Vísir - 27.08.1953, Blaðsíða 5

Vísir - 27.08.1953, Blaðsíða 5
Fimmtudagmn 27: ágúst 1953. »!si» úmjpBBBP ilvlifi Iljörrar : Herra ritstjóri! Þér hafið í ritstjórnargrein 22. þ. m. átalið það, aS eg hafi haft „ómaklegt aðkast“ að blaðamönnum í útvarpsþætti mínum um „daginn og veginn“ 17. þ. m., þar sem eg ræddi um ávarpsvenjur. Mér er grein yðar kærkomið tilefni að biðja yður að birta i'yrir mig þann kafla úr erindi mínu, sem nokkur ádeila fólst í. Getm- þá málefnið sjálft legið Ijóst fyrir lesendum yðar. Eg tók mér m. a. að umtals- efni bréf reykvískrar húsfreyju, skrifað lesendadálki eins af höfuðstaðarblöðunum, um sam- býli í húsum. Eg rakti bréfið alit og sagði síðan: „Það er ekki ofsögum sagt, að þetta bréf er höfundi þess til mikils sóma. Hér talar skyn- söm kona — og hvort sem hún er mikið skólamenntuð eða ekki, þá er henni ásköpuð sú menning sem skólar megna lítt að kenna, þ. e. skilningur hjárt- ans á því sem bezt seemir í dag- legri umgengni. Slíkar konur eru þó margar, sem betur fer, og ekki þætti mér bréfið svo athyglisvert sem mér þykir, ef ekki væri þar ein setning — og svo önnur til. Húsfreyjan segir um sam- býliskonu sína, sem verið hef- ur í fimm ár: „Við erum aldrei að masa hvor inni hjá annari og tþúumst ekki einu sinni. (Letur- br. hér.) En milli okkar hefur aldrei fallið styggðaryrði.“ Það er: tvær siðgóðar konur búa saman í. húsi, væntanlega komnar hver í nánd annari af tilviljun. Þær búa saman í mörg ár og talast við vinsam- lega og virðulega, og það fellur aldrei styggðaryrði milli þeirra. En þær þúast ekki. Þetta er góð gerð vel siðaðra kvenna. .... En svo kemur annað í bréfinu: Húsfreyjan þúar blaða- manninn sem hún skrifar (nema hann hafi þá sjálfur breytt bréfinu, sem iilt er að hugsa sér). En er hægt að hugsa sér hitt, að svona kurteis og sann- menntuð kona þúi allt í einu ókunnan blaðamann? Eða má ekki hverjum manni skiljast, og henni sjáífri bezt, að um leið og hún þúar ókunnan blaða- mann upp úr þurru (ha.fi hún gert það!), þá er kurteisi henn- ar við sambýliskonuna orðin ekki full kurteisi, heldur kuldi eða fjandskapur, eða þá van- metaháttur. Það . virðist vera kappsmál einhverra í þessu landi, að allir skuli segja þú og þú og hnippa hver í annan á fiskireit; þjóð- lífsins. Jafnvel þjóðkunnir menn hafa tekið sér umboð til þess hér í sjáífu útvarpinu að bjóða allri þjóðinni dús við sig og alla aðra. En kjörbréf þeirra til slíkrar siðalöggjafar liggur ekki fyrir. Þetta mál hefur tvær hliðar. Önnur snertir siðmenningu og umgengni og persónulegan smekk. En þó að mannasiðir og þess háttar hégómi sigli sinn sjó, þá væri stór og fagur meiður höggvinn aFilíslénzkri tungu, ef fleirtöluformið í á-. varpi yrði afmáð fyrir fram- hleypni og subbuskap. f þessu máli hefur verið mörgu logið, eins og Gröndal hinn fyrri sagði. Fáránlegust er sú blekking, eða sú dæma lausa fávizka, að allir þúist í hinum enskumæiandi heimi þar sem hitt er réttara, að orðin „þér“ og „yður“ eru einmitt þar ávarpsorð, einnig milli ástvina. í ensku er ekki sagt „þú“ við neinn, nema guð. En vinir þú- ast með því að ávarpa hvor annan með fornafni og