Vísir - 24.08.1953, Page 4

Vísir - 24.08.1953, Page 4
VlSIR *77*r. ygjwa|- Mánudaginn- 24. ágúst 1S5S. wSsin DAGBLAÐ Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson. Skrifstofur Ingólfsstrœti 3. Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR H.F. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Símar 1660 (fiinxn línœr), Lausasaia 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. 70 ára í Hjörtur Hansson ktt upniufrui'. Það mtm á fárra vitorði a? Hjörtur er prentari að lærdómi, fyrst og fremst, þótt hann sc mest kunnur fyrir störf sín við verzlun og félagsmól. n Góð" sprengja í höndum Rússa. Síðari hluta vikunnar sem leið skýrði Þjóðviljinn hér frá því, að það hefði verið tilkynnt austur í Rússlandi, að Rússar hefðu sprengt vetnissprengju, og væri það í fyrsta skipti, sem slík sprengja væri reynd í heiminum. Til þess að gera lesendum blaðsins þetta kunnugt, þurfti hvorki meira né minna en fyrir- sögn, sem teygði sig yfir fjóra dálka og vel það-, og mátti svo sem af því sjá, að nú væri ástæða til þess að hlakka og vera sannarlega glaður, eins og góðum „íslendingum“ sæmdi, enda bar blaðið það með sér. •*:« Á laugardaginn er Þjóðviljinn enn með vetnissprengjuna í höndunum, og hefur meira að segja þau orð um þetta nýj- asta tæki Rússa, að hann — Þjóðviljinn — hefði verið „einn íslenzku blaðanna um það að skýra lesendum sínum frá þessari miklu frétt undir hæfilegri fyrirsögn“. En sönnun fyrir þvi, að þetta var mikil frétt er að sögn Þjóðviljans meðal annars sú, að Eisenhower Bandaríkjaforseti hefði verið vakinn, þegar fréttin barst vestur um haf. Þykir Þjóðviljanum að sjálf- sogðu gaman að geta borið sig saman við Eisenhower, því að sá maður hefur verið í sirstökum hávegum hafður hjá því blaði og því ekki leiðum að líkjast. En orsökin fyrir því, að Þjóðviljinn birti fregn þessa „undir hæfilegri fyrirsögn“ er vitanlega fyrst og fremst, og raunar einvörðungu sú, að það eru Rússar, sem vetnissprengjuna hafa gert. Þar sem þeir eiga hér hlut að máli, horfir það allt öðru vísi við, en ef það hefði frézt að Malenkov hefði verið vakinn af værum blundi til þess að hlýða á þau tíðindi, að Banda- ríkjamenn hefðu reynt vetnissprengju. Þá hefði svo sem ekki staðið á því að nefna vetnissprengjuna helsprengju, múg- morðstæki og annað, sem birtist í dálkum Þjóðviljans ekki alls fyrir löngu. Þá stóð nefnilega þannig á, að Bandaríkja- forseti gaf skipun um það, að framleidd skyldi vetnissprengja vestan hafs, og engan grunaði, að Rússar mundu fljótlega geta tilkynnt um, að þeir hefðu orðið fyrr til. Það er þess vegna ekki furða, þótt Þjóðviljinn hafi valið fregninni um vetnissprengju Rússa „hæfilega fyrirsögn“. Þessi sprengja er neínilega „góð sprengja" þessa stundina, af því að hún er í höndum vina hinna „íslenzku" við Þjóðviljann. Það er nefnilega ekki alveg sama, hver hefur það í hendi sér að drepa milljónir manna á einu augnabliki. Ef það eru Bandaríkja- menn, er hafa tæki til þess, þá eru slík verkfæri vitanlega morðtól af vesta tagi, en af því að það eru nú einu sinni Rúss- ar, sem hafa orðið fyrr til, þá er ekki um annað að tala en að velja fregninni „hæfilega fyrirsögn“. Minna má nú ekki gagn gera. Og áframhaldið verður svo sennilega það, að Einar 01- geirsson ógni íslendingum með vetnissprengjum, eins og hann ógnaði mönnum með kjarnorkusprengju við útvarpsumræður á Alþingi hér um árið. En af því að spi-engjan er rússnesk, þá er vitanlega allt í lagi. Það kemur heim við það, sem Brynjólf- ur Bjarnason sagði á stríðsárunum, að hér mætti skjóta án miskunnar, ef það væri aðeins Rússum í hag. Já, vetnissprengjan rússneska hlýtur að Vera dæmalaust góð sprengja. Og hún hefur sannað á hinn ákjósanlegasta hátt, hver hugur kommúnista er raunverulega í friðarmálunum. Utanfarir íþróttamanna. Það er