Vísir - 17.08.1953, Blaðsíða 7

Vísir - 17.08.1953, Blaðsíða 7
Mánudaginn 17-. ágúst 1953 V IS í B '* WUlíVW’^JWU^W^^rfW^WVAWWWWIJVIJVlAIVWIAftíW. 14 í arsBiliBS c>Mr EMIJLE ZOIA Einn góðan veðurdag frétti Maríus að kæra væri komin fram gegn bróður hans og Ayasses garðyrkjumanni; var sá fyrri sak- aður um konurán, en hinn fyrir aðstoð við glæpinn. Frú Cayol hafði verið látin laus. Vitnisburðirnir gegn heirni nægðu ekki til að forsvaranlegt þætti að hafa hana í fangelsi áfram. Maríus flýtti sér heim til móður sinnar. Aumingja konan hafði þjáðst ótrúlega mikið í fangelsinu. Heilsan sem hafði verið bág áður var nú algerlega þrotin og nokkrum dögum eftir að hún var látin laus andaðist hún í örmum sonar síns, sem kæfði niðri í sér grátinn til að geta svarið hefndir. Alþýðan notaði jarðarförina til að sýna hug sinn. Móðir Philippes var grafin í Saint-Charleskirkjugarðinum og líkfylgd- in var afar fjölmenn. Flest konur úr alþýðustétt, og þar sem þær fóru sökuðu þær de Cazalis í heyranda hljóði um að vera .valdandi dauða frú Cayol. En lítið hafði unnizt við að hvetja þessar konur til að mölva rúðurnar hjá þingmanninum. Þegar Maríus kom heim í herbergið sitt eftir útförina var hann meiri einstæðingur en nokkurn tima áðúr. Hann grét sáran en tárin hugg'uðu hann. Nú sá hann leiðina sem hann yrði að fara. Hún var skýr og breið fyrir sjónum hans. Þessi marm- vonzka sem hafði bitnað á honum og gert hann áhrifalausan, kveikti í honum ríka sannleiksást og ekki síður hatur á rang- lætinu. Hann vissi méð sjálfum sér að það sem eftir var lífsins ætlaði hann að helga háleitu verki. Þarna í Marseilles var ekkert verkefni handa honum. Harm- leikurinn hafði skipt um vettvang. Nú var leiksviðið í Aix, því að þar átti málið að koma fyrir rétt. Maríus langaði til að kom- ast þangað til að geta fylgzt með öllu, ef til vill gæti hann notfært sér eitthvað af því sem kom fram nýtt í málinu. Hann bað um mánaðar leyfi og Martellj'- véitti honum það undir eins. Daginn sem hann ætlaði að fara hitti hann Fine. — Eg ætla að fara með yður til Aix, sagði hún ofur rólega. — Þetta nær ekki *nokkurri átt, hrópaði hann. — Þér eruð ekki svo rík að þér getið fórnað yður svona. Og blómin yðar .... hver á að selja þau? — Eg hefi fengið vinstúlku mína til að sjá um þau fyrir mig. Hún á heima í næsta herbergi við mig í Place aux Oeufs. Eg hugsaði með mér: Kannske get eg orðið yður að ilði. Og svo fór eg í fallegasta kjóilnn minn, og hérna er eg. — Eg þakka yður af heilum hug, sagði Maríus. Röddin skalf. IX. DE GIROUSE LEYSIR FRÁ SKJÓÐUNNI. Þegar til Aix kom fór Maríus beina leið heirn til Isnards í Rue d’Italie. Kaupmaðurinn hafði ekki orðið fyrir neinum veru- legum óþægindum. Hann var of lítilmótleg persóna til að hon- um væri gerandi mein. Fine fór heim til fangavarðarins. Hún var frænka konunnar hans sálugu. Fine hafði gert sér áætlun. Nú fór hún þarna heim með gríðarstóran rósavönd sem var þeginn með miklum fögnuði. Hún varð fljótt uppáhald ,,frænda“ síns og það átti hún að þakka fallega brosinu sínu og glaðlegri alúð. Fangavörðurinn var ekkill og átti tvær litlar dætur sem þegar í stað urðu elsk- ar að Fine, og hún varð fljótt einskonar móðir þeirra. Málið átti ekki að hefjast fyrr en eftir viku. Maríusi fannst sem hann væri bundinn á höndum. Hann þorði ekki að stíga eitt einasta skref en beið óþolinmóður eftir að rétturinn kæmi saman. Ennþá gat hann orðið svo vitlaus stundum að láta sér detta í hug að Philippe yrði sýknaður. Eitt kvöldið er hann var að ráfa um göturnar hitti hann herra de Girouse, sem hafði komið: í bæinn frá Lambesc í tilefni af málinu. Gamli maðurin tók í handlegginn á honum og fór með hann heim í húsið sitt án þess að segja orð. — Jæja, sagði hann, er þeir voru seztir inni í stórum sal, — hérna erum við einir, vinur minn, og eg get