Vísir - 28.08.1953, Blaðsíða 8

Vísir - 28.08.1953, Blaðsíða 8
J?eir sem gerast kaupendur V'ÍSIS eftir 10. Iivers mánaðar fá blaðið ókeypis til mánaðamóta. — Sími 1660. ’VlSlH. VÍSIB er ódýrasta blaðið og J>ó það fjöl- breyttasta. — Hringið í sima 1660 og gerist áskrifendur. Föstudaginn 28. ágúst 1953. Stjórnmálanefndin samþykk aðild Indlands að Kóreuftmdinum. Þó talið ósennilegt, að Indverjar fái að sitja fyrirhugaða ráðstefnu. Tillaga vesturveldanna um skipan fyrirhugaðrar Kóreuráð- stefnu var samþykkt í stjórn- málanefnd SÞ í gær með 42 atkvæðum gegn 7, en fulltrúar 10 ríkja sátu hjá. í tillögu vesturveldanna er gert ráð fyrir, að ríki þau, er þátt tóku í Kóreustríðinu, sendi fulltrúa á ráðstefnuna. Tillaga Vinshinskys var felld með 41 atkvæði gegn fimm atkvæðum Rússa og leppríkja þeirra, en 13 sátu hjá. Mesta hitamálið var tillaga Breta og samveldislandanna, sem gerði ráð fyrir, að Indverj- ar sendu fulltrúa til ráðstefn- unnar. Var hún samþykkt með 27 atkv gegn 21, en 11 sátu hjá. Gegn tillögunni voru m. a. Bandaríkin, Suður-Ameríkuvik in og Pakistan. Með tillögunni voru Bretar og samveldislöndin, Rússar og leppríkin, svo og Norðurlöndin nema ísland, sem sat hjá. Alisherjarþingið er eftir. Mun allsherjarþingið að líkind- um taka málið fyrir í dag. Er því svo að sjá sem sama ósamkomulagið ríki um þetta mál ennþá, og ógerlegt að spá hver verði endalok þessa máls. B&rjaferð á veg- um Steindórs og Vísis. Dagblaðið Vísir og Bifreiða- stöð Steindórs efna á sunnudag- inn kemur til berjaferðar upp í Kjós. Ekið verður upp Mosfellssveit og Kjalarnes og síðan upp með Laxá í Kjós, alla leið að Reyni- völlum. Sú leið er fögur og sér- kennileg og þangað fara fáir nema þeir, sem ákveðið erindi eiga. Er hér vissulega um leið að ræða, sem er þess virði að kynnast henni. í heimleið verð- ur farið að Meðalfellsvatni, en Indverjar munu þó tæpast það er líka staður, sem almenn- taka þátt í ráðstefnunni þegar' ingur á ekki leið um og þar er þár að kemur, með því að til bæði sérkennilegt og fagurt. þess þarf samþykki % hluta allsherjarþingsins, en ósenni- legt er talið, að svo verði, er til atkvæðagreiðslu kemur þar. Opnar máíverkasýn- ingu eftir heigina. Upp úr helgi opnar Jón E. Guðmundsson málverkasýn- ingu í Listamannaskálanum. Þetta er fjórða sjálfstæða sýning Jóns, en síðast sýndi hann hér árið 1945. Áð þessu sinni sýnir hann um 50 myndir, flest vatnslita- myndir, en nokkur olíumál- verk. Viðfangsefni sín hefir hann héðan úr bænum, frá Patreksfirði, af Snæfellsnesi og víðar að af landinu. Sýningin verður opnuð nk. þriðjudag, og verður opin til 13. september kl. 10—11. Lagt verður af stað kl. 2 e. h. á sunnudag eins og venjulega og komið aftur í bæinn fyrir kvöldverð. Upplýsingar um ferðina verða gefnar á skrifstofu Vísis í fyrramálið, en farmiðar seldir á afgreiðslu blaðsins á sunnudagsmorgun kl. 10—12. Berlínarbúar sækja matarhöggla. Áustur-Berlínarbúar streyma nú yfir hernámsmörkin til Vest ur-Berlínar til þess að taka þar við matvælapökkum. í gær komu tugþúsundir manna til V.-Berlínar í þessu skyni, en bögglunum er úthlut- að á 16 stöðum. Úthlutun mat- vælanna hófst að nýju fyrir fá- um dögum, og sækja A.-Berlín- arbúar fast að fá þá. Ekki er vitað, að til árekstrar hafi kom- ið vegna þessa að þessu sinni. Skýfall veldur tjóni í Róm. I gær varð skýfall í nokkr- um hluía Rómaborgar, og olli miklu tjóni. Stóð skýfallið í. tvær stundir. Þúsundir manna urðu að flýja híbýli sín, en um 50 manns voru fluttir j sjúkrahús. Nýsjálendingar ætla að stórauka framleiðsluna. London. (A.P.). -— Á næstu 20 árum ætla Sjálendingar að auka framleiðslu sína á ýms- um sviðum um næstum þriðj- ung. Verður fyrst og fremst lögð áherzla á að auka landbúnað- inn, enda eru það þær afurð- ir, sem fyrst og fremst standa undir þjóðarbúskapnum. Er mikil nauðsyn á þessu, þar sem gert er