Vísir - 02.09.1953, Blaðsíða 8

Vísir - 02.09.1953, Blaðsíða 8
Þeir sem gerast kaupendur VÍSIS eftir gnpn (W>m PHP Mb VÍSIR er ódýrasta blaðað og þó það f jöl- 10. hvers mánaðar fá blaðið ókeypis til i|*l | Blll breyttasta. — Hringið í síma 1660 og gerist máuaðamóta. — Sími 1660. W (Mt áskrifendur. Miðvikudaginn 2. september 1953 Hafitfirzkur iögregluþjénu drukknar í Innri-Njarðvík. Slysið varð aðfarainótt simnudaga. Líklegt ad Kóreuráðstefnan verði í Genf eða Honolulu. I\T oi’tþnrlandaþgódirnar hljnntar aðíld Peking-stjórnarinnar að samtöknm Sl». Óstaðfestar fregnir frá Wash- ington telja líklegt, að Kóreu,- ráðstefnan hefjist 15. október n.k., og verði haldin í Genf i Sviss eða Honoiulu á Hawaii- eyjum. Fulltrúar hinna 16 ríkja, sem sendu herlið til Kóreu til að- stoðar Suður-Kóreumönnum, sátu á fundi í utanríkismáia- ráðuneyti Bandaríkjanna í gær og ræddu fyrirhugaða Kóreu- ráðstefnu. Mikil leynd hvílir yf- ir fundi þessum, og vildi for- mælandi utanríkisráðuneytis- ins ekkert láta í ljós um um- ræðuefni á honum. Þó hefur það kvisast, að fundurinn verði haldinn í Sviss eða á Hawaii- eyjum. Mjólkurpósturinn varð barón. Glasgow. (A.P.). — í þessum mánuði kemur hingað amerísk- ur „mjólkurpóstur“, og er hann „sir“ að nafnbót. Maður þessi hefur árum sam- an verið mjólkurpóstur í smá- þorpi í Marylandfylki, en hefir nú erft óðal og titil föðurbróð- ur síns, barónsins í Mochrum í Wigtownshire. Mðður slasast I AðaJvik. Amerísk flugvél lenti í Aðal- vík á sunnudag til þess að sækja þangað slasaðan starfsmann amerísku byggingarfélaganna. Hafði maðurinn verið að vinna með jarðýtu, er hann slasaðist, og mun hafa höfuð- kúpubrotnað, en auk þess brotnuðu nokkur rif. Flugbát- urinn var kominn vestur eftir klukkustund, og hálfri stundu síðar var lagt af stað aftur. — Neyddist flugmaðurinn til að fljúga upp með vindi gegn straumi, en rakettuútbúnaður var á vélinni, til þess að hjálpa við flugtak, en ella hefði það vart tekizt, er aðstæður voru svo erfiðar. Tilmæli til Peking- stjórnarinnar. Þá er fullyrt, að Bandaríkja- stjórn muni nú snúa sér til sænsku stjórnarinnar og biðja hana að koma þeim tihnælum áleiðis til kommúnistastjórnar- innar í Peking, að hún sendi fulltrúa á Kóreuráðstefnuna, en milliganga Svía stafar af því, að þeir hafa stjórnmálasamband við Peking-stjórnina en Banda- ríkjamenn ekki. Kóreumálin voru og á dag- skrá utanríkismálaráðherra- fundar Norðurlanda, sem lauk í Stokkhólmi í gær. Var þar gerð samþykkt þar sem fagnað er tilraunum til þess að koma á varanlegum friði í Kóreu. Aðild Kína að SÞ. Þá vænta utanríkisráðherrar' Norðurlanda þess, að Peking- stjórnin fái fulltrúa í hópi Sam- einuðu þjóðanna, en tilraunir í þá átt hafa mistekizt til þessa. Eins og kunnugt er hafa mörg ríki innan SÞ stjórnmálasam- band við Peking-stjórnina, m. a. Bretar og Norðurlandaþjóð- irnar, en allmargir. viðurkenna hana ekki, þar á meðai Banda- ríkjamenn. Ekki er enn vitað, hvort kín- verska kommúnistastjórnin muni vilja sitja væntanlega Kóreuráðstefnu, en flestir frétta ritarar telja að hún muni gera það, enda sendi hún herlið til Kóreu, þótt látið hafi verið x veðri vaka, að þar væru „sjálf- boðaliðar“ á ferð. Indverjar kaupa minna hveiti. N. Delhi (AP). — Horfur eru. á því, að Indverjar geti dregið til mikilla muna úr hveitiinn- flutningi sínum á næsta ári. Innflutningurimi hefur núm- ið 4—5 milljónum lesta árlega undanfarið, en nú er meira land í rækt og uppskeruhorfur miklu betri, svo að væntanlega þarf ekki að kaupa nema um milljón lesta frá öðrum löndum á næsta ári. Rússar hafa enn í haldi 103.000 þýzka stríðsfanga. Fluttu líka 750.000 óbreytta borgara austur. Aðfaranótt sunnudags varð l það slys suður í Innri-Njarðvík, að Karl