Vísir - 28.08.1953, Blaðsíða 7

Vísir - 28.08.1953, Blaðsíða 7
Föstudaginn 28. ágúst 1953. T181B IVWWWWUWWUWJWWWWWWWWUWJMVWWMMWW'i HneijkAi í 24 Marseilles eftir EMILE ZOEA ■WVSnAM-W.^WVSA^VWV^^^VWVWS^'WV^rtíVWWS-VWV'' fUÍWUVWWW sem hann fór hitti hann flón og höfðingjasleikjur, sem kysstu glaðir skósólana hans. XIV. GJALDÞROT. Maríus gekk ósjálfrátt niður að höfninni. Hann gekk beint af augum án þess að vita hvert fæturnir báru hann. Hann var ennþá í leiðslu. Aðeins ein hugsun flögraði um tómt heilabúið, og hann endurtók reglulega eins og pendúll í klukku að fimm- tán þúsund franka yrði hann að fá, og það undireins. Augna- xáð hans er hann leit í kringum sig var eins og hjá manni, sem misst hefir alla von. Það var líkast og hann einblíndi á götu- steinana til að sjá hvort hann fyndi ekki upphæðina sem hann þurfti, í rifunum milli þeirra. Þegar haixn kom niður að höfninni varð hann gagntekinn af löngun í að verða ríkur. Honum gramdist að sjá vöruhlaðana á hafnarbakkanum, skipin sem sigldu heim með auðævi og að heyra háreystina og skarkalann í öllu þessu, sem jós auði í hendur manna. Aldrei hafði hann fundið til fátæktarinnar á sama hátt og nú. Dálitla stund varð hann hamslaus af óstjórn- legri beiskri öfund. Hann spurði sjálfan sig hvers vegna hann ætti að vera fátækur þegar svo margir aðrir væri ríkir. Og svo gall aftur við í heilanum á honum: Fimmtán þú.sund frankar! Fimmtán þúsund frankar! Hann sundlaði er hann hugleiddi hve þetta var mikil upphæð. Hann gat ekki farið aftur til Aix með tvær hendur tómar. Bróðir hans beið hans. Hann hafði ekki úr löngum tíma að spila ef það átti að takast að bjarga honum frá svívirðingunni. Og svo var hann einskis meg- andi! Heilinn var lamaður og þar gat engin nýtileg hugsun fæðst. Hann bölvaði getuleysi sínu. Hann rannsakaði hugskot sitt — árangurslaust. Hann barðist harðri baráttu gegn æði og skelfingu. Aldrei gæti hann dirfzt að biðja Martelly um fimmtán þús- und franka. Kaupið sem hann fekk hjá útgerðarmanninum var svo iítið að engin trygging var í því. Og svo þekkti hann líka reglur húsbóndans, þær voru strangar. Hann mundi aldrei þora að segja honum að hann ætlaði að nota þessa peninga til þess að kaupa samvizku fyrir. Martelly mundi verða svo gramur að hann segði nei samstundis. Allt í einu datt honum nokkuð í hug. Hann þorði, ekki að rök- ræða þá hugmynd við sjálfan sig heldur skundaði hann sem hann mátti heim í herbergið sitt í Rue Sainte. Á sömu hæðinni og hann bjó átti ungur maður heima, sem hét Charles Blétry. Hann var gjaldkeri í sápugerð Daste & Deg- ans. Þessir tveir ungu menn höfðu verið nágrannar svo lengi að trúnaður var milli þeirra. Alúð Blétrys hafði sigrað hinn fá- skiptna Maríus. Blétry var mjög kirkjurækinn, fyrirmynd annarra í allri franikomu og ráðvendni hans tvímælalaus. En síðustu árin hafði hann bakað sér ýms mikil og í rauninni ólikleg útgjöld. Hann hafði kostað miklu til íbúðar sinnar, keypt gólfdúka, gluggatjöld, spegil og falleg húsgögn. Eftir þetta fór hann að verða meira úti, kom seint heim og hélt sig yfirleitt ríkmannlegar en áður. En eigi að síður hélt hann áfram að vera viðfeldinn, ærlegur, rólegur og guðhræddur. Fyrst í stað blöskraði Maríusi eyðslusemi granna síns. Hon- um var ómögulegt að skilja hvernig starfsmaður með tæplega átján hundruð franka kaupi, gæti leyft sér að kaupa svona dýra hluti. En Charles huggaði hann með því að hann hefði fengið ó- væntah arf, og væri nú orðinn svo vel stæður