Vísir - 25.08.1953, Blaðsíða 1
«3. érg.
Þriojudaginii 25. ágúst 1953.
191. tbl.
Spennandi tugþrautarkeppni
á íþróttavellinum.
iörlur náði bezta tíma sumarstns í 100 m.
hlaupi, 10,8 sek.
Flokkadrættir á þingi SJþ,
Tugþrautarkeppni meistara-
iuóts Reykjavíkur hófst á í-
þróttavellinum í gær, en hún
er síðasta greinin í stigamótinu
og ræður væntanlega úrslitum
lun það, hvort félaganna, Ar-
manns eða K.R., hlýtur flest
stig á mótinu í heild.
Áður en tugþrautin hófst
mun KR hafa haft 2 stig yfir
Ármann, en önnur höfðu lægri
stigatölu.
Eftir fyrri dag tugþrautar-
keppninnar standa leikar þann-
ig, að tveir Ármenningar halda
forystunni, Hörður Haraídsson
með 3197 stig og Guðmundur'
Lárusson með 3149 st. Þriðji í
röðinni er Valdimar Örnólfsson
ÍR með 2796 st. 4. Þórir Þor-
steirisson Á 2766 st. 5. Hreiðar
Jónsson Á 2687 st. og 6. Péíur
RÖgnvaldsson KR 2628 stig.
í 100 metfa hlaupinu í gær
Tito afheiit
f rti naðarbréf.
Dr. Helgi P. Briem afhenti
í gær forseta Júgóslavíu, Titó
marskálki, trúnaðarbréf sitt
sem sendihcrra íslands í Júgó-
slavíu.
Fór afhending trúnaðarbréfs-
ins fram á sumarsetri forsetans
á eyjunni Brioni. Dr. Helgi P.
Briem hefur áfram aðsetur í
Stokkhólmi.
Utanríkisráðuneytið,
Reykjavík 25. ágúst 1953.
Þór á leið til
landsins.
Yarðskipið Þór, sem undan-
farið hefir verið í Álaborg til
viðgerðar og eftirlits, er nú á
leið hingað.
Skipið fór þangað til þess
að athugaðar yrðu vélar þess,
sem reyndust gallaðar, eins og
menn muna. Nú er þessari við-
gerð lokið, og tjáði Pétur Sig-
urðsson blaðinu, að hún hefði
tekizt vel.
Um 150 jarð"
hræriiigai*
taldar.
Ekki hefur orðið vart neinna
jarðhræringa síðan aðfaranótt
laugardags.
Þá nótt sýndu jarðskjálfta-
mælarnir 10 smáhræringar og
einn allstóran kipp, sem m. a.
farinst' gréiniléga hér í Reykja-
vík. Annars var sá kippur ekki
eins stór og stærstu kippirnir á
íimmtudaginn. Á föstudaginn
varð engra jarðskjálfta vart. —
Samtals hafa verið taldar um
taálft annað huridrað jarð-
skjálftahræringar frá því er þær
hóf ust á f immtudaginn og er þó
talningu ekki fyllilega lokið
enn. .f.m ~* ¦ ¦, ¦ ¦ - .
náði Hörður Haraldsson bezta
tíma sumarsins, eða 10.8 sek.
og Guðmundur á 11.0 sek. Guð-
mundur hljóp 400 metrana á
49.8 sek. Beztum árangri náði
Valdimar í langstökki, 6.08 m.,
og í kúluvarpi 12.23 m. í há-
stökkinu stökk Pétur hæst, 1.85
m.
Keppninni lýkur í kvöld og
er þá búizt við að röð kepp-
endanna breytist nokkuð frá
því í gær.
Bernhari var
nærri kafna&isr.
Nýlega var sagt frá því
hér í blaðinu, að Júlíana Hol-
landsdrottning hefði næstum
lent „í klónum" á lögregl-
unni vegna smávægilegs ó-
happs.
Nú segja nýútkomin er-
lend blöð frá því. að annað
og alvarlega óhapp hafi kom-
ið fyrir mann hennar, Bern-
harð prins, og munaði
minnstu, að hann biði bana
— kafnaði á hafsbotni. • —
Prinsinn hefur verið á Hol-
lenzku Vestur-Indíum, qg
einri daginn kafaði hann í
Caracas-flóa til að taka
myndir á hafsbotni. Var hann
með köfunarútbúnað, en
skyndilega bilaði útbúnað-
urinn, svo að prinsinn var
að köfnun kominn. Urðu
menn, er voru með honum,
að skera útbúnaðinn af hon-
um, til þess að hann kæmist
upp á yfirborðið aftur.
