Vísir - 18.08.1953, Blaðsíða 4

Vísir - 18.08.1953, Blaðsíða 4
 V fI R Þriíjudaginn 18. ágúst 195.3 ¥XSXR DAGBLAÐ Ritsljóri: Hersteinn Pálsson. Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson. j Skrilstofur Ingólfsstræti 3. Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Símar 16€0 (fimm línur), Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. LIJ Framhald verðlækkunar? A ð undanförnu hefur eðlilega verið mikið um það rætt í erlendum blöðum, hver verða mundi þróunin í verðlags- málum á heimsmarkaðinum á næstunni, og eru bollaleggingar þessar í sambandi við það, að bardögum hefur nú verið hætt í Kóreu. Munu menn yfirleitt gera ráð fyrir því, að svo fari á stjórnmálaráðstefnu þeirri, er haldin verður um málefni Kóreu, að fundin verði einhver lausn, til þess að tryggja það, eins og hægt er, að ekki verði gripið til vopna á nýjan leik. Þó verður ekki annað sagt, en að menn sé nú varari um sig í alþjóðamálm en oft áður. Menn hafa yfirleitt ekki þá reynslu af kommúnistum, að þeim þyki verulega treystandi eða eins og flestum mönnum öðrum. Menn þora vai’la að trúa því, að friðurinn geti orðið langlífur, enda þótt hætt hafi verið að skjóta í Kóreu. Enn hefur ekkert gerzt, sem bendir til þess, að kommúnistar ætli nú að gerast nýir og betri menn, að þeim sé frekar að treysta nú en áður, er þeir hafa jafnan róið undir, vakið úlfuð óg sund'n-iyndi og grafið undan þeim,, sem þeim eru ekki að skapi, j«’ •• el látið hefja uppreistir gegn þeim eða íara með hernaði á hendur þeim, er þeir hafa talið hentugt. Þess vegna þora menn vart að vona, að tryggður sé friður um langa framtjð, að raunveruleg kyrrð komist á í heiminum, enda þótt vopnahlé hafi verið gert austur í Kóreu. Verðlag ó heimsmarka'ðinuni veltur jafnan mjög á þvi, hvernig ástatt er í stjórnmálum í heiminum. Þegar kyrrt er og friðvænlegt er verðlag í föstum skorðum, og eðlileg afleið- ing styrjaldarinnar í Kóreu var þess vegna ört hækkandi verð. Hinar frjálsu þjóðir sáu þá greinilega, að þótt nazisminn lrefði verið að velli lagður, voru hætturnar fyrir friðsamar þjóðir ekki úr sögunni. Hinar frjálsu þjóðir sáu það þá, ef þær höíðu ekki komið auga á það fyrr, að þær þyrftu að vígbúast, til þess að geta varizt hinni nýju hættu. Vegna vígbúnaðarins jókst eftirspurnin á allskonar hrávörum til mikilla muna, og henni fylgdi verðhækkun á öllum sviðum, sem náði hámarki á síð- asta ári. Síðan hefur verð heldur farið lækkandi, og líkur eru taldar á því, að þess megi vænta, að verðlag haldi frekar áfram að lækka, þótt margir telji ósennilegt, að um verulegt verðfall væri að ræða, en af því gætu einnig stafað margvísleg vandræði, svo að það getur verið óæskilegt að ýmsu leyti. En aðalatriði er að náðst hefur jafnvægi á þessu sviði, og iíklegt, að verð hækki ekki fyrst um sinn„ meðan ekkert óvænt gerist í heimsmálum, sem ekki verður séð fyrir nú. Þetta hefur ekki minnst áhrif fyrir þær þjóðir, sem verða að flytja mikið inn, eins og tii dæmis íslendingar, því að allar sveiflur á verðlagi á heims- markaðnum hafa mikil áhrif hér. Sú þróun, sem hefur átt sér stað að undanförnu, hefur þess vegna verið okkur til góðs, og ætti að geta stuðlað að vinnufriði og meira jafnvægi í búskap okkar. En þó verðum við sjálfir að hafa hönd í bagga, því að við getum með óhyggilegum aðgerðum komið af stað verðhækk- unaröldu, sem af mundi leiða mikið tjón. Óbreytt ástand er bezt á öllum sviðum, eins og nú standa sakir. Hjálp Gríkkjun til handa. ’BT'ins og Vísir gat um í vikunni sem leið, mátti vænta þess, að Rauði kross íslands yrði beðinn hjálpar vegna hörmung- anna í Grikklandi, og hafa alþjóðasamtökin nú snúið sér til íslendinga. Heíur Rauði kross íslands gefið út ávarp til lands- manna, sem birt er á öðrum stað í blaðinu í dag. íslendingar eru svo lánsamir, að þeir hafa ekki orðið fyrir búsifjum af völdum náttúruhamfara urú langt skeið. Við