Vísir - 25.08.1953, Blaðsíða 7

Vísir - 25.08.1953, Blaðsíða 7
Þriðjudaginn 25. ágúst 1953. ▼ 181B Hne^kMi / 21 Marseilles eftir EMELE ZGLA WyViftftV.AWl«WUWWVUVWUVVWWVW%ÍWVVW VUWUVÁ Og smám saman varð hann háður henni, þó hann gerði sér ekki grein fyrir því. Honum þótti miður þegar hann varð að fara út úr stofunni þegar hún var þar. Það var eins og Fine hefði borið með sér ilminn af blómunum sínum inn í mygluloft fang- elsisins. Svalann ilm af rósum og fjólum. Það var eins og and- rúmsloftið í þessari litlu íbúð hefði gerbreyzt um leið og hún kom þarna inn fyrst, glöð og kát. Það var líkast og Ijósu skemmti- legu kjólarnir hennar soguðu að sér birtuna og vörpuðu henni margfaldaðri frá sér aftur. Það var eins og allt brosti og Ijómaði þarna í dimmu og dapurlegu íbúðinni, og Revertégat sagði hvað eftir annað að nú væri alveg eins og vorið væri komið og hefði sezt að hjá sér. Og þéssi góði maður gleymdi sér alveg við þessi mildandi áhríf vorsins. Hjartað varð mýkra, og smám saman lagði hann á hilluna strangleikann og kaldlyndið sem hann hafði tamið sér í starfi sínu. Fine var greindari en svo að hún beitti ekki kænsku cg var- kárni í þessu hlutverki sínu. Hún var aldrei of veiðibráð. En þrep af þrepi leiddi hún hann inn á braut miskunnseminnar og mildinnar. Svo fór hún að tala um Philippe að honum áheyrandi. Hún lýsti átakanlega hve mikil vorkunn þessum unga mamii væri, og smám saman gat hún teygt fangavörðinn í þá áttina sem hún ætlaði, því að hann var orðinr. talhlýðinn við hana. Og nú fór hún að nauða á honum, hvort það væri ekki mögulegt að fá leyfi til að heimsækja fangann. Fangavörðurinn var orðinn svo háður „frænku“ sinni að hann gat ekki neitað henni um það. Hann fór með hana, hleypti henni inn i klefann en stóð sjálfur vörð fyrir utan. Fine stóð eins og glópur frammi fyrir Philippe. Hún starði á hann, kafrjóð og vandræðaleg og hafði ekki hugmynd um hvað hún ætti að segja. En hann þekkti hana aftur og ávarpaði hana, blíðmáll og töfrandi alveg eins og fyrrum. — Ert þú komin hingað, blessað barnið! sagði hann.. — En hvað það var fallegt af þér að koma og heimsækja mig. Ætlarðú að lofa mér að kyssa á handarbakið á þér? Philippe fannst vafalaust að hann væri kominn í íitlu íbúina í Rue Saint, og ef til vill var það ekki fjærri honum að láta sér detta nýtt ævintýr í hug. En blómastúlkan starði á hann, forviða og sár3 kippti að sér hendinni og sagði alvarleg: — Þér eruð alveg frá yður núna, herra Philippe. Þér vitið vel að í mínum augum eruð þér kvæntur maður. Við skulum heldur tala um alvarleg mál. Hún lækkaði róminn og flýtti sér að halda áfram: Fangavörðurinn er frændi minn. Eg hefi unnið að því að frelsa yður héðan í heila viku. Eg varð aðeins að sjá.yður í dag til að segja yður að vinir yðar hafa ekki gleymt yður. Vonið! Þegar Philippe heyrði þetta iðraðist hann eftir hve gleiðgosa- lega hann hafði tekið á móti henni. — Réttu mér höndina, sagði hann hrærður. — Eg bið um það eins og vinur sem langar til að taka í höndina á góðum