SíldarfiUfst á
.norðtiriiúðtnni.
Engin síld barst til Raufar-
hafnar í nótt eða morgun.
Rigning var á miðunum í nótt
og ekki gott veiðiveður.
I gær komu fáeinir bátar með
lítilsháttár slatta, sem þeir
höfðu fengið undanfarna daga,
meðal þeirra voru Einar Hálf-
dán, Áslaug og Heimir.
Síldveiðiskipin eru nú smám
saman a'ð hætta veiðum og fara
til heimahafna sinna.
Á morgun er von'á sænsku
skipi til Raufarhafnar til að
lesta síld til Rússlands. Búizt
er við að það taki a. m. k. 4000
tunnur og er þetta fyrsta síldin,
sem þaðan fer til útlanda^
IJr&sýningr, i
Frankfurt.
Frankfurt (dpa). — Fimmta
alþjóðasýningin á úrum og
skartgripum stóð hér i bo.rg
22.-25. þ.m.
Þar 'sýndu 57 þýzkar úr-
smiðjur framleiðslu sína, auk
42ja verksmiðja í Sviss, en auk
þess voru sýndir allskonar
skartgripir; frá- 55 fyrirtækjum.
:io-*^
Lamað fólk frá mörgum löndum tók nýlega.þátt í íþróttamóti
í RlandevUIe í Buckingham-skíri i Bretlandi. Þótti aðdáan-
lcgt, hversu röskir margir sjúklinganna voru. Myndin er af
einum spjótkastaranum, Margaret Webb frá London, rétt áður
en hún kastár spjótinu.
íslendiíigar 3. í röðmni í
heiminum um símanotkun.
Aðeins Kanadamenn og Baiitla-
ríkjamcuii nota símann meira,
þar iiæst Svíai*.
Hver íslendingur talaði sem.Sviss (19.9), Nýja Sjáland
svarar einu sinni á dag að með- (19.9) og Danmörk (17.5). ,
altali í síma árið IðM^fn J?»* [ 21.368 talsímar
hér á landi.
Alls
táknar, að við erum þriðja þjóð
in í röðinni í heiminum, að því
er snertir talsímanotkun.
Þessar upplýsingar og marg-
ar fleiri má finna í skýrslu, sem
nefnist „Telephone Statistics of
the World", sem gefin er út í
New York, en hér er um að
ræða ýfirlit um talsímafjölda,
notkun og annað, er að þeim
málum lýtur.
í hitteðfyrra námu símtöl ís-
lendinga samtals hvorki meira
né minna en 52.900.000, en það
svarar tii 364.8 á hvert manns-
barn á landinu, eða sem næst
eíhu á dag allan ársins hring,
eins og iyrr segir.
Kanadamenn tala mest.
Það eru Kanadamenn, sein
nota símann mest, en þar námu
samtölin 378.2 á mann á ári.
Bandaríkjamenn voru aðrir í
röðinni, og voru þeir álíka dug-
legir við símanotkunina og ná-
grannar þeirra, en hver Banda-
ríkjamaður tálaði 376.3 sinnum
í síma það ár. Svíar voru f jórðu
í röðinni (309.6), þarnæst Dan-
ir -(257.1), þá Argentínumenn
(167.7) en Norðmenn voru sjö-
undu (157.5).
Geta má þess, að alls voru í
notkun hinn 1. janúar 1952 um
það bil 79.4 millj. talsímaá-
áhalda. í níu löndum voru tal-
símar -fleiri en ein milljón:
Bandaríkjunum, Bretlandi,
Kanada,' Vestur-Þýzkalandi,
Frakklandi, Japan, Svíþjóð, ítal
íu og Ástralíu. Útbreiddastur
var síminn í Bandaríkjunum,
þar sem 29.3 áhöld komu á
hvert hundrað íbúa. Svíþjóð
var -næst -(25.2),. Kanada. (22.1).,
vöru í Bandaríkjunum
hinn 1. janúar 1952 rúmlega
45.6 millj. talsíma, en 5.7 millj.
á Bretlandi. — Talsímar á ís-
landi miðað við sama tíma voru
21.368.
