Vísir - 22.08.1953, Síða 1

Vísir - 22.08.1953, Síða 1
VI »3. árg. Laugardaginn 22. ágúst 1953 189. tbl. ---;.... Útlegð Marokké- soldáns vekur gremju í Egyptalandi. Fregnin um útgerð Marokkó- soldáns til Korsíku hefur vakið mikla gremju í Egyptalandi. Nagíb forsætisráðhérra, sem staddur er í pílagrímsferð 1 Mekka, hinni helgu borg Mú- hameðsmanna, bað fyrir soldán inum ásamt miklum mann- fjölda. Þúsundir Múhameðstrú- armanna í Egyptalandi hafa tekið undir gremjuyrði vara- forsætisráðherra Egypta, sem stjói-nar landinu í fjarveru Nagíbs, en hann hefur mót- mælt fi-amferði Frakka við soldáninn í Marokkó, sem nú hefst við í útlegð á Korsíku. Hins vegar herma fregnir frá Marokkó, að hinum nýja soldáni sé vel fagnað af ættarhöfðingj- um og jörlum þar. Einkum voru fagnaðarlætin mikil í Fez, en vopnaðir fjallabúar munu ætla að fylgja hinum nýja soldán, er hann heldur innreið sína í Rabat, hina fornu höfuðboi'g landsins. Sérstakur Akureyrar- þáttur í vetrardagskA! útvarpsins. Til umræðu hefur komið, að taka upp fastan Akureyrarþátt í næstu vetrardagskrá Ríkisút- varpsins. Þeir Vilhjálmur Þ. Gíslason útvarpsstjóri og prófessor Ólaf- ur Jóhannesson formaður út- varpsráðs voru nýlega á ferð á Akureyri til þess að ræða og athuga þetta mál. Ráðgert er, að í byrjun verði útvarpað frá Akureyri sem svar ar hálfri klukkustund á viku og reynir útvarpið að fá trún- aðarmann á Akureyri til þess að annast þættina og sjá um þá. Sömuleiðis verður útvarp- ið að fá þar einhvern samastað þaðan sem þáttunum verður út varpað. Mjög fullkomin upp- tökutæki eru þegar til á Akur- eyri í þessu skyni. Formaður útvarpsráðs, próf. Ólafur Jóhannesson, lét svo um mælt, að Ríkisútvarpið myndi af fremsta megni stuðla að því, að lyfta undir hvers konar menningarstarfsemi í bæ og hér aði, m. a. með því, að koma útvarpsefni utan Reykjavíkur á framfæri. Þegar de Gasperi hafði gefizt upp við stjómarmyndun, fór svo á Ítalíu, að maður að nafni Pella tók það hlutverk að sér og heppnaðist að mynda stjóm. Áður hafði annar maður reynt — árangurslaust — og heitir hann Attilio Piccioni. Myndin er tekin, þegar hann talar við fréttamenn um tilraunir sínar. Júlí varð metmánuður hjá Flugfélagi íslands. Flugvélar FÍ fluttu 7297 farþega, — fleiri en í nokkrum mánuði öðrum. Bandaríkjamenn hafa samið við ítalska verksmiðju um her- gagnasmíði fyrir 250 millj. kr. Farþegar hjá Flugfélagi ís- lands urðu fleiri í júlímánuði síðastliðnúm en í nokkrum öðr- um mánuði í sögu félagsins, eða samtals 7297. Næstflestir hafa farþegar orð ið í ágúst í fyrra, en þá fluttu flugvélar félagsins samtals 7188 farþega. Til samanbui'ðar má geta þess, að í júlí í fyrra urðu farþegar FÍ 6416 talsins. Farþegar í innanlandsflugi í júlí s.l. urðu 6226, en í sama mánuði í fyrra vox'u þeir .5505. Gullfaxi flutti nú 1071 farþega milli landa, en 911 í sama mán- uði í fyrra. Vöruflutningar félagsins inn- anlands námu í júlí s.l. sam- Yfir 100 jarðskjálftakippir á einum sólarhring. tals 93 lestum, en rúmum 60 lestum á sama tíma í fyrra. Milli landa námu vöruflutning- ar nú 14.334 kg., en rúmum 8000 kg. á sama tíma í fyrra. Póstflutningar fara heldur minnkandi, en fluttur var póst- ur í júlí s.l. er nam 1759 kg., en 2466 kg. á sama tíma í fyrra. Gullfaxi var á flugi nær alla daga mánaðai’ins, en alla daga var eitthvað flogið. I Flugvélar félagsins fóru í 9 Grænlandsferðir, en til f erðanna | voru notaðar Ðouglas-vélar, I Katalína-flugbátar og Gullfaxi. i Flogið var til Ella-eyjar, Meist- | aravíkur og ein ferð norður á Faxavatn með Lauge Koch og menn hans, en vatn þetta er norður á 82. breiddai'stigi. Síðdegis í gær átti Vísir tal við Eystein Tryggvason veður- fræðing, en hann hefur urnsjá ineð jarðskjálftamælum Veður- stofunnar. Kvaðst Eysteinn þá vera bú- inn að lesa af mælunum fram til klukkan 4 e. h. í gær og hefðu þeir sýnt hræringar til kl. 11.30 í gærmorgun. En á þessum eina sólarhring, eða frá kl. 11 í fýrramorgun og til kl. 11.30 í gærmorgun hefðu jarðskjálftamælarnir sýnt —■ hvorki meira né minna en rösk- lega 100 jarðskjálftakippi. — Fiestir höfðu þeir þó verið litl-' ir nema þeir, sem fundust umt og eftir hádegið í fyrradag. j Stefna jai'ðskjálftanna vii'ð- j ist