Vísir


Vísir - 10.08.1953, Qupperneq 6

Vísir - 10.08.1953, Qupperneq 6
VfSIR Mánudaginri 10. ágúst 1953 Veiðisögur.... Frh. af 4. s. dögum — þá er báturinn kom- inn upp á fossbrúnina og hélt með sama leifturhraðanum á- fram upp strauminn, meðfram eyjunum og alla leið upp á Höfðahyl. Þá fyrst gafst mér ofurlítið tóm til þess að átta mig á því, hvað um var að vera. Fangalína bátsins hafði af ein- hverjum ástæðum lafað út, og í hana hlaut skepnan að hafa bitið eða fest sig á henni með einhverju móti. En hvaða kyn- þætti vatnadýra þessi vera til- heyrði, var mér enn hulið, því að hún hélt sig alltaf í kafi. Eins og þið getið ímyndað ykk- ur kom mér ekki til hugar að það væri lax. Það sem mér þótti furðulegast af þessu öllu var, að hún skyldi ekki sleppa spottan- um aftur, því það hlaut hún að geta, ef hún vildi. Óáfvítandi hafði ég haldið um árarnar alla leiðina, en nú sleppti ég þeim sem snöggvast og sneri mér við og tók í fangalínuna. En þá var riú tekið á móti, skal ég segja ykkur. Það munaði litlu að ég hrykki út úr bátnum. Og nú byrjaði ballið aftur, þó með þeirri breytingu, að báturinn var ýmist dreginn upp eða niður hylinn og í ótal hringi, með því- líltum hraða, að því verður ekki með orðum lýst, og hvað eftir annað lá við, að honum hvolfdi þegar ferlíkið var að beygja og snúa við. Það hvarfl- aði nokkrum sinnum að mér, að fleygja mér út og bjarga mér til lands á sundi, en for- vitnin varð alltaf hræðslunni yfirsterkari. Eg veit ekki hvað þetta hefur gengið svona lengi, en að lokum kom þar, að um leið og ferlíkið sneri bátnum allrá ofsálegast við, þurrkaði það sig a. m. k. tvær mannhæð- ir upp úr vatninu, en við þá sjón varð eg svo gersamlega lam aður af undrun, ofan á allt sem gengið hafði á, að mér er óger- legt að lýsa því sém gerðist næstu augnablikin, en ég man að ég datt fram af þóftunni og yfir mig steyptist stórhveli í laxlíki. Einhvernveginn komst ég þó á fætur og gat gripið í fangalínuna með annarri hend- inni, en rotarann náði ég í úr vasa mínum með hinni. Eg lét nú höggin dynia á haus skepn- unnar, en sum lentu þó á þóft- unni. En eftir mörg högg sem hittu, sýndist mér vera svo af laxinum dregið, að óhætt myndi vera að athuga hvernig fanga- línan „stæði í honum“. Eg glennti sundur skoltana eins og ég gat, og togaði svo í af öllu afli, og vafaiaust með „yfir- krafti“, og loks tókst mér að kippa út úr honum. Þá kom í Ijós, að stærðar hnútur var á endanum, og hafði laxinn maga gleypt hann! En nú Var bátinn að reka niður með höfðanum svo mér fannst ég verða að gripa í ár- arnar og róa svolítið upp eftir ■og helzt reyna að ná landi. Mér hafði ekki unnizt tími til að koma fiskinum undir þófturn- ar, enda var það illmögulegt sökum þess, hve stór hann var. 'Eg lét hausinn á honum vera miili hnjánna á mér og klemmdi þau að honum eins og ég gat, en sporðurinn lafði talsvért aft- ur áf gafíi þrammaris. Þetta átti að geta blessast meðán ég var •rið koma mér út úr straumnum, en það fór nú á annan veg. Allt í einu raknaði djöfsi við, rak hausinn af heljarafli í magann á mér — svo ég steyptist aftur fram af þóftunni — hóf sig á loft og henti sér í djúpið! Eg get sagt ykkur alveg eins og er, að þá var ég að hugsa um það í alvöru, að láta bátinn reka niður Núpafoss. En vonin um að ég ætti þó kannske eftir að setja aftur í svona fisk, ef ég j lifði, varð þó yfirsterkari, svo eg réri í land, lagðist upp á bakkann og grét lengi. Síðan fór ég heim án þess að renna meira. Eg nennti ekki að fara að leika mér að máttlausum 30 punda ,,puttum“ eftir þetta æv- intýri.