ráð fyrir, að lands- mönnum fjölgi um þriðjung — úr 2 millj. í 3 — á næstu tveim áratugum. Landsbókasafnið 135 ára í dag. Landsbókasafnið á í dag 135 ára afmæli. Á aldarafmæli þess fyrir 35 árum fór fram hátíðleg athöfn í lestrarsal safnsins og var þangað boðið bæjarbúum svo mörgum, sem húsrúm leyfði. Þar „flutti þáverandi lands- bókavörður, Jón Jacobson, ræðu, og sungin voru hátíða- ljóð eftir Þorstein skáld Gísla- son ritstjóra. Bíl ekið á hús. í gærmorgun, um áttaleytið, tilkynnti húseigandi einn við Lindargötu, að bifreið liafi þá í sama mund verið ekið upp á gangstétt og beint á hús hans. hans. Þegar bifreiðin ók á húsið, brotnuðu tvær eða þrjár rúður í húsinu. Taldi húseigandinn allt benda til þess, að bifreiðar- stjórinn væri undir áhrifum á- fengis. Fór lögreglan á staðinn og náði í ökuþórinn. — Játaði hann að hafa verið ölvaður við stýrið. Þjófnaður úr skipi. Lögreglunni var tilkynnt í gær að stolið hafi verið kven- skóm, nylonsokkum og ein- hverju fleiru úr dönsku kola- skipi, sem hér er statt. Grunur féll á ákveðinn kvenmann og tók lögreglan hann í vörzlu sína. Stúlkur sóttar í skip. Um miðnætti í nótt fór, lög- reglan um borð í danska kola- skipið, sem hér er statt til þess að sækja þangað þrjár íslenzk- ar stúlkur, sem vitað var að þar væru staddar. Við það varð einn skipverjanna saupsáttm’ .við lögreglumennina og reyndi að hindra þá í brottflutningi stúlknanna. Lyktaði þeim átök- um með því, að lögreglan tók manninn í geymslu. Fjórir dauldumbir Reykvíkingar á skemmtiför í Frakklandi. Ætlu&u á métorhjólum frá Kaupmannahöfn til Frakklands, en fengu ekki leyfi til þess. Fjórir daufdumbir Reykvík- ingar eru um þessar mundir á skemmtiferðalagi um Evrópu. Fóru þeir flugleiðis til Kaup- mannahafnar fyrir um hálfum mánuði, en þaðan var ætlun þeirra að halda suður um til Frakklands. Einn af mönnum þessum hef- Fær námsstyrk * á ItalíUb ítalska ríkisstjórnin hefir ákveðið að veita íslendingi styrk til háskólanáms á Ítalíu næsta vetur. Hefir mennta- 19 Skagabátar fengu 1877 tn. í gær. Akranesbátar öfluðu ágætlega í gær, og veiði h.efur verið góð hjá þeim undanfarið. ___ __ 1 gær öfluðu 19 bátar, sem róa frá Akranesi, samtals 1877 tn., sem telja verður afbragðs afla. Töluvert af síldinni var saltað, en annars er erfitt sð salta þá síld, sem nú veiðist í Flóanum vegna þess, hve smá ! anum ; morgun, eru menn þesg ur verið úti áður og kynnzt ýmsu fólki, sem líkt er ástatt fyrir og þeim félögum, og munu þeir njóta einhverrar fyrir- greiðslu samtaka þessa fólks á ferðalagi sínu. Ætlun fjórmenninganna var sú, að hafa með sér mótorhjól, eða hjól með hjálparvél og ferð ast á hjólum til Frakklands, en þeir. fengu ekki leyfi til þess, að taka slík farartæki með sér, þar eð heyrnina skortir. — Hafa samtök heyrnarlausra og mál- leysingja hér reynt að fá leyfi til þess að aka hjólum og bíl- um, en ekki fengið. Þess má þó geta, að erlendis tíðkast það víða að daufdumbir fá leyfi til þess að aka mótorhjólum og jafnvel bílum, og virðast þeir alls ekki fremur valda umferð- arslysum en aðrir. Hins vegár þurfa þeir ýmsan sérstakan út- búnað í bíla sína, t, d. spegla og annað þess háttar. Samkvæmt upplýsingum, er Vísir fékk hjá Málleysingjaskól hún er. Hins vegar ei hún sæmi gem n£ dvelja ytra, allir full lega feit. Mestur hluti síldar- | orgnjr og starfandi menn hér í innar þykir ekki nógu stór tða j-,ænum- p>eir munu verða um tæk í samninga þa, sem gerðir mánaðartíma j förinni. hafa verið. Hæstu bátarnir í gær voru „Sveinn Guðmundsson", sem var með 186 tunnur og „Svan- ur“ með 180 tn. Síldin veiddist í Jökuldjúpi. Yfirleitt hefur síldveiði ver- ið ágæt undanfarið hjá Altra- nesbátum, sem komu að norðan og hafa byrjað veiðar hér syðra. T. d. má geta þess, að „Svanur“, sem hóf veiðar í Faxaflóa fyrir miðjan þenna mánuð, er búinn að fá 1100 tunnur. Bendir allt til, að