Vísir - 24.08.1953, Blaðsíða 1

Vísir - 24.08.1953, Blaðsíða 1
43. árg. Mánudaginn 24. ágúst 1953. 180. tbi. Tveggja ára fangelsi fyrir árás# bílstuldi o. fl. Auk þess gert að greiða nær 24000 kr. í skaðabætur, auk málskostnaðar. Fyrir skömmu var í Saka-, tlómi Reykjavíkur kveðinn upp ilnmur yfir Sigurði Kristjáni Kristjánssyni sjómanni til heimilis að Bergþórugötu 20 j hér í bæ, en hann var ákærður fyrir marga bílstuldi, innbrots- tilraunir, árás og rán. Eitt helzta ákæruatriðið á hendur Sigurði Kristjáni var árás er hann framdi á mann nokkurn hér í bænum aðfara- nótt 2. marz sl. Var Sigurður þá á gangi niðri í bæ ásamt kunningjum sínum og hittu þeir þá sjómann Ásgeir Þórar- insson Bollagötu 6. Þeir þektu hvorugir Ásgeir, en gáfu sig á tal við hann í þeim tilgangi að fá hann til þess að útvega áfengi, en sjálfur var Sigurður Kristján með hálfa flösku af áfengisblöndu. Ekkert varð þó úr því að Ásgeir útvegaði neitt áfengi, hinsvegar greiddi hann leigu á bíl sém þeir félagar tóku og óku í um bæinn.. , Vildi ná áfengi. Eftir að þeir höfðu látið bíl- inn fara, ge^ngu þeir félagar upp að Iðnskólabyggingunni. Taldi Sigurður Kristján líklegt að Ásgeir myndi vera með áfengi á sér og ákvað að taka það af honum, þó hann yrði að beita valdi til þess. Réðst hann að Ásgeiri og mun hafa slegið til hans en hann vék sér undan og tók til fótanna og hljóp nið- ur með Austurbæjarbarnaskól- anum. Sigurður hljóp á eftir honum, náði honum og sló hann hnefahögg í andlitið svo að hann fékk blóðnasir. Ásgeir tók aftur til fótanna og hljóp Sig- urður enn á eftir honum, náðij honum í barnaskólaportinu og sló hann annað högg í andlitið ] svo Ásgeir féll við. Athugaði Sigurður nú hvort Ásgeir væri með áfengisflösku á sér, en, varð einskis var. Hinsvegar tók hann armbandsúr af Ásgeiri og stakk því á sig. Hrópaði Ásgeir nú á hjálp og hljóp Sigurður þá á brott, en var handtekinn daginn eftir og játaði þá brot sitt. Ásgeir hlaut nokkurn áverka og leitaði læknis strax um nóttina. 24 þús kr. skaðabætur. Auk þessa sem hér hefur verið sagt frá hefur Sigurður gerzt brotlegur um ýmislegt annað, t.d. var það hann sem stal bifreiðum hér í bænum ásamt féiaga sínum aðfaranótt 11. mai sl. og óku þá austur yfir fjall, en voru handteknir við Rauðavatn í bakaleiðinni. Hefur Vísir áður skýrt frá þeim stuldi. í Sakadómi Reykjavíkur var Sigurður Kirstján dæmdur til 2ja ára fangelsisvistar var sviftur kosningarrétti og kjör- gengi, dæmdur til greiðslu málskostnaðar og til skaðabóta að upphæð' nær 24 þús. kr. | Góð reknetaveiði Hafnarfjarðarbáta. Um 10 bátar stunda nú rek- netaveiðar frá Hafnarfirði og var veiði bátanna ágæt Um helgina. Komu þeir flestir inn á laug- ardag og sunnudag og höfðu frá 80—150 tunnur hver bátur. Síldin veiðist bæði í Miðnessjó og í Jökuldjúpi. Bæjarbruni í Eyjafirði. Frá fréttaritara Vísis. — Akureyri í morgun. Á laugardaginn brann ibúð- arliús ásamt hlöðubragga að Ytra-Krossanesi í Eyjafirði. Eldsvoði þessi varð um hálf- sexleytið síðdegis og kom eld- urinn upp í hlöðubragga, sem var rétt við bæinn og munu hafa verið í honum um 150 hest ar af heyi. Ekki er kunnugt um eldsupptök, en helzt gizkað á, að krakkar hafi .yerið að leika sér með eld í námunda við, braggann. Er bóndinn að Ytra-Krossa- nesi, Brynjólfur Sigtryggsson, varð eldsins var í heyinu.gerði hann strax aðvart til Akureyr- ar og bað slökkviliðið um að- stoð, því sjálfur var hann fá- liðaður heima. Slökkviliðið kom þegar á vett vang með dælubíi, en engin tök voru á að ná í vatn á bænum og fékk slökkviliðið ekki við neit't ráðið. Eldurinn læsti sig úr hlöðubragganum og í íbúðar-' húsið, sem var gamalt timbur- hús, og brann það ásamt bragg- anum til ösku. Enda þótt miklu af innbúi hafi verið bjargað úr íbúðar- húsinu varð Brynjólfur bóndi samt fyrir tilfinnanlegu tjóni. Jörðin Ytra-Krossanes er í ríkiseign. Fyrir skemmstu kom rússheskur hermaður til aðalbækistöðvar Bandarikjamanna í V.