Vísir - 12.08.1953, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 12. ágúst 1953
VISIH
9f
uetf
n
Marseilles
efUr E3MILE ZOLA
•WWWVWJ
skjálfandi og vissi ekki sitt rjúkandi ráð. Unga stúlkan, sem
enn hafði ekki nuggað stýrurnar úr augunum, vafði utan um
sig lakinu og grét af blygðun og örvæntingu.
Philippe sá að nú var öll von úti og að ekki var um annað
að velja en að gefast upp. Draumur hans um auð var að engu
orðinn — hann mundi aldrei verða viðurkenndur eiginmaður
Blanche. Hann hafði numið á burt ríkan érfingja og ekki haft
annað upp úr því en að vera fleygt í fangelsi. í stað ríkmann-
legu sálarkynnanna sem hann hafði dreymt um átti hann nú
f angaklefa í vændum. Svo datt honum dálítið ragmannlegt í hug.
Hann gat yfirgefið ástmey sína og flúið um Vauvenargues upp
í gljúfrin í Saint-Victorie. Ef til vill gat hann sloppið út um
gluggann bakatil á kofanum. Hann laut niður að Blanche og
sagði henni hvíslandi frá þessu áformi. Unga stúlkan, sem var
hálfvöknuð af gráti, skildi hann ekki. Honum gramdist er hann
sá að hugarástand hennar var þannig að hún mundi ekki geta
leynt flótta hans.
í sömu andránni heyrði hann ískra í þjófalyklinum, sem lása-
smiðurinn var að reyna fyrir sér með. Þessi kve]jandi harm-
leikur sem var að byrja þarna uppi á loftinu hafði nú staðið
tvær eða þrjár mínútur.
Philippe fann að hann var tröllum gefinn, en stærilæti hans
blés honum þor í brjóst aftur. Hefði hann verið vopnaður mundi
hann hafa reynt að verjast. Nú huggaði hann sig við að hann
væri enginn kvennabósi, að Blanche hefði sjálf kosið að fara
rneð honum og giftast honum og að hann þyrfti alls ekki að
skammast sín fyrir hvernig komið var. Og svp hrinti hann
upp gluggahleranum í bræði og spurði hvað þeir vildu sér.
— Opnið dyrnar fyrir okkur! kallaði lögreglufulltrúinn. —
Eg skal segja yðnr síðar hvert erindið er.
Philippe kom niður stigann og opnaði dyrnar.
— Eruð þér PhilippeCayol? spurði fulltrúinn.
— Já, svaraði ungi maðurinn hiklaust.
— Þá tek eg yður fastan fyrir konurán. Þér hafið numið á
burt stúlku innan sextán ára, sem þér hafið hjá yður á laun.
Philippe glotti. — Fyrrverandi ungfrú Blanche de Cazalis,,
sem nú er konan mín, er hérna uppi, sagði hann. — Hún getur
skýrt frá hvort um ofbeldi hafi verið að ræða af minni hálfu.
Eg veit hvað fyrir yður vakir þegar þér eruð að tala um konu-
rán. Eg er boðinn og búinn til að fleygja mér fyrir fætur de
Cazalis og biðja hann um samþykki til þessa ráðahags.
Nú kom Blanche niður stigann, föl og skjálfandi. Hún hafði
klætt sig í flýti.
— Ungfrú, mér er skipað að fara með yður til frænda yðar,
sem bíður yðar í Aix, sagði fulltrúinn. — Hann grætur.
— Mér þykir leitt að hafa bakað frænda mínum raunir, svar-
aði Blanche, sem var nú orðin rólegri. — En enginn má áfellast
Philippe Cayol, sem eg fór með af frjálsum vilja og giftist.
Svo sneri hún sér að Philippe, svo hrærð að henni lá við
gráti:
— Vertu hughraustur, Philippe, sagði hún. — Eg elska þig,
og eg mun ,grátbæna frænda mmn um að verða okkur góður.
Við verðum ekki aðskilin nema fáeina daga.
Philippe horfði raunalega á hana og hristi höfuðið.
— Þú ert kvíðið og veikt barn, sagði hann hægt. Svo bætti
hann við, byrstur í rómnum: — Mundu aðeins að þú ert konan
mín, að þú ert mín eign, bæði líkami og sál. Ef þú yfirgefur
mig mun endurminningin um mig kvelja þig dag og nótt. Þú
munt finna heitan þrýsting kossa minna á vörum þínum, og
það skal verða refsingin sem þú færð.
Blanche grét.
— Elska þú mig eins og eg' elska þig, bætti hann við í mýkri
tón.
Lögreglufulltrúinn setti Blance upp í vagn, sem hann hafði
látið sækja, og fór með henni til.Aix, en lögregluþjónarnir tveir
fóru með Philippe milli sín i fangelsið í sama bæ.
