Vísir - 02.09.1953, Blaðsíða 4

Vísir - 02.09.1953, Blaðsíða 4
▼ ÍSIR •Miðvikudaginn 2? september 1S58 VflSIH. DAGBLAÐ Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson. Skrifstofur: Ingólfsstræti 3. Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (fimm línur). Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. Fimnt ár mikilla afreka. TVTú munu flestir Búkarest-fararnir komnir heim, og hafa for- ~ * sprakkar kommúnista að sjálfsögðu gert mikið úr glæsi- legum árangri fararinnar, enda þótt þeim vefjist nokkuð tunga um tönn, þegar þeir eru spurðir um ýmis atriði, enda er þá viðkvæðið, að þau „komi málinu eiginlega ekki við.“ Að minnsta kosti vekur það talsverða athygli, hve hóværir kom- múnistaforsprakkarnir eru, þegar þeir segja frá mótinu, því að eftirvænting þeirra, áður en lagt var upp, var miklu meiri en hrifningin reynist nú, þegar ferðin er um garð gengin. Munu þeir sjá eftir því að mörgu leyti, að þeir skyldu efna til svo fjölmennrar farar, að svo mörgum íslendingum með óbilaða dómgreind skyldi gefast kostur á að sjá það með eigin augum, hvernig umhorfs er í sæluríkjunum. Sannar það, að kommún- istar hafa ekki hugmynd um það, sem þeir hafa verið að vegsama á undanförnum árum. Einn maður í hópnum hefur þó ekki enn lokið hlutverki sínu. Það er raunar aðeins að byrja. Sá maður er hann Bjarni (Benediktssonar frá Hofteigi). Hann fór austur sem fréttaritari Þjóðviljans, og nú er hlutskipti hans að segja frá því, sem fyrir augun bar, og þó öliu heldur að hagræða því, sem hann sá og heyrði, svo að sem minnstir árekstrar verði rnilli raunveru- leikans og þess skáldskapar, sem Þjóðviljinn hefur flutt um sæluna í alþýðulýðveldunum síðustu árin. „Það eru aðeins 5 ár, síðan byrjað var að vinna vei'kin (í Rúmeníu) eftir kerfisbundnum áætlunum, á sósíalíska vísu“, segir hann í langhundi í Þjóðviljanum í gær. Og á þessum fimm ■ árum hefur sitt hvað verið gert, ef trúa má því, sem hann Bjarni mun skýra frá á næstunni, því að grein hans í gær er j aðeins upphafið, aðeins formáli, sem fjallar um það, hversu illa þjóðinni hafi liðið áður. Og það skal heldur ekki dregið í efa, að lfísbarátta alþýðu manna hafi verið erfið þar, eins og í mörgum öðrum löndum. En spurningin er sú, hvort raunveru- leikinn í dag er nokkru betri en hann var fyrir aldarfjórðungi eða svo. I Það má gjarnan athuga, hvað skoðanabræður islenzkra kommúnista hafa gert á „aðeins fimm árum“, síðan þeir fóru að „vinna verkin eftir kerfisbundnum áætlunum á sósíalíska vísu.“ Á „aðeins 5 árum“ hefur kommúnistum í Rúmeníu tekizt að afnema með öllu það litla réttaröryggi, sem til var í landinu. Þeim hefur tekizt að banna alla stjórnmálaflokka, sem aðhyllast ekki stefnu stjórnarinnar, afnema prent- og fundafrelsi, mál- frelsi og skoðanafrelsi, setja á fót lögregluríki, þar sem mönnum er bannað að ferðast milli þorpa nema með sérstöku leyfi lög- reglunpar. Eftir fimm ára kommúnistastjórn er málum svo komið, að menn hverfa t.d. einn góðan veðurdag í klær lögregl- unnar, en síðan geta venzlamenn fengið þær fréttir í einhverju blaði stjórn'árinnar, að viðkomandi maður hafi verið dæmdur í nokkurra ára eða ævilangt tukthús eða þrælkun. Það er ekki nema rétt von, að hann Bjarni og aðrir kom- múnistar hér fagni hinum stórmerka árangri, sem náðzt hefur í Rúmeníu á „aðeins 5 árum“. Það er þetta,.sem hann og aðrir kommúnistar vilja leiða yfir okkur, sem byggjum þetta land. Er það ekki skemmtileg tilhugsun? Og finnst mönnum ekki tilvalið, að alþjóðasamband lýð- ræðissinnaðrar