-Berlín og bað hælis sem flóttamaður. Hugmyndina að flóttanum hafði hann fengið, er hann var á verði við stríðsminnismerki Rússa í miðborginni, en þar í grennd hafði ameriskt kvikmyndafélag verið að taka mynd, er fjallaði um flótta rússnesks hermanns inn á hernámssvæðið ameríska. Afréð Rússinn að leika þetta eftir og tókst það. Hér sést hann leiddur að bíl, er átti að flytja hann í flóttamannabúðir Þeir ætla ríðandi suður á flugvöll og að vélinni. Brezku gestirnir forYÍða, er þeir sáu sundriðið í Þverá. Farþegafluga mel 925 km. meialhraða. N. York (AP) — Boeing- verksmiðjurnar amerísku von- ast til að geta prófað farþega- fluguí knúna þrýstihreyflum, á næsta ári. í Flugvél þessi verður búin, fjórum hreyflum, á að geta flutt 100 farþega, og meðal- hraði hennar verður um 92a km. á klst. Verður síðan najgt að hefja fjöldaframleiðslu á slíkum flugvélum árið 1955. Aðeins eitt amerískt félag hef- ur fest kaup á Comet-vélum, þar sem menn telja, að þær sé of dýrar og eyði of miklu eids- neyti í hlutfalli vi5 burðar-i niagn. , Fram vann lið atvinnu- manna i Koblenz. Knattspyrnufélagið Fram háði í gær kappleik í Þýzka-1 landi við úrvalslið atvinnu- manna í Bínarhéruðunum, og unnu Framarar leikinn með 3 mörkum gegn 2. Hefur Fram nú leikið þrjá leiki í Þýzkaiandi, tapað tveim fyrri leikjunum, en sigrað í þriðja. Síðasti leikur þeirra verður í Köln. Síðastliðinn fimmtudag kepptu Framarar við úrvalslið í Kob- lenz og töpuðu þar með 2 mörk um gegn. 1. Brezku ,hestamennirnir', sem nú eru á förum héðan, láta á- kaflega vel af förinni, ekki sízt íslenzka hestinum, að því er Gunnar Bjarnasort ráðunautur, sem er í för með þeim ásamt Þorleifi Þórðarsyni forstjóra, tjáði Vísi í morgun. I>eir voru þá staddir að Varmalandi í Borgarfirði. Þeir riðu frá Þingvöllum í fyrradag að Hvanneyri og gistu þar. — Síðan héldu þeir áfram vm Bæj arsveitina, drukku kaffi i Deild artungu, og þótti þeim skemmti legt að kynnast hýtízku sveita- bæ á íslandi. Kunna vel við töltið. Veðrið hefur leikið við gest- ina, og eru þeir hrifnir af land- inu, en einkum hefur íslenzki hesturinn vakið aðdáun þeirra. Þeir kunna afbragðs vei við töltið, en þá gangtegund þekkja þeir ekki hjá erlendum hestum. Þeir Kerr Hunter og Pater- son, báðir skozkir, hafa hug á því að koma upp skóla í Edin- ! borg, hafa þar 10 hesta háðan eða svo, og kenna mönnum að 1 sitja íslenzka hestinn og kjmn- last töltinu. í gær sáu gestirnir, er sund- riðið var í Þverá. Gerðu það' þeir Páll í Fornahvammi og Höskuldur á Hofsstöðum. Voru Bretarnir nánast gáttaðir á Framh. á 2. síðu. Dðkaslátrun hefst á miðvikudag. Diikaslátrun hefst á miðviku- daginn, bæði hér sunnan lands, norðan og vestan. Búizt er við að dilkarnir, sem koma á Reykjavíkurmarkaðinn fyrstu dagana, verði aðallega úr Borgarfirði, Dölum og Snæfells nesi, eða yfirleitt af svæðinu vestan Hvalfjarðar, þar eð nýr fjárstofn er nú í sveitum hér austanfjalls. Kjötverðið hefur ekki verið ákveðið ennþá, en það mun verða auglýst í kvöldútvarpi annað kvöld, að því er fram- leiðsluráð landbúnaðarins tjáði Vísi í morgun. Eftir venju verð- ur sumarverðið nokkru hærra, en þegar líður fram á haustið, og meira kjöt berst á markað- . inn. Fjöibreytt SÍBS-há- tíoahóld um heigina. SÍBS gekkst fyrir fjölbreytt-t um hátiðahöldum í skemmti-t garðinum Tivoli um helgina. Höfðu SÍBS-menn vandað veí til skemmtiskrárinnar, svo sem venja er til á samkomum, sem þeir gangast fyrir. Meðal þess, sem til skemmtunar var, mun hljómsveit Kristjáns Kristjáns- sonar og nýir dægurlagasöngv- arar, sem hann hefur komið á framfæri, hafa vakið mesta at- hygli. Hátíðahöldin voru allvel sótt, en einkum var f jölmennt þar suður frá í gær. Skemmtanirn- ar fóru fram með hinni raestu prýði. Ölviaðir bílstjórar teknir. Geysimikil ölvun var hér í bænum um helgina. Haf ði lögreglan mikið að gera í sambandi við hana. Margir menn voru teknir fastir af þess- um sökum og fluttit í fanga- geymslu. Tveir bifreiðastjórar voru teknir við akstur, aðrir tveir voru kærðir fyrir of hraðan akstur og loks var kvenmaðuc tekinn fastur fyrir að aka bíf réttindalaus. ¦ « Bil stolid. í gærkvöldi var bifreiðinni R-5102 stolið. Er það svört fólksbifreið af Humbergerð, sem skilin' hafði verið eftir um áttaleytið fyrir utan Ásvallagötu 37. Nokkru seinna var bifreiðin horfin og í morgun hafði lögreglunni ekki borizt tilkynning um að hún hefði fundizt. Vistmenn strjúka frá Arnarholti. Á föstudagskvöldið struku tveir vistmenn frá Arnarholts- hælinu. \ Var þeirra leitað þá um kvöid ið, en án árangurs. Ekki eí b'að inu kunnugt um hvort þeir hafa fundizt síðan. .^ ^

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.