Vísir - 24.08.1953, Page 8

Vísir - 24.08.1953, Page 8
Þeir tem gerast kaupendur VÍSIS eftir 10. hven mánaðar fá blaðið ókeypis til mánaðamóta. — Sími 1680. VlBlR VlSIK er ódýrasta blaðið og þó það fjöl- breyttasta. — Hringið í síma 1660 eg gerlst áskrifendur. Mánudaginn 24. ágúst 1953. Ríkissjóður íransbúa sagður upp urinn. Keisarinn segir, að leitað verði eftir fjárhagsaðstoð annara ríkja. Einkaskeyti frá AP. — London í morgun. Reza Palevi franskeisari lýsti yfir því í gær, að ríkissjóður landsins væri upp urinn og bæri brýna nauðsyn til þess að ráða bót á þessu ástandi. Keisarinn ræddi við blaða- menn í Teheran í gær í fyrsta skipti eftir heimkomuna frá Ítalíu þar sem hann dvaldi ineðan dr. Mossadek var steypt af stóli. Keisarinn sagði, að nú yrði stjórn landsins að leita fyr- ir sér um fjárhagsaðstoð frá öðrum löndum. Var hann þá apurður að því, að hvort stjórn- myndi þiggja fjárhagsaðstoð Rússa, ef hún byðist. Keisarinn svaraði því til, að engar ákvarð anir hefðu verið teknar í þeim efnum, en stjórnin myndi þiggja aðstoð hvers sem væri, ef hagkvæmt þætti að öðru leyti. Þá sagði hann, að dr. Mossa- dek hefði bakað landinu mikið tjón, og yrði innan tíðar gefin út „hvít bók“ eða greinargerð run ráðsmennsku hans. í ráði er að skipta upp jörð- um krúnunnar milli snauðra bænda, og verður hafizt handa um það verk á næstunni. Varðandi sambúðina við Breta sagði keisarinn, að eins og á stæði, væri ekki tímabært að faka á nýjan leik upp stjórn- málasamband við því. Það mál yrði að bíða beíri tíma. Loks lýsti keisarinn yfir því, að þeim yrði harðlega refsað, sem yrðu staðnir að því að dreifa ósönnum fregnum um á- standið í landinu. Iranska stjórn in hefur fallizt á lausnarbeiðni sendiherranna í París, Róm og Briissel, en þeir sögðu af sér, þegar dr. Mossadek var hrak- inn frá völdum, en voru skip- aðir í stöður sínar á valdatíma hans. Frakkar harðir. N. York (AP). — Arabisku þjóðirnar hafa sent Sameinuðu þjóðunum áskorun um að taka fyrir Marokkó-málið. Segir þar, að Frakkar vinni að sundrungu í landinu og sé unnið að því að steypa soldán- inum af stóli. í fyrri fregnum var sagt, að þeir hefðu ræðst við á skyndi- fundi Auriol Frakklandsforseti i og landstjóri Frakka í Marokko, út af kæru Araba á hendur frönskum embættismönnum fyrir undirróðursstarfsemi. S.-Afríkustjórn hefur neyðst til að lækka brauðverð aftur vegna gremju landsmanna. V.-Þjóðverja skortir enn 4 milljónir íbúða. Hafa þó 2 millj. verid reistar á síöustu árum. Enn er þörf fyrir f jórar mill- jónir íbúða, í V.-Þýzkalandi, enda þótt um tvær milljónir ( íbúða hafi verið reistar á síð- nstu árum. Tala íbúða, sem eyðilögðust, ■ eða urðu óhæfar sem mannabú-1 staðir af völdum loftárása eða’ bardaga á landi, nam hálfri þriðju milljón. Auk þess skorti aðra eins tölu íbúða, til þess að hýsa þá, sem flosnað höfðu upp frá heimilum sínum og urðu að leita vestur á bóginn, og loks skorti að auki eina mill- jón íbúða við lok stríðsins, af því að ekkert hafði verið byggt af íbúðum á stríðsárunum. — í lok stríðsins árið 1945 vant- Danskur ballett- flokkur sýnir hér. Á morgun er væntanlegur hingað hópur sjö ballett-dans- ara frá konunglega leikhúsinu í Kaupmannahöfn. Kemur flokkurinn frá Bret- landi, þar sem hann hefur sýnt undanfarið við ágætar undir- tektir. Mun hann sýna hér sóló- ag dúett-kafla úr þekktum ball- ettum. Fyrir flokknum er Frið- björn Björnsson, en förunautar hans eru Inge Sand, Elin Bau- er, Kristin Rolov, Viveca Seg- -erskog, Stanley Williams og .Anker Örskov. Dansararnir koma hingað á vegum Þjóðleikhússins og verð- ur fyrsta sýningin á miðviku- 'dag, ---------,—- aði þess vegna um sex milljón- ir