Vísir - 13.08.1953, Blaðsíða 8

Vísir - 13.08.1953, Blaðsíða 8
Þeir tem gerast ksupcutíur VÍSIS eftir 10. favers manaðar. fá blaðið ókeypis iit mánaðaniéta. — Sími 1660. hreyttasta. — Hringíð í síma 1600 og gerist áskrifemáur. Fimmtudaginn 13. ágúst 1953 Tveir togarar hefja veiðar í is. Annar — Fylkir — veiðir karfa. Óvísí úm veiðar híns — Skúla Magiuíssona r Tveir togarar búast nú á ís- fiskveiðar, Fylkir og Skúli Magnússon. Fylkir fer á karfa- veiðar, og mun aflinn verða lagður upp til flökunar. Fulln- aðarákvörðanir munu ekki hafa verið teknar um fyrir hvaða markað Skúli veiðir. Hins vegar má fullyrða, að áður langt líður hefjist ísfisk- véiðar fyrir Þýzkalandsmarkað, og einnig samkvæmt samning- unum við Dawson hinn brezka, takist honum að sigrast á erf- iðleikum þeim, sem samfara eru móttöku hans á ísfiski úr ísl. togurunum. Hann hefur ótrauð- ur unnið að skipulagningu á dreifingu og öðrum undirbún- ingi málsins, en það mun hafa gert hóhum erfitt fyrir nú síð- ast, að honum munu hafa brugð ist loforð um ís, sem hann nauð synlega þarf, til að verja íisk- inn skemmdum eftir löndun, og þar til hann kemst í hendur smásala. Líklegt er, að bráðlega fréttist hvernig úr rætist um þessi mál. Veiðar fyrir Rússa. Samkvæmt samningnum við Rússa er gert ráð fyrir, að flutt verði út héðan til Ráðstjórnar- ríkjanna 4000 lestir af karfa- flökum fyrir áramót, en það munu vera um 16—17 þúsund tonn af karfa, og þarf til þess marga togarafarma, eða yfir 80, ef miðað er við 200 tonna með- alafla. Ekki mun hægt að taka hér við karfa til flökunar úr nema 3—4 skipum, að því er kunnur útgerðarmaður hefur tjáð blaðinu, en að sjálfsögðu yrði karfinn flakaður víða um land. Frá því hefur veri skýrt í blaði, hér, að samkomulagsum- leitanir standi yfir milli togara- eigendur og Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, sem hefur þessi mál með höndum, og er þeim ekki lokið. Hafa útgerðar- men nað undanförnu talið sig jþurfa hærra verð fyrir karf- ann en greitt hefur veið. Farið að ganga á karfastofninn. Þess má geta, að blaðið hefur heyrt, að ódýrari pökkun muni verða á karfa þeim, sem flak- aður verður samkvæmt samn- ingunum við Rússa en þeim, sem ætlaður er bandarískum neytendum. Annars mun allmjög farið að ganga á karfann vegna ofveiði. Þýzkir togarar stunda mjög karfaveiði og eru alls staðar þar sem karfa er að fá og mun það eiga sinn þátt í, hve gengið hefur á stofninn. — Fyrir ald- arfjórðungi var t. d. allt fullt af karfa á Halanum, en þar sést hann nú varla og á mörg- um karfamiðum er orðið lítið um hann miðað við það, sem áður var. 80 keppendur á Meistara- métifsu um næstu heigi. Pað verðus* Iiáð á Akurejri að þessu sinni. Fullkomið gisti- og veitingahiís starfrækt á Akranesi. Vcrðnr miðstöð alls iélaijs- og skemmtanalílís Akurnesinga. Meistaramót íslands í frjáls- um íþróttum verður að þessu sinni háð á Akureyri um næstu helgi, og hafa látið skrá sig um eða yfir 80 keppendur. Þátttakendur eru víðsvegar að af landinu. K.R. sendir 14 keppendur, Ármann, I.R. og U.M.F. Keflavikur 10 menn, U.M.F. Reykjavíkur, 7 H.S.