Vísir - 01.09.1953, Blaðsíða 5

Vísir - 01.09.1953, Blaðsíða 5
Þriðjudaginn 1. september 1953 ▼ fSIR Sú Itirhrinfjwi' i L«>nhtfjrtid: Hfikið ægilega hlýtur kaupið að vera lágt þar keiigið á land, litast um og talað við fólk á Rásdandi. Fyrsta íslenzka skipið, sem kom til rússneskrar hafnar eftir að viðskiptasamningarnir voru gerðir í byrjun sl. mán- aðar, var ms. Drangajökull. Hafði það bar rúmlega sólar- hrings viðdvöl. Vísir átti fyrir helgina tal við skipstjór- ann, Ingólf Möller, er sagði blaðinu frá kynnum sínum af lífi manna í borginni, og gat hann þess í upphafi við- talsins, að hann segði því aðeins svo nákvæmlega frá þessu, að einn af fyrrverandi starfsfélögum hans hefði fyrir nokkrum dögum kallað hann „launaðan rógbera“ og að auki „svikaia í sjómannastétt“, er Ingólfur sagði frá því, sem fyrir augun bar og menn geta kynnzt hér á eftir. „Var landtakan eitthvað á annan veg en venjulega, þegar skip nálgast framandi land?“ spurði tíðindamaðurinn. „Þegar fór að nálgast rúss- neska landhelgi, tók að bera mikið á herskipaferðum, og töldum við einu sinni 24 her- skip, sem við sáum samtímis — allt frá flugstöðvarskipum til stórra kafbáta, en að 'áuki v§ru fjölmargir hraðbátar á fieygi- ferð um allt. Þegar við hæum svo í sjálfa landhelgina, koni fallbyssubátur á hæla okkur, negldi sig beinlínis við okkur, og var hann alltaf í 20—30 metra frá okkur — í kjörfa .au. Sjónaukar gerðir upptækir. Hann fylgdi okkur að vita- skipinu undan Leningrai, en þar er tekinn hafnsögumaður, sem hefur með sér tvo her- menn, vopnaða skammbyssum. Er siðan haldið inn undir Kronstadt, en rétt áður en svo ) langt er komið, tilkynnir hafn- sögumaðurinn, að nú verði menn að afhenda allar mynda- vélar og sjónauka, og mátti enginn slíkur gripur vera á skipinu nema sjónauki sá, sem hafnsögumaðurinn notaði. Er svo siglt framhjá Kronstadt til Leningrad, en á milli þeirra staða kemur um borð kona, læknir, og tilheyrandi aðstoð- armenn. Hún tekur heilbrigðisskýrslu, og óskar síðan eftir þvi, að fá að skoða matvælageymsiur skipsins, til þess að ga.nga úr skugga um hreinlæti <g þess háttar. Læknirinn og aðstoðar- menn hans gengu fljótt gegn- um íbúðir skipsverja, og þegar sýnt hafði verið í eina mat- vælageymsluna, þurfti ekki frekari athugun tíl Þess að sannfærast um hreinlætið“. Loftskeyti eru innsigluð. „Og hvað gerðist svo, þegar lagzt er að bryggju?" „Þar bíður frítt lið — her- menn, sem virðast vera af öll- um gráðum, og er þá réttur settur. Er þá gengið frá öllum atriðum, sem snerta eftirlit með útlendingum, tollskoffun og þess háttar, og stendur þetta í þrjár klukkustundir. Þá er Iík'á innsigluð loft- skeytastöð skipsins, menn verða að afhenda neyðar- rakettur og rakettubyssur, og lögð á það mjög mikil áherzla, að ekkert gleymist af rakettunum. Þá kemur að því, að skip- stjóxúnn verður að undii'skrifa ýmis skjöl, eins og venja er, og eru þau venjulega undir- skrifuð, án þess að á þau sé litið, en einn embættismann- anna bendir á, að hyggilegra sé að lesa þau, því að þungum viðuiiögum er hnýtt aftan í hverja grein. Þegar þessu var lokið, fara embættismenn í land með skip- verjaskrá, og segja um leið, að landgönguleyfi v^'ði afhent síðar. Og það stóð heima, að það var tilkynnt 6 tímum síðar, að skipverjar mættu fara á land“. Hermenn á verði við skipshlið. „Og hvei’nig er þá umhoi’fs í landi?