Vísir - 22.08.1953, Blaðsíða 1
«3. irg.
Laugardaginn 22. ágúst 1953
189. tbl.
Utfegð Marokké-
soSdáns vekur gremju
í Egyptalandi.
Fregnin um útgerð Marokkó-
soldáns til Korsíku hefur vakið
mikla gremju í Egyptalandi.
JNÍagíb forsætisráðherra, sem
staddur er í pílagrímsferð í
Mekka, hinni helgu borg Mú-
hameðsmanna, bað fyri'r soldán
inum ásamt miklum mann-
f jölda. Þúsundir Múhameðstrú-
armanna í Egyptalandi hafa
tekið undir gremjuyrðí vara-
forsætisráðherra Egypta, sem
stjórnar landinu í fjarveru
Nagíbs, en hann hefur mót-
mælt framferði Frakka við
soldáninn í Marokkó, sem nú
hefst við í útlegð á Korsíku.
Hins vegar herma fregnir frá
Marokkó, að hinum nýja soldáni
sé vel fagnað af ættarhofðingj-
um og jörlum þar. Einkum voru
fagnaðarlætin mikil í Fez, en
vopnaðir f jallabúar munu ætla
að fylgja hinum nýja soldán,
er hann. h'eldur innreið sína í
Rabat, hina fornu höfuðborg
landsins.
Sérstakur Akureyrar-
þáttur í vetrardagskA!
útvarpsíns.
Til umræðu hefur komið, að
taka upp fastan Akureyrarþátt
í næstu vetrardagskrá Kíkisúí-
varpsins.
Þeir Vilhjálmur Þ. Gíslason
útvarpsstjóri og prófessor Ólaf-
ur Jóhannesson formaður út-
varpsráðs voru nýlega á ferð
á Akureyri til þess áð ræða og
athuga þetta mál.
Ráðgert er, að í byrjun verði
útvarpað frá Akureyri sem svar
ar hálfri klukkustund á viku
bg reynir útvarpið að fá trún-
aðarmann á Akureyri til þess
að annast þættina og sjá um
þá. Sömuleiðis verður útvarp-
ið að fá þar einhvern samastað
þaðan sem þáttunum verður út
varpað. Mjög fullkomin upp-
tökutæki eru þegar til á Akur-
eyri í þessu skyni. -,
Formaður útvarpsráðs, próf.
Ólafur Jóhannesson, lét svo um
mælt, að Ríkisútvarpið myndi
af fremsta megni stuðla að því,
að lyfta undir hvers konar
menningarstarfsemi í bæ og hér
aði, m. a. með því,! að koma
útvarpsefni utan Reykjavíkur[
á framfæri.
Þegar de Gasperi hafði gefizt upp við stjórnarmyndun, fór svo
á ítalíu, að maður að nafni Pella tók það hlutverk að sér og
heppnaðist að íhynda stjórn. Áður hafði annar maður reynt —
árangurslaust — og heitir hann Attilio Piccioni. Myndin er
tekin, þegar hann talar við fréttamenn um tilraunir sínar.
Júlí varð mefmánuður
hjá Flugfélagi íslands.
Flugvélar FÍ fluttu 7297 farþega, -
fleiri en í nokkrum mánuði öðrum.
Bandaríkjamenn hafa samið
við ítalska verksmiðju um her-
gagnasmíði fyrir 250 millj. 'kr.
Farþegar hjá Flugfélagi ís-
iands urðu fleiri í júlímánuði
síðastliðnúm en í nokkrum öðr-
um mánuði í sögu félagsins, eða
samtals 7297.
Næstflestir hafa farþegar orð
ið í ágúst í fyrra, en þá fluttu
flugvélar félagsins samtals 7188
farþega. Til samánburðar má
geta þess, að í júlí í fyrra urðu
farþegar FÍ 6416 talsins.
Farþegar í innanlandsflugi í
júlí s.l. urðu 6226, en í sama
mánuði í fyrra voru þeir .5505.