fjárhagslega að hami væri að hugsa um að segja upp stöðunni og lifa á eignum sínum. Jafnframt hafði hann boðið Maríusi að lána honum, hann hafði sagt að buddan hans væri alltaf opin þegar Maríus þyrfti á að halda. En Maríus hafði alltaf afþakkað það. Nú fór hann að hugsa um þetta tilboð. Hann komst. e.kki hjá að tala við Charles Blétry og biðja hann um að bjarga bróðúr s' ium. Fimmtán þúsund franka lán vir.tist, ekki vera ofvaxið þessum únga manhi, sem virtist fleygja pénihgunum sínum út um gluggann. Maríus gat boðið honum lága en vissa afborgun — svo framarlega sem Charles vildi gefa honum hæfilegan. frest. Skrifstofumaðurinn var ekki heima, og af því að mikið lá á þvingaði Maríus sig til að fara í sápúgerðina. Hún var við Boulevard des Dames. Þegar hamr kom inn og' spurði eftir Charies Blétry fannst honum starfsmennirnir horfa svo undarlega á sig. Hann vai beðinn um að snúa sér til herra Daste sem sat. inni á skrifstof- unni sinni. Maríus var dálitið hissa á þessum móttökum en af- réð að fara inn I skrifstofuna Hann hafði fengið nöpur og stuttaraleg svpr. Daste vár að tala við þrjá méfni' þegar Maríus kom 'inn. Én þeir þögnuðu undir eins og þeio,.sáu hann. —• Gætuð þér gert sv vel að segja mér hvort Charles Bjté- try er hérna í verksmiðjunni núna? spurði hann hæversklega. Daste leit snöggvast á ,einn af þeim sem þarna sátu, háan og þreklegan mann, sem virtist bæði alvarlegur og þurrlegur. — Hann kemur bráðum, svaraði hann. — Viljið þér gera svo vel að bíða. Eruð þér kunningi hans? — Já, svaraði Maríus glaðlega. — Við eigum heima í sama húsinu. Eg hefi þekkt hann í nærri þrjú ár. Nú varð leiðinda þögn. Maríus, sem hélt, að hann væri að trufla, hneigði sig, gekk til dyra og sagði: — Þakka yður kærlega fyrir. Eg get beðið fyrir utan. Þá leit þreklegi og þurrlegi maðurinn fram óg hvíslaði ein- Kristján Guðlaugsson hæstaréttarlögmaður. Austurstræti 1. Sími 1411. Pappírspokagerðin h.f. Vttastig 3. Allfk. papplrspokar Símanúmer okkar á Nesvegi 33 er 8 2 6 5 3. Kjöt og Gr&nmeti. Dugleg og áhugasöm (ekki mjög ung) helst vön, óskast í vefnaðarvöruverzlun. Umsóknir, með ýtarlegum upplýsingum sendist afgr. blaðs- ins merkt: „Búðarstörf — 316“ fyrir mánudagskvöld. Rafmagnstakmörkun Álagstakmörkun dagana 28. ágúst til 4. september frá kl. 10,45 til 12,30: Föstudag 28. ágúst 1. hverfi Laugardag 29. ágúst 2. hverfi Sunnudag 30. ágúst 3. hverfi. Mánudag 31. ágúst 4. hverfi Þriðjudag 1. sept. 5. hverfi Miðvikudag 2. sept. 1. hverfi Fimmtudag 3. sept. 2. hverfi Straumurinn verður rofinn skv. þessu þegar og að svo miklu leyti, sem þörf krefur. SOGSVIRKJUNIN. Á kvöldvökniim. Tómas og Skúli ætluðu að flytja 200 pund af kartöflum til prestsins síns. „Ættum við þá ekki að nota tækifærið,“ sagði Skúli, „og skrifta fyrir honum um leið?“ „Ekki lízt mér vel á það,“ svaraði Tómas. „Því að þá neyð- umst við til að segja honum að ekki sé nema 90 pund í hvor- um poka.“ © í Bandaríkjunum er það al- gengt, að menn láta í ljós að- dáun sína á konum með því að blístra. Svo er það undir kon- unum sjálfum komið, hvernig þær taka því.......Einu sinni var öldruð kona að aka bifreið sinni, og ók þá -ij|tí, í götu, sem bannað var að aka inn í frá þeim enda. Lögregluþjónn var nær- staddur og blés hann í blístru sína, en konan sinnti því ekki. Hann blístraði á ný, en hún stöðvaði ekki bifreiðina að heldur. Stökk lögreglumaður- inn þá á bak bifhjóli sínu, náði konunni von bráðar, gaf henni merki um að nema staðar, og spurði síðan: „Heyrðuð þér ekki, áð eg blistraði?" „Jú, víst gerði eg það,“ svar- aði sú gaí»Ia, „en þegar eg sit við stýri á bíl, þýðir ekki að stiga í vænginn við mig.