VII. BLANCHE AFNEITAR PHILIPPE.
Fregnin um handíökuna barst ekki til Marseilles fyrr en
daginri eftir. Þóttu þetta mikil tíðindi. Síðdegis sést de Cazalis
á gangi með frænku sinni á Cannebiére. Stórstraumsflóð var í
kjaftasögunum. Allir töluðu um sigurdramb þingmannsins, um
hörmungar og hneysu Blanche, sem nú hafði verið auglýst
alþjóð. Herra de Cazalis hafði það á valdi sínu að neyða Blanche
til að ganga um allar götur Marseilles, og hann lét hana gera
það svo að allir gætu séð að hún var undir hann gefin.
Marius, sem Fine hafði látið vita um atburðinn snemma um
morguninn hafði verið á þönum um ( bæinn í marga klukku-
tíma. Almannarómur staðfesti að, fregnin var sönn. Smám saman
komst hann að nokkru samhengi í kjaftasöguútgáfunum, og
nú gat hann myndað sér skoðun á hvernig allt hefði atvikazt.
En sagan var þegar farin að fá á sig þjóðsögublæ. Hún var svo:
ótrúleg. Þetta hefði gefað verið fræg ástarsaga frá fyrri öld.
Maríus varð dauðþreyttur á öllu þessu skvaldri. Þegar hann
fór á skrifstofuna hafði hann fengið afleitan höfuðverk. Og hann
vissi ekkert hvað hann ætti að taka til bragðs.
Því miður var Martelly fjarverandi og ekki von á honum
fyrr en annað kvöld. Maríus sá að hann varð' að hafast eitthvað
að fyrir þann tíma. Hann langaði til að gera eitthvað til að fá
vissu sína um hvaða örlög biðu bróður hans. Fyrsta hræðslu-
kastið var nú liðið hjá. Hann þóttist viss um að ekki væri hægt
að höfða mál gegn Philippe og dæma hann fyrir könurán, því
að framburður Blanche, sem alltaf yrði tiltækur, mundi nægja
til þess að verja hann. í barnslegu sakleysi sínu datt honum í
hug að hann skyldi heimsækja herra de Cazalis. Hartn ætlaði
fyrir hönd bróður síns að biðja hinn volduga aðalsmann að
leggja blessun sína yfir hjónbandið.
Morguninn eftir fór hann í beztu svörtu sparifötin sín og
var kominn niður í stigann þegar Fine kom, eftir umtali. Vesl-
ings stúlkan varð náföl þegar Maríus sagði henni hvert hahn
ætlaði og í hvaða erindum.
— Lofið mér að verða yður samferða, sagði hún biðjandi. —
Eg get staðið á götunni og beðið meðan þér talið við frænda ungu
stúlkunnar.
Hún fór með honum. Þau komu að Cours Bonaparte og Maríus
hljóp upp stigann í húsi þingmannsins cg bað um að láta segja
til sín.
Ofsabræði herra de Cazalis hafði náð hámarki. Nú var hann
viss um að ná hefndum. Hann sýndi mátt sinn og mikilleik
með því að kremja einn af þessum blövuðu frjálslyndu spjátr-
ungum. Og nú vildi hann gjarnan leika sama leikinn og köttur-
inn sem kvelur mús. Hann sagði þjóninum að láta Maríus koma
inn. Hann bjóst við térum og brennheitum bænum.
Maríus hitti hann á miðju gólfi í stóra salnum, drembinn og
þjóstmikinn. Ungi maðurinn gekk djarflega fyrir hann, og án
þess að gefa ríka manninum tækifæri til að verða fyrri til sagði
hann:
— Herra de Cazalis. Mér veitist sá heiður fyrir hönd ;bróður
míns, Philippes Cayol, að biðja um samþykki yðar á hjónabandi
hans og ungfrú Blanche de Cazalis frænku yðar.
Það var líkast og de Cazalis hefði orðið fyrir eldingu. Hon-
um fundust þessi tilmæli svo fjarri öllum sanni að hann gat
ekki einu sinni orðið reiður. Hann steig nokkur skref aftur á
þak, starði á piltinn og hló fyrirlitlega. Svo svaraði hann:
— Þér eruð brjálaður. .Eg veit að þér eruð ærlegur og á-
stundunarsamur- piltungi, þess vegna skipa eg ekki þjónum
mínum að reka yður út. Bróðir yðar er þorpari og skítmenni,
og mun*fá refsingu fyrir glæp sinn. Hvað er það eiginlega sem
þér viljið?
Þegar Maríus heyrði bróður sínum hrakmælt svo eftirminni-
lega, sárlangaði hann til að ráðast á þennan fyrirmann.og slá
hann í rot. En hann stillti sig á'síðustu stuntíu. Röddin skalf
af reiði er hann svaraði: -
— Eg hefi sagt yður hváð eg vil, herra de Cazalis. Eg kom
hingað til að bjóða ungfrú Blanche de Cazalis einu uppreisnina
sem möguleg er fyrir hana — lögmætt hjónaband, samþykkt af
Danskir blaðamenia!
þakka forseta.