sleppa ávarpsorðinu ,,hei'ra“, „frú“ o s. frv. Þessi notkun ávarps er ekki til í íslenzku, nema um konur, enda fellur hún ekki að tungunni, vegna sjálfra nafn- anna. En hver sá sem anaði fram í enskum heimi eftir þeirri íslenzku lygikenningu, að þar þúist allir, hann þætti dóni og væri fífl. — Og hið sama er um aðrar menningartungur, með einum hætti eða öðrum. Það er trúa mín að íslenzka þjóðin muni stinga fótum við og láti ekki subbuskapinn sigra — þó að blaðamenn hafi hér í frammi hið versta fordæmi, svo að það gengur siðleysi næst og menningarhneyksli. Þyngsta sök og óbærilega hafa þó kennararnir, og — eins og nú er komið: fræðslumála- stjórnin og sjálft menntamála- ráðuneytið. Menntamálaráð- herrann okkar hefur barizt fast fyrir íslenzkri akademíu, til verndar íslenzkri tungu. Það væri á við hálfa akademíu, ef hann vildi lsenna kennurunum að viðhafa ávarpsorð siðaðra manna. Og um það þarf ráð- herrann engan að spyrja og engu til að kosta. Þetta væri á við hálfa akademíu til vemdar okkar göfugu tungu, hvað sem mannasiðum líður. Og hinir ráðherrarnir gætu falið for- stöðumönnum opinberra. stofn- ana að sjá svo fyrir, að hver unglingur í þeirra þjónustu vaði ekki að hverjum manni í síma eða afgreiðslu, án þess að kunna eða virða íslenzk ávarps- orð. Það væri mannasiðir. Borg- arstjórinn í Reykjavík gæti gert hið sama í sínum skrifstofum, án þess að hækka útsvörin íyrir það. Því að kurteisi kostar ekki peninga. En betri siðir mættu fegra mannlífið, bæði í Reykja- vík og í öllu þessu landi.“ að tala um, þar sem kurteis kona lætur þess sérstaklega getið, af þvi að það snertir bréfsefpi hennar, að hún þéri sambýliskonu sína, sem húri auðsýnir virðingu og vinarhug. En þessi sama prúða húsfreyja virðist gana béint að ókunnum blaðamanni og þúa hann. Þetta allt verður leiðinlega auðskilið við þá sögu sem hin önnur húsfreyja hefur að segja, að ritstjóri þessara sömu dálka (hvort sem það var sami mað- ur eða ekki) breytir bréfi hennar — að við ekki segjum: falsar það — til þess að koma að sínu þúi og sínu kompánlega ávarpi. Þetta þurfum við ekki að orðlengja, herra ritstjóri. Hitt hljótið þér vel að vita og sjá, að blöðin birta þráfaldlega við- töl við menn, nafnkunna menn, langt að komna menn, og segja þú og þú, án þess að viðtölin séu fangamerkt tilteknum manni. Eru þá blöðin sjálf dús við alla menn? Hvað varðar lesendur um það, þó að ónafn- greindur blaðamaður sé kunn- ugur manninum sem talað er við? Þó hann svo væri að tala við barnsmóður sína um lands- ins gagn og nauðsynjar fyrir sitt blað og lesendur þess, þá getur hann gert svo vel að á- varpa hana frammi fyrir alþjóð eins og góðum siðum hæfir. Um það er gott eitt að segja, Þetfa voru mín orð í útvarps- þættinum. Ökkar í milli, hérra ritstjóri, er um blaðamennina að: ræða. Hér höfum við bevísið: Rétt sem eg sleþpti orðinu í litvarpið hringdi til mín þjóð- kunnúr Reykvíki.ngúr og bar mér kveðju konu ' sinnar, svo segjandi, að hún hefði ein- hvern tíma skrifað þessum sama lesendadálki um eitthvei't efni. Blaðamaðurinn hefði birt bréf- ið, óbreytt að öðru en því, að hann breytti ávarpsoi'ðum