eigum að v^ísu við stirt veðurfar að búa, en þau öfl, er því ráða, leika okkur ekki grátt, þegar borið er saman við það, sem aðrar þjóðir þurfa að þola, þótt þær þurfi ekki beinlínis að kvarta um náttúruhamfarir. En í sögu okkar er þó greint frá hörm- ungum, er höfðu næstum gengið af þjóðinni dauðri, svo að landsmenn geta vel skilið, hvað dunið hefur yfir í Grikklandi. íslendingar hafa nú eins og tugir annara þjóða verið beðnir um að leggja lóð sitt á metaskálarnar, til þess að hjálpa Grikkj- um yfir fyrstu erfiðleikanna vegna landskjálftanna og eids- voðanna af þeírra völdum, er eytt hafa heilar borgir. Vonandi bregðast menn hér eins fljóít og vel við og jafnan áður, er hjálpafbeiðni héfúr borizt, óg rúenn ættú að'hafá það‘hugfáit, að því fyrr sem hjálpin berst pví betúr kemur hún að notum fyrir þær tugþúsundir, sem nú eiga um sárt að binda. RKÍ heltir á menn að veita Grikkjum hjálp. Efnt er áil samskota hérlendis. Hinir ægilegu jarðskjálftar á Jónísku eyjunum við Grikk- land og hörmungar' þær, sem siglt hafa í kjölfar beirra, háfa vakið samúð manna unx allan heim með fólki því, sem þar á nú um sárt að biada. Islendingar munu nú, ásamt fjölmörgum öðrum þjóðum, leggja fram sinn skerf til þess að koma fólki þessu til aðstoð- ar. Frá Rauða krossi íslands hefur Vísi borizt eftiifarandi orðsénding, og vill Vísir, ein- dregið hvetja menn til þess að verða við áskorun þeirri, sem í henni felst: Alla síðastliðna viku hafa hinir miklu jarðskjálftar á Grikklandseyjum og hörmung- ar fólksins þar verið aðat um- ræðuefni blaða og útvaips Víð- tæk hjálparstarfserni, sern margar þjóðir taka þátt í, er þegar hafin og Alþjóðarauði- krossinn hefir birt áskorun til Rauðakrossfélaga um að láta málið til sín taka. Rauði Kross íslands mun því beita sér fyrir fjársöfnun í því skyni að hjálpa hinu nauð- stadda fólki. Söfnunin hefst þriðjudaginn 18. þ.m. og er vonast til, að henni geti verið lokið á 2 —3 vikum. Fyrir það fé, er safnas*:, verða keyptar íslenzkar út- flutningsafurðir, sem geta kom- ið hinu nauðstadda fólki að notum. í Reykjavík veitir Reykja- víkurdeild Rauða Krossins gjöfum og fjárframlögum mót- töku á skrifstofunni i Thor- valdsensstræti 6. Deildir Rauða Krossins annarsstaðar á land- inu munu einnig annast fjár- söfnun í þessu skyni. Frekari upplýsingar um fjár- söfnunina má fá í skrifstofu Rauða Kross íslands Thorvald sensstræti 6. opin kl. 10—12 og 1—5 alla daga nema laugar daga 10—12, sími 4658. Verðlaun veitl fegursta Allsherjarþing Sþ ræðir Kóreu. Einkaskeyti frá AP. — London í morgun. Allsherjarþing Saineinuðu þjóðanna kom saman í gær- kveldi. Lester Pearson, forseti þmgs- ins, skýrði frá því, að Kóreu- málin yrðu aðal-viðfangsefni þingsins, og yrði nú að gera ráðstafanir vegna frarru .ðar landsins. Ríki þau, sem sendu heriið til Kóreu, hafa lagt frarn sérstakar tillögur um þessi mál, og sagði Pearson, að þeim yrði nú vísað til stjórnmálanefndar- innar. Síðan var fundi frestað þar til sú nefnd hefur kynn' sér málavöxtu og áðurnefndar tillögur. í dag er afmælisdagur höfuð- borgarinnar — 167ár Iiðin frá því Reykjavík fékk kaupstað- arréttindi. í tilefni dagsins verða verð- laun og viðurkenning veitt fyr- ir fegurstu skrúðgarðana í bæn- um. Verða veitt ein aðalverð- laun, en auk þess verður eig- endum nokkurra fleiri garða veitt sérstölc viðurkenning. Stjórn UTegrunarfélagsins mun í dag afhenda verðlaun fyr ir fegursta garðinn, en sérstök nefnd með garðyrkjuráðunaut bæjarins í broddi fylkingar, hefur valið garðana, sem viður- kenningu og verðlaun hljóta að þessu sinni. Harald Faaberg og frú, sem verðlaun hlutu fyrir fegursta garðinn í fyrra, hafa gefið fork- unnarfagran bikar, sem veiítur verður þeim, sem fegursta garð inn á að þessu sinni, og auk þessahefur Félag garðyrkjú- manna heitið ókeypis úðun í garðinum, sem verðlaun hlýtur. 