Vísir - 08.08.1953, Blaðsíða 7

Vísir - 08.08.1953, Blaðsíða 7
Laugardaginn 8. ágúst 1953. rlSíB iwwiwwwwwwft/wwwwwwwwww^irtWMAWwv Hne^kMí í Marseilles eftiu' EMUÆ ZGZLA enginn er í. Þér getið fengið lykilinn að því. Felið yður þar, en þið megið ekki minnast á það við mig. Ananrs verð eg að siga lögreglunni á ykkur. Elskendurnir dvöldu í húsinu við Lambesc heila viku. Þau voru þar alein og nutu friðarins, þó að öðru hverju setti að þeim ótta. Philippe hafði fengið þúsund frankana frá Maríusi. Blanche var orðin svolítil húsmóðír og þau átu með gleði af sama diskinum. Ungu stúlkunni fannst þessi nýja tilvera líkust draumi. Stundum fekk hún óþreyjúköst og vildi komast heim til frænda síns. En hún þorði ekki að tala um þetta. Hún var beygð og einmana. Hún hafði fallizt á að flýja og nú brast hana þor til að stíga skrefið til baka. Þetta var í Dýradagsvikunni. Síðdegis einn daginn er hún stóð við gluggann fór skrúðganga framhjá. Hún kraup á kné og spennti greipar. Ungú hvítklæddu stúlkurnar sungu fagn- andi og báru merki Maríu meyjar á milli sín. Þegar Blanche sá þetta fór hún að gráta. Hún fór að hugsa til þess að hún væri sjálf í mjallhvítum kjól í þessum hóp,. Og hana sveið fyrir hjartanu er hún minntist þess að hún var á flótta. Um kvöldið fekk Philippe nafnlaust bréf. Þar var honum sagt að hanh mundi verða fangelsaður daginn eftir. Hann þótt- ist þekkja rithönd de Girouse á bréfinu. Nú ui'ðu þau að leggja á flótfa aftur. Og í þetta sinn varð flóttinn enn verri og aumari. VI. GRIMMUR ELTINGARLEIKUR. Þetta varð samfellt uppnám, viðstöðulaus og hvíldarlaus flótti, sífelld angist. Kvíðinn hrakti þau sitt á hvað, stundum í þessa áttina, stundum hina. Altlaf þóttust þau heyra hóíadyn hlaupandi hesta áð baki sér á þjóðveginum er þau ráfuðu þar á nóttunni .... á daginn hímdú þau að jafnaði í einhverjum óhreinum kumbalda á greiðasöluhúsi. Þau flæktust fram og aftur um Provence hvað eftir annað, en fundu hvergi öruggah samastað. ÞaU fóru frá Lambésc verstu slagveðúrsnótt og stefndu þá til Avignon. Höfðu þau leigt sér ofurlitla kerru. Hesturinn gat ekki hamið sig í slagveðursdembunum og Blanche hríðskalf í þunna sirskjólnum. Og ofan á þetta bættist að þegar þau nálguðust borgarhliðin gátu þau ekki betúr séð en að þar væri iögréglu- þjónar sem grannskoðuðu hvern þann, seni framhjá fór. Þau urðu svo hrædd að þau sneru við og héldu aftur til Lámbesc. Og héldu áfram án þess að hafa viðdvöl þai\ Þau komust til Aix og þorðu varla að dvelja þar heldur. Þeim kohi saman um að reýna að komast að landamærúnum hvað sem það kostaði. Þar aétluðu þau að reyna að ná sér í vegabréf og komast á óhultan stað. Philippe þekkti lyfjafræðmg í Tou- lon og afréð að leggja leiðina um þá borg. Hann vonaði að vinur hans mundi geta greitt fyrir þeim á flóttanum. Lyfjafræðingurinn var kátur og skemmtinn náungi sem hét Jourdaii. Hann tók innilega móti þéim. Hann faldi þau í her- bergi sínu og lofaði þeim að hefjast handa strax til að ná í vegabréf handa þéim. Jourdan var varlá kominn út úr dyrunum fýrr en tveir lög- reglumenn komu. Blanche lá við yfirliði. Hún sat náföl úti í horni ög reyndi að kæfa niðri í sér grátinn. Philippe spurði lögreglumennina með kökkinn í hálsinum hvers þeir óskuðú. — Eruð þér herra Jourdan? spurði annar þeirra byrstur. — Nei, svaraði Philippe. — Herra Jourdan er farinn út, en hann kémur sjálfsagt aftur von bráðar. — Það er gott, sagði lögreglumaðurinn kuldalega. Og svo hlartimaði hann sé á stól. Veslings flóttahjónin þorðu varla að líta hvort á annað. Þeim leið óumræðilega illa í ná-( vist þessara manna, sem vafálaust voru að léita að þeim. Kvalir þeirra stóðu í hálftíma. Loks