Vísir - 19.08.1953, Side 1

Vísir - 19.08.1953, Side 1
VI 43. árg. Miðvikudagmn 19. ágiist 1953 186. tbi. 19 íslenzkir kennarar í kynnisferð í Danmörku. 3|a gagnkvaema lieimboð danskra o« íslenzkra kennara. í júnímánuði sl. dvöldu 19 ís- lenzkir . kennarar í Danmörku í heimboði danskra kennára- samtaka. Þetta'var þriðja gagnkvæma 'heimboðið milli danskra og ís-1 lenzkra kennara. Sumarið 1951 voru 11 íslenzkir kennarar í Danmörku, og í fyrra komu 10 ( Danir hingað. í þetta sinn buðu þeir 15 starfandi kennurum frá barnaskólum, framhaldsskól- j um og menntaskólum og 5 ný- útskrifuðum kenhurum frá . Kennaraskóla íslands, en einn þeirra varð að hætta við för- ina á síðustu stundu. 1 Þátttakendur fóru utan með Gullfossi 5. júní og komu til Kaupmannahafnar 11. s. m. — Næstu fimm daga var svo dval- ið í Kaupmannahöfn og skoðað- ir skólar og söfn. — Kynntust menn þar ýmsu markverðu, en mesta athygli vakti hinn hag- kvæmi Skovgaardsskóli í Gen- tofte. Skólahús þetta er aðeins ein hæð og að öllu frábærlega haganlegt. Aldursdeildir eru í aðskildum álmum með sérstök- um, mjög rúmgóðum leikvöll- um. Sunnudaginn 14. júní bauð Norræna félagið til kynnisferð- a'r um Norður-Sjáland. Skoðuð voru salarkynni Friðriksborg- arhallar við Hilleröd, stað- . næmst við Fredensborg, sum- arhöll Danakonungs, og að lok- um var farið um fangaklefana í kjallara Kronborgarkastala í Helsingör. Þriðjudaginn 16. júní fór hópurinn svo út á land og flest- ir til Jótlands, og dvöldu menn þar á víð og dreif næstu tíu daga. Þá kynntu menn sér atvinnu- líf og lifnaðarhætti fólksins eft- ir getu, því að tilgangur slíkra ferða er öðru fremur að auka kynni og skilning milli þess- ara frændþjóða. Munu allir þátt takendur fyrr og síðar sammála um góðan árangur heimboð- anna. í lok júní hittust kennarar svo aftur í Kaupmannahöfn og biðu þar heimferðar. íslenzku kennararnir eru mjög þakklátir hinum dönsku gestgjöfum, kennarasamtökum Dana og Norræna félaginu í Danmörku fyrir þessa ógleym- anlegu sumardaga. Og síðast en ekki sízt þakka þeir hinum öt- ula sendiherra Dana á íslandi, frú Bodil Bergtrup, en sendi- herrann á öðrum fremur frum- kvæði að þessum gagnkvæmu heimsóknum. Þjóðverjar byggja fyrir Indverja. Tvö stærstu íðnfyrirtæki V.-’ Þýzkalands, hafa tekið að sér að koma upp stálverksmiðjum í Jndlandi. I{ána þau sem svarar til 20 millj. dollara til fyrirtækisins. Indverska ríkið leggur til það, sem á vantar, en Alþjóðabank- inn hefur veitt lán tii stuðn- ings fyrirtækinu. Það verður 4ra ára verk að koma verksmiðjunum upp. Þær eiga að geta framleitt Vz millj. lesta árlega af stáli, og síðar 1 millj. lesta. Umferðeslys í gær varð umferðarslys a Sogavegi, er tvær bifreiðar i'ákust á og meiddist kona, sem var farþegi í annarri bifrcið inni. Árekstur þessi, sem skeði eftir hádegið í gær, varð milli bifreiðanna R-1875 og R-5986 og meiddist kona, Pálína Ás- geirsdóttir, Grettisgötu '47 A, sem var farþegi í síðarnefndri bifreið. Um meiðsli hennar er blaðinu ekki kunnugt. Leitínni að stndentunum er iialdið áfrain af kappi. HHabyigja í Svíþjóð. Júlimánuður hefur verið fremur káldur í Sviþjóð og eins það sem af er ágúst. Þ. 13. ág. kom hitabylgja mikil og má svo segja, að allir séu hálflam- aðir af hita. Miklar flugæfingar byrjuðu í fyrradag í Bretlandi og taka þátt í þeim 2000 flugvélar. — Æfingarnar standa 10 daga. Tvær flugvélar og göngti- uieuii leita víða i dag. Bæði leitað á jökliimm ««► með- íram jökulröndiimi. Leitinni að ensku stúdentunum verður haldið áfram í allan dag, og fóru tvær flugvélar austur í morgun, til bess að leita jökulinn sjálfán og meðfram honum. Var önnur amerísk — frá Keflavíkurvelli — en hin íslenzk, sjúkraflugvél Björns Páls- senar og SVFÍ. Björn Pálsson lagði af stað austur laust fyrir klukkan sex Laxveiði hefur ekki aukist þótt ár vaxi. Laxveiðimenn liafa haft lé- lega „vertíð“ í sumar, að því er Albert í Veiðimanninum hef ur tjáð Vísi. Hefur veiðin í flestum lax- veiðiám landsins verið mun minni en í fyrra, og virðast tví- mælalaust áraskipti að laxa- göngunum. Fyrri partinn í sum ar mátti að vísu kenna því um, að árnar væru vatnslitlar, en nú eftir að væturnar byrjuðu og vatnið