Vísir - 15.08.1953, Blaðsíða 8

Vísir - 15.08.1953, Blaðsíða 8
Þek sem gerast kaapendur VÍSIS ef'tir 10. ítvers mánaðar fá blaðið ókeypis tíl mánaðamóta. — Sími 1G60. - VlSIR er ódýrasta Waðið og pó það f jöl- breyttasía. — Hringið-í sítna 1660 eg gerirt áskrifendur. Laugardaginn 15. ágúst 1953 J' "?#t m y A 5. tiiif vísíndafflaima 09 stúd- esita við raitnsóknir hér í sumar. langflestir þeirra eru brezkir, og frá einum háskóla koma menn á hverju sumri. Um eða yfir 45 vísindamenn og stúdentar af ýmsum þjóðum hafa dvalið hér eða dvelja enn við ýmislegar rannsóknir í ó- byggðum landsins í sumar. Allir þessir menn hafa að sjálfsögðu fengið leyfi til ránn-: sókna sinna og athugana hjá Jtannsóknarráði ríkisins, en Vísir hefur aflað sér eftirfar- andi upplýsinga um þetta hjá ! ÍÞorbirni : Sigurgeirssyni, for- manni ráðsins. Alls hafa' hér verið 9 leið- ángrar erlendra manna í sura- ár, en nokkrir þeirra hafa lök- íð athugunum sínum og eru farnir heim. Hér.var á ferð í sumar hol- lenzkur jarðfræðingur, piófess- or Rutten. Var hanr einkum Við athuganir á Esju og Bauíu. Þá hefur verið hér þýzkur1 jarðfræðingur, dr. Emmy Todt- mann, en einkum stundaði hún fannsóknir á Eyjabakkajökli í VatnajökU. Tveir -Breta'r voru hér við bik steinarannsóknir í Loðmundar- firði, ásamt Tómasi Tryggva- syni jarðfræðingi, þeir próf. Hollingworth og Ðiockley, að- stoðarmaður hans. Peter Scott f uglaf ræðingur var hér á dögunum, eins og Vís- ir hefur greint frá, við heiðar- gæsamerkingar í Þjórsárverum. Hann og félagar hans eru ný- farnir héðan. Þá eru hér sex stúdentar frá Durham-háskóla á Englandi,' en þeir munu eihkum stunda' rannsóknir á Tindafjallajökli.! Geta má þess, að Dur-ham-stúd-1 entar hafa komið hingað á hverju sumri undanfarið, en þeir hafa einkum staðið í sam- bandi við Jón Eyþórsson veður- fræðing, vegna jöklarannsókna.' ¦ Fjórir stúdentar frá Cam-| bridge munu vera við Mývatn dg stunda þar skordýrarann- sóknir ýmislegar. Þá munu vera hér eða vænt- anlegir næstu daga, 8 stúdentar frá Cambridgé, en þeir muru hafa í hyggju ýmsar rannsókn- ir á Oki og Langjökli. Tíu stúdentar frá Notting- ham-háskóla eru hér, en þeir munu einkum hafast við á Mors árjökli, skammt frá Skaftafelli. Þéir munu rannsaka jökulruðn- ing og fleira í því sambandi. Loks komu með Gullfoss á fimmtudaginn 12 stúdentar frá Cambridge til dvalar á Kalda- dal, og hefur þeirra verið getið áður. Vilja íáta höggva 1000 Liberty-skip upp. Þau mm úreft, þegar þau voru smíouð. Sogsgöngin tengd farveginum ao neoan í næstu viku. Gera má ráð fyrir, að í næstu viku verði jarðgöngin jniklu sett í samband við Sogið að neðanverðu. Þessa dagana er verið að ljúka við að grafa skurð frá neðra opi jarðganganna að Soginu. Botninn í skurðinum verður talsvert lægri en yfir- borð Sogsins, og verður eftir haft að lokum, sem svo verður sprengt burtu. Verður það gert með þeim hætti, að göngin verða smám saman fyllt af vatni ofan frá, en borað í „vegginn", sem skil- ur göngin og ána, þar komið fyrir sprengiefni, en síðan verð ur „veggurinn" sprengdur burt. Vinnu við Sogsvirkjunina miðar vel áfram, og er bygg- ingarvinnu senn lokið. Má bú- ast við, að stöðih komist í gang í næsta mánuði, en gert er ráð fyrir, að sá manuður fari í að prófa vélarnar og annan út- búnað, áður en stöðin getur tekið til starfa af fullum krafti. Þega • Rakosi þótti ekki nægi- lega ötull sem forsætisráðherra Ungverja, tók þessi maður við. Imre Nágy. kvöld veriur „Ungfrú Reykjavik 19537/ kjörinn í TívolL HýfidÍa^leg hátí&ahöffl Fe^ritiiarfélagsíns í kvöld og annau kvöíd. eti þá vc^roa úrsíít tilkyitnt. Lítið lagast í Frakklandi. Einkaskeyti