Forseta íslands hefur nýlega
borizt bréf frá Andreas El-
snab, formanni dönsku sendi-
nefndarinnar, er hingað kom
á ársfund Norræna blaða-
mannasambandsins um daginn,
og hefur skrifstofa forseta góð-
fúslega gefið leyfi til þess að
það yrði birt. Fer það hér á
eftir í lauslegri þýðingu:
1 „Sem forustumaður dönsku
|nefndarinnar á norræna blaða-
mannamótinu í Reykjavík bið
ég forsetann að veita viðtöku
innilegu þakklæti fyrir aiúðieg-
ar móttökur á Bessastöðum.
Eftir íslandsförina erum viS
öll hugfangin af hinu fagra
landi yðar og frelsiselskandi1
þjóð. Við vonum, að ísland
hljóti bjarta og hamingjuríka
framtíð, eins og öll skilyrði
virðast benda til, og við finn-
um til persónulegrar ábyrgðar
um að vinna að því, að sam-
bandið milli dönsku og íslenzku
þjóðarinnar mótist af gagn-
kvæmum skilningi og nánti
samstarfi."
A kvöMvHkttiiiií,
Kommúnisti var gerður
landrækur og var hann í káetu
nr. 350. í hafi andaðist farþeg-
inn í káetu 250; var skipverjum
fyrirskipað að búa um líkið og
varpa því fyrir borð. Þegar allt
var um garð gengið kom það í
ljós, að líkið var enn í káetu
250. Kallaði skipstjórinn þá
bátsmanninn fyrir sig, og við
rannsókn málsins varð ljóst, að.
manninum í káetu 350 hafði
verið varpað fyrir borð í mis-
gripum.
„Það hefir verið kommúnist-
inn," sagði skipstjóri. „Og hann
hefir verið lifandi."
„Já, hann sagði okkur það, en
þér vitið nú, hvernig þéir eru.
Það er ekki einu orði trúandi,
sem þeir segja."
•
Maður og lítil dóttir hans
voru á ferð í strætisvagni. Allt
í einu vatt kona ein, sem stóð
fyrir framan manninn, sér að
honum og rak honum löðr-ung.
Aður en manninum gæfist tóm
til að spyrja konuna, hverju
þetta sætti, var hún farin úr
yagninum. Telpan gaf hinsveg-
ar fulla skýririgu á þessta ér
hún sagði; „Mér e/r líka ii4a við
hana, pabbi. Hún steig ofan á
mig og eg kleip hana."
Qm Mmi $&?*»»
Islenzk kol.
Úr Vísi 13. ágúst 1918: —
„íslenzku kolin hafa yfirleitt
reynzt miklu ver en við var bú-
izt, en ef til vill er það að
nokkru leyti því að kenna, að
menn kunna ekki að fara með
þau. Nú er farið að flytja til.
bæjarins „kol" úr námu einni á
Skarðsströnd, er um langan ald-
ur hefir verið tekinn eldiviður
úr þar vestra til heimanotkun-
ar, og hefir það yerið talinn
ágætur surtarbrandur, en kol
hefir engum komið til hugar
að kalla þetta vestra. Reynt
hefir verið a§ brenna gas úr
kolum úr Dufansdal og nú ný-
! lega úr Stálfjallskolum, en þau
reynast mjög léleg til þess og
koksið er alónýtt.
i Páfinn talar máli
keisaraekkjunnar.
Ur símskeyti til Vísis frá
. Khöfn fyrir 35 árum: ....
! „Páfinn hefir tekið að 'sér að
, tala ' máli •' keisara«kk}unna.r
1 rússnesku."
unaour sma-
báta bæftur í -
höffiiiiðii hér.
Smábátaútvegur í Keykiavífc
fer nú ört vaxandi og hafa-eig-
endur smábáta undanfarin títt
ár haft með sér b,á4afe.lagáS
Björg.
Berst félagið nú fyrir bættum
skilyrðum fyrir útgerð. Fyrat og
fremst vantar tilfinnanlega við-
legupláss fyrir bátana á-höfn-
inni, en úr því er nú verið að
bæta.
Fram að þessu hefur verið
ókleift að fá smábáta tryggða^
en Samvinnutryggingar hafa
tekið að sér að tryggja bátana
fyrir 5 a'f hundraði af matsverði.
Einn fullkomnasti smábá.t.ur-
inn hér er „Reykvíkingur",
eign Bjarna Kjartanssonar, Al-
freðs Þórðarsonar og Jóns Hall-
dórssonar. Báturinn er 4,19
rúmlestir, smíðaður í Hafnar-
firði hjá Sveinbirni Zaphonías-
syni, knúinn 24 ha. dieselvéL
Meðal öryggistækja er sjálfrit-
andi dýptarmælir, er sýnir botn
og dýpi á hverjum stað, frá
Bendix-verksmiðjunum i
Bandaríkjunum, og fer vart
meira fyrir honum, en útvarps-
tæki. Verð hans er 535 dollaratí
með varahlutasetti. ,
BÉsSgjS
\kmk
Skjólabúar.
Það er drjúgar spölur bus
í Miðbæ, ea tii að k«ms
smáauglýsingti f Vísi,
þarf ekki að fara
ícngra es í
SpariS íé rosS \tm a§
seija ssnáauglýíiago í
Yíst