síldarmagn sé mikið hér í Flóanum. Af Akranestogurunum er það að segja, að „Akurey" er ný- farin til veiða á Grænlandsmið, en verið er að búa „Bjarna Ól- afsson“ á veiðar. Togararnir munu báðir veiða í ís til herzlu. málaráðuneytið lagt til, að Knútur Jónsson, stud. mag., hljóti styrkinn til náms í ít- ösku. — (Menntamálaráðun., 24. ágúst 1953). Fréttaritari Þjóðviljans Hann átti von á, að alilr Búkarestfarar mundu Menn Iásu Þjóðviljann með nokkurri eftirvæntingu í morg- un, því að mikilla tíðinda var áð vænta. Eins og Vísir skýrði frá í gær, kom nokkur hópur Buk- arest-faranna til landsins þá um morguninn með Gullfossi, og í þeim hópi var sjálfur fréttaritari Þjóðviljans, svo að ekki var við öðru að búast, en að hann fyllti blaðið með mynd- arlegri grein um þessa miklu sigurhátíð ungra kommúnista. En Þjóðviljinn olli mönnum vonbrigðum í morgun, því að á honum sér fá merki þess, að hinir sigrandi skarar hafi kom- ið að landi. Á fyrstu síðu er að vísu mynd af nokkrum hluta ferðalanganna, en hvergi sér bros á andlitunum, sem borta til lamls, miklu frekar trega, og stafar hann kannske af því, að komið er til 'þessa lands kúgunar og frelsisskerðingar. Inni í blaðinu er svo faliri „Athugase^nd um viðtal“ það, sem Vísir birti í gær við Magn- ús Valdimarsson verzlunar- mann, er fór til Bukarest. Hafði Magnús skýrt frá fáeinum at- riðum af aragrúa, sem hann hafði kynnzt, meðan hann var þar eystra, eins og lesendum Vísis er kunnugt. Mátti því ætla, að „Athugasemdin“ væri rituð til þess að hnekkja frá- sögn Magnúsar, því að höfundur athugasemdarinnar er sjálfur fréttaritari Þjóðviljans í Bukar- est-förinni, Bjarni (Benedikts- son frá Hofteigi). En Bjarni er ósköp hógvær. Hann reynir ekki að bera brigð- tárfellir. skrökva eins og hann ur á neitt ^af því, sem Magnús sagði, öðru nær. Hann tárfellir aðeins yfir því, hvað hann Magnús skuli í rauninni geta verið vondur strákur, og, segir hann, „þykir mér leitt, að jafn- rnætur drengur og M. V. virtist okkur í þessari ferð, skuli rata í þá ógæfu að láta blað þetta hafa efíir sér þau ummæli, sem það ber hann fyrir. Bera þau vitni um minni skilning en hægt var að vænta af þessum ljúfa ferðafélaga." Já, mala domestica .... Það er gamla sagan, Bjarni minn. En þu verður bara að kenna þetta þínum ágætu sálufélögum austan járntjalds. Grikkir, Tyrkir og ítalir fengu nýlega 39 þrýstiloftsflugvélar frá Bandaríkjunum. — Eldey. Framh. af bls. 1 nytjar munu hafa legið niöri um hartnær hálfrar annarrar aldar skeið, eða þar til Vest- mannaeyingarnir Hjalti Jóns- son, Stefán Gíslason og Ágúst Gíslason klifu eyna 1894' og lögðu „veginn" upp á hana. — Frá þeim tíma og fram til árs- ins 1940 var eyjan nytjuð og súluungi tekinn síðla sumars ár hvert. Venjuleg tekja var 300—6000 ungar á ári, en bæði var þá töluverður hópur af ungunum floginn burt og líka annar hópur svo lítt vaxinn að hann var ekki talinn hirð- andi til matar. Fyrir bragðið hélzt stofninn vel við, en eink- um hefur hann vaxið stórlega síðustu árin er eyjan var alger- lega friðuð, árið 1940. Um 60 þúsund fuglar á hektara. Þess má að lokum geta, að „veglaust“ er nú upp á Eldey, því þegar átti að ganga á hana árið 1949 kom í ljós að tvö- föld keðja, 24 metra löng, sem hékk fram af brúninni, liggur nú af einhverjum ástæðum uppi á henni. Er eyjan á þess- um stað með öllu ókleif, því bergið slútir þar fram yfir sig. Eldey er þéttsetnasti blettur fslands, því á þessari litlu eyju, sem tæplega er einn hektari, ummáls, munu lifa um 60 þús- und fuglar, ekki aðeins súla heldur og einnig fýll, rita og svartfugl. Sþ aöstööa Crikkf. Sameinuðu þjóðimar . veita Grikkjum 100.000 doll. skyndi- aðstoð vegna jarðskjálftanna. Fé þetta verður einkum látið renna til barna og bágstaddra mæðra, sem harðast urðu úti í hamförunum. á dögunum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.