Vísir - 17.08.1953, Blaðsíða 8

Vísir - 17.08.1953, Blaðsíða 8
Þeir iem gerasl kaupendar YtSIS eftir & VtSDK er ódýrasta blaðið og þó það fjöl- fwpiinM nvp 10. hvers mánaðar fá blaðið ókeypis til ww fifiWK. breytiasta. — Hringið í síma 1660 og gerist mánaðamóta. — Sími 1660. áskrifendur. Mánudagiim 17. ágúst 1953 Allsherjarþing Sþ hefur umrælur um stjörnmálaráðstefnuna í dag. Meistaramótinu á Akur< eyri senn lokið. Eftir að keppa í tugþraut, 3km. torfæru hlaup! og 10 km. hlaupi. Þann 6. þessa mánaðar var frá því sagt í þættinum „Margt er skrítiS", að Bandaríkjamaður þóttist hafa ekið yfir veru frá öðrum hnetti. Til þess að sanna mál sitt afhenti hann „líkið“, en síðar kom í ljós, að bað var lítill api, er maðurinn, rakari af atvinnu, hafði rakað af mikilli leikni. Til hægri á myndinni er rakarinn, en hinn er félagi hans, og fyrir framan þá liggur apinn. 109 þús. trjáplöntur gróður- settar í Heiðmörk í vor. f)ar hafa alls verið grcðursettar 400 þús. pdöntur. Skógrækt ríkisins vimiur mikið og gott starf, eins og allir vita, en hljóðlátt, enda sprettur tæpast tré á einu ári, en liér er unnið til langs tíma. Vísir átti stutt viðtal við Ein- ar Sæmundsen skógarvörð í gær, og innti hann eftir fram- kvæmdum Skógræktarinnar. Einar sagði m. a. þetta: Sennilega hafa verið gróður- sett í Heiðmörk yfir fjögur hundruð þúsund plöntur, víðs- Vegar um þetta friðland Reyk- víkinga. Næstu kynslóðir njóta vafalaust góðs af þessari fram- takssemi, þó að við gerum það ekki, sem nú lifum. í vor hafa verið gróðursett- ar 109 þús. plöntur í Heiðmörk, að því er bezt er vitað. Þetta kann að virðast allhá tala, en Skógræktin hefir fleiri svæði á sinni könnu, leggur mönnum til plöntur um land allt. í ár er einkum unnið að því að gróðurestja plöntur að Stálpastöðum í Skorradal, en Skógræktin hefir umráð yfir þeim bæ, og hefir þar tilrauna- stöð. M. a. má geta þess, að Þorsteinn Kjarval gaf gilda fúlgu til skógræktar á íslandi, og það er m. a. þetta fé, sem veitt er til skógræktar og land- bóta að Stálpastöðum. J Geta má þess, að Skógrækt ] ríkisins hefir engan veginn af- rækt Þingvöll. Þar hafa í ár verið gróðursettar um 5000 plöntur í Þingvallalandi, aðal- lega upp af Vellankötlu. Heitið á rnenn að hjálpa Grikkjum. Stjórn Rauða kross ís- lands hefur sent blaðinu á- vai-p þar sem skorað er a landsmenn að hlaupa uiulir bagga með Grikkjum, er eiga um sárt að binda sakir náttúruhamfara. Ávarpið verður birt í blaðinn á morguii. 200 manns í Eyjaferð. Vestmannaeyjaferð m.s. Esju j um helgina þótti takast af- I bragðs vel, en skipið kom hing- j að snenima í morgun með um . 200 ánægða farþega. | Esja fór héðan á föstudags- kvöld í þriðju Eyjaferðina á | þessu sumri. Hvert rúm var uppselt, eða 148 talsins, en auk þess voru rúmlega 50 farþegar, sem ekki höfðu rúm í klefa, svo að farþegar voru um 200. Skipið lá síðan við bryggju í Eyjum þar til í gærkveldi, en þá var siglt umhverfis þær í kveðjuskyni, en síðan haldið til Reykjavíkur. Veður var dásamlegt í Eyjum ■í gær, og nutu farþegar í ríkum t mæli stórbrotinnar fegurðar þeirra. Eyjaskeggjar höfðu ‘ margt til skemmtunar. Sigið var í bjarg, myndarleg brenna var • í Herjólfsdal og loks var flug- j eldum skotið. Er það mál , manna, að ferð þessi haíi tek- t izt afbraðs vel, ekki síður ea hinar fyrri. | Geta má þess, að Esja. fór I tvær ferðir með Norðlendinga l út í Grímsey um verzlur.ar- , mannahelgina, og voru um 200 manns í hvorri. Þóttu þær einn 1 ig takast hið bezta. Óeining medál andstæðinga kom- múnista. Knowland áeknr djúpt i áriiia. Einkaskeyti frá AP. Neiv York í morgun. