Vísir - 12.08.1953, Blaðsíða 5

Vísir - 12.08.1953, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 12.- ágúst 1853- TfSIR »•>#« Framfarir og tækni Ætlar a6 kafa 4000 m. dýpí í stáikúki. Piccardfeðgar, báðir prófessorar, eru að faeita má „ferðbónir.“ Svisnseski prófessorinn Je- an Ficcard gat sér faeims- frægð fyrir rúmum tuttugu ár- um, er honum tókst, fyrstum manna, að komast upp í háloft- in (stratosfære) í málmkúlu. Nú fayggst tvíburabróðir hans Auguste kafa dýpra en nokk- ur amiar maður hefir gert, einnig í málmkúlu. Enginn skyldi þó halda, að Piccard bræðurnir sé met- fífl, sem sí og æ sé að vekja á sér athygli, á svipaðan hátt og menn, sem sitja uppi á flagg- stöngum, dansa í 100 klukku- stundir eða éta 200 egg. Því fer víðs fjarri, því að þeir eru alvarlegir vísindamenn, sem með þessum glæfraferðum sínum hafa unnið vísindunum hið rnesta gagn og miðlað öðrum af mikilvægri þekkingu sinni á því, sem áður var ókunnugt. Enginn strengur í kúlunni. Innan tíðar ætla próf. Au- guste Piccard og sonur hans, sem einnig er prófessor, Jacques að nafni, þrítugur að aldri, að kafa niður á 4000 metra dýpi á Miðjarðarhafi í sérstaklega gerðri stálkúlu. Með þessu hyggjast þeir feðgar verða vís- ari um margt, sem áður var hul ið, þarna niðri í hinu eilífa myrkri hafdjúpsins, taka ljós-, myndir og gera aðrar athugan- ir, sem þýðingu kunna að hafa. ítölsk stálsmiðja í Terni hef- ur smíðað kúluna miklu, og er senn lokið síðustu breytingum á henni, en hér þarf að vanda allan undirbúning, eins og nærri má geta. í Triest við Adríahaf er svo verið að smíða „köfunar- geyminn" mikla, sem á að korna þeim feðgum aftur upp á yfir- borð sjávar, því að enginn strengur eða taug verður í kúl- unni, er hún kafar í djúpið mikla. Hefur hugleitt þetta í 40 ár. Ráðgert er, að köfunin fari fram á Miðjarðarhafi um það bil 100 km. norð-vestur af Nea pel, en þar virðast hafstraumar vera hagstæðir og feikna dýpi, eða um 4000 metrar. Margir tæknifræðingar líta svo á, að þetta sé óðs manns æði ög raun- verulega ekki nema kostnaðar- samt sjálfsmorð. En próf. Picc- ard er ekki á því, og hefur haft þessi áform á prjónunum um 40 ára skeið, og aðeins í vísinda- legufn tilgangi, eins og fyrr seg- ir. Hann mun gera líffræðileg- ar, dýrafræðilegar og efnafræði legar athuganir, sem talið er, að geti orðið hinar mikilvægustu. Þá verða og framkvæmdar ranu sóknir í sambandi við segulafl og geislaverkun. Gamla „metið“ er 1370 m. Dýpst hafa menn áður kom- izt 1370 metra, en það var Bandaríkjamaðurinn Otis Bar- ton árið 1949. Þar áður hafði landi 'hans, Beebe, komizt nið- ur á 923 metra dýpi í stálkúlu, sem hékk í taug neðan úr björg unarskipi. Það er svipað með hálofts- ferðum og hafdjúpsferðum, að maðurinn getur ekki haldizt þar við óvarinn. í djúpinu er þrýst- ingurinn utan frá svo mikill, að einn dropi, sem kæmist inn úr kúlunni, myndi hafa sömu verk anir og byssukúla. Hins vegar er þi'ýstingurinn í háloftskúl- unni mikill inni fyrir, en mjög' lítill fyrir utan. Háloftskúla Jean Picacrds var úr alúminí- um, og var 3V2 mm. á þykkt. Hins vegar verður köfnunarkúl an úr 9 sentímetra þykku stáli,' sem á að þola 24 þúsund smá- lesta þrýsting. Fjórir gluggar verða á kúlunni, með 15 sentí- metra plexi-gleri. 5000 kerta Ijóskastarar verða í kúlunni, og eiga þeir að tryggja, að vel sjá- ist út á hafsbotninn. Þrengsli verða mikil í köfn- unarkúlunni, sem ekki verður neina 2 m. í þvérmál, en þar er samt gert ráð fyrir öllum nauð- synlegum vísindatækjum — myndavélum og þar fram eftir götunum. Kúlan verður áföst sívölum geymi, 15 metra löng- um og 4 m. breiðum, en í hon- um verða 60 þúsund lítrar af vökva, sem er léttari en vatn, eða 0.69 að eðlisþyngd. Geymir þessi á sem sé að hefja þá feðga aftur upp, er þeir hafa losað sig við 12 járnþyngsli, sem hvert vegur 150 kg. og hanga utan á kúlunni, en það verður gert með rafsegulmagni. Ekki má köfun- in standa lengur en 14—16 stundir, því að súrefnisforði er ekki meiri en því nemur. Menn hafa furðað sig á því, að kúla þeirra skuli ekki hanga í streng, sem hægt sé að draga þá upp á. Skýringin á því er einfaldlega sú, að hættan er mjög mikil á, að svo langur strengur myndi slitna. Svíar minnast frægasta hugvitsmanns síns. 150 ár iiðin, síðan John Ericsson fæddist. Þannig gera menn ráð fyrir, að flugvélar framtíðarinnar — þær, sem knúnar verða með kjarnorku — verði útlits. Menn ætla einnig, að eftir