Vísir - 17.08.1953, Blaðsíða 4

Vísir - 17.08.1953, Blaðsíða 4
v r s f r Mánudaginn 17. ágúst 1958 WISIR DAGBLAÐ Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson. Skrifstoíur Ingólfsstræti 3. Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Símar 1660 (fimm linur), Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. Vaxaitdi vidsjár og ókyrrð. Þegar heimsstýrjöldinni síðari lauk fyrir átta árum, létti mönnum um allan heim, og í löndum sigurvegaranna var leikslokunum vitanlega ákaft fagnað, þar sem hættulegir fjand- menn höfðu verið að velli lagðir. Sama hafði verið upp á teningnum rúmum aldarfjórðungi áður, þegar heimsstríðið fyrra var til lykta leitt. Þegar bardögum var hætt í Kóreu fyrir skemmstu, létti mönnum að vísu, en um fögnuð eins og við styrjaldarlokin, sem getið er hér að ofan, var ekki að ræða. Vopnahléð í Kóreu er ekki talið rperki þess, að óhætt sé að treysta því, að friðaröld r'enni' upp, og mannkynið geti vænzt þess, að enginn verði til þess á næstunni að rjúfa friðinn og beita ofbeldi gagnvart öðrum þjóðum. 1 Víða um heim eru viðsjár miklar með mönnum, og á mörgum stöðum þarf ekki nema lítinn neista, til þess að bál kvikni, sem erfitt kann að vera að hemja eða slökkva. Sums staðar er raun- verulega um styrjöld að ræða, þótt í smáum stíl sé, og er til dæmis þannig ástatt í Indókína, og hefur verið um nokkura ára bil. Önnur óróasvæði eru í nýlendum Frakka í Norður- Afríku, við Suezskur* og í Iran, þar sem gerð var tilraun til byltingar um helginu. 1 þess að hrekja Mossadegh forsætis- ráðherra frá völdum, en hann má nú heita einvaldur þar í landi. Nær hvarvetna þar sem um ólgu eða átök er að ræða, j munu Rússar standa á bak við að meira eða minna leyti. Engum blöðum er um það að fletta, að þeir segja ekki síður fyrir verkum í Indókína en þeir hafa gert í Kóreu, enda þótt þeir beiti öðrum fyrir sig á þessum stöðum, og komi, að því er virðist, hvergi nærri. Styrjöldin í Indókína er Frökkum svo kostnaðarsöm, að þeir geta ekki varizt kommúnistum þar af eigin rammleik, heldur hafa orðið að leita til Bandaríkjamanna um stuðning í vaxandi mæli. Þar sem styrjöldin þar hefur mergsogið Frakka á síðustu árum, telja kommúnistar auðvitað heppilegt að gera þeim skráveifur á öðrum stað einnig, þ.e.a.s. í N.-Afríku, og róa þess vegna kappsamlega undir þar. Ef allt færi í bál og brand í N.-Afríku, mundi Frökkum reynast ofviða að standa straum af bardögum á tveim vígstöðum, fjarhagur þeirra mundi enn versna og jarðvegur fyrir kommúnismann batna í heimaland- inu með auknu öngþveiti. Er því áreiðanlegt, að kommúnistar eru ekki síður að verki að tjaldabaki í N.-Afríku en Indókína. Engum blöðum þarf heldur um það að fletta, að kommún- istar eru smám saman að herða tökin, sem þeir hafa á Iran, því grannlandi sínu, er á við mesta fjárhagsörðugleika að stríða þeirra ríkja, er hefur ekki þegar verið kippt inn fyrír járntjaldið. Byltingartilraunin um helgina var gerð af fylgis- mönnum keisarans, og má líta á hana, sem síðustu tilraunina til þess að koma á stjórn, er léki ekki landinu beint í hendur Rússa. Sú tilraun fór