kom Jourdan aftur. Hann fölnaði þégár hann sá lögregfumennina og fataðist þegar þeir fór.u að spyrja hann. — Þér verðið að koma rneð okkur, sagði annar þeirrá við hann. — Hvers vegna? spúrði Jourdan. — Hvað hefi eg gért? — Þér eruð sakaður um að hafa haft í-angt við í spilum í eihum klúbbnum hérna í gærkvöldi. Sakadómarinn vill láta ýður gefa skýrslu. ; ■ t *■ i; Jourdan nötraði af hræðslu. Hann var eins og lík í framan. ’Hann yfirbugaðist algerlega og fór irteð lögreglumönnunum auðsveipur eins og barn, en þeir tóku ekker't eftir hve hrædd Blanche og Philippe voru. Málið gegn Jourdan vakti mikið umtaí í Toulon í þá daga. En enginn vissi um þetta atvik sem hafði gerzt heima hjá lyfja- fræðingnum daginn sem hann var handtekinn. Philippe féllst hugur við þetta. Hánn fann að hann var of litill þrekmáður til þess að geta umflúið réttvísina, sem var að éltast við hánn. Og nú gát hann ekki gert sér von um að ná í vegábréf svo að þau gætu komizt yfir landamærin. Hann sá líka að Blanche var að gefast upp á þessu. Þess vegna afréð hann áð halda áleiðis til Marseilles og bíða í nágrenni borgar- innar þangað til de Cazalis færi að renna reiðin. Honum fór eins og fleirum sem eru í ýtrustu neyð, að hann gerði sér fá- í-ánlega von uta fyrirgefning og að allt færi vel. í Aix átti hann aéttingja sém hét Isnard og rak vefnaðarvöru- vei-zlun. Flóttahjónin sem vissu nú ekki lengur á hváða dyr þau ættu að knýja, fóru nú aftur til Aix til þess að biðja Isnard um lykil að einhverju sumarhúsinu hans. Ógæfan elti þau. Þau hittu ekki kaupmanninn heima og urðu að fela sig í gömlu húsi við Cours Sextius hjá frænku ráðsmanns de Gi- BRIDGEÞ ATTUSI f $ VÍSIS Kjttttsn ú Siridtjv-þra u t: A G-10-7-4 V 5 ♦ K-9-6-5 * Á-D-4-3 A K-D-9-8-5 V 10-9-8-5 !♦ 2 10-9-6-2 Á 3-2 V K-D-G-4- ♦ Á-G-3 * G-8-5 A A-6 V Á-8-7-6 ♦ D-10-8-7-4 A K-7 A opnar á V. S. segir 2 ♦, V 2 A, N 4 ♦ og lokasögnin verður 6 ♦, serti AUstur tvö- faldar. Vestur kemur út með A K og A lætur A 3 í. Hvernig verður Suður að spila spilið? Suður verður að gera ráð fyr- ir tígul Ás, G, x á hendi Aust- ufs. S tekur á A Ás og síðan þrjá slagi í * og fleygir A 6 í 3. slaginn. Síðan er spaði drepinn með tígli. Þá tekur S V Ás og tekur næsta hjarta méð tígli í borði og spilár út spaða og drepur með tígli hei'ma, en A fleygir V G. Síð- an er næstsíðásta hjartað drepið í borði með ♦ 6 og komið út með spaða. Bezt er fyrir A að láta VK í og drepur S þá með tígli. Suður spilar þá síðasta hjartanu og drepur me ♦ K. Annað hvort drepur A með Ás og gefur S báða slagina síðustu, eða gefur ♦ 3, en þá fær S slag á ♦ D. Spilið er unrtið. Rósa, sem var á húsmæðra- skóla úti á landi, sendi móður sinni eftirfarandi skeyti: „Elsku mamma, sendu mér 1000 kr., svo að eg geti fengið mér nýjan kjól, af því að ég er boðin á dansleik með kunn- ingja mínum, sem kannast við eina nothæfa kjólinn minn.“ Og hún fékk þegar svohljóð- andi svar frá móður sinni: „Elsku Rósa! Útvegaðu þér nýjan kunningja, sém þekkir ekki gamla kjólinn!“ • Jean Anouilh, franska leik- ritaskáidið, sem menn kannast við hér, hefur sagt eftirfarandi: „Hver maður á sér nokkurt hat ur, en það eru hinir góðu menn, sem láta það aðeins bitna í fjandmönnum sínum.“ • ; „Hvensér- heldur þú eigin- lega,“ sagði éingrtiáðurinn, ,.að þú verðir búin að læra að búa til eins góðan mat og hún rrtóð- ir þín?“ „Það skal ekki standa á mér að gera éins góðan mat og hún mamma,“ svaraði eiginkonan, „þegar þú vinnur fyrir eins miklum launum og hann pabbi.“ • Hún sagði brosandi til unga mannsins: „Þér getið ekki hugs- að yður,. hvað við skemmtum okkur vel í gærkvöldi. Hugsið yður bara, við spiluðum Beet- hoven í fjóra tíma samfleytt.