orðin föst venja, að íslenzkir íþróttamenn bjóði hingað hópum erlendra leikbræðra sinna á hverju súmri, og þiggi af þeim heimboð að launum. Við höfum fengið hingað erlenda knattspyrnuflokka í sumar og knattspyrnumenn héðan hafa farið utan, til þess að reyna krafta sína þar einnig. Því miður hafa íslendingar sjaldnast sótt gull í greipar hinna erlendu keppinauta, og hafa menn þó ekki horft í peninginn við slíkaú heimsóknir og ferðalög. En við höfum einnig sent aðra „íþróttamenn" til annarra landa, og þeir hafa staðið sig svo vel, að hróður þjóðarinnar hefur víða farið að verðleikum. Við höfum átt fulltrúa á tveim skákmótum á erlendum vettvangi á þessu sumri, og á öðru mótinu, meistaramóti Norðurlanda, varð 18 ára unglingur, Friðiúk Ólafsson, sigurvegarí. Slíka menn á að verðlauna, og veita þeim þann stuðníng, að þeir geti fullkomnað sig enn bétur í íþrótt sinni og haldið áfram að gera íslandi sóma á erlendum vettvangi. Unglingur, er ætlar að ganga mennta- veginn, á við margvíslega erfiðleika að etja, ef hann hefur ekki traustan bakhjarl. ;Opinþerir aðilar eigá að sýna, að þeir meti afrek Friðriks með því að. v.erðlauna .hann. rausnarlegaj þegar hann kemur heim nú í vikunni. Annað er ekki sæmandi. 1903 Var hann í Félagsprent- smiðjunni, sem þá var til húsa að Laugaveg 4, í eign Halldórs Þórðarsonar bókbandsmeistara. Varð hann fljótlega mjög vel kynntur meðal starfsfélaga sinna og þeirra skylduliðs, og heldur þeim vinsældum þann dag í dag. Söngelskur varð Hjörtur á unga aldri, hafði ágæta söng- rödd sem honum tókst að þjálfa svo vel, að um langt skeið var hann einn helzti „sólóisti" bæj- arins og hélt ,,coneerta“ í „Bár- unni“, helzta hljómleikahúss þeirra tírria. Alla sína ævi og þann dag í dag hefur hann verið manna hæfastur til að „taka lagið“, enda hrókur alls fagnaðar, hvar sem hann fer. í félagsmálum hefur hann komið svo víða við, og störf hans verið svo margþætt, að enn er ekki kominn tími til að rekja það. Aðeins skal getið nokkurra þeirra félagsmála er hann hefur veitt lið: Verzlunarmannafélagi Reykja víkur. Þar hefur hann verið í stjórn í mörg ár, verið formað- ur og heiðursfélagi um langt skeið. I Good-templarareglunni um þrjá áratugi. — Sérstaklega hefur h.ann látið sér ant um hið þjóðkunna starf templara að Jaðri, og unnið þar mikið oc merkilegt starf. Verið í stjórn og fram- kvæmdastjórn Reykvíkinga- félagsins og fl. Það sem nú hefur verið sagt er aðeins það; sem á tímamót- um er talið fram um fyrir- myndar borgara. Hitt er ekki minna um vert að tala, á þessum merku tíma mótum í lífi Hjartar Hansson ar, að hann er einn viðkunn- anlegasti samferðamaður „í lífsins ólgusjó“, vegna glað- lyndi og Ijúfmensku og hóg værðar í dómum um menn og málefni. Sú er mín reynsla og annara kunningja hans o; vina. Hjörtur er kvæntur elskulegri konu, frá Unu Brandsdóttur sem hefur verið honum ómet- anlegur styrkur í lífsbarátt- unni. Eiga þau miklu barnaláni að fagna. Þ. J. S. margt er sktitið Hvort er mikfivægara — eggið eða lífshamingja hæminnar? Þetta atriði er nú mikið rætt í Bretlandi. Það er mikið rætt um það í Bretlandi um þessar mundir, í hverju Iífshamingja hænu sé fólgin. Orsökin er sú, að sumir eggjaframleiðendur í landinu hafa tekið upp ameríska áðferð við atvinnuveg sinn. Aðferð þessi er í því fólgin, að hverri hænu er komið fyrir’ í litlu búri, sem er tvö fet á hvorn veg, og þar situr hún daginn út og daginn inn og verpir eggjum. Iiún getur ekki hlaup- ið um eða „leikið“ sér, og hún getur t. d. ekki krafsað eins og útigangshænur gera, en hún verpir . 