félaga. Geturðu fyrirgefið mér? Hún brosti en svaraði ekki spurningunni. — Eg vona að þess verði ekki langt að biða að eg geti opnað dyrnar upp á gátt fyrir yður, hélt hún svo áfram. — Hvenær viljið þér flýja? — Flýja? Eg hlýt að verða sýknaður. Hvers vegna ætti eg að flýja? Það væri sama sem að eg játaði mig sekan. Þetta hafði henni ekki dottið í hug. Hún hafði þá skoðun að dómur Philippes væri ákveðinn fyi'irfram. En þegar að var gáð hafði hann rétt fyrir sér. Það væri bezt að fresta flóttanum þangað til æðri dómur væri genginn í málinu. Hún stóð þegj-- andi, hugsandi og efandi þegar frændinn dpap tvö. högg á dyrn- ar til að biðja hana um að flýta sér. — Jæja, sagði hún og leit á fangann., Þér skuluo að minsta kosti vera við öllu búinn. Ef þér verðið; dærndur ætjum við bróðir yðar að undirbúa flóttann. Yður er óhætt að tréysta okkur. Hún fór og sá Philippe sem hún skildi við var fast að því ástfanginn af henni. Nú hafði hún tímann fyrir sér aS fá frænda sinn til fulltingis sér; Hú.n. jiélt áfram uppteknum hætti, töíraði hinn kaídiynda mann klet'í 'sinni. alúð. og þokka og hafði áður en lauk umhverf: honi.ni svó að hann vorkermdi innilega veslings fanganum sínum. Hún fekk litlu frænkurnar sínar með sér í samsærið; þær vör'u svo hrifnar af henni að hún hefði ekki þurft að segja nema eitt orð til þess að þær yfirgæíu frænda sinn og fylgdu henni. Ög eitt kvöldið, er hún hafði mild- að Revertégat með góðuna mat og aífri sinni töfrandi alúð, spurði hún hann formálalaust hvort hann gæti hugsað sér að sleppa Philippe úr faiigelsinu, — Sussujá! sagði frmgavörðurinn, — Ef það væri á mínu valdi, þá skyldi eg ekki vera lengi að opna klefadyrnar. — En það er einmitt á þínu valdi, og einskis annars, frændi, sagði Fine glaðlega. — Jæja, svo að þú heldur það! Ef eg léti hann sleppa mundi eg missa stöðuna samstundis, og þá mundi bæði eg og. litlu telpurnar drepast úr hor. Hún hafði ekki athugað þessa hlið málsins áður. Og nú varð löng þögn þangað tjl hún vék að máiinu aftur. — En ef eg borgaði þér peninga, — ef eg segði þér að eg elskaði Philippe, og eg spennti greipar og bæði þig um að gefa mér hann....... — Þú! sagði fangavörðurinn steinhissa. Hann var staðinn upp. Nú góndi hann eins og naut á nývirki á frænku sína til að ganga úr skugga um hvort þetta væri al- vara. Og þegar hann sá hana hrærða og alvarlega, varð hann niðurlútur, — sigraður og gat ekki neitað henhi um neitt. — Ef svo er þá skal eg gera eins og þú vilt, sagði hann. — Þú ert betri og fallegri stúlka en svo að eg' geti neitað þér. Fine faðmaði hann og fór svo að tala um eitthvað aimað. Nú þóttist hún viss um sigurinn. Hvenær sem hún komst höndun- um undir var hún að tala um Philippe. Og henni tókst að láta' fangavörðinn sætta sig við tilhugsunina um að láta Philippe flýja. En af því að hún vildi ekki koma þessum ættingja sínum á kaldan klaka bauð hún honum fimmtán þúsund franka í skaðabætur fyrir atvinnumissinn. Og þá gaf hann sig alveg henni á vald, bundinn í báða skó. Þess vegna gat Fine sagt