Vísir - 13.08.1953, Blaðsíða 1

Vísir - 13.08.1953, Blaðsíða 1
Éflrfgfffíii \:.-, Nfflftl #3. árg. Fimmtudaginn 13. ágúst 1953 181. tbl. Skemiittiskip með 650 tnanns kentur f yrir hefgi. Annað kvöld eða á laugar- daginn kemur hingað á vegum ferðaskrifstofu ríkisins skemmti ferðaskipið „Batory", og mun það dveljast hér í tvo daga. MeS skipinu eru um 650 manns. Meðan skipið stendur hér við mun skemmtiferðafólkið skpða bæinn og fara í smáferðir hér um nágrennið, og hefur ferða- skrifstofan gert ráðstafanir til þess að fá fjölmargar bifreiðar af ýmsum stærðum til þess að aka með fólkið. Meðal annars verður farið til Krýsuvíkur, og enn fremur vérður hitaveitan skoðuð og ýmislegt fleira. Kínverjar svara Dulles. líeiifarsaiiijíykliíÍEa bintiandi. Tokyo (AP). — Útvarpið í Peking lýsti yf ir því í morgun, að ríkisstjórnin teldi Genfar- samþykktina um stríðsfanga í fulhi gildi og bindandi fyrir báða aðila vopnahlésins. Ummæli Dullesar útanríkis- ráðherra Bandaríkjanna síðdeg ,is í gær hefðu hins vegar verið bein ofbeldishótun. —¦ D'ulles sagði í gær, er hann ræddi við blaðamenn, að Bandaríkin teldu Genfarsamþykktina ekki bind- andi, en hún heimilaði að halda eftir stríðsföngum, sem dæmd- ir hafa verið fyrir afbrot, en kommúnistar ætluðu að nota það að skálkaskjóli og halda eftir stríðsföngum, sem vitað er að þeir haf a í haldi, en þeir hafa ekki sent skýrslur um. Kommúnistar skiluðu í morg un 75 brezkum og 75 banda- rískum stríðsföngum. Hinir voru suður-kóreskir. Sótt fastar á rauðliða. Londön (AP). — Flugsveit- ir Breta á Malakka-skaga herða smám saman sóknina gegn kommúnistum. Þyrilvængjur gefa mjög góða raun, og auk þess eru nú hrað- fleygar orustuvélar notaðar til þess að varpa sprengjum á af- skekkta staði, sem vitað er að kommúnistar hafast við á. Eru notaðar allt að 200 kg. sprengj- ur i slikum leiðöngrum. Eiitet var atvinnuíai§s ip o§ þegar ráoinn. Dagana 4;, 5. og 6. ágúst fór fram atvinnuleysisskráning í Eáðningarstofu Reykjavíkur- bæjar.' Einn karlmaður kom til skráningar og var hann þegar ráðinn í vinnu. Engin kona kom til skráningar. — Frá miðjum júlí hefur ekki verið nóg fram- boð á vinnuafli til þess að full- nægja eftirspum, ..,' Ogurlegar €$g vaxandi hörmungar á jarðskjálf taswæðinu við Grikkland. Björguitara$ger&ir mjög erfíiar vegna framnalds hræringa og ffóoa. ilérsveííir- og' flotadeildir sendar á véttvatig í skyiidi. Einkaskeyti fi-á AP. — Aþenu í morguh. Nýjar ógnir og hörmungar af völdum landskjálfta dundu í gær yfir fólkið á jónisku eyjunum úti fyrir strönd Vestur- Grikklands. Fjórir stærstu bæirnir á eyjunum eru algerlega í rústum, þorp og bæir standa víða í björtu báli, fjöll hafa sprungið og sjór gengið á land. Bandaríkjamenn eru flestum þjóðum aflögufærari á flestum sviðum. Nýlega var ákveðið að senda Austur-Þjóðverjum mat- væli fyrir 15 milljónir dollara, þar sem alvarlegur matvæla- skortur er í landinu. Er myndin tekin, þegar verið er að setja matvæli um borð í fyrsta skipið, er flutti þau austur um haf, e. s. American Inventor. Enn sígur á ógæfu' hlið í Frakklandi. Laniel kveist þó ekki munu láta undan. Einkaskeyti frá AP. — London í morgun. í morgun horfði svo, að verk- fallsaldan í Frakklandi myndi enn hækka. Starfsmenn í mörg- um greinum hófu sólarhrings- verkföll á miðnætti síðastliðnu. Meðal þeirra, sem ekki munu hafa komið til vinnu í dag, eru starfsmenn banka og vátrygg- ingarstof nana, verkaf ólk í klæðaverksmiðjum og málmiðn aðinum, og starfsmenn gas- stöðva og raforkuvera halda á- fram verkföllum, a. m. k. til miðnættis, enn fremur starfs- menn strætisvagna og neðan- jarðarbrauta, Hermenn taka við víða. Ríkisstjórnin hefur skipað 1500 yfirmönnum í póst- og símaþjónustunni að hyerfa aft- ur til vinnu þegar, en starfs- menn þessara stofnana eru 250.000 í öllu landinu. Þá hefur stjórnin látið hermenn og lög- reglumenn gegna ýmsum nauð synlegum störfum, m. a. hafa herbifreiðar yerið tekna% í notk un til flutninga. Þótt verkfall járnbrautar- starfsmanna mætti heita algért, fóru 12 lestir frá París til borga úti á landi og 6 alþjóðalestir. — Nokkur hundruð sjálfboöa- liðar bera út póst í Paris- - í London er aftur farið að taka við bréfum og bréfspjöldLun til Frakklands, án