“ „Hm,“ svaraði ungi maður- inn. „Og hver vann?“ • Vinkónurnar höfðu vérið í ökuferð um Ítalíu, og er þær námu staðar við fornar rústir, vildi sú, er ekki sát undir stýri, fara út fyrir og taka myndir. „Og komdu út líka,“ sagði hún, „svo að eg géti tekið mynd af þér við rústirnar.“ „Já,“ svaraði „bílstjórinn“, „en gættu þess fyrir allá muni, að bíllinn sjáist greirtilega, því að annars heldur maðurinn minn, að þettá sé mynd af húsi, sem eg hefi keyrt á.“ Cftw áÍHHÍ Úr Vísi fyrir 35 árum: Loftskeiytastöð á að feisá i Flatey á Breiðafirði og ér vérið að höggvá til mastur stöðváf- innar hérna niður við höfnina. Mastrið Verður 150 fét á hæð í þrennu lagi, én möstur stöðvar innar á Melunum eru 250 fet. Brensluspritt falboðið. Tvær auglýsingar af forsíðu Vísis 10. ágúst 1918: Brensluspíritus —• 75 aura pelinn. — Hvergi ó’dýrara. Sören Kampmann. Talsími 586. Brerisluspíritus fæst í verzl. Vísi — 65 aura pelinn. — Sam- keppnin lifi. starfsemi — Framhald af 2. síðu. | til að hafa séð beinar leiðrétt-i ingar néma- frá fáeinum þéírra* Vonast maður til að geta smámi saman eyðilagt illgresið á þarufc hátt. Það sem er verst viðureign-c ar af slíkum fréttum eru við-s töl við ferðafólk nýkomið frá íslandi. Það hefir gaman af aS segja furðulegar fréttir, en það sem það kynnist er auðvitað hótelmenningin, eins og hún er. nú skemmtileg og kaffihúsa- drykkjuskapurinn. Þó éru margir sem segja aðrar fréttir. Stundum eru þær misskildar, en stundum sannar. En hvorfc heldur er vekja þær spurning- una: hvaðan koma þessar frétt— ir frá íslandi, sem við kvörtuirt undan með réttu? ; Svarið er ósköp einfalt: Þær; koma frá íslendingum sjálfum. Það er eins og íslendingar teljr sjálfsagt að hvaða útlendinguri sern er, hafi þörf fyrir að vita’ allar vammir og skammir um' þjóðina, og þá helzt skammii* um áberandi menn þjóðfélags- ins. Útlendingar sem koma frá íslandi þekkja furðu mikið af skandalasögum, sem ganga í Reykjavík, eftir fárra daga veru þar. Ef þeir fara í bifreio norð- ur í land, er áreiðanlegá éin- hver svo stautfær í einhverju erlendu máli, að hann reyni að trúa útlendingi fyrir því, sém miður fer í fari landa sinná. Frá íslendingum og eingörtgu íslendingum eru komnar sog- urnar um stríðsgróðartn, svártá markaðinn, dýrtíðina, skatt- svikin og lauslætið, sem ekki aðeins kemur í erlertdum blöð- um, heldur í bókum þeim, séih. ómérkilegt fólk hefir skrifáð. Eg las í vor viðtal við sænska konu, sem sagði dýrtiðíná á ís- landi svo stórkostlega, að ís- lenzkar húsmæður þýrftu að gjalda 5—6 fallt vérð á við sænskar húsmæðuí, er þær géri innkaup á svarta markaðinum. Spurði eg hana hvaðán hún hefði slíka firru. Hún sagði mér frá því að sér hafi vérið sagt þetta í boði hjá háttséttum em- bættismanni, og tilnefndi sögu- menn sína, og trúði þeim auð- sjáanlega miklu betur en mér. Var það og skiljanlegt, þar sem, hún var nýkomin frá íslártdi og hafði umsögn margi-a manna um svarta markaðinn. Gát hún auðvitað ekki gert sér grein fyrir að þeir voru að tala um löngu liðið ástand. Hef eg grun um að eins færi það, ef umsögn hennar væri leið’rétt, áð fólk tryði henni^ betur en leiðrétt- ingu frá sendiráði. Bezta ráðið til að fækka mis- sögnum um fsland er því, ef íslendingar gera sér grein fýrir þvi að oft eru orð þeirra mis- skilin, spaug tékið sem alvara, og upplýsingar um það sém miður kann að fara hjá okkur tekið sem þjóðfélagssjúkdómur. Hitt vildi eg einnig benda á, að þótt utanríkisþjónustá ís- lands sé bæði ung og fárnénn, gerir hún eftil vill méirá gágn en menrt.haldá. Sendiráði íslands í Stokkhólmi, 20. júlí 1953. Helgi P. Briem. j

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.