Vísir - 14.08.1953, Blaðsíða 7

Vísir - 14.08.1953, Blaðsíða 7
Föstudaginn 14. ágúst 1953 YlSlB 1WWVUWWVWWWW\AWWWWWWWWWyi.PWVWWWVWW%WVWWh Marseilles eftir E3MSLE ZOEA VUWVWWrJWUVVWVWWUWUWVVVMAiWNAft^VWVWVV'li — Þá verður hjónaband herra Philippes og ungu stúlkunnar ekki viðurkennt? — Unga stúlkan, sagði Maríus beiskur, — lýsir yfir því að Philippe sé ofbeldismaður og hafi rænt henni og neytt hana til að giftast sér! Það er úti um hann bróður minn! Fine skildi þetta ekki. Hún varð niðurlút og fór að hugsa um hvernig nokkur stúlka gæti kallað elskhugann sinn ofbeldis- mann. Og svo datt henni í hug að sjálf myndi hún verða guðs- fegin að giftast Philippe, — jafnvel þó að það yrði gert með of- beldi. Reiði Maríusar lagði hana í læðing. Hjúskapaxáformin höfðu farið út um þúfur. Hún muldraði ísmeygilega: — Úti um hann bróður yðar, segið þér? O-nei .... Eg ætla að bjarga honum .... Við björgum honum, þér og eg! VIII. HJÁLPARVANA BRÓÐIR. Þegar Maríus sagði Martelly frá samtali sínu við Cazalis um kvöldið, tók hann í höndina á honum, hristi hana og sagði: — Eg veit ekki hvaða ráð eg á að gefa yður, vinur minn. Eg vil ógjarna hryggja yður, en í þessari viðureign er eg hræddur um að þér hljótið að tapa í úrslitaatlotunni. En það er eigi að síður skylda yðar að hefja baráttuna og eg skal hjálpa yður að svo miklu leyti sem eg get. En okkar á milli sagt getum við játað að við erum veikir og vcpnlausir gegn andstæðingi sem nýtur brautargengis aðalsins og klerkanna. Þeir voru ekkert hrifnir af júlíbyltingunni, hvorki 'hér í Marseilles eða í Áix, ög þeir skipa sér um þingmann sem berst á móti Thiers. Þeir hjálpa de Cazalis til að koma fram hefndum. Nú er eg að tala um forkólfana. Alþýðan mundi hjálpa okkur — svo framarlega sem hún getur hjálpað nokkrum. Að minni hyggju væri okkur það mest virði að geta fengið einhvern áhrifamikinn prest til fylgis við okkur. Þér munuð ekki þekkja neinn þess konar mann? Maríus svaraði að hann þekkti Chastanier ábóta, en hann væri fátækur prestur, sem hvorki ætti auð né áhrif. — Það skiptir engu máli. Þér skuluð ná í hann, sagði útgerð- armaðurinn. — Borgarastéttin getur ekki hjálpað okkur. Að- allin óvirðir okkur fyrir opnum tjöldum ef við dirfumst að leita hjálpar hjá honum. Og þá er aðeins um kirkjuna að ræða. Það eru þær dyr sem við verðum að knýja á. Og þér verðið að taka þá hlið máilsins að yður. Eg skal starfa frá annari hlið. Daginn eftir fór Maríus til Saint-Victor. Chastanier ábóti varð hræddur og vandræðaelgur þegar hann sá hann. — Þér megið ekki biðja mig neins! hrópaði hann undir eins og Maríus opnaði munninn. — Það hefir spurzt að eg hafi haft dálitil afskipti af þessu máli, og eg hefi fengið alvarlegar ákúr- ur fyrir. Og eins og eg hefi sagt yður áður: eg er bláfátækur maður. Eg get ekkert annað gert en biðja Guð. Maríus komst við af að sjá hve gamli presturinn var aumur. Hann kvaddi og ætlaði að fara, en þá kallaði presturirm í hann og hvíslaði: — Heyrið þér, þekkið þér hann Donadéi ábóta Hann gæti orðið yður að góðu liði. Það er sagt að hann sé innundir hjá de Cazalis. Hann er framandi, italskur maður sem unnið hefir al- menna virðingu og traust á fáeinum mánuðum. Hann tók málhvíld, hikaði og virtist vera að ráða eitthvað við sig. Þessi æruverðugi maður fann að hann var að hlaupa á sig svo um munaði, en eigi að síður gat hann ekki neitað sér um þá ánægju að gera