æsku skuli efni til móts í landi, þar sem allt lýðræði hefur verið afnumið? Þar Kggur hundurinn grafinn. f París er eini dýragraf- . reitur heirns. I Parísarborg eru yfir 150.000 hundar, en talið er, að dánartala hunda 'þar í borg sé um 18.000 árlega. Sérstakir starfsmenn borgar- innar sækja kjölturakkana, sem deyja, heim til fólks, og urða þá, en við marga þeirra er höfð meiri viðhöfn, — þeir eru grafnir í sérstökum kirkju- garði, eða grafreit, sem' ein- göngu er ætlaður dýrum. Þetta er eini dýrakirkju- garður heims, og hann er á eynni „Ravageurs" í miðju Signu-fljót.i. Kirkjugarður þessi er frá árinu 1899. Hann er stór um sig, prýddur vel hirtum grasflötum og gangstígum milli glæsilegra minnisvarða, og þar er sérstakur umsjónarmaður og garðyrkjumaður. Þangað kem- ur sorgbitið fólk með blóm, sem það leggur á grafir hinna horfnu, ferfættu vina sinna. Ef einhverjum, sem þangað kem- ur, finnst þetta skoplegt og læt- ur slíkt í ljós, hlýtur hann á- vitur fyrir. Þá verður hver sá, sem í garðinn kemur, að borga inngangseyri. „Kri-Kri, sem einn skildi mig.“ Annars eru þarna grafnar fleiri skepnur en hundar. Ýms- ar hvatir liggja til grundvallar því, að þarna hafa dýr af ýms- um tegundum hlotið hinzta hvílustað. Það geta verið við- kvæmni, sorg eða oflátungs- háttur, sem valda því, að þarna hafa verið grafin ljónynja, hæna, skjaldbökur, kettir, páfa- gaukar og hestar. Á mörgum of- látungsfullum legsteinum get- ur að líta áletranir á ýmsum tungumálum. Sumar þessara áletrana eru þess eðlis, að maður getur varla varizt brosi, t. d. má lesa þarna: „Tukki, — þú hinn eini, sem varst mér trúr“, eða „Kri-Kri, sem einn skildi mig“, eða_ þá „Crery — ástin mín.“ En við innganginn að þessum dýrakirkjugarði má líka sjá margt, sem sýnir, að ekki hefur verið um kjánalega duttlunga að ræða, heldur guðrækilega alvöru þeirra, sem í upphafi stóðu að þessum garði. Bak við glæsilegt hlið á grænni flöt stendur hár og virðulegur minnisvarði um St.’ Bernhai’dshundinn Barry. Hann var einn hundanna, sem munk- ar í St. Bernhardsskarði tömdu til þess að leiðbeina og bjarga ferðalöngum, sem villzt höfðu í stórhríðum þar á fjallinu. Barry bjargaði 40 mannslífum, en fertugasti og fyrsti maður- inn, sem hann reyndi að bjarga, skaut hann af raunalegum misskilningi. Maðurinn hélt, að sér væri hætta búin af hundin- n i ’li/|'enntamálaráðherrann skýrði frá því í ræðu, sem hann flutti á uppeldismálaþingi kennara á síðast liðnu vori, að ráðu- neytið hefði til athugunar, að í skólum ríkisins skyldu noklcrir dagar á ári hverju helgaðir móðurmálskennslu að mestu eða öllu leyti. Hefur ráðuneytið nú gefið út tilkynningu um þetta og er þar skýrt frá því, að dagar þessir skuli vera þrír árlega. Er ætlazt til þess, að skólarnir verji þessum dögum til kennslunnar með öðrum hætti en henni er hagað venjulega, svo sem með því, að kennarar og nemendur ræði um nýyrði, málleysur, bögumæli, lési sígildar bókmenntir í bundnu og óbundnu máli og þar fram eftir götunum. Engimi vafi er á því, að tungunni getur stafað mikil hætta af erlendum áhrifum, ef þess er ekki gætt sem skyldi, að kenna hinni upprennandi kynslóð að meta hana og þann arf, sem hún hefur fært þjóðinni. Má segja að menníng landsmanna verði harla lítils virði, ef tungan spillist eða glatast, þótt ýmis- konar framkvæmdir kunni. að verða gl*?si)egar. Vonandi ber viðleitni menntamálaráðuneytisins tilætlaðan árangur, er fram líða stundir. i. Hér sésí minnisvarði tveggja tryggra hunda í kirkjugarðinum í