Vísir - 17.08.1953, Blaðsíða 1

Vísir - 17.08.1953, Blaðsíða 1
43L ái-g. Mánudaginn 17. ágúst 1953 184. tbi. Hátíðahöld Fegrunarf ékgsins: Tivoli-gestir kusu sjálfi „ungfrú Reykjavík 1953." Oitgfrú Sigríður Arnadóttir, SólvaHagötu 27, si§ra&, hlaut 42,7% allra greiddra atkv. Hátíðahöld Fegrunarfélagsins í Tivoli um helgina tókust á- gætlega. I fyrrakvöld voru þar um eða yfir 7000 manns, en há- mark hátíðahaldanna var að sjálfsögðu kjör „ungfrú Reykja víkur 1953", en gestir kusu ung frú Sigríði Árnadóttur, Sól- vailagötu 27, og hlaut hún 42.7% greiddra atkvæða. Fegrunarfélagið og Tivoli höfðu vandað vel til hátíðahald- anna, syo sem vera bar. Á laug ardagskvöld var margt góðra skemmtiatriða, hornablástur, upplestur Baldvins Halldórs- sonar, töfrabrögð Baldurs Ge- orgs og spjall hans við Konna og munnhörpuleikur Ingþórs Haraldssonar. Sex þátttakcndur. Mesta athygli vakti að sjálf- sögðu fegrunarsamkeppnin. —- Það er mikið vandaverk að standa fyrir slíkri keppni, og fflunu þeir Sveinn Ásgeirsson h.f. Fegrunarfélagsins og Sig- urður Magnússon, framkvæmda stjóri Tivolis, hafa lagt mikla vinnu og erfiði í að hleypa sam keppninni af stokkunum. Mik- ill fjöldi ábendinga um þátt- takendur barst, en þegar á hólminn kom, reyndust þátt- takendur ekki nema sex. En það er engu að síður virðingar- vert, að þær skuli hafa viljað koma til keppninnar, og þar með lagt sinn skerf til þess að afla Fegrunarfélaginu fjár, en þær komu allar fyrir þrábeiðni forsvarsmanna keppninnar, en ekki að eigin ósk. „Vax populi". . Sá háttur var hafður á keppn inni, að áhorfendur höfðu at- kvæðaseðla. Var svo ráð fyrir gert, aS dómnefndin, sem skip- uð hafði verið, skyldi því að- eins fjalía um málið, að engin þátttakenda fengi 35% at- kvæða. Nú fóru leikar svo, að nr. 6, ungfrú Sigríður Árna- dóttir, Sólvallagötu 27, fékk hvorki meira né,. minna en 42.7% greiddpa átkvæ'ða, og kom því aldrej tilkasta dóm- nefndarinnar. í gærkveldi var hátíðahöld- unum haldið áfram í Tivoli með ýmsum skemmtiatriðum, en kl. 10 voru tilkynnt úrslit sam- keppninnar. Sveinn Ásgeirsson þakkaði sigurvegaranum kom- una, en mannfjöldinn hyllti hana með lófataki. Síðan var leikið „Fóstuflandsins Freyja". Slær tvær flugur í éinu höggi. Tíðindamaður Vísis átti stutt tal við hina nýkjörnu „ungfrú frú Reykjavík 1953." Sigríður er 19 ára gömul, dóttir hjónanna Árna Ólafsson- ar og Ástu Kristinsdóttur, Sól - vallagötu 27. Hún vinnur í bak- áríi Gísla Ólafssonar 'su'ður. á Bergstaðastræti. Hún er hisp- urslaus í framkomu, geðþekk og hlédræg. Tíðindamaður spyr hana, hvernig henni hafi orðið við að frétta um sigurinn í keppninni: „Eg er varia búin að átta mig Framh. a 7. síðu. 20.000 f arþegar (Íaxasei&i) í einni ferð. í gærflutti ein af flugvéíum F. í. all-óvenjulega vöru til Ak- ureyrar. Þetta voru 20 þúsund laxa- seiði, sem sett verða í Eyjaf jarð ará. Seiðin voru flutt í mjólk- urbrúsum ,en sérstakan urnbún að þurfti að hafá um seiðin. Var hafður íspoki neðst í brúsunum til þess að halda vatninu köldu, en seiðin þola illa hita. Flutn- ingur þessi gekk mjög að