Gullfaxi flutti nú 1071 farþega
milli landa, en 911 í sama mán-
uði í fyrra.
Vöruf lutningar f élagsins inn-
anlands námu í júlí s.l. sam-
Yfir 100 jarðskjálftakippir
á einum sólarhring.
tals 93 lestum, en rúmum 60
lestum á sama tíma í fyrra.
Milli-landa námu vöruflutning-
ar nú 14.334 kg., en rúmum
8000 kg. á sama tíma í fyrra.
Póstflutningar f ara heldur
minnkandi, en fluttur var póst-
ur í júlí s.l. er nam 1759 kg.,
en 2466 kg. á sama tíma í fyrra.
Gullfaxi var á flugi nær alla
daga mánaðarins, en alla daga
var eitthvað flogið.
i Flugvélar félagsins fóru í 9
Grænlandsferðir, en til ferðanna
j voru notaðar Douglas-vélar,
I Katalína-flugbátar og Gullfaxi.
i Flogið var til Ella-eyjar, Meist-
[ aravíkur og ein ferð norður á
Faxavatn með Lauge Koch og
menn hans, en vatn þetta er
norður á 82. breiddarstigi.
Síðdegis í gær átti Vísir tal
við Eystein Tryggvason yeður-
fræðing, en hann hefur umsjá
með jarðskjálftamælum Veður-
stofunnar.
. Kvaðst Eysteinn þá vera bú-
inn að lesa af mælunum fram
til klukkan 4 e. h. í gær og hefðu
þeir sýnt hræringar til kl. 11.30
í gærmorgun.
En á þessum eina sólarhring,
eða frá kl. 11 í fyrramorgun og
til kl. 11.30 í gærmorgun hefðu
jarðskjálftamælarnir sýnt —
hvorki meira né minna en rösk-
lega 100 jarðskjálftakippi. —
Fíestir höfðu þeir þó verið litl-
ir nema þeir, sem fundust um
og eftir hádegið í fyrradag.
Stefna jarðskjálftanna virð-
ist vera um það bill háaustur
frá Reykjavík.
Okyrrð i Gc^.
Lissabon (AP). — Vaxandi
ókyrrðar gætir í Göa, smáný-
iendu Portúgals á Indlands-
strönd. .
. Hafa menn farið í hópgöngur
og borið spjöld með kröfum um,
að nýlendan verði afhent Ind-
landi. Almenningur mun þó una
hag sínum vel, því að lífsskil-
yrði eru betri,í Góa en víðast
á Indlandi. , .
Dregiir til samkomulags í
verkfallsmáluin Frakka.
Verkamenn utan samtaka kommún-
ista hverfa nú aftur til vinnu sinnar.
Dregið hefur úr verkföllun-
um í Frakklandi með því að
forystumenn verkalýðssamtaka
jafnaðarmanna og kaþólskra
hafa skipað nteðlimum þeirra
samtaka að hefja vinnu á ný
á sviði póst- og símamála og
víðar. i
Hafa fulltrúar þessara sam-
taka átt viðræður við ríkisstjórn
Laniels og orðið samkomulag
um að hefja vinnu á ný. Með-
limir sÖmu verkalýðssamtaka
við neðanj arðarbrautir París-
arborgar, strætisvagna, raf-
stöðvar í eigu ríkisins, gasstöðv
ar og víðar, munu einnig taka
upp vinnu.
. Hins vegar hafa forystumenn
verkalýðssamtaka kommúnista
eða CGT, ekki tekið þátt í við-
ræðunum við ríkisstjórnina, og
halda þau áfrám verkfalli sinna
manna.