út um þúfur, og þess vegna er sennilegt að næsti stórviðburður frá Iran verði nánari tengsl þess lands við Rússa. Enginn þai’f að undrast, þótt slík fregn berist út um heiminn á næstunni. Það mun óhætt að fullyrða, að þrátt fyrir stefnubreytingu þá, sem Rússar virðast hafa sýnt á ýmsum sviðum undanfarið, megi gera ráð fyrir vaxandi viðsjám víða um heim, og þær verða af þeirra völdum, einn liðurinn í viðleitni þeirra til að drottna yfir öllum heimi. Afmæli Reykjavíkur. T-kað er orðin föst venja að minnast árlega afmælisdags Reykja- * víkur og er það oftast gert með hátíðahöldum í Tivoli. Geta menn gert sér þar dagamun eftir því sem veður og aðrar ástæður leyfa, og stundum hefur eirin liður hátíðahaldanna verið að kjörin hefur verið fegurðardrottning höfuðstaðarins, svo sem gert hefur verið að þessu sinni, eins og kunnugt er. Að þessu sinni kom það fyrir, að lagzt var gegn því opin- berlega, að efnt væri til slíkra fegurðarkeppni, þar sem ekki væri aljt undir fegurð andlits eða líkama komið, heldur litu íslenzkir karlmenn ekki síður á aðra kosti í fari kvenna, er þeir teldu ekki minna virði. Var það einn af prestum höfuð- staðarins, er þannig mælti í útvarpið fyrir viku. Munu margir vera honum sammála að þessu leyti, og svo mikið er víst, að þótt ábendingar væru margar um fallegar stúlkur, voru þær fáar, sem fengust til þess að taka þátt í keppninni. Það er líka spurning, hvort ekki væri viðkunnanlegra að minnast afmælis borgarinnar með því að heiðra einhvern borgara, er vel hefur unnið fyrir bæjarfélagið eða aukið hróður þess með störfum sínum, því að á slíkum mönnum veltyr.gengi þess en ekki því, hvort hér eru margar eða fáar fallegar stúlkur. 34 íslenzkir kennarar á norrænu móti. Alls voru fl-utt 23 erindi á mótinu, m.a. af Mlfu íslendinga, Norrænt kennaramót var hald- Brodda Jóhannesson, sem gat ið í Osló dagana 5.—7. þ. m. og ekki komið því við að fara utan.' sóttu ‘það 34 íslenzkir kennar- j Höfðu Norðmenn haft mikinn ar, en alls sátu mótið á fjórða undirbúning undir þetta mót.1 þúsund norrænir kennarar. j Opnun þess fór fram í ráð- Forseti mótsins var Einar húsinu að viðstöddum konungi j Boyesen, skrifstofustjóri norska'og ríkisarfa og var flutt ávarp menntamálaráðuneytisins. j fulltrúar frá öllum Norðurlönd- Þetta var 16. norræna kenn- unum, og talaði Helgi Elíasson aramótið í röðinni, en slík mót af hálfu íslenzku kennaranna. hafa verið haldin frá 1870, og í sambandi við mótið var mikil var ætlunin upphaflega að skólasýning, þar sem m. a. voru | halda þau á fimm ára fresti, en sýnd kennslutæki, vinna nem- sú áætlun hefir ekki staðizt og . enda, kennslubækur og fleira koma þar til styrjaldir og fleiri I varðandi námið og skólalífið. ’ ástæður. j Þinginu lauk 'f Folkemuseets Samkvæmt viðtali er Vísir fellespark á Bygdey; þar flutti átti við Arngrím Kristjánsson Arngrímur Kristjánsson kveðju skólastj. í gærmorgun var aðal- j af hálfu íslenzku kennaranna, málefni þessa kennaramóts og ennfremur átti menningar- „skólarnir og þjóðfélagið“, en fulltrúi norska útvarpsins við- framsögu í máiinu hafði Tage j al við hann á