ósk- Reyitf áraiprslaust að steypa dr. Mossadegh. íranskeisari er farinn úr landi. Einkaskeyti frá AP. — Teheran í gær. Keisarashmar í Persíu (Iran) gerðu misheppnaða byltmgar- tih-aun í f yrrinótt. Keisarinn hefur flúið land, en ekki afsalað sér völdum. „Ungfrú Reykjavík 1953", 'Sigríður Árnadóttir. Ljósm.: Hjálmar R. Barðarson. anndráp í Marokko. MÞeiii uttt, ceðísiu ttt*tmninttm Farís (AP). — Sóldáninn í Marokko birti í gær tilkynn- iiagu þess efnis, að hann einn væri hinh trúarlegi leiðtogi landsins. Ákvörðun andstæðinga hans, aS skipa föðurbróður hans trú- arlegan leiðtoga, væri því ólög- leg og sviksamleg. Soldáninn er sagður hafa fallizt á umbótatillögur Frákka, sem hann áður hafði neitað að faliast á. Jafnframt hefur hann lýst trausti á, að Frakkar geti miðlað málum í deilunum. F-regnir um það, sem er að gerast í Marokkó, eru annars að ýmsu óljósar, en Ijóst virð- ist, að ýmsir ættarhöfðingjar hafi snúist gegn soldáninum. Til óeirða kom í ýmsum bæjúm bæði í gær og fyrradag og varð manntjón, er lögreglan reyndi að dreifa fylkingum manna, en hversu mikið það var, er enn eigi kunnugt. Frétt frá Casablanca í morg- un hermir, að 18 menn hafi beð ið bana í borgum landsins í gær'. Fiskimaður í Durban, S.-Af- ríku, fékk nýlega 1500 punda hákarl á færi. ¦' . Farfsegar bifta, tneðan faríð vai síúkraflug, í Yikunni sem leið bar svo við austur á Hornafirði, að drengur varð fyrir því slysi, að hásin hans skarst sundur á Ijá. Var símað til Flugfélags ís- lands hér í bænum og beðið um, að send yrði flugvél til þess að flytja tírenginn hið bráðasta í sjúkrahús hér. Áætlunarflug- vél F. í. var þá á leið til Egils- Staða, og jafnskjótt og hún var setzt, hafði F. í. samband við flugmanninn og bað hann að fara til Hornafjarðar þessara erinda. En á Egilsstöðum biðu 28 manns, eftir fari hingað. Það varð þó úr, að flugvélin fór til Hornaf jarðar, sótti drenginn og flaug með hann til Akureyrar, en þar var gert að meiðslum hans í sjúkrahúsi. Síðan var flogið aftur til Egilsstaða, og farþegarnir teknir þar og flutt- ir hingað til bæjarins. Um miðnæturbil aðfaranótt sunnudags var byltingartilraun in gerð. Stóðu að henni foringj- ar úr lífverði keisarans og ýms- ir hirðgæðingar. Áform þeicra var að handtaka dr. Mossadegh og helztu stuðningsmenn hans og setja á stofn nýja stjórn. — Keisarinn, sem var ásamt móð- ur sinni og konu, Soraya drottn ingu, í bæ við Kaspiahaf, flaug þaðan til Bagdad, er kunnugt í varð um að byltingin hafði mis- heppnast. —— Aðstoðarforingi keisarans, sem var með honum í för- inni hefur tilkynnt, að keis- arinn hafi ekki afsalað sér völdum. Nýr forsætisráðherra. Hershöfðingi nokkur, Sahadi, sem áður var stuðningsmaður Mossadeghs, en snerist gegn honum, hefur tilkynnt, að keis arinn hafi fyrir 4 dögum vik- ið Mossadegh frá og skipað sig forsætisráðherra. Sahadi hefst nú við í fjöllunum norður af Teheran og sendi boð um þetta til borgarinnar í gær og afrit af tilskipun keisarans um þetta. Herflokkar, sumir í brynvörð um bifreiðum, fara um göturn- ar í Teheran. Fatime utanríkis- ráðherra, sem