frú- arinnar í „þ ú“, en bætti þar að auki framan við dálítið kompánlegu ávarpsorði til sjálfs sín. . Nú veitweg, ekki hvort hinn sami blaðamaður hefur | birt þetta höttótta bréf, sem eg var þó að þér, ritstjóri og þjóðkunn- ur maður, þúið t. d. mennta- málaráðherrann í blaðaviðtali sem er fangamerkt yður. En það er í hæsta máta subbuleg kurteisi, að eitthvert blað sé dús við forsætisráðherra lands- ins eða hvern annan ráðherra, jafnvel þó hann sjálfur ætti blaðið. Þetta er ekki hægt, með- an ráðherrann þérar menn í embættisbréfum. Mér finnst það „út í hött“, eins og þér sjálfur komizt að orði, að segja að eg hafi haft ómaklegt aðkast að blaða- mannaséttinni, almennt. Slíkt væri fjarri mér. En í þessu efni öllu saman eiga blaðamenn sinn hlut sakar, og því miður mikinn. Og því aðeins hef eg vakið þetta mál, að dæmin eru mörg og ekki allgóð. Eg nefndi ekki mitt heitt- elskaða útvarþ. Siðir frétta- stofunnar falla saman við siði blaðamanna. En einnig án hennar hjálpar mun útvarpið vissulega eiga met allra meta. Og það undir nýrri og betri stjórn. 24.8.1953. Helgi Hjörvar. Ath.: Hér þarf ekki miklu við að bæta, en Vísir vill gjarnan gera hreint fyrir sín- um dyrum, því að blaðið ætlar Helga Hjövar ekki, að hann vilji hafa annað en það, sem rétt er. Þess vegna getur hann ekki lagt alla blaðamenn að jöfnu. Vísir færist ekki undan því, að hann sé gagnrýndur fyr- ir það, sem mistekst eða illa er gert af handvömm, en hann hefur ekki gengið fram fyrir skjöldu í því — eða talið það sjálfsagt — að hver þúaði ann- an „á fiskireit þjóðlífsins". Það hefur oft átt sér stað þegar blaðamenn hafa átt við- tal við menn, sem þeim eru kunnugir, að þeir hafa notað hið alþýðlega ávarpsorð ein- tölu, enda sett fangamark sitt undir. Hitt má fullyrða, að slíkur ávarpsháttur er alls ekki viðhafður hvenær sem er, enda talið óviðeigandi og ekki til kurteisi. Er því vart til of mikils mælzt, þótt þeim, sem ávarpa svo að segja alla þjóð- ina í útvarpi, og vita, að þeim verður ekki svarað — að minnsta kosti ekki þegar — af þeim, er telja, að ofsögum sé sagt, sé á það bent, að hér eigi ekki allir sama málstað. Það leyfði Vísir sér að gera í for- ustugrein á laugardaginn, og breytir vitanlega engu, þótt Heigi Hjörvar birti hluta af útvarpserindi sínu — nema ef vera kynni, að það sanni mál Vísis, og má blaðið vel við una, Öðrum skeytum H. Hj. verður hver að svara fyrir sig, og birtir Vísir gjarnan svör þeirra, er telja að svars sé þörf. — Ritstj. Bók Kinseys iim amerískt kveníólk biill og vitleysa, segir dr. Mí&rie Stopes? lieimdrægur kvenlækitir. „ISver tróir því, að 17 baiida- rískra kvenna séu kyiivillingar ? ** „Bók Kinseys um kynferðis- líf kvenna í Bandaríkjunum er þvættingur og nauða ómerki- leg,“ segir dr. Marie Stopes, kunnur enskur læknir, sem ritað hefur mikið um þessi efni, en ein bók hennar hefur komið út á íslenzku. í enska blaðinu „Empire News“ bii’tist fyrir fáum dögum viðtal við dr. Stopes, og segir hún þar á þessa leið: „Álits míns á bók Kinseys hefur verið leitað. Eg hefði aldrei látið það í ljós að fyrra bragði. Eg hefi enn ekki séð bók hans um kvenfólkið, og