óx í ánum, hefur veirt in lítið aukist. Af einstökum veiðiám hefur Laxá í ingeyjarsýslu verið drýgst í sumar hvað veiði snert- ir, og þó hefur veiðin þar engan veginn nálgast það, sem hún var í fyrrasumar. í Elliðaánum hér við Reykjavík hefur einnig verið mun minni veiði en í fyrra, eða jafn vel ekki nema um tveir þriðju á móti því sem veiddist í fyrra. Að vísu liggja enn ekki fyr- ir neinar heildartölur um lax- veiðina í einstökum ám, en þær munu fáanlegar um næstu mán aðamót, þegar veiðinni Jýkur í flestum ánum. Minkur urnniiiviT við Elliðaár. í morgun var minkur unninn við EHiðaár. Menn, sem voru að vinna í kolahúsi varastöðvarinnar rétt fyrir hádegi, sáu, nvar minkur skaust yfir ,,planið‘' þar fyrir framan. Þeir biðu eltki boð- anna, heldur hlupu út, og hófst nú eltingarleikur við minkinn, sem lyktaði með þvi, að hann var króaður við varastóðina ?g þar lagður að velli. Meðal þeirra matvæla, sem A.-Þjóðverjum hafa einkum verið ætlað í V.-Berlín að undanfömu eru ný kirsuber. Er myndin tekin, þar sem ös mikil hefur myndazt við sölu kirsuberjanna. Hær þrftjungur síldvelði- flotaus hættur veiðum. Fyrsti snjór í fjöllum norðanlands * nótt. Allmörg skip eru þegar hætt síldveiðum, enda hefur veður verið mjög óhagstætt til síld- veiða að undanförnu og svo til ekkert veiðzt. Samkvæmt upplýsingum frá fréttaritara Vísis á Siglufirði mun láta nærri að um 50 skip séu þegar hætt veiðum og far- in heim. Ekki er þó vitað um þetta með vissu, þar eð sum skipanna fara beint heim af miðunum. Enn munu rösklega 100 skip vera nyrðra og halda eitthvað áfram veiðum. Undanfarna daga hefur ver- | ið leiðindaveður á miðunum, hvassyiðri, miklar rigningar og þoka, og í nótt snjóaði í hæstu tinda við Siglufjörð, fyrsta skipti á sumrinu. Hefur veðr- áttan verið með þeim hætti að ekki hefur gefið á sjó og síld- veiðiskipin legið víðsvegar í höfnum eða vari upp undir landi, Nokkur skip fóru út frá Raufarhöfn í gær en gátu ekki kastaII og lögðust í var upp við Laxig..ll íes. f gær byrjaði að ' draga úi norðaustanveðrinu og i dag er það skaplegt orðið. Gera menn sér nú vonir um að það lægi svo mikið að skipin komist á veiðar. í morgun og ameríska flugvélin um það bil tveim stundum síð- ar. Var gert ráð fyrir, að þær yrðu komnar austur að Eagur- hólmsmýri um líkt leyti, og áttu báðar að lenda þar. Flug- mennirnir ætluðu síðan að bera saman ráð sín, en gert var ráð fyrir, að Björn Pálsson mundi hinsvegar fara með jökulrönd- inni, þar sem líklegast er, að stúdentarnir hafa komið niður, ef þeim hefur tekizt það, svo og í dölum þar í grennd. I Amerísk flugvél var yfir jöklinum allan daginn í gær, og sagði flugmaður heánar við komuna, að honum þætti ó- sennilegt, að stúdentarnir hefðu ekki sézt úr flugvél ham>, ef þeir voru heilir á húfi og á jöklinum. Er 'því um tvo möguleika að ræða — að þeir hafi komizt niður af jöklinum eða hrapað í sprungu. Dr. Sigurður Þórarinsson, sem stjórnar leiðangrinum, er gekk á jökulinn í gær, hefur einnig látið svo um mælt, aS hann hafi aldrei séð Vatnajökul eins sprunginn og í sumar, enda hafa hitar vei'ið miklir, og hefur dr. Sigurður þó haft kynni af jöklum landsins í 20 ár. — Um kl. 10,30 átti Vísir tal við Fagurhólsmýri, og var blaðinu tjáð, að veður væri bjart cg góð skilyrði til leitar, enda þótt þokuslæðingur væri í hlídum, sumsstaðar. — Leiðangurinn hvarf upp á jökulröndina kl. 10,37 í gærkvöldi og hafSist við í tjöldum í nótt á jöklinum skammt frá Hvannadalshnúk. Mun hann leita norðan við Hrútsfjall- — vestan Hvanna- dalshnúk — í dag. Norðan við Miðfell hafa sézt rauð litármerki á jöklinum, en þau munu vera eftir þá tvo menn, sem komu til byggða. Hollendingar stela veiðarfærum Breta. íslendingar eru bersýniiega ekki eina fiskveiðaþjóðin, sem Bretar eiga í nokkrum erjum við. í „Fishing News“ er frá því sa'gt, þann 1. ágúst, að hollensk ir síldveiðimenn geri sér litið fyrir og steli línum fiski- manna frá Whitby. Hafa Hol- lendingar fært sig upp á skaft- ið í þessu efni upp á síðkastið, svo að það mun verða rætt. í neðri málstofunni bráðlega, hvað hægt sé að gera, til þess að sporna við þessu framferði.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.