talað í næði og látið almúgamann heyrá hvað mér býr í brjósti. Maríus brosti að þessúm bersögla greifa. En hann hélt áfram: — Þér hafið ekki beðið mig' að hjáiþa yður til að verjast de Cazalis. Það er gott. Þér eruð hygginn. Þér skiljiö auðsjáanlega að eg get ekki aðhafzt neitt gegn þessari hégómagjörnu og drembilátu stétt sem eg telst tii. Bróðir yðar sóttist eftir erfið- leikunum — og hann fekk þá. Hann stóð upp og þrammaði um gólfið. Allt í einu nam hann staðar fyrir framan Maríus. — Hlustið þér nú á söguna okkar, sagði hann æstur. — í þessum bæ eru í kringum fimmtíu gamlir menn, á borð við mig. Við lifum sem einbúar, við erum dauðir fyrir löngu. Við köll- um okkur blómann úr aðiinum í Provence, og svo sitjum við iðjulausir og tvinnum , .þuiþalfingurna. En. við ,eruiþ. göfugir menn með riddarahjörtu. Við skiljum og bíðum þess með eftir- væntingu að hinir lögmætu þjóðhöfðingjar okkar komi til baka. Drottinn minn dýri! Við verðum að bíða lengi. Svo lengi að ein- stæðingsskapurinn og iðjulej'sið drepur oltkur áður en fer að bóla á nokkrum arfgengum prinsi. Ef við værum skarpskyggnir mundum við sjá rás viðburðanna fram í tímann. Við hrópum til staðreyndanna: Sneiðið hjá okkur! Gangið fram hjá okk- ur! .... En staðreyndirnar troða okkur ofur rólega undir hæli og kremja okkur. Eg verð hamslaus af reiði þegar eg sé ráðizt á okkur af blihdingjum, sem eru jafn hlægilegir og þeir eru vígdjarfir. Þér verðið að hafa það í huga að við erum allir ríkir. Við gætum allir orðið duglegir og hagir handverksmenn sem gætum unnið að landsins gagni og nauðsynjum. En við kjósum fremur að fá að mygía í friði og falla í gleymsku eins og vogrek frá liðinni öld. Hann dró andann djúpt og hélt áfram af enn meira kappi: — Og allir erum við stoltir af okkar innantómu tilveru. Við gerum ekki neitt — því að við fj7rirlítum vinnuna. Við erum fullir af heilögum ótta við menn með skítugár hendur. Æ-æ! Bróðir yðar hefir dirfzt að koma nærri einni af dætrum okkar! Og hann er ekki af sama blóði sem við erum! Látum okkur, standa saman og kenna þessum loddurum mannásiði. Við skul- j um svipta þá lönguninni til að verða ástfngnir af börnunum okk- j ar! Áhrifamstu klerkarnir stj'ðja okkur; þeir eru örlögbundnir ( okkar málefni. Þessi herferð yljar hégómagirndinni í okkur. Eftir ofurlitla þögn hélt de Girouse áfram spottandi:. — Hégómagirnd okkar! Hún hefir oft lent í slæmum ógöng- um. Til dæmis lenti hún í slæmum vanda nokkrum árum áður en eg fæddist. í næsta húsi við húsið okkar gerðist hræðilegur atburður. Herra d’Entrecasteaux, forseti parlamentsins, myrti konuna sína í rúminu. Hann skar hana blátt áfram á háls með rakhníf. Það var sagt að ástæðan til morðsins væri rík og ólög- leg ástríða, sem hann varð að fullnægja — þó að það kostaðí glæp. Það var ekki fyrr en tuttugu og fimm dögum síðar sem þeir fundu rakhnífinn úti í garðshorni. Og þar fundu þeir líka skartgripi myrtu frúarinnar í holu í múrnum. Morðinginn hafði i! ÞíngvaSlasöfnuð* ur" og kirkja á Þingvölluin. Feprðarsamkeppnin Framh. af 1. síðu. á þessu ennþá, en þetta var ánægjulegt, og enn meira gam- an að hafa verið kjörin af á- horfendum sjálfum en dóm- nefnd,“ segir Sigríður. „Eg hafði ætlað mér til Kaup mannahafnar í haust, ætla að ganga á hússtjórnarskóla í Dan mörku, og nú kom sér vel að fá far þangað að verðlaunum.“ Sigríður fær að verðlaunum far til Hafnar með Gullfossi og Heklu Loftleiða heim aftur. í öoru lagi fatnað, tösku og skó hjá Feldinum h.f., og í þriðja lagi ferðaútbúnað hjá Skjól- fatagerðinni, eftir eigin vali. BEZ7 AÐ AUGLYSAIVISI Kristján Guðlaagssoa hæstaréttarlögmaður. Austurstræti 1. Sími S4#9. Pappírspokagerfiin h.f. | Vitasiig 3. AU$Jc.papplrípo!ssiú Kaopí guil og siifíir Ssgurgeir Sigurjónsson hæstaréttarlögmaðuT. Skrifstofutími 10—12 og 1—» ASalstr. 