frá AP. — París í gær. Póstmenn tóku vfða aftur til starfa á ný í dag eða um helm- ingur, að talið er. Járnbrautarsamgöngur eru enn lamaðar og verkf öll eru enn háð í mörgum atvinnugveinum. Málmjðnaðarmenn tóku þó til starfa á ný, en námumenn og járnbrautarstarfsmenn eru á- fram í verkfalli, og óamgöngu- öngþveiti ríkjandi á mörgum stöðum, þótt víða haíi ráðstaf- anir stjórnarinnar, til aö halda uppi samgöngum, borið arang- ur. I Toulouse voru 24 járnbraut- armenn handteknir, er þeir neituðu að hverfa til vinnu, og um 20 póstmenn í annarri borg. Hér voru .1000 herflutninga- bifreiðir notaðar til að flytja fólk til pg.frá vinnu. Meðal þeirra, sem í gær hófu vinnu að' nýju í Frakklandi voru starfsmenn banka, verzl- ana og- tryggingarstofnana. % starfsmanna neðanjarðarbrauta í París er kominn til vinnu. Ríkisstjórnin hefur skorað á menn að safna ekki matva;lum. Segist hún hafa gert ráðstaf- anir til nægrar matvælaöflun- ar. Það er í kvöld, sem Reykvík- íngar eiga að kjósa „ungfrú Reykjavík 1953", en Fegrun- arfélagið efnir til myndarlegra nátíðahalda í kvöld og annað kvöld, en þá verða tilkynnt úr- slitin. Skemmtiskráin í kvöld hefst á leik Lúðrsveitar Reykjavíkur, en Baldvin Halldórsson leikari ætlar að lesa upp og Baldur Ge- orgs sýnir töfratoögð. Ingþór Haraldsson, hinn vinsæli munn hörpuleikari, leikur nokkur lög. Kl. 11 fer fram kosning feg- urðardrottningar, en svo er ráð fyrir gert, að gestir greiði sjálf- ir atkvæði um stúlkurnar tíu, sem þarna koma fram. Dóm- nefndin, sem skipuð hefur'ver- ið, mun því aðeins láta málið til sín faka, að engin stúlkn- ;anna fái 35%greiddra atkvæða.' Annað kvöld verða svo til- kynnt úrslit samkeppninnar, en þá verða einnig myndarleg há- tíðahöld í Tivoli. Lúðrasveitin J j leikur, Guðni Friðriksson leik- ' I ur á harmoníku, Ingpór Har- aldsson leikur á munnhörpu. Kl. 10 verður ungfrú Reykja- vík h'yllt, en kl. 12 á miðnætti verða flugeldar. Dansað verður á palli báða dagana, í kvöld til kl. 2, annað kvöld til ,-kl. 1, en hljómsveit Baldurs Kristjánssonar leikur fyrir dansinum. Vafalaust verður fjölmennt í Tivoli í kvökl og annað kvöld, enda hefur þessi fegurðarsam- keppni vakið hina mestu 'ai- hygli og efíirvæntingu, ekki sízt roeða'J unga 'fólksins. Veðréiiar „Sörfa" fara fram á morejun. A morgun fara fram veðreið- ar á vegum Hestamannafélags- ins Sörla í Hafnarfirði. Eins og áður hefur verið get- ið í Vísi, eru þetta fyrstu veð- reiðarnar, sem félagið efnir til, en þær fara fram á nýjum skeið velli á Réttarflötum við Kald- árselsveg o'g hefjast'kl; 2,30 á morgun. Koiienzka sónokonan vekur hrlfníngu. Hollenzka söngkonan, Charon Bruse, sem hér dvelur á vegum SKT, hefur skemmt hér að und anförnu við góðar undirtektir, bæði að Jaðri og í Góðtempl- arahúsinu. Hefur hún bæði skemmt með söng og dansi, og mun skemmta á samkomum templar.a nú um helgina. N. York (AP). — Ekki er ósennilegt, aS 1000 Libertyskip eða fleirí verði höggvin upp á næstunni. Hefur verið á það bent, að skip þessi hafi verið úrelt, vm leið og þau hafi verið smíðuð, lagt á að hraða smíði þeirra.1 svo ekki hafi veríð notazt við þar sem allt kapp hafi verið nýtízku aðferðir eða neitt ann- að'gert, er gæti tafið smíðina. Hefur formaður sambands skipa smiða í Bándaríkjunum hvant til þess, að skipin verði höggv- in upp, og þess í stað láti rikis- stjórnin smiða 50 fullkomin og hraðskreið flutningaskip árlega.' Með því móti fengjust ekki að-j eins hentug skip, sem mundu endast lengi, heldur yrði árang ur þess einnig sá, að f jölga mundi á ný skipasmiðum í land inu, en þeim hefði fækkað til mikilla muna frá stríðsárum, og gæti það reynzt