íbúða. í byrjun þessa árs voru um 10,4 milljónir íbúða, en árið 1939 höfðu þær verið 10,5 mill- jónir. Á sama tímabili jókst íbúafjöldinn á hinn bóginn úr 39,3 milljónum í 48,7 milljónir, og var það einkum vegna að- streymis flóttafólks. Síðan Sambandslýðveldið þýzka var stofnað árið 1949 hafa þar verið reistar 1,3 millj. íbúða. Árið 1950 var varið 3,8 milljörðum marka til íbúða- bygginga, 4,7 milljörðum árið 1951 og 5,6 milljörðum marka á síðasta ári. Douglas McKay, er var fylkis- stjóri í Oregon, er innanrikis- ráðherra Eisenhowers. Flugvél ferst í Keflavík. Laust fyrir klukkan tvö að- faranótt laugardags fórst ame- rísk flugvél í íendingu á Kefla- vikurflugvelli. Var vélin af svonefndri C-97 gerð, en það er flutningavél af | gerðinni Stratocrtiiser. Kom eld j ur upp í henni, er hún hafði j tekið niðri á vellinum og brann (hún til kaldra kola. Tíu menn I voru í flugvélinni, þar af einn I farþegi, og beið aðstoðarflug- ' maðurinn bana. Hinir meiddust meira og minna. Rannsókn fer j fram á orsök slyssins, en sjón- (arvottum ber ekki saman um, hve skjótt eldurinn kom upp í . flugvélinni, er hún hafði tekið I niðri. ísiendingi boðin skéla- vist í Danmörku. Danska ríkið liefur ákveðið að veita einum Islendingi ó- keypis skólavist við danskan lýðliáskóla í vetur. Fram að þessu hafa Svíar, Norðmenn og Finnar veitt nokkra slíka námsstyrki fyrir milligöngu norræna félagsins, en þetta er í fyrsta sinn, sem námsmanni er boðið til dvalar í dönskum lýðháskóla. Umsóknir um skólavistina í Danmörku ber að senda til Norræna félagsins í Reykjavík fyrir 5. september n. k. ásamt prófskírteinum og meðmælum. Víðtæk leynistarísemí kommúnista vestra. Einkaskeyti frá AP. — New York í gær. Nefnd, sem skipuð var af Bandaríkjaþingi til þess að rannsaka undirróðurs- og njósnastarfsemi kommúnista þar í landi, hefur birt álit sitt. Nefnd þessi hafði það verk- efni með höndum að rannsaka laumustarfsemi kommúnista í Bandaríkjunum frá án.ri 1930. Segir m. a. í nefndaraiitinu, að kommúnistar hafi snemma lagt kapp á að koma áhangendum sínum fyrir í ýmsum ráðu- neytum, einkum utanríkis- og hermálaráðuneytunum. Síðan hafi þeir unnið kappsamiega að því, er þeir höfðu komið scr fyrir, að lauma fleiri kommún- í=('im að í þessum mikilvægu ráðuneytum. Dieselbíll reyndur á norSurSeið. Frrslii Itílar af Jteirri gerð væní- anlega ieknir í iioíknn að vori. Norðurleið h.f. fór í vikunni sem leið með stóran dieselvagn af Volvogerð norður til Akur- eyrar í eins konar reynsluferð, en hugmyndin er að taka slíka vagna í notkun á sérleyfisleið- inni milli Reykjavíkur og Ak- ureyrar. Er þegar búið að fá leyfi gjaldeyrisyfirvaldanna fyrir ein ( um dieselvagni, en Norðurleiðj h.f. mun reyna að fá annan vagn til viðbótar og bvggja yfir þáj báða samtímis. Er hugmyndin, að taka þá í notkun næsta vor t á leiðinni milli Reykjavíkur og Ákureyrar. Framkvæmdastjóri Norður- leiðar h.f., Lúðvík Jóhannesson, taldi góða reynslu hafa fengizt af þessari ferð norður, en sýnt væri þó, að nokkrar lagfæring- ar yrði að gera á nokkrum stöð- um á leiðinni vegna þess, hve vagnamir eru breiðir. Brýnust þörf er að lagfæra og breikka brýrnar hjá Dýrastöðum í Norð urárdal hinum syðra, á Hnausa- kvísl í Húnaþingi, Kotagili í Skagafirði og' Öxnadalsá í Öxna dal. Fleiri smávægilegar lag- færingar væri æskilegt að gera, en þörfin brýnust á framan- greindum brúm. Dieselvagnarnir eru miklu ó- dýrari í rekstri en benzínvagn- ar og er t. d. talið, að venju- legur áætlunarbíll eyði benzíni fyrir 500 krónur fram og aftur á leiðinni milli Akureyrar og Rvíkur, en dieselvagn ekki nema 160 krónum. Aftur á móti er stofnkostnaður meiri við dieselvagna. Dieselvagnarnir munu taka 40 farþega, en auk þess verða í þeim sérstakur klefi fyrir bíl- þernur svo og snyrtiklefi. Br. Guiana fær 14 millj. punda lán. Einkaskeyti frá AI\ — New York í gær. Alþjóðabankinn ; Washing- ton ætlar að veita Brezku Guiana í Suður-Ameríku. 