vera um það bil ‘í háaustur I frá Reykjavík. Ókyrrd í te. Lissabon (AP). — Vaxandi ókyrrðar gætir £ Goa, smáný- lendu Portúgals á Indlands- strönd. Hafa menn farið í hópgöngur og' borið spjöld með kröfum um, að nyiendan verði afhent Ind- landi. Almenningur mun þó una hag sínum vel, því að lífsskil- yrði eru betri, í Góa en víðast á Indlandi. Ðregur til samkomulags í verkfallsmálum Frakka. Verkamenn utan samtaka kommún- ista hverfa nú aftur til vinnu sinnar. Dregið hefur úr verkföllun- um í Frakklandi xneð því að forystumenn verkalýðssamtaka jafnaðarmanna og kaþólskra hafa skipað meðlimum þeirra samtaka að hefja vinnu á ný á sviði póst- og símamála og' víðar. I Hafa fulltrúar þessara sam- taka átt viði'æður við í'íkisstjórn i Laniels og orðið samkomulag um að hefja vinnu á ný. Með- limir sömu verkalýðssamtaka við neðanjarðarbrautir París- arborgar, sti'ætisvagna, raf-1 stöðvar í eigu ríkisins, gasstöðv ar og víðar, munu einnig taka upp vinnu. Hins vegar hafa foi'ystumenn j verkalýðssamtaka kommúnista eða CGT, ekki tekið þátt í við- ræðunum við ríkisstjórnina, og halda þau áfrám verkfalli sinna manna. Hefur stjórn Laniels lofað verkalýðssamtökum jafnaðar- ’ manna og kaþólskra, að gegnj því að tekin verði vinna upp áj nýjan leik, skuli stjórnin fi-esta áformum sínum um að lækka kaup opinberra starfsmanna eða lengja vinnutíma. Þá lofar rík- isstjórnin því, að engir verka- menn skuli verða látnir sæta ábyi’gð fyrir þátttöku sína í verkföllunum,—nema þeir, er. gerzt hafi sekir um ofbeldis-* verk. Þykja þetta allmikil tíðindi, með því, að atvinnulíf og sam- göngur hafa verið lamaðar und- anfarið vegna hinna mikiut verkfalla í landinu. Verkfall, sem boðað hafðf verið í iðngreinum í einkaeign, er ekki talið algert, eins og sumir höfðu búizt við. ísratil vill fá meira regn. íranskeisari kom til Bagdad í írak í gær í hollenzkri flug- vél, og var væntanlegur til Te- heran í einkaflugvél sinni í morgun. í KLM-vélinni, sem kom frá Róm, voru nokkrir aðstoðar- menn keisarans svo og margir blaðamenn, en enginn blaða- maður frá Bretlandi fékk að fljóta með, þar eð stjórnmála- samband hefur ekki verið tekið upp milli íransmanna og Breta. Sendiherrar írans í París, Washington og Brússel hafa sagt af sér embætti, enda skip- aðir af dr. Mossadek á sínum tíma. Hafði næst- um handtekið drottninguna. London (AP). — Nýlega munaði minnstu, að Júlíana Hollandsdrottning væri tek- in föst, er hún var stödd I flughöfninni í Rotterdam. Hafði drottningin lent þar óvænt að kvöldi dags, er öllum hliðum flughafnar- innar hafði verið lokað, en aðstoðarmaður hennar gerði tilraun til að' brjóta eitt hliðið upp til bess að hleypa henni út. Var komið að þeini meðan á þessu stóð, og ætl- aði eftirlitsmaðurinn að handtaka hjúin, er hann bar kennsl á drottninguna. Undirritaður hafa verið við- skiptasamningar milli Ráð- stjórnarríkjanna og Argentínu og munu ársviðskipti nema sem svarar til 51 millj. stpd. Sansu er byrjað á hafn- arbótum í Hornafirði. Skipið er fljótt að fylla sig. Sanddæluskipið „Sansu“ er nú á Hornafirði og vinnur að því að gera þar „skipaskurð", eins og Vísir hefur áður skýrt frá. Samkvæmt símtali, sem blað ið átti við Hornafjöi'ð í gær, miðar verkinu vel áfram. Er nú verið að dæla upp sandi við bryggjuna og lízt mönnum vel á vinnubrögðin. Skipið er fljótt að fylla sig, en dálítið er það mismi'i;andi, og fer það ei'nkúm eftir þVí, hvort skeljasandur er fyrir, en þá gengur það xnjög fljótt, eða leirbotn, en þá tekui' það lengri tíma. „Sansu“ er nýbyrjað á grefti inum, en nokkur tími fór í ým- islegan undirbúning. Verkinu mun eiga að verða lokið á sex vikum. Tíð er nú góð í Hornafirði, en hefur annars verið afleit í þess- um mánuði. Undanfarna fjóra- fimm daga hefur verið brak- andi þurrkur, og gera menn sér nú góðar vonir um að ná inn heyjum. Uppskera verður ágæt. Kartöfluuppskera og annárfa matjurta virðist ætla að verða ágæt í Hornafirði. Aðeins einn vélbátur stundar síldveiðar f-rá Hornafirði og hefur hann feng- ið 20—30 tunnur í lögn. Ekk- ert hefur enn verið saltað, en sýnishorn hafa verið send til Reykjavíkur til þesS að ganga úr skugga um fitumagn hennar.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.