30—40 fleiri eggjum á ári en „agalausa“ hænan. Af- leiðingin er sú, að eggjafram- leiðslan hefur aukizt svo í Bret- landi, eftir að aðferð -þessi var tekin upp með heimild land- búnaðarráðuneytisins, að eggja- skömmtun var hætt í vor, þar eð hennar var ekki þörf lengur. Dýravendunarfélagið brezka hefur hinsvegari gert 'álykttlh,-j þar selri áðferð þessi er for- dæmd, þar sem hún er að dómi félagsins „óeðlíleg“ og „gerir hænurnar óhamingjusamar“. Hefur þetta komið af stað mikl- um blaðaskrifum um málið, og birta flest blöð landsins bréf frá lesendum, sem eru með eða móti þessari varpaðferð. í þessum nýtízku hænsnabú- um er gerfidagsbirta látin vera 18 tíma af 24, og segir Dýra- venrndunarfélagið, að með því móti sé hænunum slitið út fyr- ir aldur fram, og þegar þær hætti að verpa ákveðinni tölu eggja, „líffærin, sem hafa orð- ið fyrir of mikilli ertingu, gef- ist upp“, sé hænunum slátrað Með þessu móti sé hænan ekki annað en „varpvél“, segir fé- lagið ennfremur, og það ætlar að hefja sókn til þess að sanna bændum og öðrum, að það borgi sig betur er til lengdar lætur, að viðhafa gömlu aðferðina, láta hænurnar krafsa úti og hafa rú;mt um,þær»: , ; j.mi; „Það: er lerigi hægt að ræða Framhald á 7. síðu. Þegar É€ fékk þann sTÚRA,. Þegar kemur fram i ágúst- mánuð er' laxinn víðast hvár farinn að verða tregur, ög liggja til þess ýmsar ástæður. Hann er t. d. orðinn svo vanur að sjá tálbeitur veiðimannanna, að hann er farinn að þekkja þær og hættur að líta við þexm í ám, sem búið er að berja meira og minna á hverjum degí frá því í júníbyrjun. Auk þess virðist hann verða æ ólystugri eftir því sem á líður og nær dregur hrygningunni. í vatns- litum ám er fiskurinn oftast orðinn máttlítill og „grútleg- inn‘, eins og kallað er á máli veiðdmanna, úr því að þessi tími' er kominn. Ánægjan af að veiða slíkan fisk er því mjög lítil, einkanlega ef hann er smár, og er þá varla gerlegt að nota annað en flugu. Það gefur því að skilja, að mörgum veiðimanninum þykir lítið til þess koma, að fara í svona veiði, þótt hann eigi kost á því, enda gera það tæplega aðrir en þeir, sem ekki hafa komist að á öðrum tima. En hvað eiga menn þá að gera? Ekki komast allir að á góða tímanum, og illt er stund- um skárra en ekkert. Eg las fyrir skömmu grein eftir enskan liðsforingja, sem fór til Noregs með herjum bandamanna í lok síðustu styrj- aldar. Hann fór strax að spyrj- ast fyrir. um möguleika til að komast í veiði, þegar hann fékk tíma til þess fyrir skyldustörf- unum. Var honum þá bent á litla sprænu rétt hjá Aalesund, sem eitthvað mundi vera í af silungi, en sjaldan eða aldrei farið í. Segir hann að það hafi látið undarlega í eyrum sínum, að spölkorn frá bænum væri veiðiá, sem aldrei væri farið í. Slíkt væri með öllu óþekkt og óhugsanlegt í Englandi, þar sem hver pollur væri notaður hversu lítill og ómerkilegur sem hann væri. Mér datt í hug, hvað þessi heiðursmaður mundi segja, ef hann kæmi til íslands, heyrði menn kvarta um að þeir kæm- ust hvergi að til að veiða, en t'engi jafnframt þær upplýsing- ar, að tugir vatna, sum hálf full af silungi, stæðu óhreyfð allt sumarið ár eftir ár. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að hingað og þangað um landið eru vötn, með ágæt- um silungi — allt upp í 7—8 pund, að sögn kunnugra manna —• sem varla eð,a ekki er komið í árum saman. Til sumra þess- ara staða er auðvelt að komast nú orðið, ef til vill 3—4—ö tíma alcstur og máski örlítill gangur til viðbótar sumstaðar. Fyrir nokkrum dögum var mér sagt, að Stewart hershöfð- ingi, sem hér stundar laxveið- ar á hverju sumri, hefði brugð- ið sér austur í Fiskivötn ásarnt öðrum manni til þess að veiða silung og bæta sér upp heldur lélega „vertíð“ í Hrútafjarðará. Kunnugir segja að þarna sé j hægt að fá urriða upp í 7—8 j pund. Og það getur hver veiði- ,maður sagt sér sjálfur, hvort , það muni ekki vera meira sport, að veiða spikfeita og fjöruga j urriða, þó þeir séu ekki neroa. ; 3—5 pund að jafnaði, heldur Framháld á 7. síðu.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.