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna kemur saman til aukafundar í dag. Verður það m. a. hlutverk þess að taka ákvarðanir varð- andi hina fyrirhuguðu stjóvn- málaráðstefnu, er halda skal samkvæmt samningunum uin vopnahlé í Kóreu. • Undanfarna daga hafa full-1 trúar þeirra 16 ríkja, sem börð- ust í Kóreu gegn kommúnistum, setið á fundum í New York, til þess að reyna að ná samkomu- lagi um sameiginlega afstöðu í Kóreumálunum á allsherjar- þinginu. Ágreiningur hefur ver ið og er — einkum milli Breta og Bandaríkjanna — um það, hverjir skuli fá sæti á stjórn- málaráðstefnunni. Bretar vilja, að Ráðstjórnarríkin og Tndland fái sæti á ráðstefnunni, og öll aðildarríkin að hinum vopnuðu samtökum gegn ofbeldisþjóð- unum, en Bandaríkin eru Rúss- um andvíg og ekki hlynnt marg mennri ráðstefnu. I gær var þó svo komið, að búið var að ganga frá uppkasti að tillögum þar sem farinn er meðalvegur, og talið að lokasamkomulag mundi nást um: • Allar þjóðir, sem barizt haía í Kóreu gegn komm- únistum, skulu hafa rétt til þess að sitja ráðstefnuna. ef þær óska þess. >9 Sameining Kóreu með frið- samlegum hætti er enn mark S. þj. 9 Ingland fái sæti á ráðstefn- unni, ef það óskar þess. Ráðstjórnarríkin svb b vbgk hafa rétt til þess að senda fulltrúa á hana, ef þau óska þess. (Ekki mæla öll 16 ríkin fyrrnefndu með henni, til samkomulags). Er hér i rauninni um 4 til- lögur að ræða, sem bornar verða j upp hver í sínu lagi. Vill úrsögn úr SÞ. | Mikla athygli hefur vakið, að Knowland öldungadeildarþing- maður, sem er þingleiðtogi republikana (tók við því er Taft veiktist og var kjörinn , eftirmaður hans eftir andlát I hans), sagði í ræðu í fyrra- i kvöld í Kaliforníu, að ef sú ! stefna yrði ofan á á vettvangi S. þj., að veita kommúnistum ; í Kína sess þann, sem þjóðern- 1 issinnastjórnin nú hefur þar, j mundi hann leggja til í öldunga deildinni, að Bandaríkin segðu 1 sig úr íélagsskap Sameinúðu þjóðanna. Meistaramót íslands í frjáls- um íþróttum hófst á Akureyri í fyrradag og hélt áfram í gær. Mótinu er enn ekki lokið og heldur áfram í dag, á morgun og miðvikudaginn, en þá lýkur þvi með keppni í 10 km. hlaupi. Úrslit í einstökum greinum urðu sem hér segir: Hástökk: 1. Sigurðúr Frið- finnsson ,FH, 1.80 m. 2- Jóhann F. Benediktsson, Umf. Keflav., 1.75 m. 100 m hlaup: 1. Hörður Har- aldsson, Á, 11.3 sek. 2. Vilhjálm ur Ólafsson, ÍR, 11.6 sek. Kringlukast: 1. Þorsteinn Löve, Umf. K, 46.07 m. 2, Hall- grímur Jónsson, Á, 45.55 m. 1500 m hlaup: 1. Sig. Guðna- son, ÍR, 4:06.7 mín. 2. Kristján Jóhannsson, ÍR, 4:07.8 mín. 110 m grindahlaup: 1. Pétur Rögnvaldsson, KR, 16.1 sek. 2. Friðrik Guðmundsson, KR, 20.5 sek. Langstökk: 1. Torfi Bryn- geirson, KR, 6.79 m. 2. Sigurður Friðfinnsson, FH, 6.65 m. Spjótkast: 1. Jóel Sigurðsson, ÍR, 57.30 m. 2. Jón Vídalín; KS, 52.45 m. 400 m hlaup: 1. Guðmundur Lárusson, Á, 49.5 sek. 2. Þórir Þorsteinsson, Á, 50.8 sek. StangarstÖkk: 1. Torfi Bi-yn- geirsson, KR, 3.80 m. 2. Bjarni Linnet, ÍR, 3.45 m. 200 m hlaup: 1. Hörður Har- aldsson, Á, 22.3 sek. ,2. Þói'ir Þorsteinsson, Á, 23.2 sek. Kúluvarp: 1. Guðm. Her- mannsson, KR, 14.45 m. 2. Skúli Thorarensen, Umf. K., 14.31 