Vísir - 10.08.1953, Blaðsíða 5

Vísir - 10.08.1953, Blaðsíða 5
Mánudaginn 10. ágúst 1953 ▼ ISTR SMITH PP lllakkjMHH. 44 Ógerlegt virðist með öllu að segja, hve forn knattborðsleik- urinn, eða billiard, er, en sumir fræðimenn segja, að Forn- Egyptar bafi þekkt hann í einhverri mynd, en víst er um það, að Grikkir iðkuðu hann um það bil 400 árurri fyrir Krist. Knattborðsleikurinn, í þeirri mynd, sem hann er iðkaður í dag, er hinsvegar ugglaust frá 17. öld, enda margar lýsingar til af honum og frásagnir, sem koma heim við það, sem vér þekkjum í dag. Til þess að vera slyngur í þessari íþrótt þarf nákvæmt auga og styrka hönd, öruggt mat á fjarlægð og af- stöðu kúlnanna, sem leikið er með. Leikurinn þjálfar því bæði hug og hönd, er þeim, sem hann iðka, skemmtileg dægra- stytting, en veitir jafnframt tvísýna keppni, þar sem kraftar og vöðvar eru gagnlausir, en styrkar taugar og róleg íhugun ráða úrslitum. Knattborðsieikur cr iðkaður í flestum löndum heims. Um skeið var hann einkum dægrastytting aðalsmanna og heldra fólks, en hina síðari áratugi hefur hann í vaxandi mæli orðið almenningseign, og í flestum borgum hins siðaða heims eru til knattborðstofur, þar sem menn safnast saman við hin stóru, þungbyggðu borð, og horfa á kúlurnar skjótast um grænt klæðið, eða renna hljóðJaust í leðurvarin götin. Islendingar hafa haft kynni af þessari íþrótt ekki síður en aðrar þjóðir, nú um nokkra áratugi, og í dag verður rabbað við einn forustumanna hennar, Björn Þórðarson, „Bjössa á biHiardinum“, eins og fjölmargir vinir hans kalla hann. Björn Þórðarson er tœplega sextugur, fœddur 4. október árið 1894, í Bjarnabœ við Framnes- veg. Sá bœr er löngu horfinn, en par standa nú í hans stað myndarlegir verkamannabú- staðir 20. aldarinnar. Foreldrar hans voru þau Þórður Þorkels- son í Grjóta í Reykjavík og Petrína Björnsdóttir frá Sveins- koti á Álftanesi. Björn er þvi örugglega gamall Reykvíkingur, og heyrir til sömu deild og þeir Ben. G. Wáge og Erlendur Ó. Pétursson, nefnilega Vestur- bœnum og K.R., en þeir virð- ast œtla að verða ótrúlega marg- ir hér í Samborgaraþcetti Vísis. Þegar Björn ólst upp, var það mjög í tízku, að styrjöld vœri háð milli Vesturbœinga og Aust- urbœinga. í þann tið voru reyk- vískir sveinar innan við ferm- ingu óvenju herskáir, og engar fríðarhreyfingar eða alþjóöa- samþykktir náðu til þeirra. Það var því hin helzta og göfugasta iþrótt þeirra tíma að berja á Austurbœing, sem villtist vestur í Grjótaþorp, og vei þeirn Vest- leðurkaupmaður, Ársœll heitinn Gunnarsson og fleiri þekktir borgarar. En brátt lýkur œrslum og á- hyggjuleysi bernskunnar, — hin alvarlegri viðfangsefni taka við, baráttan fyrir daglegu brauði. Eikarsverðin góðu týnast og fara veg allrar veraldar, og einn góð- an veðurdag er Björn Þórðarson orðinn friðsamur brauðstrits- maður. ' □ Fjórtán ára gamall ræðst Björn til sæmdarmannsins Nicolai heitins Bjarnasonar, afgreiðslumanns Bergenska gufuskipafélagsins og Faxa- flóabátsins Ingólfs. En það var annar þáttur í margháttuöum rekstri Nicolais, sem snertir Björn meira, en það var lysti- vagnaútgerð hans. Það var áður en daunillir bílar tóku að fæla hestana hér á götunum. Menn liðu um göturnar í undirþýðum lystivögnum, sem svo voru aka þeim heim aftur einhvern tíma um nóttina. Þetta var skemmtilegt og yfir þessu hvíldi ævintýraljómi, sem Chevrolett- ar og Fordar nútímans megna ekki að skapa, hversu góðir sem þeir annars kunna að vera. Frá Nicolai Bjarnasyni ræðst Björn í vinnu hjá Pétri Þ. J. Gunnarssyni, sem þá rak Hótel ísland. Þetta gistihús var þá svonefnt „temperance hotel“, þ. e. það var í eigu Góðtemplara, og' því að sjálfsögðu engar vín- veitingar og nokkuð annar bi'agur þar á en á öðrum hlið- stæðum stofnunum. í smásal út að Aðalstræti, við hlið Vöru- hússins, sem þá var á neðstu hæð hússins, rak hótelið