Stefánsson lgregluþjónn i drukknaði þar í fjörunni. Samkvæmt upplýsingum, sem Vísir fékk í gær hjá lögreglu- varðstofunni í Hafnarfirði, hafði Karl verið í sumarleyfi, en far- ið til Keflavíkurflugvallar til starfa þar. Hafði búið á meðan í Innri-Njarðvík. Síðdegis á laugardag fór Karl af verði, og var þá þreyttur, því að haijn hafði staðið vörð lengi. Fór hann til Innri-Njarð- víkur, hitti þar kunningja sinn og dvaldist hjá honum fram eft- ir kvöldi. Þegar Karl sýndi á sér fararsnið, hafði hann orð á því, að rétt væri fyrir sig að fara heim, en hinn lét það afskipta- laust. Karl fór síðan út, en þégar nokkur stund var liðin, fór hinn maðurinn út, til þess áð grennsl ast eftir honum. Sá hann þá Karl hvergi, svo að hann ætlaði, að hann hefði gengið upp á veg- inn, og fengið bílfar til Hafnar- ijarðar. Karl átti frí til sunnudags- kvölds, en er hann kom ekki á vörð þá, taldi lögregluþjónii, er með honum átti að vera, að hann mundi hafa tafizt eitthvað, en er hann kom ekki heldur á mánudag, var farið að spyrjast fyrir um hann. Var síðan leit liafin snemma í gærmorgun, og Heimta 125 millj. punda launahækkun Einkaskeyti frá AP. — London í gær. Gera má ráð fyrir því, að til verkfalla komi í brezkum skipa- smíðastöðum síðar á árinu. Hafa skipasmiðir sett fram launakröfur, hinar hæstu, sem fram hafa komið á árinu í Bret- Iandi, en þeim hefur verið hafn- að. Segja skipasmiðjurnar, að ef gengið yrði að þeim í heild, yrðu Bretar ekki lengur sam- keppnisfærir á því sviði. Sam- tals mundu kaupgreiðslur auk- ast um 125 milljónir punda, ef gengið yrði að þeim. | fannst Karl þá brátt í flæðar- I málinu skammt frá húsinu, sem i hann hafði farið úr á laugar- I dagskvoldið. Er álitið, að Karl hafi fengið aðsvif þarna og síð- an drukknað, er að féll, því að krufning leiddi í ljós, að hann hafði drukknað. Karl var 31 árs að aldri, kvæntúr og átti eitt barn. Ma&ur deyr af slysförum á Kf.- velli. Á mánudag varð slys á Kefla- víkurílugvelli, og andaðist hinn slasaði í gærmorgun. Var þetta einn starfsmanna ameriska byggingarfélagsins, er varð fyrir vegþjöppu, sem hann stjórnaði sjálfur. Ætlaði maðurinn að stíg af þjöppunni, en kom þá við stöngina, er set- ur hana af stað, og féll þá fyrir valtara þjöppunnar. Varð hann undir henni með þeim afleið- ingum, að mjaðmargrind hans brotnaði, og hann hlaut inn- vortis blæðingar. 1500 lestir hval- kjöts frystar. Hvalveiðar hafa gengið held- ur treglega upp á síðkastið, að jiví er Loftur Bjarnason, fram- kvæmdastjóri Hvals h.f., tjáði Vísi í gær. Alls hafa nú veiðzt um 280 hvalir, og verður veiðum hald- ið áfram þenna mánuð, en þó fer það allt eftir veðri og' afla-, magni, hve lengi veiðunum verður haldið áfram. Fryst hafa verið um 1500 lestir af hvalkjöti á Akranesi, og hefur nokkur hluti þess þeg- ar verið fluttur út. Hingað í bæinn hafa farið á 2. hundrað lestir til sölu í kjötbúðum bæj- arins, en sala hvalkjöts er vax- andi, enda ekki selt nema glæ- nýtt og úrvalskjöt. Hestur drepst í árekstri. I nótt vár bifreið ekið á hest á Suðurlandsveginum milli Lögbergs og Sandskeiðs með þeim afleiðingum að hesturinn .drapst. Kom bifreiðarstjórinn sjálíur á lögreglustöðina um háU' tvö- levtið í nótt og skýröi í'rá því að hanh hefði ekið a h"ítmn á leið sinni í bæinn og mynd' hesturinn hafa slásast mikig. Sáust og unimerki á bílnmn eftir áreksturinn. Voru lögreglumenn strax sendir á vettvang til þcss að leita hestsins og fundu hann dauðan á veginurri. Var sýni- leet að áreksturinn hafði orðið mjög harkalegur, pví að inn- ýlfi hestsins lágu úti. í nótt var lögreglunni einnig tilkynnt. um umferðarslys, er átt hefði sér siað hér í bænurn Hafði verið komið með slasað- an kvemnann í Slysavarðstof- una um tvöleytið i