14 inillj. steriingspunda lán. Sérfræðingar bankans hafa verið á ferð í landinu og kynnt sér aðstæður. Er svo ráð fyrir gert, að þjóðartékjur landsins verði auknar um 20%, einkum með því að auka útflutning á hrisgrjónúín, sykri og timbri. Saltaö I 1230 tn. á Raufarhöfn í gær. Engin síld barst til Siglu- fjarðar um helgina, en nokknrt magn til Raufarhafnar, svo og til Seyðisfjarðar, Vopnafjarðar og Norðfjarðar. í fyrradag voru um 30 skip að veiðum um 110 sjóm. austur af Langanesi og fengu nokkra veiði. í dag mun tæpast hafa verið veiðiveður úti fyrir, að því er fréttaritari Vísis á Rauf- arhöfn tjáði blaðinu í morgun. í gær var saltað í 1230 tunn- ur á Raugarhöfn en í 516 tunnur í fyrradag. Saltað var úr þessum skipum í fyrradag: Helgu, 162 tn. Ing- vari Guðjónssyni 155, Birni Jónssyni 86 og Sæfinni 93. Þessi skip lögðu afla á land í gær til söltunar (og er hér átt við uppsaltaðar tunnur): Sig- urður Pétur 228 tunnur, Fanney 120, Hafdís 153, Sigurður, Sigluf. 71, Stjarnan 53, Frigg 31, Freydís 98, Bjarmi 120, Haukur 199 og Ársæll Sigurðs- son 157 tunnur. Stytta Skiíla full* steypt í haust Söfnunin til styttu Skúla fógeta Magnússonar gemgur heldur treglega, en bó hefur safnazt um það bil helmingur þess fjár, sem barf til þess að fullgera hana, eða nær 60 þús. krónur. Mynd Guðmundar frá Mið- dal var send til Danmerkur í júní sl., eins og áður hefur verið sagt frá í Vísi. Sá heitir Ib Rathje, sem steypir styttuna, en. hann hefur bronz-steypu- verkst. í Ordrup í Charlotten- lund. Styttan verður fullsteypt um mánaðamótin nóvember- desember, en ráðgert er, að hún verði afhjúpuð hér í Reykja- vík um áramótin, en þá er liðin rétt öld síðan verzlunin var gefin frjáls á íslandi. Rathje steypumaður mun fá 21.400 danskar krónur fyrff að gera afsteypuna. Hjörtur Hansson stórkaup- maður stendur fyrir söfnuninni, og ættu menn að snúa sér til hans með framlög. Mun varla standa á því, að kaupsýslu- menn og aðrir leggi fram sinn skerf til þess að stytta Skúla rísi hér í Reykjavík á tilsettum tíma. Ökumaður og farþegi gerast sekir um árásir. En þeir, sem ráðizt var á, tilkynntu lög- regiunni númer bsis árásarmannanna. Aðfaranótt Iaugardagsins. Seinna um nóttina eða kl. kærðu tveir menn sitt í hvoru lagi yfir því til lögreglunnar að beir hefðu orðið fyrir árás óviðkomandi manna. Kom síðar í Ijós að árásarmennirnir höfðu í báðum tilfellunum verið hin- ir sömu. Hin fyrri kæra barst lögregl- unni á 2. tímanum um nóttina. Kom þá maður nokkur á lóg 4,10 kom annar maður á Rg- reglustöðina og kvaðst hafa orðið fyrir árás manns eða manna úr bifreiðinni R-2645 skammt frá Ferðaskrifstcfu ríkisins. Lögreglumenn fóru þá aftur á vettvang og hand- sömuðu sökudólgana, sem reyndust vera Adam Jóhanns- son, Bólstaðarhlíð 3 og Guð- regluvarðstofuna og sk> rði frá mundur Karlsson, Bergsstaða- því að menn hefðu ráðist á sig. j stræti 71, báðir áberandi ölvað- Hefðu árásarmennirnir verið (ir. Játaði Adam eftir langt þóf tveir saman í bifreið R-2645, að hafa ekið K-2645 undir á- og að annar þeirra myndi ■'■•era hrifum áfengis en hinsvegar bifreiðarstjórinn. Var hann J virtist félagi hans, Guðmundur, greinilega undir áhrifum áfeng- (hafa verið aðal-árásarmaður- is. Lögreglumenn fóru strax á inn. Þeir voru fluttir í fanga- stúfana að leita bifreiðarinnar geymsluna. en fundu hana ekki. 1

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.