uppreistarmenn höfðu í haldi nokkrar klukku- stundir, flutti ræðu í gær síð- degis á aðaltorgi borgarinnar, og sagði m. a., að keisarinn hefði rekið erindi olíufélaganna og Breta. Stjórnin hefði verið vel á verði gegn hinum skamm arlegu svikum hans og hans manna. Komið til Mossadeghs. Það var um miðnæturbil, sem hershöfðingi úr lífverði keis- arans kom til bústaðár „dr. Mossadeghs. Kvaðst hann vera með mikilvægt bréf, sem hann ætti að afhenda forsætisráð- herranum persónulega. Hers- höf ðinginn kom með nokkru liði. Yfirmaður einkavarðliðs Mossa deghs grunaði, að ekki væri allt með felldu, og handtók hers- höfðingjann, og gafst þá iið hans upp. Tilkynning hefur verið birt. um þingrof og nýjar kosningar. — Allir þeir, sem grunaðir eru um þátttöku í byltingartilraun- ini, eru handteknir jafnóðum og til þeirra næst. Komst á einum hreyfli til lands. Fyrir helgina varð; amerísk herflugvél fyrir bilun norður í hafi, og varð að fljúga á öðr- um hreyflinum til lands. \ Var ekki gert ráð fýrir, áð vélin mundi komast til flug- vallanna hér eyðra, og var henni þvi leiðbeint til flug- vallarins á Egilsstöðum, þar sem hún lenti heilu og höldnu. EldsvoM á Akureyri. Á laugardngskvöldið urðtt stórskcmmdir á íbúðarhúsi á Akureyri, er eldur kom upp í því. Hús þetta, sem er einlyft með risi, stendur við Friðarsund og er Sesar Hallgrímsson eigandi þess. Eldurinn kom upp í geymslu í rishæðinni og var slökkviliðið strax kvatt á vett- vang þegar eldsins varð vart. Miklar skemmdir urðu á ibúð- arhæðinni, einkiim af völdum vatns. Norðmenn munu senda níu hvalveiðaleiðangra til Suður- hafa í vetur. Verður bræðslu- ' skip með hverjum. Peiið Hefkr mynctaS Tveir leynivínsalar ftafa verið teknir á Raufarhöfn. Þar lágii í gær 70—80 sklp. Róna (AP). — Pella flytur stefnasktárræou sína á þingi nú í vikuimi. Han.n lagði ráðherralista sinn fyrir Einaudi ítalíuforseta i fyrradag. Auk þess sem Peila fer me'ð embætti forsætisráð- herra, fer hann einnig með ut- anríkis- og fjármál. De Gas- peri fyrrverandi forsætisráð- herra mun ekki eiga sæti. í stjórninni. Talsvert hefur verið um leyni vínsölu á Eaufarhöfn í sumar, en nú hefur verið tekið fyrir haiia. Eins og gefur að skilja, er eft irspurn eftir víni mikil, þar sem tugir 'skipa þurfa oft að liggja dögum saman, en sjó- menn allir aðkomumenn og hafa e'íikert við að vera í land- legum, Vegna veðurs hafa skip oft legið mikið á Raufarhöfn, og svo var til dæmis í gær, en þá lágu þar milli 70 og 80 skip, og biðu betra veðurs, svo aS hægt væri að fara á veiðar. Löggæzla hefur verið meiri í sumar á Raufarhöfn en á öðr- um tímum árs,' og hafa verið þar tveir lögregluþjónar. Hafa þeir haldið uppi reglu <ig gengið vel. Þar nyrðra höfðu í gær ver- ið handteknir tyeir menn, er höfðu fengizt við leynivínsölu, og var talið, að taka mundi fyr- ir leynisölu áfengis með hand töku þeirra — fléiri menn hefðu ekki gert sig seka um þann starfa. Bíða þeir nú dóms. Þá hafa einnig verið teknir þar tveir menn, er ekið höfðu bif- reiðum undir áhrifum áfengis.;

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.