efast um, að eg nenni að fletta þess- um blaðsíðufjölda, þegar hún kemur út. En eg hefi lésið þrautleiðinlega bók hans um karlmennina og það, sem þegar hefur verið birt úr bók hans um kvenþjóðina. Frekja og fram hleypni það nýja. Það, sem riiig furðar mest á er, hvers vegna blöð í Banda- ríkjunum og Bretlandi eyða svo ótrúlega miklu rúmi á mann þenna og bók hans. Hann hlýtur að vera geysi-slyngur auglýsingamaður, því að í bók hans virðist ekki vera neitt nýtt nema frekja, sóðaskapur og framhleypni. Eg fæ ekki séð, að Kinsey hafi fært fram eina einustu i’ísindalega staðreynd. !:, líHinum iýáistk ! téguridum kynlífsins og ónáttúru hefur verið kyrfilega lýst með mý- mörgum dæmum í sex binda verki dr. Havelock Ellis fyr- ir 40 árum. Kinsey virðist helzt telja sér það til gildis, að hann nefnir hagfræðilegar tölur í sambandi við hinar einstöku spurningar. Aðeins éin af hverjum 14.000. En við skulum athuga þessar tölur. Svo virðist sem hann og samverkamenn hans hafi lagt spurningar fyrir 5940 hvítar amerískar konur. Aðeins 5940, sem er hreinasta lítilræði, því að mér er tjáð, að i Bandaríkj- unum séu 85.000.000 kvenna. Og svo er allur þéssi gaura- gangur út af undarlegheitúm 1/14.000 þeirra. Hvað segja þá hinar 85 milljónir heilbrigðra kvenna um þetta litla sýnis- horn, sem á að vera eins konar þverskurður : allra kvenna Bandaríkjanna og um leið sví- virðing þeirra? Heldur hinn auðtrúa Kinsey að þessar 5000 konur, sem létu spyrja sig 500 spurninga á tveim klukkustundum, séu heilbrigð- ar (normal) konur? Eg get svarað honum og öll- um heiminum og sagt svo ekki verður um villzt, að það eru þæí’ áreiðanlega ekki. Dæmi Kinscys. ’ Eg: þárf 'ekki að byggja vit- neskju mína á 5000 hræðum, heldur hundruðum þúsunda. Síðan eg' opnaði fyrstu getnað- arvarnastöð heimsins, hefur hún verið opin alla daga frá kl. 10 —tí og hundruð þúsunda hafa komið til mín með vandamál sín. Þessi 5000 dæmi Kinseys eru ekki venjulegar, geðþekkar konur, heldur nægilega mikil hörkutól, nógu óeðlilegar og nógu grobbgeínar til þess að vilja láta í ljós innstu skoðanir sínar um leyndustu tilfinningar mannlífsins við spyrjendurna. Vitaskuld eru . til þúsundir sjúklegra, strípihneigðra manna, sem grípa fegins hendi hvert tækifæri til þess að daðra við sjálfselsku sína, en látum okkur ekki detta í hug, að þetta sé heilbrigt, fullorðið fólk. Því fer svo fjarri. Við skulum athuga- svolítið staðreyndir Kinseys: Sagt er, að hann hafi ekki fundið nema 20 % kvennanna, er hefðu haft kynferðileg mök vio aðrar konur. Sé iþetta í’étt, gefur það i skyn, að í Bandaríkjunum séu 17 milljónir kvenna kyn- viliingar. Það þarf fleiri töl- ur en'þær sem Kinsey fjallar um til þess að fá sérfrótt fólk til þess að trúa þessu. Þá segir Kinsey, að aðeins 4% af þeim konum, sem spurð- ar voru, hafi fengizt við sjúk- legt og óeðlilegt ástalíf. Fjórir af hundraði er ekki mjög há tala í augum þess, sem ekki fæst við slíka hluti, en þessi tala táknar þó 3.400.000 konur í Bandaríkjunum, sem hafa fengizt ,við sjúkLegt og óeðlilegt ' ástalíf. Trúið þér þessu? í míri-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.