hættulegt, ef þeim héldi áfram að fækka. Bandaríkjamenn eiga enn um 1500 Libérty-skip, og er talið ef til vill nauðsynlegt að eiga um 500, svo að grípa megi til þeirra, ef illa fer i heimsmálum, en márgir telja sjálfsagt að nýta einungis málma úr hinum með því að höggva þau upp. Aldraðir glæpa- menn losna. London (AP). — Þrír ,æðstu' stríðsglæpamenn Japans verða sennilega látnir lausir bráðlega. Eru þeir látnir lausir fyrir alddurs sakir, en þeir eru 74— 80 ára gamlir. Hinn elzti, Min-; ami hershöf-ðingi, undirbjó á-' rásina á Mansjuríu, en hún varð upphafið af ofbeldisferli Jap- ana. itja virkja neSaniariarfljót. Frakkar gcra athn^anir á því. Paris (AP). — Deila hefur risið milli franskra og spænskra yfirvalda um athugánir á hell- unum miklu í Pyrenea-f jöllum. Telja Spánverjar, að hellis- munninn sé á spænskri grund, en hellirinn er næstum 2000 fet á.dýpt, og ein hvelfing þar svo stór, að þar mundi vera hægt að koma Notre Dame- kirkjunni fyrir, en undir „gólfi" þéii'rar hvelfingar beljar neS- anjarðará með miklum straum- þunga. Franskir vísindamenn hafa gert sér vonir um það, að hægt mundi að virkja neðanjarðar- fljót þetta, og er í undirbúningi leiðangur, sem á m. a. að athuga möguleikana á því, en Spán- verjar gera kröfu til þess, að þeir verði hafðir með í öllum ráðum, og hindruðu þeir þess vegna um hríð, að menn kæm- ust ofan í hellinn. Orðsendingar hafa farið milli stjórna Frakka og Spánverja vegna þessa, og er gert ráð fyr- ir, að náin samvinna verði um athuganir á hellinum í fram- tiðinni, þótt Spánverjar hafi haft lítinn viðbúnað í Þá átt hingað til. Hátíðahöld í Eyjum um helgina. Vestmannaeyingar Itai'a á- kveðið að efna til framhaltís- hátíðahalda um helgina, vegna þess, hvernig þjóðhátíðin mis- heppnaðist um síðustu helgi. - , Er þetta meðal annars gert vegna farþeganna, sem koma þangað með Esju, en skipið miin koma til Eyja á laugardags- kvöld og stanza þaryfir helg- ina. f Herjólfsdal verður íþrótta keppni og dalurinn verður márg víslega skreyttur. Þá verður þar dansleikur á palli og veitingar verða í tjöldum, og efnt verður til mikillar brennu og flugelda- sýningar á laugardagskvóldið. Svíar hafa háð 1996 landsbikL I»cir hafa sigrað í 1203, tapað 647. St.hólmi. — Á þessu sumri munu sænskir íþróttamenn heyja 2000. keppni sína við aðrar þjóðir — 2000. milliríkja- kappleikinn. íþróttasamband Svía ef ndi nýlega til aðalfundar síns í 50. sinn, og var þar meðal annars skýrt frá því, að þá hefðu Svíar tekið þátt í 1996 milliríkjakapp- leikjum. Af kappleikjum þess- um hafa þeir farið með sigu'r af hólmi í 1203 kappleikjum, orðið undir í 647, en jafntefli orðið j.í 146. Ýmsar aðrar fróðlegar skýrsl- ' ur um íþróttamál Svía á þeim , 50 árum, sem sambandið hefur verið starfandi, voru og gefnar á fundi þessum, og vora meðal annars-þær, að á Olympíuleikum þeim, sem S.viar hafa iekið þátt í, hafa íþróttamenn þeirra unnið 78 ^gullpeninga,, 74 silfurpeninga og 99 bronspeninga. Þá hafa Svíar einnig 71 heimsmeistarastig, 119 Evrópu- og 271 Norðurlandameistara- stig. 2500 íþrótta- vellir. Á þessari hálfu öld hafa 14,847 iþrótta-félög gerzt aðilar að sambandinu, og ei-u 9526 enn ; í því. í landinu eru alls til 25O0 , íþróttavellir, og hafa 2300 þeirra verið gerðir á undan- förnum 35 árum eða eftir að heimsstyrjöldinni fyrri lauk. Athöfn fór fram í tilefni af af mæli sambandsins á leikvangi Stokkhólmsborgar, þar sem Olympíuleikarnir voru háðir 1912, til að minnast iðnaðar- og, íþróttafrömuðarins J. Sigfrid; Engströms, er var lengi for- maður Alþjéðlegu Oíympíu- nefndarinnar. (SIP).

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.