8. Sími 1043 og 80950 Á kvöldvökunni, Fjórar konur komu samtímis ,að hliðum himnaríkis — amer- ísk, ensk, frönsk og þýzk. Pétur kvað þeim heimila inngöngu, en vildi þó leggja fyrir þær eina þraut áður og var hún sú, að þær áttu að sýna hversu slyng- ar þær væru í matreiðslu. Sú enska: „Gæti eg fengið lánaða matreiðslubók?“ Sú ameríska: „Hvar er hægt að fá beztar niðursuðuvörur?“ Sú þýzka: „Fáið mér dálítið af vatni og haframjöli, og þá skal eg búa til graut, sem nægir allri fjölskyldunni.“ Sú franska: „Hvað finnst Guði bezt? Koma kannske ein- hverjir fleiri gestir?“ mundu gera sig sek um þetta, en síðar kom í ljós, að það voru íkornar, sem notuðu fánana til að skreyta ból sín. Stjórnendur kirkjugarðsins i Lansing í Michigan í Banda- ríkjunum veltu því lengi fyrir sér, hverjir mundu rænp litlum fánum, sem settir voru á leg- steina hermanna í grafreitnum. Héldu memi fyrst, að börn Drukkinn maður reikaði víða og lenti loks í kirkjugarði. Féll hann þar í nýtekna gröf. Er hann áttaði sig, reyndi hann að komast upp úr gröfinni, en þá kom þar annar drukkinn mað- ur, og er hann sá hinn í gröf- inni, þreif hann skóflu, sem var hendi nærri, og byrjaði að moka ofan í. „Nei, hættu þessum íjanda,“ kallaði sá fyrri. „Mér er kalt hér niðri.“ „Já, eg sé það,“ svaraði hinn, „og ekki að furða, þar sem þú heíir ekkert ofan á bér.“ Ræðu þá, sem hér fer á eftir, fluíti Jón Guðmundsson, gest- gjufi í ValhöII, er vestur-ís— lenzku gestunum var haldið þar samsæti þ. 23. júlí sl. Virðulega samkoma og góðu gestir! Eg leyfi mér að bjóða ykkur velkomin til Þingvalla. Að eiga jafn merkan stað og Þingvelll er þjóðar gæfa. En til þess að það geti orðið til uppbyggingar, eins og efni standa til, verður þjóðin að kunna að meta þenn- an stað, þann máít, sem staður- inn hefur í sér, þá merku við- burði í lífi þjóðarinnar, fyrr og síðar, sem hér hafa gerzt og þau undur náttúrunnar sjálfrar, sem sýnilega hafa skapað þenna stað — til undraverðra hluta, svo sem reynsla þjóðarinnar hefur sýnt, en á henni er auðið að byggja framtíðina, menningu og þroska í nútíð og framtíð. Eg á við þá menningu, sem er öllu valdboði sterkari. En það, sem heiminn vantar í dag, er að þjóðarsálirnar verði þess máttugar að rækta hið góða og göíuga. Vér tölum um helgidóm af innri þrá, til að eignast eitt- hvað fullkomnara og betra en' það, sem vér höfum. Þingvellir eru þannig skapaðir af náttúr- urinar: hendi, að hér verður auð velt að reisa — og ætti helzt að gera það áður en langt um líð- ur — sameiginlegt einingar- tákn allra íslendinga í mynd listrænnar kirkjubyggingar. Ætti hún að utah að vera hlað- in úr hraungrjóti, eins og okk- ar ágæti húsameistari Guðjón Samúelsson og fleiri hafa talað um. „Þingvalla sÖfnuður“ j'rði í því sambandi aílir landsmenn, jafnvel allir íslendingar, hvar sem þeir eiga heima. Þetta lista verk.á að byggja upp með fórn einstaklinganna. Eg hef þá trú, að bæði iðnað- armenn og aðrir, hver og éinn landsmaður, vilji leggja eitt- hvað af mörkum. Nauðsynlegt er, að það sé af fúsum vilja gert, það hæfir staðnum og eykur bæði gildi hans og lista- verksins. Ýmsir hafa látið þau orð íalla við mig, að þeir hefðu áriægju af að leggja þessu máli lið. Eg hef oft hugsað um ýmislegt í sambandi við. þenna stað og mun ég, ef eitthvað af því telst nothæft, leggja það fyrir Þing- vallanefnd og staðarhaldara. Eg vil svo biðja Alföður vor allra, sem talar sínu skíra en þögula máli í allri náttúrunni, að gefá ykkur öllum sem allra blessunarríkastar stundir. Verði Helgidómurinn ykkar leiðáf- ljós. A: „Hefir þú séð það, sem stpð:, í blaðin.u? . par,, segir, . gð ekið sé yfir marrn í San Fran- cisco á hverri mínútu!" B: „Aumingja maðurinn!“ Sportsokkar frá kr. 10,00, Bó uiullar sokkár frá kr. 12,90. Nylonsokkar frá kr. 20,50.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.