ná:.t. en | ar sem engihii læknir . ur við- staddur, var konán flutt í Landspítalann og, húið um meiðsli hennar þar. Skýrði konan svo frá, að hún hefði hangið aftan í bií'reið og dregizt ef.tir henni alilengi. — Hlaut hún skrámur á fótleggj- unum og marðist mikið við þetta. Ekki er blaðinu kunrugt um nánari atvik a : þessu. Tékkóslóvakía er mjólktirkýr. London (AP). — Enn einn opinber sendimaður Tékka lief- ur sagt skilið við stjórnina. Stanek, frv. sendifulltrúi Tékka, er á leið hingað frá Kýpur-ey, en þangað flýði hann nýlega frá Beirut í Sýrlandi og beiddist hælis sem flóttamaður. „Eg get ekki,“- sagði hann, „lýst með öðru móti fyrirlitningu minni á stjórn lands míns, sem er ekki annað en mjólkurkýr Rússlands.“ Breiar selja planó. London (AP). — Piano-iðn- aður Breta er nú í meiri upp- gangi en nokkur framleiðslu- grein önnur. Hafa Bretar grætt á því, að slakað hefur verið á innflutn- ingshöftum í þessum hljóðfær- um í fjölmörgum löndum. Telja Bretar, að þeir hafi lagt undir sig 80% þessa markaðar í heim- inum. Grikkir spara ekki við herinn. Aþena (AP). — Gríski her- inn hefur flutt mikið lið til íónaeyja síðustu tvær vikur. Hlutverk herliðsins verður að hreinsa til í rústum þar, og hefja endurreisnina. Fyrirsjá- anlegt er, að kostnaðurinn verð ur geysilegur, en ríkisstjórnin hefur samt ákveðið, að draga ekki úr hervörnum, sem helm- ingi ríkistekna er varið til. Mun hún leita fyrir sér um aðstoð erlendis, því að ella verður vart komizt hjá miklum fjár- hagslegum vandræðum Grikkja af völdum náttúruhamfaranna. Genf. — Vitað er, að Rúss- ar hafa enn í haldi næi 103.000 þýzka stríðsfanga. Vestur-þýzka stjórnin hefur sent Sameinuðu þjóðunum skrá með nöfnum þessara fanga. • - Verður mál þetta tekið fyrir á áttunda allsherjarþ’i.igj Sþ., sem hefst í New York 15. þ.m. Þá hefur Bonn-stjórnin jafn- framt sent Sþ. skrá með nöfn- um 1.272.000 þýzkra hcrmanna, i sem saknað er. Flestir þeirra | hafa verið í haldi hja Rússum I og talið er, a'ð margir þeirra séu enn á lífi í rúosneskum fangelsum og þrælavir.nubúð- um. Þá er vitað, að a.m.k. 730.000 óbreyttir, þýzkir borgarar hafa verið fluttir nauðungaflutningi til Rússlands, og af þeim em 134.000 sagðir á lífi. Loks hefur Sþ. boiizt vitneskja um, að 63.000 ítalir og 50.000 Japanar séu enn fangar Rússa. Sörnu sögu er að segja af þúsundum austur- rískra, rúmenskra, búlgarskra, grískra og ungverskra fanga í haldi hjá Rússum. Danir ganga til kosninga 22. þ. m. IMýr flokkur kémur til sögunnar. Frá fréttaritara Vísis. K.höfn, þ. 27. ágúst. Hinn 22.' sept. fara fram Rík- xsdagskosningar hér í Dan- mörku. Kosningarbarátta er jafnan fremur friðsamleg í þessu landi. Flokksforingjar gera grein fyr- ir stefnu flokkanna ýmist í út- varpi eða blöðum, en persónu- legar árásir á stjórnmálamenn þekkjast ekki í kosningabarátt- unni. Að þessu sinni lítur út fyrir að Knud Kristensen fyrrverandi forsætisráðherra muni valda ruglingi í liði íhaldsmanna og Vinstri. Kristensen var áður vinstrímaður en hefur nú stofn- •að sjsilfstæð stjórnmálasamtök, sem nefnast „De uafhængige“. Hinir óháðu b*ðu Vinstri og' Ihaldsmönnum listasamvinnu en báðir flokkarnir höfnuðu boðinu, og lítur því helzt út fyrir nú, að Knud Kristensen og hans menn muni bjóða fram á eigin spýtur. Síðustu Rikisdagskosningar í Danmörku fóru fram sl. vor. Síðan þær fóru fram hefur Hans Hedtoít, formaður jafnaðar- manna lýst því yfir að hann telji ekki tímabært að veita Bandaríkjamönnum réttindi til þess að senda flugher til Dan- mérkur að óbreyttum aðstæð- um. íhaldsmenn og Vinstri hafa harmað afstöðu Hedtofts, en kosningarnar 22. sept. munu að nokkru skéra úr því, hvei’ vilji Dana er í þessu efni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.