öðrum greiða. — Viljið þér að eg fylgi yður að húsinu hans? spurði hann allt í einu. ■ Maríus hafði tekið eftir stríðinu sem var milli holdsins og andáns hjá prestinum, og afþakkaði boðið. En nú var ekkert hik á gamla tnanninum framar. Nú hugsa:ði hann: e’cki lengur um eigið öryggí sitt og friðl Hann vildi aðéins hlýðá sinni innri rödd. — Kbmið þér, sagði hann. — Donadéi ábóti á heima stuttan spöl héðan. Á Boulevard de la Corderie. Eftir fárra mínútna gang námu þeir staðar fyrir utan lítið, tvílyft hús, eitt af þessum luktu, leyndardómsfuliu ,húsum, sem dularhjúpur hvílir yfir. — Hérna á hann heima! Gömul vinnukona hleypti þeim inn í' svolitla skrifstofu með dökkum gluggatjöldum. Donadéi ábóti tók á móti þeim meo fagaðri rósemi í xölu and- litinu sem flærða og' kænska settu svip á. Vár ekki hægt að sjá, að hapn yrði neitt hissa á heimsókniniii. Hann hneigði sig og brosti ísmeygilega er< hann bauð þeiiri1 sæti. Tiii ufðir : háhs ;í skrif- stofunni voru svipáðíf' tilburðum konu i' snvrtihérbergi sínu. Hann var á síðum svörtum frakka, sem hékk óhnepþtur yfir vestinu. En það var eitthvað ísmeygilegt við þeiman einfalda klæðnað. Hendurnar voru hvítar og vel hirtar og ekki stærri en koriuhendur þar sem sá á þær fram úr víðum ermunum. Og hörundið á gljárökuðu andlitinu var frísklegt og eins og konu- hörund, undir jörpu hrokknu hárunum. Hann var á að gizka þrítugur að aldri. Hann. sat í stórum hægindastól og hlustaði með alvörubi’osi á frásögn Maríusar. Hann lét hann segja sér tvisvar öll atvik að flótta Blanche og Philippes. Það var að sjá sem honum þætti þetta merkileg saga. Þessi Donadéi ábóti var fæddur í Róm og frændi hans var kardínáli. Einn góðan veðurdag sendi þessi frændi hans hann alveg fyrirvaralaust til Frakklands og enginn komst nqkkurn- tíma á snoðir um hvers vegna hann fór. Laglegi presturinn var skipaður kennari í lifandi málum við skólann í Aix. Sú staða var svo lítilsverð í hlutfalli við hæfileika hans að þessi auð- mýking gerði hann hugsjúkan. Kardínálinn kenndi í brjósti um frænda sinn og gaf honum meðmæli til biskupsins í Marseilles. Þar fekk hann æðri stöðu og við það læknaðist hann. Hann várð ábóti í Saint-Victor, og — eins og Chastanier gamli sagði í mesta sakleysi — varð mikils metinn í borginni á fáum mánuðum. Hin ítalska blíða og yiðkvæmni og hið milda, fríða andlit olli því að hann varð ímynd hins sanna sálnahirðis hjá öllu trúuðu kvenfólki. Hann vann stórsigra í prédikunarstólnum. ítalski hreimurinn gaf ræðu hans töfrandi kraft og þegar hann lyfti handleggjunum; til að blessa söfnuðinn var það gert með svo mikilli tilfinningu að allur söfnuðurinn táraðist. Hann var skapaður til refja og kænskubragða eins og nærri því allir ítalir. Hann bæði brúkaði og misbrúkaði meðmæli frænda síns til biskupsins. Von bráðar var hann orðinn stór- veldi, leynilegt stórveldi sem starfaði á laun, metnaðarmaður sem las sig þrep af þrepi í valdastiganum. Hann varð meðlimur trúmálafélags, sem var svo að segja almáttugt i Marseilles, og bráðlega tókst honum að hneigja sig og beygja fram til þess að verða Ieiðtogi þess. Hann kafaði til botns í öllum málum, smokraði sér inn í öll leyndarmál. Það var hann sem hafði troðið de Cazalis inn í þingið, það er að segja knúð fram kosningu hans, og hann fekk ríkuleg laun fyrir þann greiða. Áform hans var ofur einfalt. Hann ætlaði sér að vinna að áhugamálum hinna