“ „Af skipsfjöl sjást fyrst og fremst tveir hennenn, sem gæta skipsins. Er annar við landganginn, og hefur hann á hendi vegabi'éfaeftirlit, þegar menn fara á land, en hinn er aftan til við skipið, þar sem skipshöfnin býr. En það, sem stingur í aug- un er munurinn á hermönn- unum — feitum og pattara- legum — og verkamönnum þeimj sem við skipið vinna — gráum og guggnum. Svo kemur að losun skipsins. Urðum við ekki lítið forviða, þegar fjói’um mönnum var gert að afkasta losun í hvorx’i lest, en venjan er, að lúgu- maðurinn, sem ér hinn 'fimmti, verði að hlaupa upp og ofan, til þess að hjálpa við að leggja á losunarpallana, milli þess sem dregið var upp úr lestinni. Konur unnu þó ekki í lestun- um, en þær töldu síldai'pakkgna og kornungar stúlkur stjórn- uðu losunarkrönunum. Því fór fjarri, að ekki sæist kvenfólk í erfiðis- vinnu, því að þvert yl'ir höfnina að líta var kven- fólk við hafnarbyggingu og virtist bað vinna með skófl- um og hökum“. Verðlag óheyri- lega hátt. „Fóru skipverjar ekki eitt- 'h'V'að i verzlailir?'“: ' „Það hafði verið almennt hugur í mönnum að komast á land, og báðu þeir unv all-mikið fé til þess að nota á landi eða I 1150 í'úblur. Og svo fóru menn; á land, og að nokkrum tíma liðnum fóru fréttirnar að ber- ast. Þær voru allar á þá leið, að þarna væri hvorki hægt að kaupa neitt né gera. Sem dæmi um það, hversu fjarri lagi væri að gei’a kaup þarna má geta þess, að venjulegir lágir karlmanns- skór kostuðu 385 rúblur (15—1600 kr.) í verzlunum, en hægt var að fá strigaskó með gúmmísólum fyrir að- eins 200 rúblur! Skipverjum boðið í land. Þegar leið á daginn kom stúlka um borð í skipið, og til- kynnti hún, að hún væi’i starfs- maður sjómannastofu í borg- inni. Spui’ði hún, hvort við værum í fyrsta skipti í Lenin- grad, og er eg hafði svarað, að svo væri, kvað hún það venju, að skipsverjum væri boðið í land af sjómannastofunni, til þess að skoða borgina. Spurði hún hvort við mundum verða tilbúnir til að fara í land klukkan sjö. Eg kvaðst skylctu láta skipverja vita um þetta ágæta boð, og yrði það að ráð- ast, hversu margir mundu óska að fara í land. Við spjölluðum saman, og tilkynnti hún bá, að hún þekkti stórskáldið Halldór Kiljan Laxness, svo og væri henni kunnugt, að á Islandi væri starfandi félagsskapur, sem héti MÍR og þýddi það orð FRIÐUR. Lét eg í ljós undrun mína yfir beirri ein- kennilegu tilviljun. Ekið upp í borgina. Á mínútunni kiukkan sjö kom hún í stórum langferða- bíl, sem var gi’einilega merktur „Seamen’s Club“; fjölmenntum ýið í bílinn, en síðan var ekið upp í borgina eftir ósléttum götum. Var ferðirini ekki létt, fyrr en komið var að torgi einu miklu, sem ber ummerki fornar frægðar, því að þar , eru hallir margar, og auk þess er þar stytta af Pétri mikla. Útskýrði leiðsögumaðurinn fyi’ir ökkur, hvað væri gert við einstakar byggingar þarna. Hina fi-ægu Vetrarhöll, sem var byggð fyrir keisai’adrottn- inguna, sagði hún nú vera safn, en hermálaráðuneytið, er hún taldi lengstu byggingu í heimi, kvað hún enn notaða í upp- haflegum tilgangi. Vilja fá að sjá eitthvað nýtt. Eg sagði þá, að þessar bygg- ingar væx’u til þratt fyrir nú- verandi stjórnarfyrirkomulag, og spurði, hvort ekki væi'i hægt að fá að sjá eitthvað nýtt, sem bæri hinu núverandi stjórnar- fyi'irkomulagi vitni. „Fylgi- kona“ okkar tók fram, að þar sem þess væri sérstaklega óskað, mundi hún aka með okkur í „Moskvu“hverfi borg- arinnar og sýna þar fyrirmynd- ar verkamannabústaði. Var síðan ekið eftir mikilli götu, sem heitir Stalinsgata, en þegar ekið var um boi'gina, vakti það eftirtekt okkar, hversu umferð var sáralítil. Var svo bx'átt komið í Moskvu- hverfið, og okkur bent þar á byggingar, sem voru 8—10 hæðir, og útlistað fyrir okkur, hvað