ásamt einum full- Erlander forsætisráðherra Svía, j trúa frá hverju hinna landanna. er heiðraði mótið með því að Fluttu þeir stutt erindi í út- sækja það og flytja þetta fram- söguerindi. Auk þess voru flutt samtals varpið um skipulagningu skóla og kennslu í dreifbýlinu, þróun skólanna þar, hagnýtingu 23 erindi á mótinu af fulltrúum kennslutækja og kennslukrafta allra landanna. Af hálfu ís- j og fleira þess háttai'. — Ákveð- lenzku kennaranna flutti Magn- ið var í lok mótsins að næsta ús Finnbogason framsöguerindi J norræna kennaramót skyldi og Helgi Elíasson fræðslumála- haldið í Finnlandi að fimm ár- stjóri flutti erindi eftir dr. ‘ um liðnum. Fuglar á Reykja- vikurtjöm. IJngarnir eiga erfiit uppdráttar. Þegar maður leggur leið sína eftir Tjarnargötu og annars staðar kringum Tjörnina, þá rennur manni til rifja, að sjá sárhungraða andarunga hlaup- andi að leita að fæðu í grjót- mölinni á götukantinum og annars staðar við vatnið í kring um TjÖrnina, en árangurslaust. Flestir ungárnir eru þróttlausir og horaðir. í rokinu um daginn hafa þeir áreiðanlega týnt töl- unni, þá fuku þeir og ílæktust upp á Tjarnargötunni ósjálf- bjarga. Mæðurnar réðu ekki við að halda þeim saman, því að hvergi var skjól að vestanverðu og lítið annars staðar við Tjörn ina. Tilvera þessara vesalinga á tjörninni er langt fyrir neðan alla aðgæzlu mannanna ög það í hjarta bæjarins í sjálfum höf- uðstaðnum- Má það furðulegt heita, að ekki skuli vera g'ert j meira fyrir fuglana hvað fæðu ( snertir o. fl. Það væri að skömm j inni til skárra að flæma þá í bui'tu af tjörninni fyrir varp- tímann en áð láta það viðgang- ast eins og. það er óg hefur ^ verið undanfarið. Þótt fólk sé stöku sinnum að kasta brauð- j molum út á vatnið, þá kemur I það að litlum notum og þó sízt j fyrir unganá þvi fullorðnu fugl ( arnir flæma þá frá því að ná í þann mat. Það helzta sem eldri fuglarnir lifa á mun vera horn- j síli, en þeim ná ungarnii- ekki t og þó sízt meðan þeir eru litlir. , Það 'er óhjákvæmilegt að Lag- 1 fæva þefcta, ogiþað iþarf ekki að . kosta rriikið, 'það-máetti láta- grunn trog, t. d. eins í laginu og síldarfrystipönnur, hér og bar á hentuga staði við tjörnina með mat handa fuglunum og gæta þess að allir ungarnir fái fæðu. Brauðgerðarhúsin hafa oft brauðúrgang, sem má bleyta og mylja handa þeim. í húsum og hótelum éru oft nógur fugla- matur sem er afgangs og er ann ars kastað í sorpið. Ekki væri þá ónýtt að fá afganga af fisk- lifur í fiskbúðum til að láta saman við í matartrogin. Það mætti kannske segja að fólk hefði annað að gera en að vera að stússa við þetta. Því skal hér til svarað, að það er svo margt um manninn hér, yngri og eldri, sem ekkert ger- ir annað en skemmta sér á kaffi húsum, bíóum og böllum, og væri jafngott að það ynni við þetta mannúðarstarf án end- urgjalds, t. d. fyrir miðdag hvern dag, enda gæti það skipst á um þenna starfa.. Myndi kvenfélag eða eitt- hvert annað líknarfélag gangast fyrir þessu sjálfsag'ði verki. En hvernig er það, er ekki Dýra- verndunarfélag enn þá til í þess i ari höfuðborg landsins? Eða ; kannske að fuglarnir