Engar skýrslur lágu fyrir um
talsímafjölda í Rússlandi á
þessum tíma, en síðustu skýrsl-
ur, sem menn hafa aðgang^ að,
eru frá 31. marz 1936, en þá
töldust talsímar í landinu 861
þúsund.
í Vestur-Þýzkalandi voru
samtals 2.7 millj., en í Austuv-
Þýzkalandi og Berlín aðéins
359.000.
248 hvalir haf a
vesízt
Þrátt fyrir ótíð undanfarið
hafa borizt samtals 248 hvalir
til stöðvarinnar í Hvalfirði.
Langmestur hluti veiðinnar
er langreyður, sem hefur yfir-
leitt verið 55—70 fet á lengd,
en auk þess hafa veiðzt nokkur
búrhveli og 4 bláhveli á þessari
vertíð. Stærsta bláhvelið, sem
veiðzt hefur í ár, var 86 fet á
lengd.
Bezta kjötið af hvalnum fer
hinga'f í bæinn, þar sem tals-
verðu r og vaxandi markaður er
fyrir hvalkjöt, en annað kjöt
er fryst á Akranesi til útflutn-
ings til Bretlands. í sumar hef-
ur verið afskipað um 630 lest-
um af hvalkjöti þángað. Hitt
fer í bræðslu.í Hvalfirði. . .
Indland mun ekki
sitja Kóreuráð-
stefnuna.
Mörg ríkí munn
mtja h|á viíl aí-
kvæoagi'eioslu.
Einkaskeyti frá AP. —«
N.'York í morgun.
Það er nú komið á daginn,
sem margir óttuðust, að treg-
lega horfir um samkomulag um
skipan fulltrúa á væntanlega
Kóreuráðstefnu.
Henry Cabot Lodge, aðalfull-
trúi Bandaríkjanna á allsherjar
þingi Sþ, lýsti yfir því í gær,
að Bandaríkin hefðu nú nægi-
lega mikið fylgi á þinginu, til
þess að koma í veg fyrir aðild
Indlands á KóreuráðstefnuTini.
Þykir sennilegt, að'hann hafi
sagt þetta með því að hana
viti, að Suður-Amei-íkuríkin
muni greiða atkvæði msð Banda
ríkjunum, en mjög mörg Ev-
rópuríki munu sitja hjá, meðal
annars Frakkland og Luxem-
borg.
Hins vegar hafa fulltrúar
flestra samveldislanda Breta
lýst yfir því, að þau muni styðja
þá tillögu, að Indvérjar toki
þátt í hinni fyrirhuguðu ráð-
stefnu.
Styður Vishinsky
— vitanlega.
Heyrzt hefur hljóð úr ho-ni
frá kommúnistastjórninni í
Peking. Chou-en-lai, utanrík-
isráðherra Pekingstjórnarinnar,
hefur lýst yfir fylgi sínu við' til-
lögu Vishinskys, aðalfulltrúa
Rússa hjá Sþ, sem gerir rá5
fyrir, að 11 ríki taki þátt í
Kóreuráðstefnunni.
Útanríkisráðherra S-Kóreu
flutti ræðu í stjórnmálanefnd
allsherjarþings Sþ í gær, og
lýsti þá m. a. yfir því, að S.-
Kóreumenn líti svo á, að óger-
legt sé að leyfa Indverjum ai$
eiga fultrúa á ráðstefnu unG
framtíð Kóreu, þar eð Indlands>
stjórn hafi jafnan dregið taura.
kommúnista.
Þykir horfa heldur óvænlega
um ráðstefnu þessa, að því er
margir fréttaritarar segja, og
óvíst með öllu, hvort hún komi
að nokkru gagni, þar eð menti
séu svo ósammála um flesta
hluti áður en hún hefst
Hjoi brotnaði
undaii bifreio
í gær vildi það óhapp til hér -
í bænum, að framhjól brotnaði
undan bifreið sem var á ferð og
orsakaði slys%
Varð kona að nafni Sigur-
laug Daðadóttir, til heimilis að
Rauðarárstíg 20, fyrir bifreið-
inni og meiddist bæði á hand-
legg og í andliti. Kona, sem var
í bifreiðinni, mun hafa hlotið
höfuðhögg og fékk kúlu á enn-
ið.
í gær tók lögreglan tvo bif-
reiðarstjóra, báða grunaða um
ölvun við akstur. .... J.+