“ TIL LEIGU herbergi á hitaveitusvæðinu. — Uppl. í síma 81269 kl. 17—19. (31 EINHLEYPUR maður ósk- ar eftir herbergi, helzt sem næst höfninni. Uppl. í síma 2173. (33 ROLEGUR eldri maður óskar eftir kjallaraherbergi eða góðu loftherbergi nálægt miðbænum. — Uppl. í síma 81158. (38 . HERBERGI til leigu. Uppl. á Vitastíg 11 frá kl. 6—8. (29 £ IJL, SKÍ^AlltCeR© , RIKISINS NLs. Skjairfbreið vestur um land til Akureyrar hinn 15. þ.m. Tekið á móti flutningi til Súgandafjarðar og áætlunarhafria við Húnaflóa og Skagafjörð, svo og til Ólafs- fjarðar og Dalvíkur á mánudag og þriðjudag. — Farseðlar seld- ir á fimmtudag. fer til Búðardals og Hjallaness á moi’gun. Vörumóttaka ár- degis. „Skaftfellingur" fer til Vestmannaeyja á þriðju- dag. Vörumóttaka daglega. TAPAZT hefir kassi með barnafötum og öðru dóti frá Ferðaskrifstofunni að Kapla- skjólvegi. Skilist á Bræðra- borgarstíg 53, I. hæð t. h. (35 HJQLKOPPUR tapaðist af Piymouth frá Reykjavík að Hlíðarvatni í gær milli kl. 10—12. Finnandi geri að- vart í síma 3814. (36 TAPAZT hefir köttur (högni) flekkóttur (grár og hvítur). Finnandi vinsaml. geri aðvart að Ægisíðu 62 eða í síma 82029. Góð fund- arlaun. (32 KANARIFUGL tapaðist í gær frá Traðarkotssundi 3. Finnandi vinsaml. skili hon- um þangað(kjallara). Fund- arlaun. (41 LYKLAKIPPA tapaðist á laugardagsnóttina. Vinsam- lega hringið í síma 6398. (40 Auglýsiiigar % sem birtast eiga í blaðinu á lausrardberum í sumar, þuría aS vera komnar til skrif- stofunnar, íngólfsstræti 3, eigi síðar en kl. 7 a föstudögum, vegna breytts vinnutíma sumarmánuðina. Ðagbiaðið VÍSIR VANTAR stúlku á veit- ingahús strax. Uppl. í síma 5268 frá kl. 2—4 í dag. (25 STÚLKA óskast í vist. Frí um allar helgar; hátt kaup. Uppl. Camp Knox E-20 til kl. 10 í kvöld. (26 TELPA óskast til að gæta árs gamals drengs. — Uppl. í síma 6284. (00 VANTAR yður málara? — Málara vantar íbúð, 1—2 herbergi og eldhús eða eld- unarpláss, strax. — Uppl. í síma 2901. (30 SAUMA ur tiilögðum efn- um. Ný tizkublöð. Valgeir Kristjánsson. Bankastræti 14. Bakhúsið. HEIMILISVELAE. Við- gerðir og hreinsun á heimil- isvélum svo sem: Þvottavél- um, þurrkvélum, hrærivél- um, strauvélum o. fl. Sækj- um — sendum. — Sími 1820. (000 SAUMAVÉLA-viðgerðir. Fliót afgreiðsla. — Sylgja. Laufásvegi 19. — Sími 2656. Heimasími 82035. RAFLAGNIB og VIÐGERÐIIt á raflögnum. Gerum við straujám og | önnur helmilistækt. Kafúekjavenlanii) Ljós «g Hiti h.f. Lauaavegi 79 — Sími 5184. HREIN GERNIN G AR. — Vanir menn. Fljót afgreiðsla. Simar 80372 og 5747. — Hólmbræður. (92 HREIN GERNIN GASTÖÐIN. Sími 2173. Hefir ávallt vana og liðlega menn til hrein- gerninga. Fljót afgreiðsla. (632 STULKA óskast til af- greiðslustarfa. Uppl. milli kl. 5—6 (ekki síma). Sam- komuhúsið Röðull. (39 «5>B ÆKU ANTIQliARIA'l El Kaupum gamlar bækur, blöð og tímarit hæsta verði. Fornbókaverzlunin, Lauga- vegi 45. Sími 4633. (628 FRAMARAR. KNATT- SPYRNÚ- MENN. Æfing verður á Framvellin- um í kvöld kl. 6.30 IV. fi. Kl. 7.30 III. fl. Kl. 8.30 II. fl. BARNARÚM, vel með farið, með dýnu og skúffu, til sölu. Verð 300 kr. — Uppl. eftir kl. 5 í Skaftahlíð 9, kjallara. (27 VEIÐIMENN! Úrvals ána- maðkar fást á Flókagötu 54 (efri bjalla), eftir kl. 8 á kvöldin. (28 JEPPABÍLL óskást. Úppl. á Nesvegi 52, kjallara, éftir klukkan 7. (44 KLÆÐASKÁPAR, stofu- skápar o. fl. til sölu kl. 5—6. Njálsgata 13 B, skúrinn. ;— Sími 80577. (42 SILVER-CROSS barna- vagn, mjög vel méð farinn, til sölú eftir kl. 5 í dag. — Sími 82838. (43 KVENREIÐHJOL og tvö barnarúm til sölu. Sími 5547. ______________________(24 KAUPUM vel með farin kiarlmannaföt, útvarpstaéki, saumavélar, húsgögn o. fL Fornsalan, Grettisgötu 31. — Simi 3562. (179 DÍVANAR, allar stærðir. fyTÍrliggjandi. Húsgagna- verksmiðjan, BergþórugÖtu 11. Sími 81830. (394 KAUPUM tómar heil- flöskur. Sími 81730. (.624 HÖFUM ávallt fyrirliggj- andi ný og notuð húsgögn. Húsgagnaskálinn, Njálsgötu 112. Síriti 81570. (592 PLÖTUR á grafreiti. Út- ▼egum áletraðar plötur á grafreiti með stuttum fyrir- ▼ára. Uppl. é Rauðarárstíg 26 (kjallara). — Simi 6128 SILVER- CROSS barna- vagn, vel með fárinn, til solu á Laugavegi 76, II. hæð t. v. (34 SÆNSK barnakerra til sölu á Lindargötu 60, niðri. ij'tíj* 1 (37 72 TVÍBURAJÖRÐIISI etíir Lebeck og Wiiliams. Konurnar í bílnum sjá, að þær éru innikróaðar, og önnur segir: Sérðu nokkra smugu? Svarið er: Nei, og þessvegna verðum við að flýta okkur. Sendum sámt skeyti um, að við höfum ráðið niðurlögum Vöriu, áður en það er um seiri- an. Leynilögreglumaðurinn norf- ir;;Undrandi á bíl kvennanhá, sem springur í loft upp.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.