Þ. (Þingeyingar) 4, íþróttafélagið Þór á Akureyri 4, Ungmenna- samb. Eyjafjarðar 3, U.I.A. (Austfirðingar)2, Strandamenn 2, en auk þess senda F.H. í Hafnarfirði og Skarphéðinn í Árnessýslu menn til leiksins. Opnað hefur verið á Akranesi fullkomið og vandað veitinga- hús. { Er eigandi þess hlutafélag og sjálfstæðisfélögin aðalhluthaf-! inn. í hótelinu eru rúmgóðir og J vistlegir veitingasalir, og 12 j gistiherbergi, 6 tveggja manna og 6 eins manns. Stærð hússins er 400 fermetrar, og aðalsam- komusalurinn 17x11 metrar. Á Akranesi hefur ekkert hót- el eða samkomuhús verið til frá því er Báran brann fyrir um tveim árum, og bætir þetta hús því úr brýnni þörf. Þarna verður miðstöð alls fé- lags- og skemmtanalífs Skaga- manna. — Aðalsamkomusalur- inn rúmar um 220 manns, en all ir salirnir samtals rúmlega 300 manns til borðs. Hugmundin er að síðar verði byggt stórt leik- svið við endann á samkomusaln um. Hótel þetta er á allan hátt hið myndarlegasta og til mikils sóma fyrir Akurnesinga. Hótelstjóri er Ingimar Sig- urðsson, sem lengi hefur unnið á Hótel Borg og mörgum er að |góðu kunnur, enda unnið við veitingastarfsemi í 29 ár. Auk hans er fimm manna hússtjórn, en hana skipa, Jón Árnason, formaður, Ólafur E. Sigurðsson, gjaldkeri, og meðstjórnendur Sturlaugur H. Böðvarsson, Þor- valdur Ellert Ásmundsson og Þorgeir Jósefsson. Starfslið hót- elsins er nú 12 manns. Aðalverkstjórn við byggingu hótelsins og umsjón með verk- inu í heild hafði Jón Guðmunds son byggingameistari, málun, , veggfóðrun og dúkalagningu I önnuðust málarameistararnir ! Einar Árnason og Lárus Árna- son, raflagnir og lýsingu raf- virkjameistararnir Ármann Ár- mannsson og Eiríkur Þorvalds- son, pípulagnir og uppsetningu hreinlætistækja Þórður Egils- son pípulagningameistari, fata- hengi og tæki til loftræstingar smíðaði vélsmiðja Þorgeirs og Ellerts, húsgögn eru smíðuð af trésmíðaverkst. Lárusar ÞjóS- björnssónar, trésmiðjunni Víði í Reykjavík og húsgagnaverkst. Ástráður og Ólafur, Akranesi. Speglar og hillur eru frá Gler- slípun Friðjóns Runólfssonar, en gluggatjöld, rúmfatnaður og dúkar hefur að mestu leyti ver- ið saumað í sjálfboðavinnu und- ir stjórn frú Sigríðar Einarsd., Akranesi. Gólfábreiður allar eru íslenzk framleiðsla, unnin af Vefaran- um h.f. í Reykjavík og er 90% af verðmæti þeirrar vöru ís- lenzk ull og vinna. Vegglampar eru íslenzk fram leiðsla, unnin af Málmiðjunni í Reykjavík. HörS keppni í spretthlaupum. t.alinn skæður. í þrístökki þykir Vilhj. Einarsson úr U.f.A. efni- legur. Fleiri íþróttagreinar verða ekki raktar hér að sinni, en búast má við góðri keppni. Nýr knattspyrrai- völlur vígður. Akureyringar hafa mikinn viðbúnað til þess að mótið fari sem bezt fram. Hlaupa- o-g kastbrautir vallarins eru sagð- ar ágætar, en á laugardag verður vígður nýr grasvöllur íþróttavallarins. Við völlinn er brött brekka, þar sem áhorf- ndur ættu að geta haft góða yfirsýn yfir það, sem fram fer. Veður hefir verið ágætt á Akureyri undanfarið, sagði Hermann Stefánsson íþrótta- Flestir fræknustu íþrótta- kennari á Akureyri í viðali við menn okkar taka þátt í mótinu. yisi í morgun, og vonandi helzt Meðal þeirra má nefna þá As- það fram yfir helgi. Það er K.A., sem sér um mótið, en leikstjóri er Haraldur Sigurðsson í skrif- stofu bæjarfógeta. Indverska stjórnin heíur á- kveðið að kaupa 71 þrýstilófts- orustuflugvél aí Frökkum. 2 kjarnorkukaf- bátar í smíðum. Bandaríkjamenn hafa lagt kjöl að öðrum kafbátum, er knúinn verður kjarnorkuvæl- lira. Kjölurinn að hinum fyrri var lagður fyrir einu ári. Hét sá „Nautilus“, en hinn á að heita „The Sea-wolí“. 