3ja manna nefnd fjallar um tónlistarmál ÞjóMeikhiíssins. Ballettflokkur frá Konunglega leikhusinu í Khöfn kemur hingað eftir helgina. Sérstök tónlistarnefnd verð- «r sett á laggirnar við Þjóðleik- húsið til þess að fjalla um tón- listarmál leikhússins. ! Hefur menntamálaráðherra bætt við sérstökum lið í 6. grein reglugerðarinnar varðandi þetta efni, en þar segir svo: „Við leikhúsið starfar tón- hstarnefnd. í henni eiga sæti Þjóðleikhússtjórí og tveir menn er ráðherra skipar. Nefndin skal fjalla um öll tónlistarmál leikhússins og gera tillögur um val söngleikja og annarrar tón- listar á vegum þess. Verði á- greiningur í nefndinni sker Þjóðleikhúsráð úr“. \Mmyt er skritjð Franskir bæadur í „vínstríði." Liiniels neidaði isii kfiispa «í- fi*an(lei|slu jieirfís á víni. Það hefur víst alveg farið framhjá blaðalesendum hér, að ,,stríð“ hófst í fjórum liéruðum Suður-Frakklands laust fyrir rnáuaðamótin. Það voru vínyrkjubændur, sem stríðið hófu, og orsök þess var sú, að þeir kröfðust þess af ríkisstjórninni, að hún keypti af þeim :allt það vín, sem þeir gátu ekki selt með venjulegum hætti. Ríkisstjórnin neitaði þessu, og urðu bændur þá reiðir mjög. Viðsjár hófust þegar daginn eftir að fregn barst um neitun- ina, og hittust þúsundir bænda, til þess að ráða ráðum sínum. Varð það úr, að þeir settu alls konar liindranir á vegi í héruð- um sínúm. Veltu þefr tunnum á þá, skildu þunga vagna eftir á þeim, þversum, svo að ekki var hægt að komast framhjá ‘þeiní, æða ffelldu tré' ý fir þá:: 11 1: ðamúð með bændum var mjog almenn víða, svo að borgar- stjórnin lokaði skrifstofurn sín- um, og fánar blöktu víða í hálfa stöng. Borgarstjórar gengu meira að segja fram við það sums staðar að koma upp „götu- virkjum" þeim, sem lýst hefur verið hér að' íraman. Varð af þessu nokkur truflun, en þó eklti mikil, og var raunar aldrei ætlunin að lýsa andúð gegn stjórninni nema einn dag. Vínframleiðsla Frakka hefir verið of mikil síðustu árin, en stjórnin hefur ýtt undir offram- leiðuna með styrkjum og upp- bótum. Stjórn Laniels tók hins vegar af skarið, og' benti bænd- um á, að þeir yrðu sjálfir að breyta framleiðslu sinni að nokkru leyti, því að ríkisstjórn- in hefði ekki fé til þess að kaupa allt það áfengi, sem bændur framleiddu að óþörfu. En í verkföllunum miklu und anfarið ■ hefur “vínstríðið" gléýmzt• áfgerlega. S! iíiLLl th ! Ekki hefur ráðherra ennþá skipað menn þá í nefndina, sem reglugerðin gerir ráð fyrir. I í sömu grein reglugerðarinn- ar er rætt um bókmenntaráðu- naut Þjóðleikhússins og starfs- svið hans, en það er að kanna og gagnrýna leikrit og gera til- lögur um leikritaval. Bók- menntaráðunautur Þjóðleikhúss ins hefur frá fyrstu tíð verið Vilhjálmur Þ. Gíslason útvarps stjóri og heljdur þvf starfi enn. I Eftir viku koma hingað til lands á vegum Þjóðleikhússins nokkrir balletdansarar frá Kon unglega leikhúsinu í Khöfn. Eru það bæði karlar og konur og sýna hér kafla úr þekktum klassiskum ballettum. Foringi þessa flokks er íslending'ur, Ffiðbjörn Björnsson, sem tal- inn er vera einn úr hópi efni- legustu sólódansara Konung- lega elikhússins. Flokkur þessi kemur n.k. þriðjudag og dvelur hér viku- tíma, en sem stendur heldur hann sýningar í Covent Garden óperunni i London. Ekki er full- ráðið um sýningarfjölda ball- ettsflokksins hér á landi, en telja má líklegt að þær verði fjórar eða fimm talsins. Upp úr næstu mánaðamótum hefjast leikæfingar í Þjóðleik- húsinu og verður þá haldið á- fram með æfingar tveggja leik- rita, sem komið var langt á- leiðis í lok síðasta leikárs. Þessi leikrit eru „Einkalíf“ eftir No- vell Coward undir leikstjórn Gunnars Hansen og „Sumri hallar“ eftir Tennessee Willi- ams, en leikstjóri er Indriði Waage. Leikárið hefst með sýn- ingum á fyrrnefnda leikritinu um miðjan september. Nr. 490. Ilvað er það, sem tollir við allt? Svar við gátu nr. 489: öí Stjarna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.