Signufljóti. Samið um viðskipti við Tékka. Hinn 31. ágúst sl. var undir- ritaður 1 Prag nýr viðskipta- og greiðslusamningur milli íslands og Tékkóslóvakíu. Samhingur- inn gildir í eitt ár. Til Tékkóslóvakíu er gert ráð fyrir sölu á frystum fiskflökum, frystri síld, saltsíld, gærum og ull, en á móti er gert ráð fyrir kaupum þar á svipuðum vöru- tegundum og undanfarin ár, svo sem vefnaðarvörum, gúmmí skófatnaði, gleri og glervörum, síldartiinnum,, sýkri, asbesti, byggingavörum og pappírsvör- um. Áætlað er, að viðskiptin geh' númið ■ all’t að :kr. 29 rrfillj. ;á* hvora hlið. Samningaviðræður hófust í Prag 21. ágúst sl., og önnuðust þær fyrir Ísiands hönd þeir Bjarni Ásgeirsson sendiherra, er var formaður íslenzku samn- inganefndarinnar, dr. Oddur Guðjónsson og dr. Magnús Z. Sigurðsson. (Frá utanríkis- ráðuneytinu). jS 'LreijtiÉ hiíijíi tjóap með brykkimvndum i jvd -S/Í'í íta (j erdirju i Skó! avöroustíg ö. Mig hefur oft furðað á þvi hve erfitt lrefur verið að' kerina ís- lendingum almennt að eta sild. Hcfur áður verið drepið á þetla i þessum þæíti í sambandi við, að einstaka menn liafá kvartað undan því að fiskverzlanir hafi ekbi nýja síld á boðstólum, jafn- vel yfir þann tíma, þegar ætlá mætti að auðvelt væri að útvega hana. Hefur svarið frá fiskvcrzl- uniun verið á þá leið, að sild væri yfirleitt liægt að fá, en eftirspurn eftir lienni nýrri væri lítil scsn engin. Krydduð, reykt eða söltuð. Öðru máli gegnir um saltsíld, kryddsílcl cða reykta síld. Reyk- víkingar neyta talsvert síldar, er þannig hefur verið meðhöndluð, allan ársins hring. En nauSsyn- legt er að rétt sé með síldina far- ið, því það er með síldina, cins og aðrar matartegundir, að það er ekki sama hvort varan er vönduð eða ekki. Nú þegar okk- ur íslendingum er brýn nauðsyn á því, að vanda frainleiðsluvörur okkar sem mest, cr leitt að heyra til raddar, sem kemur fram i eft- irfarandi bréfi: Illa farið með góða vöru. „Kæri vinur. Eg get ekki orða bundist og sendi þér þvi nokkr- ar línur út af atviki, sem kom fyr ir í gær, og' varðar marga. Eg las um það í dagblaði, að komin væri á markaðinn létt-reykt sild, sem við nefnum okkar á milli „kipp- ers“. Eins og þú mannst, var þessi síld afbragð í fyrra, og hlakkaði ég sannarlega til þess að bragða á lienni aftur nú. Um þessa síld er mjög snyrtiíega búið, og virt- ist allur frágangur vera svipaður og áður, en hver pakki af lostæt- inu kostar aSeins kr. 5.50 út úr verzluninni. Það kom svipur á frúna. Eg keypti einn paklta í fyrstu verzlúninni þar, sem hann fékkst, og lagði hróðiigur af stað heim til mín. Þegar heim kom sýndi ég konunni minni kaupin, og þolti lienni bera vcl i veiði, því bað er ekki daglegiir viðburður að ég lconii sjálfur með eittlivað í mat- inn. En það kom svipur á frúna og ekki mig síður, þegar pakkinn var opriaður og frá honum lagði daun af drafúldnum fiski. Reykta síldin, sem ég liafði lilakkað til að borða var alónýt fæða, sein eklci var hægt að leggja sér til munns. Eg hugsaði sem svo: Það var sannarlega Iiepþni að pakki þessi var ekki seldur í verzlun í öðru landi, þár sem okkur væri nauðsyn á að vinna markaði. Eg ætla, kr. minn, .að biðja þig um að birla þessar línur, þvi það er nauðsynlegt, að þeir, er um fram- leiðslumál okkar sjá, viti að það er ekki sama hvernig varan er nieðhöndluð. BB“. Bergmál leggur ekkert til mál- anna að sinni, en óskar þess eins að slikir atbúrðir endurtaki sig ékki. — kr. “ IIANSA H.F. Laugaveg 105. Sími 8Í525.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.