3 Sunderlandsbátar koma í dag. Þrír brezkir flugbátar eru væntanlegir hingað í dag og halda áfram til Young-sunds í Grænlandi á morgun, ef veður leyfir. Hinir tveir, sem komnir voru, flugu til Young-sunds í fyrradag, og gekk flugferðin í öllu að óskum. Alls voru 34 menn í þeim báðum, auk á- hafna — menn, sem verða eft- ir í Grænlandi, og einnig var í hópnum fréttaritari frá News Chronicle. — Birgðirnar, sem flugbátarnir fara með til brezka Grænlandsleiðangurs- ins, komu þeir með frá Bret- landi. Hér tóku þeir aðejns benzín til fararinnar og njóta að sjálfsögðu allrar fýrir- greiðslu. Slátrun dilka hefst 26. ágúst Framleiðsluráð landbúnaðar- ins hefur ákveðið að sumar- slátrun dilka sknli leyfð eftír 26. þessa mánaðar. En það er á svipuðum tíma og slátrun hófst í fyrrasumar. Elíki hefur enn verið ákveðið verðið á kjötinu. rnund Bjarnason K.R. og Hörð sér um mótiðj en feikstjori Haraldsson, Á., í spretthlaupun1 um, en þeir munu fá harða' keppni, ekki sízt af hendii þeirra Garðars Arasonar, • Keflavík, Alexanders Sigurðs- sonar, K.R., Vilhj. Ólafssonar, Í.R. og Leifs Tómassonar, K.A. Guðmundur Lárusson, met- hafi í 400 m. hlaupi, keppir á þeirri vegarlengd við Leif Tóm- asson og Þóri Þorsteinsson, Á., en í 1500 m. keppir Sigurður Guðnason m. a. við þá Einar Gunnlaugsson úr Þór og Finn- boga Stefárissonar Mývetning. Sigurður Friðfinnsson úr H.F. er meðal keppenda í hástökki, en skeinuhættir geta þeir reynst Páll Þór Kristinsson frá Húsa- vík og Jón Ólafsson, U.Í.A. Verður hann meist- ari í 8. sinn? Þorsteinn Iæve úr Keflavík er meðal keppenda í kringlu- kasti, en auk hans keppa þar m. a. þeir Friðrik Guðmunds- son úr K.R. og Hallgrímur Jóns- son úr Ármanni. — í spjótkasti keppir Jóel Sigurðsson, ís- landsmeistari í þeirri grein í 7 ár samfleytt: í 800 m. hlaupi leiða þeir saman hesta sína Guðm. Lárusson og Sigurður Guðnason. . í 5000 mtr. hlaupi keppir Kristján Jóhannsson úr I.R., bezti langhlaupari olckar nú, en Einar Gunnlaugsson úr Þór er Bíll finnst gjöronýtur - númeralaus. í nótt var bifreið ekið á simastaur skammt frá Grafar- holti í Mosfellssveit með þeim afleiðingum, að hún er talin gjörónýt eða því sem næst. Ekki er talið, að menn, sem í bifreiðinni voru, hafi meiðzt, að minnsta kosti var ekki gert aðvart í Grafarholti og beðið um aðstoð. Hinsvegar niun bif- reiðarstjórinn af einhverjum orsökum hafa talið hyggiieg: að skrúfa númerin af bifreio sinni, sem mun vera Plymouth- leigubifreið. Rannsóknarlögreglan fór upp eftir í morgun til þess að skoða bifreiðina og hefja rannsókn í málinu. — Frakkland Framh. af hls. 1 vandamálanna og gera verka lýðimt snauðari. Þau valda því enn fremur, að frankinn veikist og að öll bau miklu viðskipti, sent ferðamarmastraumurinn hcf ur skapað, fara í rúst. Hann kvað stjórnina ekki mundu eiga frumkvæði að því, að þingið verði kvatt saman 1! aukafundar, og hvatti menn til að hverfa að störfum afíur. Drengur meiðist í Bankastræti. Um 11-leytið í gærmorgun var lögreglunni tilkynnt, að lít- ill drengur hefði dottið í Banka stræti og nteiðzt illa. Lögreglumenn brugðu við og fóru á staðinn, móts við nr. 2 við Bankastræti. Þar hafði lítill drengur dottið á gangstéttinni og hlotið talsverðan skurð á höfði. Lögreglan flutti dreng- inn, sem heitir Örn Bergsson, Víðimel 21, í Landspítalann, þar sem gert var að sárum hans, en síðan var hann fluttur heim. Þarna hefur staðið yfir við- gerð á gangstéttinni og tals- verður lausasandur á henni. — Hefur fólk átt erfitt með að fóta sig á stéttinni, og telur lög- reglan það hafa valdið slysinu. Þessu hefur nú verið kippt í lag. Piccioni hefur gefizt upp við stjórnarmyndun á Ítalíu, en áð- ur en hann gekk á fund forset- ans var búizt við, að hann myndi leggja fyrir hann ráð- herralista.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.