“ CiHit Aíhhí Var.... Loftskeyíin. Frétt úr Vísi fyrir 35 árum: „Dagblöðin hafa nú fengið leyfi til þess.að birta l.oftskeyti þau, sem loftskeytastöðin nær, gegn ákveðnu gjaldi. Enn sem komið er hefir lítið verið á skeytum þessum að græða, því að allar helztu fregnirnar af ófriðnum hafa borjzt hingað fljótar í símskeytum frá K.höfn, en í loftskeytunum. Þetta kann að þykja furðuleg saga, en sjón er sögu ríkari, og blöðin hafa keypt „köttinn í sekknum“ þar sem loftskeytin eru, þó að þau séu þægileg til dálkafylling- ar.....“ Húsnæðisleysi. Húsnæðisleysi í höfuðborg- inni er engin ný bóla. Því er þannig )ýst í Vísi fyrir 35 ár- um: — „Húsnæiðsleysi er nú enn tilfinnanlegra í bænum en nokkru sinni áður og húsnæðis- lausir menn ráfa um götumar á næturnar og komast hvergi inn.“ SÍF gefur út snotran kynn- ingarbækiing. Sölusamband íslenzkra fisk-» framleiðenda hefyr fyrie skemmstu gefið út mjög snotr- an auglýsingabækling, sem, sendur liefir verið viðskipta- mönnum fyrirtækisins erlendis. Bæklingurinn hefst á for- málsorðum, en síðan kemur kafli um landsháttu, þá er skýrt frá landsmönnum, íbúafjölda, menningu þjóðarinnar og at- vinnuháttum, en að því er þá varðar er langmestu rúmi að sjálfsögðu varið til þess aS skýra frá fiskveiðum, verkun, verðlagi o. s. frv. Er bækling- urinn á frönsku, því að sú tunga skilst meðal allra hinn róm- önsku þjóða, enda löngum al— þjóðamál að nokkru leyti. Eins og að ofan getur er; bæklingur þessi mjög snotur, einn hinn snotrasti, sem gefinn. hefir verið út hér og prýddur bæði ljósmyndum og teikning- um. Var hann prentaður í 1500 eintökum og hefir nú ver- ið sendur til markaðslanda okk— ar fyrir saltfisk hér í álfu —• Grikklands, Ítalíu, Spánar og Portúgals, auk Frakklands —- og einnig vestan hafs, svo sem, til Argentínu, Brasilíu, Kúba og víðar. Er í honum mikinrt fróðleik að finna, og verður væntanlega góð kynning á landí og þjóð og þeim afurðum, sem honum er ætlað að kynna. Birgir Kjaran hagfræðingur samdi þæklinginn, en Magnús G. Jónsson, menntaskólakenn- ari sneri honum á frönsku. Atli Már teiknaði kápumynd og smámyndir á innsíður bækl— ingsins. Bretar hrifnir af baiieltinitm. I brezkum blöðum, sem ný— lega hafa borizt hingað, er víða sagt frá frammistöðu danska ballettflokksins, en einkurn era. listdómendur ósparir á lofið um sólódansarana, en fjórir þeirra. eru nú staddir hér, eins og. kunnugt er Stórblaðið „Manchester Guardian“ segir t.d. þetta um. Kirsten Ralov í ballet eftir Bournonville:-,,! þessum ballett. gafst Kirsten Ralov tækifæri, þótt stutt væri, til þess að' sýna. leikni sína í klassískum dansi,. en ef til vill var frammistaða'. hennar eftirminnilegust allra í. þessum skemmtilega, danska þjóðsagnaballett“. Richard Buckler ritár skemmtilega grein í blaðið- „Observer". Meðal annars er þar rætt um ballettinn.. „Coppelia“, en þættir úr hon- um eru sýndir hér. Segir þar m. a. „Inga Sand sem S’vanilda reyndist snjöll leikkona sem á. marga strengi á hörp.u sinnir Ákafa, viðkvæmni, ástleitnibg ofsakæti. Friðbjörn Björnssoic er viðfelldnari, meira li'an,di og. raunverujegri en nokkur Franí:,. sem vér höfum áðui' iynnzt,- Stanlfey Wilíiatns ér af'bragðs; dansari, og kom það íram t' Romeó og Júlíu og fleiri verk— um. '• u um.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.