgxm hvorki meira né minna en 13. í gær fluttu flugvélar F.í. samtals 395 manns í innanlands ferðum^ en það þykir geysi- mikið. Prýðllegur afll á síldar- imiuiti síðdegis í gær. Alls bárust á land á Siglufirði í gær um eða yfir 8000 tunnur. Afli var prýðilegur á síldar- slóðum við Grímsey síðdegis í gær, en í gærkveldi var kom- inn stormur, og engrar síldar vart þá. Láta mun nærri, að alls hafi borizt á land á Siglufirði eftir hrotuna í gærdag um 8000 tn., en saltað mun hafa vei’ið í um 5000 tunnur á Siglufirði í gær. í morgun var vei’ið að losa Eddu, sem var með 500 tunnur. | Annai’s var afli einstakra skipa ’ sem hér segir: Ágúst Þórarins- 1 son 150 tn., Bjarmi 300, Þor- steinn, Dalvík, 400, Páll Pálsson I 400, Örn Arnarson 150, Særún ■ 200, Freydís 150, Meta 250, ; Njörður 150, Erlingur III 150, Kári VE 300, Stígandi 250, Baldur 100, Flosi 70. Engar síldarfregnir höfðu borizt frá Raufarhöfn í morg- un, og var talið líklegt, að mestur hluti flotans væri nú kominn á vestursvæðið. í morgun hafði veðrinu slot- að, og var komið hvítalogn og sólskin. Góð atvinna nú. Atvinna er að sjálfsögðu mik il og góð á Siglufirði þessa dag- ana,. og hlutur síldarstúlkng. ágætur. Þær fá á 18. ki’ónu fyr- ir hverja saltaða tunnu, geta saltað allt að 30 tunnum yfir daginn, og þannig komizt upp í 500 króna daglaun. Síldin, sem síðast veiddist, er misstór, en kappfeit, eihs og fréttaritari Vísis á Siglufirðt komst að orði, . ,,A_

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.