skuldbindmgar um skjóta afhendingu, er til Frakklands kemur. Laniel forsætisráðherra flutti útvarpsræðu í gærkvöldi og tók fram eftirfarandi: Stjórnin hefur umboð meiri- hluta þings til ákvarðana um efnahagslega viðreisn, og mun ekki hvika frá þeim ákvörðunum sínum. Stjórnin mun leitast við að verða við sanngjörnum kröf- um lágt launaðra opinberra stafrsmanna. Verkföllin spilla fyrir lausn (Frain a 8. síðu) Björgvunarstarfið var lamað í gær, bæði vegna stöðuga jarðhræringa og vegna þess, að sjó hafði flætt yfir stór svæði, síma- og samgöngukerfi í mol- um, en sjógangur tafði björg- unarskip á leið til eyjanna. Þó voru flugvélar og koptar í notkun, eftir því sem við varð komið, Orð fá því ekki lýst. Félagsmálaráðherrann griski er kominn til eyjanna til þes^ að kynnast ástandi og horfam og segja fyrir um björgui.ar- starf. — Gríska útvarpið haföi eftir honum í gærkvöldi, að tjónið væri ógurlegra en orð fá lýst og hörmungar fólksins, en - ekkert yrði að svo stöddu sagt um manntjónið í gær. — Óttast er, að mikill f jöldi mann hafi farist. Þó dregur það nokkuð úr áhyggjum manna i þessu efni, að fólk hafðist al- mennt við á víðavangi, af útta við afleiðingar frekari land- skjálfta. Á eyrini íþöku norður aí Cefaloníu gekk flóðbylgja á land og olli miklu tjóni, en frekari fregnir ekki fyrir hendi. Á Cefaloníu eru þrír stærstu Fallhlífahermenn svífa til jarðar. Varpað hefur verið niður matvælabögglum úr flugvélum og fallhlífahermenn haf§ svifið til jarðar til aðstoðar fólkinu. Að minnsta kósti fimm bitzk herskip, þeirra meðal beitiskip- ið Ganbia erU á leið til eyjanna eða komin þangað, meö" lækna, hjúkrunarlið og hjúkruna-göyn. Sjógangur tafði herskipin. —• Bandariska flotadeildin á Miö -• jarðarhafi veitir samskonar að- stoð og brezki flotinn. Feikna mikil sprunga hefur myndast í f jallinu Enos, sem er hið mesta á landskjálftasvæð- inu, og telja menn líklegt, að fjallið muni klofna í tvo hluta. Seinustu fregnir frá Grikk- landi herma, að hræringar hafl verið í nótt og í morgun á eyj« unum, og að eldar geisi enn í höfuðborgum Cefaloniu og Zante og tveimur bæjum öðr- um, mörgum smábæjum og þorpum. — Einn fjórði höfuð- borgarinnar á Zante hrundi gersamlega, en hinir borgarhlut arnir standa í björtu báli. Bretar hafa sent hjálparlið á land í eyjunum. Foringi liðsins bæirnir í rústum, en eldar logasegir, að þar séu 50.000 manns í mörgum þorpum og bæjum, án vatns og matvæla, en fólkið Á eynni Zante suður af Cefa- sé furðulega rólegt. Byrjað er loniu er aðalbærinn í rústum. að flytja á land matvæla- og vatnsbirgðir. ,Á eynni Möltu bíða brezk herskip reiðubúin að fara til Grikklands til þátttöku í hjálp- arst'arfinu. — Byrjað er að flytja þangað loftleiðis birgðir, sem fara eiga til landskjálfta- svæðisins. • Köf uðu í 1550 m. dýpi. Einkaskeyti frá AP. — París í morgun. Tveir franskir sjóíiðsfor- ingjar hafa komizt niSur í 1500 metra dýpi í Miðjarðar- hafi og sett með þvi nýtt köfunarmet. Þeir fóru í betta ferðalag til undirdjúpanna í köfunar- hylki, sem er líkt dvergkaf- bát að löguMj og voru 2% klst. -bar n.e$ra. Islansfsmet í 50 m. bafltsinndi f fyrradag fór fram sund- keppni Akurnesinga og Norð- firðinga í Neskaupstað, Góður árangur náðist í sum- um greinum, en þó beztur í 50 m. baksundi. Þar setti Jón Helga spn af Akranesi nýtt íslands- met, synti vegarlengdina á 33.8 sek., en það er 1/10 úr sekúndu betri tími en gamla metið, sem Ari Guðmundsson úr Ægi átti. ðtflutningur háifu meiri en iirnfíuíníRgiirinR. Innluttar vörur til Banda- ríkjanna í júní s.I. námu að verðmæti 951 milljón dollara. Var um aukningu að ræða frá því í maí, sem nam 5%. — Útflutningur á sama tíraa nam 1475 milljónum. Miklir hitar í Englandi. London <AP). — Hitabylgja fór yfir England í gær, en sval- ara var í Skotlandi. Sóískin var 12 klst. sums stað ar, og hitinn fór yfir 33° c. í Lincolnshire og Yorkshire og víðar. . . Á þaki flugmálaráðuneytis- ins brezka komst hitinn upp í 31° c. og var heitara kl. 10—3 en nokkurn tíma áður, síðan ráðuneytið hóf þar veðurathug- anir fyrir 13 árum. Mun dag- urinn í gær hafa verið heitasti ágústdagur Lundúnabograr síð an löngu fyrir seinustu styrjölcU,'

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.