billard, eða knattborðsstofu. Hlutverk Björns var að hafa umsjón með borðinu þar, vera ,,makkjör“, eins og það heitir á máli kunnáttumanna, og það- an eru runnin tengslin við starfa hans í dag. Þetta eina borð mun hafa gefið hótelinu drjúgar tekjur, en leigan var 90 aura á klukkustund. Þarna var allt með miklum snyrtibrag, aldrei haft vín um hönd. Björn var þarna aðeins einn vetur eða svo, en kynntist þá leynd- ardómum græna borðsins og fílabeinskúlnanna, svo að aldrei leið honum úr minni, þó að það yrði ekki fyrr en síðar, að hann tæki sjálfur að reka slíkt fyrir- tæki á eigin spýtur. Þú ert cramall sjómaður, er ekki svo? Eg var til sjós í mörg ár, og á margar góðar minningar frá þeim tíma. Þegar ég hætti hjá P. Þ. J. Gunnarssyni réðst ég á kútter Keflavík, sem Duus átti. Þetta var 80 tonna skip. Eg var þar háseti, en við stund- uðum handfæravQiðar á Sel- vogsbanka. Skipstjóri var Egill Þórðarson í Ráðagerði. Agli þótti víst heldur iítið til mín koma, þegar ég sótti um skip- rúm hjá honum. ,,Eg fæ nóg af sjómönnum, -— hvað á ég að gera við stráklinga?“, sagði urbœing, sem fyrir Lœk. asnaðist austur Vitanlega tók Björn þátt í styrjöld þessari, og þótti ekki óliðtœkur, þegar eikarkorðar og önnur vopn voru látin skera úr. Hann minnist vel heiftar- legra bardaga á Skólavörðuholti, er Vesturbœingar gerðu þar inn- rás, en leikurinn barst alla leið suður í Fossvog og upp í Öskju- hlíð, en þar ' lauk höTfum, um síðir með sátt ög samlyndi, þó ekki fyrr en ein hinna hugprúðu hetja var handleggsbrotin. Ýms- ir borgarar koma við sögu á þessiim róstusömu tímum. — Hendrik J. Ottósson varði grjót- garðinn, sem skildi Ólsenstún og Geirstún af mestu hörku, en á cefingasvœði Vesturbœinga fyrir austan verzlunarhús O. Johnson & Kaaber, þar sem nú stendur Mjólkurfélagshúsið, þóttu þeir liðtœkir skylminga- menn Magnús J. Brynjólfsson nefndir, með einum eða tveim hann. Eg sag'ði deili á mér og kvaðst vera sonur Þórðar í Grjóta. Þá kom annað hljóð í skrokkinn. „Nú, þá erum við frændur. Þú siglir með“. Stýri- hestum fyrir. Fyrirmannsbrag- ur var á þessum farartækjum, og það var sannkallaður kavalér, sem gat boðið dömu að öðrum ólöstuðum. Við fisk- uðum alltaf vel, en venjulega vorú þó Ása og Valtýr hæstu skipin hjá Duus. Svo komum við. 68.000 fiskar var-ékki lé- légur afli, skal eg segja þér. Svo var eg á kútter Hafsteini frá sömu útgerð. Skipstjóri var þar Finnbogi Finnbogsison, sem enn er á lífi, aðgætinn skip- stjóri og ágætur sjómaður. En ert þú ekki iíka togarakarl? Jú, blessaður vertu. Eg var t. d. með Jóni Otta Jónssyni á Walpole á þorski. Stýrimaður þar var Tryggvi Ófeigsson, dugnaðarforkur. Þá var eg með Gísla Oddssyni á Leifi heppna vertíðina áður en hann fórst. Við fiskuðum óhemju vel, alltaf 130—150 tunnur lifrar í túr, sem venjulega tóku ekki nema viku eða svo. Eg man síðasta vortúrinn, við vorum hálffullir af smáfiski fyrir Vesturlandinu. Þá sagði Gísli: „Ætli sé ekki bezt að við stímum svolítið út“. Á níræðu út af Vestfjörð- um var kastað. Við fengum upp í þrjá poka í hali. Þetta varð bezta vertíð Gísla. Þá sagði Gísli: „Þenna banka ætla eg að skíra Halann“. Nú vita allir, hvar Halinn er, og hver upp- gripakista hann hefur verið. Eg var á mörgum fleiri skipum, bæði hjá Ólafi Jóhannessyni á Patreksfirði og bátum frá Edin- borg á Isafirði. Var sjómaður í tíu ár alls. En oft varð maður að vera í landi, og þá málaði eg með Lúðvík Einarssyni, en auk þess vann eg sjálfstætt sem málari í eitthvað fimm ár, aðal- lega á sumrin, enda lítið unnið að málningarvinnu aðra tíma árs. En hvenær byrjar svo billiardtímabilið? Það var árið 1918, svo að nú hef eg fengizt við það starf í 35 ár, að meira eða minna leyti. Við Þorkell bróðir leigðum þá húsnæði hjá Danska Lloyd á Hver'Jisgötu 18. Þar var eg „makkjör“, eða umsjónarmað- ur. Þarna vorum við í 3 