íbúðirnar væri vel úr gai’ði gerðar og þægilegar, en við tókum eftir því, að niaður sá þrjá veggi í lier- bergjunum á 2. hæð, þar sem við stóðum niðri á gang- stéttinni, svo að ekki voru herbergin stór. Við spurðum, hvenær hús þessi hefðu verið byggð, og var okkur sagt, að það hefði verið á árunum 1937—38, en hinum megin við götuna var verið að byggja hús, sem okkur var sagt, að væri nýbvgging, en okkur virtist þó, að þar væri verið að hyggja ofan á gamalt hús, vegna þess hve neðstu hæðirnar virtist miklu eldri en þær, sem voru í smíðum. Ilorft inn í kjallaraíbúðir. Þegar við fórum úr Moskvu- hverfinu var haldið í sjómanna- stofuna. Þá lá leiðin gegnum gamált hverfi, og' horfðum við þar inn á fólk, þar sem það sat í kjallaraíbúðum, en þá var búið að kveikja, því að komið var fram á kvöld. Hinn 26. júní s.l. töldust samtök Sameinuðu þjóðanna 8 ára. Á þeim degi 1945 undirrituðu 50 þjóðir sáttmála Sameinuðu þjóðanna. — Myndin er frá allsherjaíþingi S.Þ. Meðan við ókum um þetta hverfi, var leiðsögu- maður okkar, sem var ann- ars mælskur í bezta lagi, mjög þegjandalegur enda þurfti heldur engra skýringa við — þær blöstu við. Frá úthverfi þessu og um þenna gamla bæjarhluta var ekið framhjá byggingu, sein okkur var óðar tilkynnt að væri tízkuhús. Mundi hver sú verzlun hér í bæ, sem væri þannig út- lits, geta lokað dyrum sín- um án þess að nokkur þyrfti að óttast, að reynt væir að komast þar inn til viðskipta.“ Gular skellur hvarvetna. „Eru hús máluð þar — eins og til dæmis í Budapest, á mót- inu góða — eða hvernig eru þau útlits?“ „Þau virðast bera þess ljós merki, að viðhald sé óþekkt fyrirbrigði. Þau virðast hafa verið með gulum lit einhvern tíma endur fyrir löngu, eða máluð þannig, en nú sjást að- eins gular skellur hér og þar. En brátt var komið að sjó- mannastofunni, og okkur fcoðið inn. Þar var fátt manna inni — þegar frá eru taldir nokkrir starfsmenn — og okkur var tjáð, að húsið hefði áður verið í eigu ölbruggara, sem hefði átt tvö hús að auki. Það mátti bersýnilega muna sinn fífil fegri, því að í loftunum voru fögur listaverk, sem báru þvi vitni. Þegar þangað var komið, vorum við leiddir að allskonar myndum, sem voru innramm- I aðar í skápum. Hefir mér ekki getað liðið úr minni ein þeirra, af ballett-meyjum, og var okk- ur sagt, að hún væri af verk- smiðjustúlkum, sem hefðu að- eins frístundir sínar til þess að stunda dansinn, og áhuginn væri svo mikill, að þær færu beint úr verksmiðjunum í dansæfingarnar en hugsuðu ekki um hvíldina. Fannst okkur furðulegt, að slík lík- amsfegurð skyldi finnast hjá ótíndum verksmiðjustúlk- um, sem liefðu aðeins frí- stundir til listaæfinga. Hann þekkti Thordarson. Líkan var þarna einnig, sem sýndi skipaskurðanetið rúss- neska, og gefnar skýringar á möguleikum við notkun þess, svo sem sú, að Svartahaf væri nú tengt Hvítahafi og þar fram eftir götunum. Hinsvegar var engin skýring gefin á kostnaði þessa feikilega mánnvirkis. Okkur var nú böðið til sætis við stórt borð, og var þá kynnt- ur fyrir okkur forstöðumaður stofnunarinnar, en því miður talaði hann eiriungis rússnesku. Það fékk máður þó að vita,' að þessi maður vissi sitthvað um ísland, því, að hann kannaðist við MIR, eins og stúlkan, sem fylgdi olck- ur, og auk þess kannaðist hann við arkitekt Thordar- son, sem hefði verið for- maður sendinefndar til Rússlands. Stungið saman nefjum. . ^ Þegar hann hafði fyrir skýrt okkur, með aðstoð fylgdar- manns okkar, .stúlkunnar, fr.á, hiriu og þessu um ágæti ráð-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.