við Maríus: — Komið þér með mér. Bróður yðar er borgið! Hún fór með Maríus með sér í fangelsið. Á leiðinni sagði hún honum frá baráttu sinni út í æsar. Hún lét hann skilja hvernig hún hefði unnið bug á frænda sínum með hægðinni. Fyrst í stað andmælti Maríus eindregið þessum skrípaleik, sem ekki var í samræmi við djarft og hreinskilið skaplyndi hans sjálfs. Honum fannst viðurstyggilegt að hugsa til þess að bróðir hans ætti að fá frelsi sitt með vel skipulögðum flótta — fyrir náð manns sem hafði látið kaupa sig til að bregðast skyldu sinni. Skyld'uræknin var svo rótgróin í Maríusi, að harm skammaðist sín er hann hugsaði til þess að Revertégat yrði borgað fyrir að svíkja það traust, sem aðrir höfðu sýnt honum. En svo varð honum hugsað til de Cazalis og allra þeirra refja, sem hann hafði beitt. Og hann huggaði sig við að þegar öllu væri á botn- inn hvolft notaði hann aðeins sömu vopnin og andstæðingurinn notaði gegn honum. Og við þá tilhugsun sefaðist hann. Hann var Fine innilega þakklátur. Sannast að segja vissi hann ekki hvernig hann ætti að lýsa tilfinnngum sínum. En unga stúlkan sem var í vígahug og ósegjanlega glöð, hlustaði varlega á hann þegar hann var að segja að hann stæði í eilífri þakkarskuld við hana. Þau gátu ekki hitt fangavörðinn fyrr en um kvöldið. En Á kvöMvökuimí. Kona, sem var bóksali í Bratislava, Tékkósluóvakíu, setti út í glugga nokkrar bæk- ur handa rússneskum lesend- um. Hún var tekin föst af lög- reglunni. Dagblað í Vínarborg sagði orsökina til þessarar handtöku. Hún hafði raðað eft- irfarandi bókum í gluggann hjá sér og í þessari röð: „Við viljum lifa“, „í fjarlægð frá Moskvu“, „í skugga skýjakljúf- anna“, „Undir útlendum fána.“ • Á Kóreuvígstöðvunum fekk liðsforingi einn skipun um að fara með flokk sinn á vissar krossgötur að baki vígstöðv- anna. Þangað átti síðan að koma birgðavagn og þarna átti hann líka að fá nýjar fyrirskipanir. Hann kemur á staðinn með lið sitt og bíður. Nú líður langur tími og enginn birgðavagn kem- ur: og hanr fær engar nýjar fyrirskipánir. Loks þýkir hon- um nóg úm. Ilann fer í næsta hersíma og símar til aðalstöðva sinna. „Hver fjandinn er eigin- lega að ykkur? Hér er eg bú- inn að bíða langa lengi með flokkinn minn, en þið, svefn- purkurnar, látið okkur stikna hér í sólinni." — ísköld rödd svaraði hinum megin frá: „Vit- ið þér hvern þér eruð að tala við?“ — ,,Nei.“ „Þetta er Mor- ton ofursti.“ — ,'Herrá ofursti! Vitið þér eiginlega hvem þér eruð að tala við?“ — „Nei.“ — „Guði sé lof fyrir það,“ sagði liðsforinginn og hengdi upp simann. Chtu Áiuni AHir á sölvafjörur. Eftirfarandi grein birtist í Vísi í ágústmánuði fyrir 35 ár- um: „Fróðir menn og góðir segja að það séu engin neyðar- kjör að borða söl með öðru góðu, með því megi spara mik- inn mjölmat. Þetta vita flestir og viðurkenna. En framkvæm,d- irnar hafa ekki orðið miklar ennþá. Nú er tækifærið að safna sölvum, bæði til þess að drýgja rúgmjölið í blóðmörinn og til annars vetrarforða. Þegar há- fjara er þá er bezt að ná í söl- in. Allir út á Granda í dag kl. 4, út á Nes eða suður í Skerja- fjörð, þangað, sem sölin eru, — Svo er annað mál þessu skylt, og það er að safna sjávargróðri til vetrarforðá handa kúnum. — Það ætti að gerast næstu daga......