m. 800 m hlaup: l.Guðm. Lár- usson, Á, 1:59.4 mín. 2. Sig. Guðnason, ÍR, 2:01.8 mín. 5000 m hlaup: 1. Kristján Jó- hannsson, ÍR, 15:27.8 m. 2. Finn bogi Stefánsson, HFÞ, 16:44.6. Þrístökk: 1. Vilhjálmur Ein- arsson, ÚÍA, 14.09 m. 2. Sigur- karl Magnússon, HSS, 12.65 m. 4x100 m. boðhlaup: 1. sveit Ármanns 46.0 sek. sveit K.R. 47.9 sek. Steggjukast: 1. Þórður B. Sig urðsson K.R. 48.0 m. 400 m. grindahlaup: 1. Hreið- ar Jónsson Á 59.6 sek. 2. Leifur Tómasson K.A. 61.9 sek. 4x400 in. boðhlaup: 1. sveit Ármanns 3:29.4 mín. 2. sveit Í.R. 3:54.1 mín. Fimmtarþraut: 1. Sigurkarl Stjómin í Guatemala í S.- Ameríku hefur bannað stai'f- semi Hjálpræðishersins — telur hann kommúnistiskan félags- skap. Magnússon H.S.S. 2468 st. 2. Haukur Jakobsson K.A. 2103 st. KVENNAGREINAR: Kringlukast: 1. María Guð- mundsdóttir K.A. Langstökk: 1. Ás^erður Jóns- dóttir H.S.Þ. 4.38 m. 2. Ásdís Karlsdóttir K.A. 4.01 m. 100 m. hlaup: 1. Guðrún Ge- orgsdóttir Þór 13.8 sek. 2. Ás- gerður Jónsdóttir H.S.Þ. 13.9 sek. 200 m. hlaup: 1. Ásgerður Jónsdóttir H.S.Þ. 30.6 sek. 2. Erla Sigurðardóttir Umf. R. 33.2 sek. Kúluvarp: 1. Gíslína Óskars- dóttir Þór 8.90 m. 2. María Guð- mundsdóttir K.A. 8.47 m. Hástökk: 1. Inga B. Guð- mundsdóttir Úmf. R. 1.25 rru 2. María Guðmundsdóttir K.A. 1.20 m. Mótið hefur í hvívetna farið vel fram, en árangur yfiiieitt ekki neitt sérstæður. Veður hef ur verið gott, nema hvað nokk- uð rigndi í gær. í dag heldur mótið áfram með 3000 m. hindrunarhlaupi og þá fer einnig fram fyrrihluti tug- þrautarinnar. Á morgun lýkur tugþrautinni og þá verður enn fremur líeppt í 4x1500 m. boð- hlaupi. Á miðvikudaginn lýkur mótinu með keppni í 10 km. hlaupi. Keflavíkurstarfsmeiin flfúga til Eyja. Flugvélar frá Flugfélagi ís- lands fóru tvær ferðir til Vestmanuaeyja frá Keflavík um helgina. Höfðu starfsmenn á vellnvuni ætlað að sækja þjóðhátíð Vest- mannaeyinga, en henni var frestað, eins og menn muna, en nú héldu þeir „auka-hátíð“ um helgina, og í tiléfni af hemii urðu þessir flutningar frá Kefla víkurvelli. Þeir voru svo sóttir til Eyja í gær._ Þá fluttu flugvéiar F.í. íþróttamenn héðan til Akur- eyrar til þátttöku í meistara- mótinu þar um Lelgina. Flestir þeirra voru sóttir norður í gær. Ekið á hjón á Lönguhlíð. I gærkvöldi varð slys á Lönguhlíð við Barmalilíð, er bifreið var ekið á hjón, sem þar voru á gangi. Hjón þessi voru Skúli Guð- mundsson og Ásta Jónsdóttir til heimilis að Barmahlíð 41. Meiddust þau bæði og vöru flutt í Landspítalann. Skarst Ásta í andliti og mun hafa mar- izt á fótum, en Skúli hafa marizt bæði á læri og fótum. Ekki er blaðinu kunnugt um tildrög slyssins. Á laugardagskvöldið kom til einhverra átaka milli karl- manns og drengs á Skothúsveg- inum. Mun maðurinn hafa brugðið drengnum, en drengur- inn við það fallið í götuna og skorizt illa á hné. Hann var fluttur á Landspítalann til athugunar og aðgerðar. Enginai mifjnkitr við Tjörnina. CarLsen minkabani var feng- inn til að leita að mink við Tjörnina i morgun. Hafði maður nokkur skýrt svo frá, að hann hefði séð mink við ísbjörninn fyrir helgina, en. leit Carlsens bar engan árang- ur. Eru hundar hans þó fljótir að láta um það vita, ef þeir finna þef af mink, en í þetta sinn urðu þeir einskis varir. Brasilía hefur selt stærsta herskip sitt — 19.000 lestir — itil niðurrifs í Bandaríkjunuirv.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.