tilheyri ekki þess verkahring? Ann- j ars væri ráðamönnum bæjarfé- j lagsins skyldast að sjá um að | þetta mannúðarstarf væri unn- ið. Rvík, 12. ágúst 1953. Ó. J. H. MARGT A SAMA STAÐ <1 VEG 10 - S1MI 33*' Permanentstofan Ingólfsstræti 6, sími 41ÖJ). * Þegaf IG fékk þann stDRA.. Eg hef stundum verið spurð- ur að því, bæði í gamni og al- vöru, að eg hygg, hvort „sil- ungadorg“ sé ekki sportveiði áð mínum dómi. Venjulega hef- ur sú skýring' fylgt spurning- unni, að hlutur þessarar veiði- greinar sé mjög fyrir borð bor- inn í tímaritinu Veiðimannin- um — þar sjáist sjaldan á sil- ungsveiði minnzt. Og núna fyr- ir fáeinum dögum vék maður sér að mér á götunni og lét lík orð falla viðvíkjandi þessum þáttum mínum hér í blaðinu. Sjálfur hef ég lítið fengizt við silungsveiðar — stöku sinnum gutlað stund og stund í Elliða- vatni með lélegum árangri — fæ þetta 2—3 meðan konan mín veiðir 10—20. Nokkrum sinnum hef ég farið í sjóbirting, eins og kallað er, og haft af því á- gæta skemmtun, þótt veiðin hafi verið upp og ofan. Það dettur engum laxveiði- manni í hug að halda því fram, að silungsveiði geti ekki verið ágæt sport, ef notuð em rétt tæki. Það er áreiðanlega mis- skilningur, sem fram kom í út- varpsþættinum um silungsveið- ar, á dögunum, að laxveiði- menn reki upp hlátur, ef minnzt sé á silung. Ýmsir lax- veiðimenn stunda silungsveið- ar jöfnum höndum og hafa mikla ánægju af. Hitt er annað mál, að vanir veiðimenn munu fæstir telja það mikið sport, að draga eins og tveggja punda bleikju á maðk. Eg get vel trú- að, að þeir reki upp skellihlát- ( ur yfir slíkri veiðimennsku. Þá , veiðiaðferð ætti að banna, enda J er það sums staðar gert, t. d. (í Elliðavatni. Vatnasilungurinn hér er víðast hvar svo smár, að það er ekkert gaman að veiða hann með grófum tækjum. Ef hann á að hafa nokkra mög'u- leika til mótspyrnu, þarf að nota mjög granna stöng og litlar flugur. Á nokkrum stöðum eru þó til stórir fiskar, t. d. í Þing- vallavatni. Þaðan eru til sögur um ævintýrafiska, sem haldi sig á sérstökum stöðum í vatn- inu og þurfi sérstaka aðferð til að ná. í bók, sem Stewart hers- höfðingi hefur ritað, segist hann vita um mann, sem hafi dvalið heilt sumar við Þingvallavatn og rennt einungis fyrir stór- fiska. Og' með því að nota 10 þumlunga beitu, sem hann sökkti með 20 pundum ai blýi, hafi honum tekizt að veiða 27, 29 og upp í 39 punda urriða. Sennilega þykir ýmsum þetta ótrúlegt, eins og sumar aðrar sögur af þessu tagi, en Stewart telur heimild sína góða. Við svona stórkarla er vitanlega nauðsynlegt að hafa stérk tæki, en þeir hafa líka afíið til þess að taka á móti og tekst oft að losa sig úr klípunni, hversu kænlega sem veiðimaðúrinri fer að. Sjóbirtingsveiðar eru ljóm- andi skemmtilegur leikur, því hann er mikill baráttu-fiskur og gefur laxinum ekkert eftir fyrsta sprettinn, en þol hans er minna. í sumum ám, t.# d. Ölvusá, Eystri-Rangá og víðar austur þar geta menn átt von á að setja í fiska, sem eru 15— 20 pund og jaínvel meira. Fyr- ir ; skömmu veiddist t. d. einri Framhald á 6. síðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.