Hefur stjórn Laniels lofað
verkalýðssamtökum jafnaðar-
manna og kaþólskra, að gegn
því að tekin verði vinna upp á
nýjan leik, skuli stjórnin fresta
áformum sínum uni að lækká
kaup opinberra starf smanna eða
lehgja vinnutíma. Þá lofar rík-
isstjórnin því, að engir verka-
menn skuli verða látnir sæta-
ábyrgð fyrir þátttöku sína í
' verkföllunum,~^nema þeir, er;
I gerzt hafi 'sekir um ofbeldis-*
' verk. j '
\ Þykja þetta allmikil tíðindi,
með því, að atvinnulíf og sam-
göngur haf a verið lamaðar und-«
anfarið vegna hinna miklut
verkfalla í landinu.
| - Verkfall, sem boðað hafðí
verið í iðngreinum í.einkaeign,
er ekki talið algert, eins og
I sumir höfðu búizt við.
ísratíl vill fá
melra regn.
Iranskeisari kom til Bagdad
í írak í gær í hollenzkri flug-
vél, og var væntanlegur til Te-
heran í einkaflugvél sinni í
morgun.
f KLM-vélinni, sem kom frá
Róm, voru nokkrir aðstoðar-
menn keisarans svo og margir
blaðamenn, en . enginn blaða-
maður frá Bretlandi fékk áð
fljóta með, þar eð stjórnmála-
samband hefur ekki verið tekið
upp milli íransmanna og Breta.
Sendiherrar írans í París,
Washington og Briissel hafa
sagt af sér embætti, enda skip-
aðir af dr. Mossadek á sínum
tíma.
Hafði næst-
um handtekið
drottninguna,
London (AP). — Nýlega
munaði minnstu, að Júlíana
HoIIandsdrottning væri tek-
in. föst, er hún var stödd í
f lughöfninni í Rotterdam.
Hafði drottningin lent þar
óvænt að kvóldi dags, er
öllum hliðum flughafnar-
innar hafði verið lokað, én
aðstoðarmaður hennar gerðí
tilraun til aðl brjóta eitt
hliðið upp til hess að; hleypa
henni út. Var komið að þeíni
meðan á þessu stóð, og ætl-
aði eftirlitsmaðurinn að
handtaka hjúin, er hann bar
kennsl á drottninguná.
. Undirritaður hafa verið við-
skiptasamningar milli Ráð-
stjórnarríkjanna og Argentínu
og munu ársviðskipti nema sem
svarar til 51 millj. stpd.
Sansu er byrjað á hafn-
arbótum í Hornafirði.
Skipið er fljótt að fylla sig.
Sanddæluskipið „Sansu" er
nú á Hornafirði og vinnur að
því að gera þar „skipaskurð",
eins og Vísir hefur áður skýrt
frá.
. Samkvæmt símtali, sem blað
ið átti við Hornafjörð í gær,
miðar verkinu vel áfram. Er nú
verið að dæla upp sandi við
biTggjuna og lízt mönnum vel
á vinnubrögðin. Skipið er fljótt
að fylla sig, en dálítið er þa'ð
mismviiandi, og fer það einkum
eftir þVí, hvort skeljasandur er
fyrir, en þá gengur það mjög
fljótt, eða leirbotn, en þá tekur
það lengri tíma.
„Sansu" er nýbyrjað á grefti
inum, en nokkur tími fór í ýtn-
islegan undirbúning. Verkinu
mun eiga að verða lokið a sex
vikum.
Tíð er nú góð í Hornafirði, en
hefur annars verið afleit í þess-:
um mánuði. Undanfarna fjóra-
fimm daga hefur verið brak-'
andi þurrkur, og gera menn sér
nú góðar vonir um að ná inn
heyjum.
Uppskera verður ágæt.
Kartöfluuppskera og annári-a
matjurta virðist ætla að veröa
ágæt í Hornafirði. Aðeins-emn
vélbátur • stundar síldveiðar f-rá
Hornafirði og hefur hann feng-
ið 20—30 tunnur í lögn. Ekk-
ert hefur enn verið saltað, en
sýnishorn hafa verið send til
Reykjavíkur til þess að ganga
úr skugga um fitumagn hennaiv