ríku, og þegar þeir voru ltomnir í þakklætisskuld við hann þá var það þeirra að sjá til að hann kæmist til vegs og valda. Hann hlýddi með stakri alúð á frásögn Maríusar og spurði hann spjörunum úr á eftir. Eftirtekt hans og saroúð benti til - BRIDGE A Á-D V 1 CO co ♦ 9-8-7-3 * K-5-4 Útspil A 4. N S A 8-7 V K-D-G-10-9-4 i ♦ Á-D-2 * Á-D Suður spilar 6 V og Vestur lætur út A 4. Suður á að vinna gegn öllu mótspili, ef lauflit- urinn er jafn skiptur. Á kvöldvöknnni. Sportsokkar frá kr. 10,00. Bómullar- sokkar frá kr. 12,90. Nylonsokkar frá kr. 20,50. WHZL „ ^ nm Maðurinn, sem biður um heilræði, er venjulega skyn- samari en sá, er gefur heihæði óbeðinn. 9 Tveir menn ræddu vænt- anlegan hjúskap kunningja síns. „Hann fær góða konu,“ sagði annar. „Hún kann að synda, aka bíl, leika golf og tenriis, og nú er hún að læra að stjórna flugvél. Það er ekkert, sem hún kann ekki.“ „Þá ætti þeim að vera óhætt,“ svaraði hinn. „Hann lærði að elda, þegar hann var í herþjón- ustunni." • Eina ástæðan fyrir því, að foreldrar telja, að börn hafi áður verið betur upp alin en nú, er sú, að foreldranir voru börnin, sem imi er að ræða. • Bóndakona ein í Austurríki, sem greiðasölu stundaði, hafði efnazt vel og var í áliti af ná- grönnum sínum. En hún var e::ki að bera efnin utan á sér. ,Hún hélt sínum gömlu venjum ,og klaéddist grófum, óbrotnum bæridabúningi. Nýlega fór hún í heimsókn til Vínarborgar og kom þá í glæsi- legt verzlunarhús þar í borg- inni. Þar sá hún feikistóran spegil úr þykku glerti. Þótti henni hann mesta gersemi og spyr að lokum hvað hann kosti. Verzlunavþjónninn lítur á hana með nokkru yfirlæti og svarar: „Eg er hræddur um að hann sé dálítið óf dýr fyrir yður.“ Konan reiðir þá upp regnhlíf sína og mölbrýtur hinn dýr- mæta spegil með einu bylm- ingshöggi. „Svona! Nú getur maður þó líklega fengið að vita hvað ruslið kostar!“ Frímerkjasafnari óskar eftir að komast í sam- band við frímerkjakaup- mann, er hefði áhuga á að annast kaup á íslenzkum frímerkjum í umboði. Lyst- hafendur leggi nöfn sín á afgr. blaðsins, merkt: „Frí- merki — 271.“ KAUPHOLLIN er miðstöð verðbréfaskipt- anna. — Simi 1710. Qm Jim/ Hættulegt hljóðfæri. ! Frétt úr Vísi fyrir 35 árum: „Brezkur herforingi segir svo frá, að þegar hersveit hans settist að í bæ einum í Frakk- landi, sem Þjóðverjar höfðu verið hraktir úr, hafi hann fengið aðsetur í einu af stærstu húsum bæjarins ásamt nokkr- um mönnum öðrum. í einu herberginu var þýzkt píanó forkuimar fagurt. Ungur her- maður einn, ágætur píanóleik- ari, varð glaður mjög er hann sá svo vandað hljóðfæri á þess- um stað og ætlaði þegar að fara að reyna það, En einn hinna eldri yfirmanna bannaði honum það stranglega að snerta hljóðfærið, fyrr en búið væri að rannsáka það. Við rannsókn kom í ljós, að þessi varkárni var ekki óþörf, því að ein nót- an í hljóðfærinu var í sambandi við öfluga sprengivél, sem nægt hefði til þess að sprengja upp húsið og drepa allt kvikt sem í því var. i Skipulag hafnarinnar. Úr Vísi 14. september 1918: „Bæjarstjórnarfundur verður haldinn í kvöld á venjulegum stað og tímá. Þar verður meðal annars tekin fullnaðarályktun um framtíðai'fyrirkomulag við höfnina og um lántöku til haín- argerðarinnar.“ Kaupi gull og silfur EDWIN ÁRNASON LINDARGÖTU 2B «ÍMI 3743 Pappírspokagerðin hi VUastig 3. AUsk.pappirtpok MARGT A SAMA STft!

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.