Það litur svo út, sem varla sé 'um neitt annað að velja en að duga eða drepast.. — Söfnum nú svo miklum-sjávar- gróðri að ekki þurfi að fækka kúnum hér í Reykjavík. — Reyna má það.“ Diplomat til sýnis. Og svo er hér auglysing frá sama tíma: „Diplomat er til ; sýnis og sölu á afgr, Vísis,“ Bílferð um Dóma* oginu Um næstu lielgi efnir Orlo£ til nýstárlegrar ferðar inn fi Landmannalaugar, er verðui? gerð með nokkuð öðrum hætíi en venja er til um ferðir þang-t að en allt veltur þó á veðri og. vötnum. Það verður Guðmundur Jón-«- asson, hinn kunni vatna- og öræfabílstjóri sem stjórnar; leiðangrinum og er það ætl— un hans ef vel viðrar að fara í austurleið um Landmanna- helli og Dómadal, en síðan ef veður og vötn leyfa að fara á bílum inn Jökulgilið, allt inn undir Hattver. Allt veltur þó á því vhernig Jökulkvíslin hag- ar sér og hversu mikið verður í henni. í fyrra tókst Guðmundi t.d. um þrjár helgar í röð að’ komast á bílum þangað inrx eftir, enda ræður hann svo sem, kunnugt er, yfir mjög háum, og traustum vatnabílum, er færa í allt að axlardýpi á með— almanni. Um síðustu helgi fór Guð» mundur með tvo bíla í Þórs-« mörk og fór þá m.a. í Stakk- holtsgjá. Víða var farið djúpt í vötnum og var ánægjulegt að sjá hvernig bílarnir brutust. fyrirstöðulaust gegnum kol— moraðan vatnaflauminn og dýpra en stætt mundi gang— andi mönnum. Orlof heldur áfram sínum. vikulegu ferðum inn á Þórs- mörk og ekki ósennilegt að marga fýsi þangað einmitt nú þegar berjatíminn er að kom- ast í algleyming. í fjölmenn- ustu Þórsmerkurferðum Orlofs í sumar voru allt að 100 manns. Líf og játning. Eíver handa fermingar* börnum eftir Vaid. V. Snævarr. Nýkomin er á markaðinn bók eftir Valdimar V. Snævarr, sálmaskáld og fyrrverandi skólastjóra. Er þetta kver handa ferming- arbörnum og nefnist „Líf og játning". Bókin kom út í tilefnt af sjötugsafmæli Valdimars, og skrifar Friðrik J. Rafnar vígslu- biskup, formálsorð fyrir kver- inu, en útgefandi þess er Prent- verk Odds Björnssonar á Akur- eyri. Hefir verið vel til útgáfunnar vandað á allan hátt, og em ljósmyndir og teikningar meó mörgúín lesköflunum. -----»..... Biskup vígói bustab sendiherrans í Osló. Er biskupinn hr. Sigurgeir Sigurðsson var staddur í Nor- egi fyrir skömmu í sambant' við 800 ára afnxælí erkibisk- upsstólsins í Niðarósi, vígöit hann í Osló hinn nýja bústaft' íslenzka sendiherrans, Bjarna Ásgcirssonar. Skýrði biskupinn frá þessu £ útvarpserindi á sunnudags— kvöldið, og lýsti ánægju sinnr yfir þeirri ósk senaiheiTahjón- anna, að hann vigði bústaft þeirra. Varpáði biskup fram. þeirri tillögu, að sú venja yrði' upp tekin, að öll ný hús væru vígð um leið og þau væru tekim j1))itt'Ni-:1 n; :vi Forseti Perus er i kurteisi— heimsókn í Brasilíu um þessac mundir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.