svo sem fimm ár muni slíkar flugvélar verða notaðar til flugferða milli álfa. Amerískar flugvélasmiðjur verja nú miklu fé til athugunar á því, hvernig helzt eigi að smíða slíkar vélar, og s^gt e^, gð >til séi uppdrættir, af slíkum flugum, er eigá að geta flutt 125 farhega yfir Athmtshaf á hálfri fjórðu stundu. Lykteyðandi tæki á markaði hér. Innan tíðar er væntanlegt hér á markaðinn merkilegt áhald, sem telja verður nokkurs konar undratæki. Áhald þetta gengur fyrir rafmagni, og er til þess ætlað að eyða hvers konar lykt, reykj- arlykt, matarlykt og yfirleitt allskonar stybbu úr íbúðum manna. Þetta tæki er amerískt og heitir Odor-Ban, en umboðs- maður þess er heildsölufyrir- tækið Gotfred Bernhöft & Co. Gefur það einnig mismun- andi lykt eftir ,,pöntun“. Tæki þetta hefur reynzt mjög vel, og verið um það getið í mörgum stórblöðum, m. a. New York Herald Tribune. Fyrir skemmstu var þess minnzt í Svíþjóð, að liðin voru 150 ár frá fæðingu Jolins Erics- sons, hins fræga hugvitsmanns Svía, sem meðal annars fann upp skipsskrúfuna. Við það tækifæri var afhjúp- aður minnisvarði úr graníti með vangamyndum bræðranna Johns og Nils, sem lagði fyrstu aðal-járnbrautina fyrir sænsku ríkisjárnbrautirnar. -— Þessi athöfn fór fram í Filipstad í Vermalandi, að viðstöddu stór- menni, m. a. Tage Eriander for- sætisráðherra. Tvímælalaust er Ericsson einhver mesti hugvitsmaður, sem Svíar hafa átt um dagana, og hann átti um 500 einkaleyíi á ýmsum uppfinningum við dauða sinn árið 1889. Hann fór ungur að árum til Englands, keppti m. a. við George Steph- enson um eimreið, og hefði að líkindum sigrað í þeirri' keppni, ef ketill hennar hefði ekki sprungið í loft upp, er skammt var eftir skeiðsins. Hann fór þegaf að hugleiða, hvernig búa mætti tií'skipsskrúfu er kæmi í stað hjólanna miklu, sem voi’u á fyrstu gufuskipunum, en Bretar daufheyi'ðust við tillög- um hans. Þess vegna hvarf hann vestur um haf, þar sem honum var vel tekið, og árið 1838 hljóp af stokkunum eim- skipið „Robert F. Stockton“, sem varð fyrsta ski'úfu-knúna skipið, sem sigldi yfir Atlants- haf. SmíðaSi byrnvarið skip. Hann smíðaði brynvarin her- skip, sem þóttu bera af öðrum, sem til þessa höfðu þekkzt, en fi'ægastur varð hann fyrir „Monitor“, sem hann smíðaði fyi'ir stjórn Abi-ahams Lincolns og barðist síðan við bryn- di-ekann „Merrimac“, sem Suð- urríkjamenn telfdu gegn Norð- urríkjunum. „Merrimac“ varð að láta undan síga eftir þá við- ureign og sá voði var þar með úr sögunni og yfirráð Norðan- manna örugglega ti’eyst. — Bandaríkjamenn sýndu honum margvíslegan sóma, en sjálfur bjó hann í yfirlætisleysi sínu skammt frá verkstæði sínu á Manhattaneyju í New York. Hann andaðist árið 1889, en lík hans var flutt heim til Svíþjóð- ar á bandaríska beitiskipinu „Baltimore“. Hann var jarð- settur í Filipstad, þar sem fag- urt grafhýsi var reist til minn- ingar um hann. Plast keppir við stál. Fyrirtæki eitt í Chieago hef- ur byrjað framleiðslu á mjög sterkri plastblöndu. Er ætlunin, að plastblanda þessi verði einkum notuð í mjög stór tæki, sem hægt er að gera úr henni. Telja framleið- endur, að blandan geti undir vissum kringumstæðum keppt við stál, aluminium, við og gler. Nefnist efni þetta Campo S- 300. Kristján Guðlaugsson hæstaréttarlögmaður. Austursíræti 1. Síml 341-6. sníðui á bíl. í áframhaldi af því, að smíð- uð hefur verið yfirbýgging bíls úr plasti, prófa Bretar nú gler í sama tilgangi. Er glerull notuð við þetta og hún mótuð á ýmsan hátt. Er efnið auðvelt viðfangs, svo að horfur virðist á, að fram- leiðslan geti orðið ör, ef af vei’ður. Er það Bristol-flug- vélafélagið, sem gei'ir tilraUnir þessar í Bi'etlandi, en eitthvað hefur Chevrolet fengizt við það vestan hafs. Þótt um gler sé að í’æða, er það ekki gegnsætt, heldur hleypir ljósi í gegn. Við- gei’ðir ei'u ódýrar, en það er einn helzti kosturinn, að s.: það héldui- bifréiðum lieií- um að vetrarlagi en köldum í sumarhitum. Óvíða í heiminum eru stærri auglýsingar meðfram þjóðvegum en á Ítalíu. Þar getur að líta líkan af vínflöskum, sem eru margar mannhæðir, gríðarmikla lijólbarða, risastóra kven- fótleggi í nylon „umbúðum“ og nýlega bættist við risavaxið armbandsúr, ^em er 5—6 manpshæðir, Það gengur „eins : og kíúkka“, og hægt er að lesa á bað í mörg hundruð metra f jarlægð. Berið saman síærðina á því, og manninum ,sem stendur fyrir neðan það.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.