ár. Byrjunin var ekki merkileg, aðeins eitt borð. En áhuginn var strax mikill. Svo setti eg upp knattborðs- stofu, ásamt þeim Rosenberg veitingamanni, Gunnari Hall- dórssyni og Þórði Albertson í veitingasölum Rosenbergs, þar sem nú er Reykjavíkur Apótek. Þar höfðum við' tvö borð, sem aðeins voru til afnota fyrir gesti Rosenberg. Eg hafði 300 krónur á mánuði og fjórð- sinni upp í slíkan vagn, þegar maður var Benjamín Gíslason ung ágóðans. fara skyldi á dansleik. Eins.og ljóst, verður af-þess- ari frásögn, hefur Björn Þórð- arson lagt, gjörva hönd á margt, verið eins konar þúsund þjala smiður, en ef til vill er það „rómantískasta“ tímabil ævi hans, er hann ók lystivögnum Nicolai Bjarnasonar um bæinn. Sérstaklega er honum minnis-r stæð drossían, sem va'r lokaður tvíeykisvagn, undurþýður, með bólstruðum sætum. í slíkum vögnum var heldra fólki bæj- arins ekið á dansíeiki, sem haldnir voru að Hótel Revkja- vík, hinu óglevmanlega gisti- og veitingahúsi við Austurvöll, sem brann í eldsvoðanum mikla. Þegar mikið lá við, t.d. brúðkaup, voru gestirnir sóttir í vagninum f ína. ef tir ;,kortum“ hver í sinni röð. Síðan þurffi að frá Hlíð í Reykjavík. Þetta var gott skip, og Egill er bezti sjó- maður, sem eg hef siglt með, Þegar þessu tímabili sleppir, en þar var eg í 4 ár, setti eg upp stofu á Laugavegi 11, að Björn er sjálfur slyngur íiknattborðsleik. Hér sést hann í „krambúl“. Kleppsholt! Ef Kleppshyltingar þarfa að setja smáauglýsingu 1 Vísi, er tekið við hennl | Verzlun Guðmumiar H, Albertssonar, Það borgar sig bezt að auglýsa í Vtsi. þessu sinni með fjórum f lunku- nýjum borðum. Og þarna var eg í önnur fjögur ár. Nú mátti heita, að billiard væfi að verða almenningseign, og aðsóknin sívaxandi. Nú göngum við aftur í félag, Þorkell og eg, og opnum knatt- borðsstofu á neðslu hæð Hótel Heklu. Þar vorum við í heilan áratug, en síðan var aftur flutt á Laugaveg 11, og þar vorum við í ein 9 ár. Síðan höfum við verið á á- gætum húsakynnum á Klappar- stíg 26, og þar höfum við kom- ið okkur vel fyrir með sex borðum. Hvernig hefur rekst- urinn gengið? Ekki get ég kvartað, þótt á ýmsu hafi gengið. En allt hefur gengið slysalaust, aldrei orðið nein vandræði út af neinu, en við höfum ávallt reynt að koma í veg fyrir, að ölvaðir menn væru að slangra inni hjá okk- ur, öllum til leiðinda og sjálf- um þeim til vansæmdar. Og það hefur tekizt. Til okkar koma menn af öllum séttum til dægrastyttingar og gamans. Nú og á hverju ári er efnt til keppni. í vetur var keppt um tvo bikara, sem við gáfum. Guðmundur Ólafsson verzlun- armaður vann 1. fl. bikarinn, en Jóhannes Magnússon verlz- unarmaður meistarabikarinn. Árið áður vann Svavar Jóhanns son hjá Manntalinu meistara- bikarinn, en hann hefur um ára- bil verið einhver slyngasti bill- iardspilari hér. Sjálfur spila ég öðru hverju að gamni mínu, og aldrei finnst mér þessi íþrótt verða leiðinleg eða þreytandi. □ En nú fer að verða „fram- orðið“ í þessum þætti. Það hefði ef til vill sýnzt eðlilegt, að reynt yrði að skýra fyrir les- endum, í hverju knattborðs- leikur eiginlega er fólginn, en það yrði of flókið til þess að gagni kæmi. Þar koma fyrir ó- kennileg nöfn eins og „snooker“ þar sem notaðar eru 15 rauðar og 7 mislitar kúlur, „krambúl“ með þrem kúlum, og „keila“, einnig með þrem kúlum. En hvað um það. Þessi leikur á sína ‘fjölmörgu áhangendur um \ allan heim, líka hér úti á ís- landi, ekki sízt uppi á Klappar- stíg 26, undir stjórn „makkjör- j anna“ Bjarnar og Þorkels Þórð- ; arsona. Og svona að lokum mætti geta þess, að Björn hefur feng- ist við fleira. Hann er líka ís- landsmeistari í knattspyrnu (1912), og hann hefur fengið hann margan stóran um dag- ana, því að hann er áhugasam- ur laxveiðimaður. En þetta er önnur saga,-Sem’ e. t.' v. bíður betri'tíma.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.